Dagur - 03.02.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 03.02.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 3. febrúar 1984 / nútíma þjóðfélagi þykja störf lögreglunnar mun sjálfsagðari en áður var. Fyrr á árum var talið að menn kæmust í lögregluna efþeir væru stórir og sterkir og duglegir í slagsmálum. Pví er ekki að neita, að áður fyrr voru slagsmál lög- reglunnar við borgarana algeng. En því er ekki þannig varið í dag. Eins og önnur störf í þessu þjóðfé- lagi hafa störf lögreglu- mannsins breyst og mótast afþörfum þjóðfélagsins. Þarf ekki að vera stór og sterkur Það þykir lögreglumanni ekki sérstaklega til framdráttar í dag, að vera stór og sterkur. Allt aðr- ar kröfur eru til hans gerðar, þó svo að gott sé að með fari afl og áræðni. í reglugerð um veitingu starfs í lögregluliði segir m.a.: Umsækjandi skal vera íslensk- ur ríkisborgari, 20-30 ára, fjár síns ráðandi og skal ekki vera kunnur af óreiðu í fjármálum. Hann skal hafa gott mannorð og vera þekktur af reglusemi og háttvísi. Hann skal vera a.m.k. 178 cm á hæð, ef um karlmann er að ræða, og 172 cm ef um kven- mann er að ræða. í>á segir einnig í reglugerðinni, að umsækjandi skuli vera heilsugóður og hafa góða sjón og heyrn ásamt réttri litaskynjun. Þess er krafist að umsækjandi hafi lokið grunnskóla og tveggja ára námi í framhaldsskóla, eða öðru sambærilegu námi með full- nægjandi árangri. Sérstök áhersla skal lögð á góða einkunn í ís- lensku. Þá skal umsækjandi einn- ig hafa gott vald á a.m.k. einu Norðurlandamáli ásamt ensku eða þýsku. Einnig þarf hann að vera vel syntur og að sjálfsögðu verður hann að hafa ökupróf. Umsækjandinn verður að stand- ast læknisskoðun trúnaðarlæknis og þrekprófun og honum er skylt að gangast undir hæfnispróf í ís- lensku og vélritun. Síðan skulu umsækjendui ganga fyrir svokallaða valnefnd, en sú nefnd kannar með við- ræðum við umsækjanda hvernig almennri kunnáttu hans er háttað. Fyrstu árin reynslutími Eftir að menn hefja störf í lög- reglunni teljast tvö fyrstu árin reynslutími, en á þeim tíma skulu menn sækja nám við Lögreglu- skóla íslands. Fyrst er svonefnt grunnnám, sem stendur frá því í október fram til jóla. Eftir það tekur við starfsþjálfun fram til næsta hausts, en þá tekur Lög- regluskólinn við á ný, og nú stendur hann fram til vors, en með jóla- og páskafríum, eins og í öðrum skólum. Lögregluskóli ríkisins er í Reykjavík og utanborgarmenn þurfa að sækja hann þangað. Þeir fá borgaða uppihaldspeninga í Reykjavík meðan á námi stendur og einnig ferðir til og frá Reykja- vík. Auk þess halda þeir launum sínum, eins og þær væru í vinnu í heimahögum. Það skal tekið fram, að aðeins þeir sem fengið hafa vinnu hjá lögreglunni eiga möguleika á inngöngu í Lög- regluskólann og ef þeir ná ekki lágmarkseinkunnum í þeim fögum sem þar eru kennd, þá geta þeir þurft að hætta störfum. Eftirtaldar námsgreinar eru kenndar í skólanum; íslenska, skýrslugerð, lögreglufræði, með- ferð opinberra skjala, samþykkt- ir, umferðarlög og -reglur, ýmis lög, refsiréttur, þjóðfélagsfræði, persónu- og sifjaréttur, rannsókn afbrota, vettvangsuppdrættir, rafmagnstækni og hættuleg efni, sálarfræði, vélritun, slysahjálp, lögregluæfingar, umferðarstjórn, sjálfsvörn, meðferð lögreglu- tækja, leikfimi, sund og erlend tungumál. Auk þess eru haldnir fyrirlestrar um margbreytileg efni í skólanum. Áhugavert starf Byrjunarlaun í lögreglunni eru samkvæmt 10. launaflokki ríkis- starfsmanna, en það eru 12.206 kr. á mánuði. Þar sem flestir lög- reglumenn vinna vaktavinnu fá þeir