Dagur - 03.02.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 03.02.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 3. febrúar 1984 ,, Skemmtilegast í myndíð og tónmennt46 — segir Haukur Halldórsson í forskólanum var líf og fjör þegar blaðamaður leit þang- að inn. Börnin voru að koma inn úr frímínútum og fyrsta verkefnið var að borða nestiö sitt. Þau þurftu mikið að spjalia og það virtist erfitt að vera kyrr, orkan er svo mikil. En þegar Helga hóf að lesa söguna um hana Rauðhettu datt allt í dúnalogn. Við tókum tali litla hnátu, Fann- eyju Ösp. Hvernig líkar henni í skólanum? „Mér finnst mjög gaman í skólanum, við gerum svo margt skemmtilegt. Áðan vorum við að mála og mér finnst það skemmtilegast. Mér finnst ltka gaman að læra stafina og ég kann þá næstum því alla. Ég þekki stelpu sera er eldri en ég og hún er búin að kenna mér á skíði, að hjóla, plús og mínus og fullt af stöfum. Mig langar að verða skautakona. Ég hef að vísu aldrei farið á skauta en ég held að það sé æðislega skemmtilegt,“ voru lokaorð Fanneyjar, því nú hafði kennarinn náð athygli hennar. Skyldi Fanney verða skauta- drottning? „Ég er að teikna hús, þetta er bara einhver blokk, kannski bara blokkin sem ég bjó í í Reykjavík,“ sagði Haukur Halldórsson er blaðamaður truflaði hann við vinnuna. Haukur er nýfluttur til Akureyrar, en hann var áður í Öldugötuskóla í Reykjavík. „Mamma og pabbi vildu flytja hingað og þess vegna er ég núna í þessum skóla. Ég held að mér finnist skemmti- legra hér, það er svo gaman í myndíð og tónmennt. í skólanum í Reykjavík var einn strákur sem var ferlega óþekkur, hann stalst oft út. Ég get stundum orðið æstur, hieyp þá um skólastofuna og svoleiðis, en ég stelst aldrei út.“ - En hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? „Ég er ekki alveg búinn að Tímanum var að ljúka, all- ir búnir að ganga frá og börn- in horfðu stolt á afrakstur vinnu sinnar. Sum ætluðu að gefa mömmu og pabba lista- verkin, önnur ætluðu að eiga þau sjálf, en ein telpan sýndi mikið örlæti og gaf blaða- manninum myndina sína, sem hún þó þekkti ekki neitt. Hún heitir Þrúður, 7 ára gömul. En hvað hafði hún verið að teikna? „Þetta er Petra pera, hún er úr Smjatt-patta bókunum. Hún er ofsalega skemmtileg, gerir allt mögulegt, bakar og svoleiðis. Smjati-patta bæk- urnar eru uppáhalds bækurn- ar mínar. Mér finnst allt skemmtilegt í skólanum og mig langar til að verða kenn- ákveða það, en ég er að hugsa um að verða læknir. Ég á nefnilega tvær mömmur og tvo pabba, annar pabbinn er læknir, en hinn prentari,“ sagði Haukur að lokum, en gaf ekkert upp um störf mæðranna. Haukur er nýfluttur ■ bæinn. ari, því skólinn og kennar- arnir eru svo skemmtilegir,“ sagði Þrúður en nú var tím- inn búinn og því ekki hægt að spjalla meira. Ég ætla að verða kcnnari, sagði Þrúður ákveðin. „Skemmtilegt í skólanum“ E er minn - segir Eiríkur Svansson, nemandi í forskóladeild „Núna erum við að læra staf- inn U, mér fínnst best að skrifa E, því það er minn stafur og það er svo langt sfð- an ég lærði hann. Viö erum búin að læra alla þessa stafi,“ sagði Eiríkur og benti á stafi sem búið var að festa upp fyr- ir ofan töfluna í skólastof- unni. „Annars finnst mér skemmtiiegast að lcika mér með Lego kubba í skólanum. Þá byggi ég stór hús. Mér finnst líka gaman að lita, en samt ekkí það sem er eríitt. Þegar ég er ekki í skólanunt leik ég mér með vinum mínum. Á veturna get ég ekkert hjólað, en á sumrin hjóla ég mikið. Það er skemmtilegast að spóla í leðju, þá slettist alveg upp á bakið á mér,“ sagði Eiríkur í lok samtaisins. Hörður segir alla fá eitthvað við sitt hæfi. - Rætt skólastjóra Lundarskól og sitthvað I „Eg hófhér störfsem skóla- stjóri um leið og skólinn tók til starfa 16. október 1974. Skólinn verður því 10 ára næsta haust ogþá eríbígerð að gera eitthvað til hátíða- hrigða. “ Þetta voru upphafsorð Harðar Ólafssonar, skólastjóra í Lundar- skóla á Akureyri, í stuttu spjalli við Dag. Hann var beðinn að segja okkur nánar frá skólanum. Eldhúsið er kennarastofa „Skólinn er ekki fullbyggður ennþá, þó kennslurýmið sé allt tilbúið. Það vantar íþróttahús og einnig er eftir að byggja stjórnun- arálmu fyrir kennarastofu, skrif- stofur og annað í líkum dúr. Þar af leiðandi er kennarastofan okk- ar núna í húsnæði sem á að vera eldhús, en þetta kemur vonandi allt á endanum. í upphafi voru 357 nemendur í skólanum, en þeim fjölgaði ört fyrstu árin og urðu flestir 672. Á þessu skólaári hófu hér náin 584 börn á aldrin- um 6-12 ára og kennarar þeirra eru 36. íbúum í hverfinu er farið að fækka aftur og þá fækkar í skólanum um leið.“ - Næst var Hörður spurður um nýjungar í skólastarfinu. „Já, við höfum verið að brydda upp á ýmsum nýjungum í skóla- starfinu. Þannig höfum við aukið val hjá nemendum í sumum bekkjum skólans; þeir velja sér þá viðfangsefni frá degi til dags. Með þessu viljum við auka ábyrgð nemenda. Ekki eru þeir þó algerlega frjálsir, því í hverri viku þurfa þeir að ljúka ákveðn- um skyldufögum aðallega í grunngreinunum, en þeir geta sjálfir ráðið því í hvaða röð þeir taka verkefnin. Auk þess geta nemendurnir valið sér ýmis verk- efni, en þau eru tengd námsefn- inu meira og minna. Þannig eru aukaverkefni tengd öllum náms- greinum nema handmennt og myndíð. Þessi verkefni eru á mjög víðu sviði. Sem dæmi get ég nefnt að börn sem lengra eru komin hafa gefið út blað, en þau yngri hafa verið með verkefni í tengslum við samfélagsfræði. Þetta kerfi miðar sem sé að því að hver og einn nemandi fái verk- efni við hæfi og kennararnir benda þeim á það sem þeir telja þá ráða við.“ Sérkennsludeildin leyst upp Hvað með sérkennslu? „Það hefur verið starfandi sérkennsludeild við skólann undanfarin ár, en í haust var hún leyst upp og nemendurnir sem í henni voru eru nú í almennum deildum. Það fylgja þeim þó sérkennarar, sem sinna iþeim sér- staklega. Einn tíma á dag eru þau þó tekin út úr almennu deildun- um og þeim kennt sérstaklega í minni hóp. Þetta hefur gengið mjög vel, nema í einu tilviki þar sem um hegðunarvandamál er að ræða, en það má alltaf búast við slíku. Það eru allir aðilar mjög

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.