Dagur


Dagur - 03.02.1984, Qupperneq 7

Dagur - 03.02.1984, Qupperneq 7
3. febrúar 1984 - DAGUR - 7 V Mér er alveg sama hvað aðrir segja - Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur, á síma-línunni Vestfirðingar Sólarkaffið verður annað kvöld í Húsi aldr- aðra (áður Alþýðuhúsinu) kl. 20.30. Mætum öll. Stjórnin. (( Aðalfundur KA verður haldinn fimmtudag 9. feb. nk. kl. 20.30 í KA-miðstöðinni Lundarskóla. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Skorað er á KA-menn að fjölmenna stundvíslega. Stjórnin. - Hver er á línunni? -• Helgi Hallgrímsson heitir hann. - Sæll sértu, hvað hefur þú fyrir stafni? - Ég er að horfa á hrafninn, sem situr á kvisti hússins hér handan götunn- ar. Pú getur skrifað um hann; það er margt vit- lausara í ykkar blaði. - Er hrafninn fuglinn þinn? - Það segi ég nú ekki, en hann er gáfaður fugl og forspár, því hann er spá- maður og segir rétt til um óorðna hluti. - Hvernig er hægt að nýta sér þá spádóma? - Það eru nú fáir, ef nokkrir, sem geta það nú til dags. En hér áður fyrr voru til menn, sem gátu skilið krunk þeirra og allt þeirra háttalag boðaði eitthvað ákveðið. Því miður kann ég ekki þessa list, en hefði gaman af að kynnast orða- bók hrafnsins. Eitt sinn gerðu hrafnar sér hreiður í kirkjuturninum okkar. Prestarnir flæmdu þá burtu. Það þótti mér slæmt, því það var þó lífsmark með kirkjunni á meðan þeir höfðust þar við. En nú er hrafninn floginn af kvistin- um, þannig að þú ert orðinn of seinn til að mynda hann. - Pá leiðum .við talið að öðru. Hvað hefur þú verið að grúska? - Ég hef verið að viða að mér efni um sækýr? - Sækýr, er það nú vís- indalegt? - Það getur verið það eins og hvað annað. - Hefur þú séð slíkar skepnur? - Nei, reyndar ekki, og það eru ekki margir sem hafa orðið þess aðnjótandi. Enda gera þær ekki boð á undan sér og þeir sem eru svo lánsamir að rekast á þær hafa þá sjaldan myndavél með sér, þannig að sönnun- argögn vantar. Þeir kjósa því frekar að þegja yfir at- burðinum, heldur en að vera álitnir vitlausir. - Fara sögur af sækúm hér við Eyjafjörð? - Já reyndar. Eitt sinn veiddist sækona á öngul hér út með firði og var hún færð heim í Höfða, þar sem kirkjujörð er og þar sat því prestur. Þórdís hét sækonan og hún reyndist presti vel, saumaði meðal annars for- láta altarisdúk í kirkjuna, sem lengi var til í Höfða- kirkju. En hann var sendur á forngripasafn í Kaup- mannahöfn og síðan hefur ekki til hans spurst. En Þórdís undi sér ekki í Höfða, sem títt var um haf- menn sem dregnir voru á land. Hún vildi því fá að fara aftur til sinna heim- kynna og það var látið eftir henni þegar hún hafði verið ár í Höfða. - Hvað kemur þetta sæ- kúm við, ekki hefur Þórdís fætt af sér kálf á meðan.hún var í Höfða? - Nei, nei, vertu rólegur. Þórdís launaði Höfða- mönnum frelsið og sendi í land nokkra nautgripi og komu þeir í land þar sem nú heitir Kvíguvogar. Heimamönnum tókst að sprengja blöðruna af nösun- um á einum tarfi og einni kvígu, ef ég man rétt, en aðrir gripir hurfu í hafið aftur. Tarfurinn var með hring í öðru horninu og hann var lengi notaður á kirkjuhurðina í Höfða og sagan segir að þar hafi hann verið til staðar fram á miðja síðustu öld. Hvað um hann hefur orðið veit ég ekki. Sr. Bolli Gústavsson þjónar nú Höfðakirkju, og ég hef sent honum fyrirspurnir, en eng- in svör fengið. Ég ætlast til að hann sjái um þessa hlið málsins og finni hringinn og jafnvel altarisklæðið líka, segir Helgi og hlær nú dátt, sem oftar í þessu samtali. - Hvað varð um þessar skepnur úr hafinu? - Sækúakynið frá Höfða varð frægt víða um Eyja- fjörð og Suður-Þingeyjar- sýslu og út frá því eru komn- ar þessar frægu sægráu kýr, sem mjólkað hafa best og mest. Én liturinn