greitt svonefnt vaktaálag og getur það, ásamt föstum yfir- vinnugreiðslum sem fylgja vakta- vinnunni, numið 6-7 þúsund kr. á mánuði. Þess vegna er raunhæft mánaðarkaup hjá lögreglumanni á byrjunarlaunum 18-19 þ.kr. á mánuði. Þegar svo lögreglu- mennirnir hafa lokið við báða hluta skólans færast þeir upp í 12. launaflokk. Yfirvinnu geta lög- reglumenn þurft að vinna hvenær sem er og hér á Akureyri er með- alaukavinna 20-30 klukkustundir á mánuði. Yfirborganir þekkjast ekki hjá ríkisstarfsmönnum. Lögreglustarfið er mjög áhuga- vert starf fyrir unga menn sem eru að leggja út í lífsbaráttuna. Það er mikils krafist af viðkom- andi og menn verða að leggja sig alla fram til að leysa þau störf sómasamlega af hendi. Lögreglu- menn ganga í einkennisbúningi, sem þeir fá til afnota. Þess vegna Hér birtist annar þátt- urinn í starfskynningu Dags. í þeim fyrsta kynnti Eiríkur S. Ei- ríksson starf blaða- mannsins, en nú kynnir Ólafur Ás- geirsson starf lög- regluþjónsins. Ólafur er Akureyringur fram í fingurgóma og hefur starfað í lögregluliði bæjarins í hart nær 20 ár, á raunar 20 ára starfsafmæli 28. mars 1984. Þrátt fyrir það er Ólafur ekki nema 38 ára gamall. Hann varð flokksstjóri 1971, aðstoðarvarð- stjóri 1976 og aðstoð- aryfírlögregluþjónn hefur Ólafur verið síðan 1981. verða þeir áberandi í sínu bæjar- félagi. Almenningur gerir miklar kröfur til þess að þeir séu til fyrir- myndar í allri umgengni, bæði á meðan þeir eru að störfum í ein- kennisbúningi og einnig á þeirra frídögum. Möguleikar á framhaldsnámi Þegar lögreglumaður hefur starf- að í 6 ár telst hann flokksstjóri, en síðan getur hann orðið að- stoðarvarðstjóri, varðstjóri, lög- reglufulltrúi, aðstoðaryfirlög- regluþjónn og yfirlögregluþjónn. í stærri lögregluliðum eru einnig starfandi rannsóknardeildir, fíkniefnadeildir, umferðardeildir o.fl. Ýmsir möguleikar eru á fram- haldsnámi eftir að Lögregluskól- anum lýkur. Mönnum gefst kost- ur á að sækja námskeið á vegum skólans, t.d. um eiturlyfjamál, umferðarmál og radarmælingar svo eitthvað sé nefnt. Þá er einn- ig möguleiki á að komast í er- lenda lögregluskóla, þar sem tækifæri gefst til að kynnast starfsaðferðum kolleganna í öðrum löndum. Lögreglumenn stunda mikið íþróttir og á þeirra vegum fara fram ýmiss konar mót. Vinsælust eru eflaust mót í innanhússknatt- spyrnu, en á vegum Landssam- bands lögreglumanna er íslands- mót í þeirri íþróttagrein, bæði fyrir yngri lögreglumenn og þá sem orðnir eru 35 ára eða eldri. Lögreglumenn ganga með handjárn við störf sín og það kemur fyrir að við þurfum að grípa til þeirra. Einnig göngum við með kylfu, en um notkun hennar gilda mjög strangar reglur og það er mjög sjaldgæft að hún sé notuð. í þau tæp tuttugu ár sem ég hef verið lögreglumaður hef ég til dæmis aldrei slegið mann með minni kylfu né séð kollega mína hér á Akureyri gera það. Þegar til lengdar lætur verður vaktavinnan að teljast það nei- kvæðasta við starfið, en óreglu- legur vinnutími til lengdar fer illa með starfsþrek manna. Lögreglu- menn þurfa að vinna alla daga ársins og skiptir þá ekki máli hvort dagurinn heitir jóladagur, páskadagur eða bara mánudagur. í lögregluliði Akureyrar eru 30 menn og á sumrin eru ráðnir 7-10 afleysingamenn vegna sumar- leyfa. Starfskynning Dags 2. þáttur - Lögregluþjónn Löngum hafa verið fótfráir þjónar í lögreglunni á Akureyri, m.a. Norðuriandsmeistarar KA í 4x100 m boðhlaupi; f.v. Gunnar Jóhannsson, Baldvin Stefánsson, Hjörtur Gíslason og Aðalsteinn Bernharðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.