er orðinn sjaldgæfur núorðið, enda kynið orðið útvatnað. - Það er ekki fráleitt. - Það þyrfti ef til vill að fá nýtt sæblóð í kúastofn- inn? - Það er ekki fráleitt. Talandi um sækýr, þá er það athyglisvert, að tvö frægustu kúakyn heims eru kennd við litlar eyjur á Ermasundi; Jersey og Gúernsey en það- an eru komin kúakyn sem breiðst hafa um alla Évrópu, Bandarfkin, Nýja-Sjáland og Ástralíu. - Voru sækýr víðar en á Norðurlandi? - Já, það var sérstaklega mikið um sækýr á Austur- landi, miklu meira en hér. Einnig fara sögur af þeim við Breiðafjörð og á Reykjanesskaganum, en ég held að þær hafi verið til í öllum landshlutum. Það er ekki svo mikið af sækúa- sögum hér, sennilega vegna þess að Þorgeirsboli stal öllum slíkum sögum. Hann var nefnilega svona naut- peningur líka, þó annars eðlis væri, ef menn sáu ein- hverjar skepnur við sjó hér, þá var sagan með það sama bókuð á Þorgeirsbola. - Þú grúskar í fleiru, eitthvað las ég eftir þig um huldufólk. Er ekki sagt, að þeirra kaupstaður sé hér gegnt Akureyri? - Ég hef nú lítið sinnt huldufólkinu í vetur, en það er rétt hjá þér, það er talið að kaupstaður huldufólks sé hér í Halllandsbjörgum. - Lendir nýi Leiruvegur- inn þar ígegn? - Ég veit það ekki svo gjörla, en líklegt er að nú- verandi þjóðvegur liggi um þennan kaupstað. Það kem- ur ekki svo mikið að sök, en ef það þarf að sprengja björg fyrir nýju vegarstæði getur farið í verra. Huldu- fólk er nefnilega ákaflega hefnigjarnt. Þetta vissu þeir sem stóðu að sprengingum í svonefndri Stofuklöpp í Krossaneslandi. Þeir vissu að þar bjó huldufólk og fengu því miðil til að ræða við fólkið og fá það til að flytja búferlum. Samkomu- lag tókst og eftir það gengu sprengingarnar eins og í sögu. En það hafa ekki allir verið svona hyggnir, því það eru dæmi þess að bústaðir huldufólks hafi verið sprengdir í loft upp og þá hefur sá er sprengdi fengið í bakseglin. - Hefur þú séð huldu- fólk? - Já, það held ég, þegar ég var barn. Börn eru mjög næm fyrir svona löguðu. - Finnst kollegum þínum þetta ekki óvísindalegt kukl hjá þér náttúrufræðingnum ? - Jú, ég reikna með því, en það snertir mig ekki. Ég sé enga ástæðu til annars en trúa því að huldufólk sé til. Það er hins vegar umdeilan- legt hvað þetta er. Það hlýtur að vera skylda allra sem vilja kenna sig við vís- indi, að leita að því sem þeir telja sannast og réttast, án til- lits til þess sem aðrir segja og hver sem tískan svo er í það og það skiptið. Það er því miklu óvísindalegra að neita því að þetta sé til, án þess að rannsaka málið. - Já, einmitt. En nú er línan búin og ég þakka spjallið. Og ég bið að heilsa huldufólkinu. Blessaður Helgi. - Blessaður sjálfur. - GS. Sr •■■ ■■■. m §P .Æ \P>>\ Æ jmr mr STAK - BSRB Guömundur Gunnarsson fulltrúi leiöbeinir félögum í BSRB meö skattframtöl á skrif- stofu STAK, Strandgötu 7, mánudaginn 6. febrúar kl. 20.00. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fiskverkunarhúsi við Ránarbraut, Dalvík, þing. eign Stórhóls s.f., fer fram eftir kröfu Högna Jónssonar, lögmanns, og Skúla J. Pálmasonar, hrl., á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. febrúar 1984 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Dalvík. Askrift, afgreiðsla, auglýsingar. Sími 24222 /á& £ /.'F-1'- Gönguskíðabúnaður á afar hagstæðu verði Multi r sk r .......I kr. 1.170,- kr. 525,- kr. 400,- kr. 4.585, 44V • '■ 'n««>u)as Eriks'ðoo, Wortd Champiot) Oslo )982 | Skiing equipment..........2-12 [ -Skis...................,.2~ 7 I - Footwear, bindings.....8- 9 -Ski wear................10-11 K ARHli’s conditíons for the winter season 1983-84....12 Sporthú^id. HAFNARSTRÆTI 94 SIMI 24350

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.