Dagur - 03.02.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 03.02.1984, Blaðsíða 9
3. febrúar 1984 - DAGUR - 9 tt við Hörð Olafsson, óla, um kennsluhættí \ fleira í skólastarfinu ánægðir með þetta fyrirkomulag, foreldrar, kennarar og ekki síst börnin sjálf. , Við höfum bókasafn hérna í skólanum, það er búið að vera starfandi í 2-3 ár og hefur verið mikið notað. Sérstaklega hafa nemendur verið duglegir við að fá bækur lánaðar, en kennarar nota það einnig þó nokkuð við vinnu sína. Við erum staðráðin í að auka þann þátt og kennarar eru að þreifa sig áfram með hvernig safnið nýtist best í kennslu. Að lokum má geta þess sem nýjungar, að við erum með námsmat þar sem ekki er ein- göngu lögð áhersía á bóklega þáttinn. Við gefum þar fyrir vinnubrögð, framtakssemi, sam- starfsvilja og athygli, svo eitthvað sé nefnt." - En í hverju er starf skóla- stjórá fólgið? „Þetta eru svona dagleg uppá- fallandi störf, sem alltaf er nóg af. Ég sé um að útvega kennslu- efni og þarf þá að hafa mikið samband við Fræðsluskrifstofuna í Reykjavík. Stundaskrárgerð fellur undir mig og einnig við- ræður við foreldra ef upp koma samskiptavandamál. Svona sam- skiptavandamál koma upp bæði milli einstakra kennara og nem- enda og einnig milli nemendanna og skólans almennt. Þau eru oft erfið, því er ekki að leyna. í vet- ur höfum við ekki sálfræðing; sá sem var hér fór' í árs leyfi og það fékkst ekki annar í hans stað. Við söknum hans mikið og það er mitt álit að nauðsynlegt sé að hafa sálfræðing í hverjum skóla," sagði Hörður í lok samtalsins. „Líkara fóstrustarfi heldur en kennslu" — segir Margrét kennari í forskóladeild „Ég er búin að kenna hér í 10 ár, eða fráþvíað skólinn tók til starfa. Eg hef alltaf kennt forskóladeildunum og mér líkar það mjög vel. Þetta er krefjandi en einnig mjöggef- andi starf," sagði Margrét Albertsdóttir, sem kennir í forskóladeild skólans. „Ég hef bæði fóstrumenntun og kennaramenntun og það kemur sér mjög vel að hafa þetta hvort tveggja. Að kenna 6 ára börnum er á mörkum þess að krefjast kennaramenntunar, þetta er frek- ar fóstrustarf. Þegar ég hóf störf hér var ég eingöngu með fóstru- menntunina, en fékk síðan ke'nn- araréttindi. Kennaraháskólinn var með réttindanám fyrir þá kennara sem voru búnir að kenna í 4 ár eða lengur svo þeir misstu ekki stöður sínar. í vetur erum við tvær með þennan bekk. Helga Alfreðsdótt- ir, þroskaþjálfi, er með hópinn með mér, því við erum með tvö þroskaheft börn og það hefur gengið mjög vel." Þetta voru lokaorð Margrétar, því hún var rokin til að sinna börnunum, kenna þeim stafinn U og fá þau til að sitja nokkurn veginn hvert í sínu sæti. Margrét licl'ur kennt við forskóladeildina síðan hún tók til starfa. Lúlli laukur og Emma epli - Spjallað við Ingu Jónu og Grétu, sem eru 7 ára gamlar Blaðamaður Dags leit fyrst inn í myndíð hjá 7 ára börnum. Flest börnin sátu og lituðu með vaxlitum, sum voru að búa til hatta úr pappír og enn önnur voru á ferðinni að skoða listaverkin hjá hinum. Blaðamaður byrjaði á að trufla tvær stelpur sem voru niðursokknar í að teikna og lita. En hvað skyldu þær vera að teikna og lita? Gréta varð fyrst fyrir svörum. þegar „Ég er epli, hún bókunum. að teikna Emmu er í Smjatt-patta Ég ætla líka að Gréta og Inga Jóna með listaverkin. teikna Kalla kartöflu því mér finnst Smjatt-patta bækurnar svo skemmtilegar. Ég er búin að lesa eina, hún heitir Písl. Við erum oft að teikna. Þá erum við í þessari stofu og Rósa kennir okkur myndíð. Odda kennir okkur skrift, lestur og reikning, en þá erum við í annarri stofu. Ég kann svolítið að lesa, en mér finnst samt skemmtilegast að reikna. Ég verð að vera dug- leg að læra því ég ætla að verða hjúkrunarkona ég verð stór." En hvað er Inga Jóna að teikna? „Þetta er Lúlli laukur, hann er líka úr Smjatt-patta bókunum. Mér finnst hann svo æðislega skemmtilegur. Ég er búin að lesa bókina um Lúlla lauk og líka Tomma tómat. Ég veit ekki hverjum ég gef myndina, kannski ætla ég bara að eiga hana sjálf. Ég ætla að verða leikfimikenn- ari," sagði Inga Jóna að lokum, aðspurð um framtíð- arplönin. „/ skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera ...," segir í kvæðinu, þó þessá hending eigi það stundum til að fá á sig alls konar annarlegar myndir, þegar námS' leiðinn segir til sín hér og þar á menntaveginum. Hlutverk skóla verður fíka sííettt stærra í uppeldi barnanna, þó skiptar skoðanir séu nm hvort það hefur leitt til góðs eða ills varðandi árangurinn. Námstíminn á árí hverju befur lengst og börnin eru yngri þegar skólaganga þeirra hefst heldur en var fyrir táum árum. En innrí starfsemi skólanna hefur einnig tekið breytingum í tímans rás, íúestum tilvikum íátt að meira frjálsræði, og tilgangurínn er að reyna að kalla fram þaðbesta íhverjum nemanda. Alltþetta er efniímitíðmál,enþað varekkiætluninaðgeraneina úttektáskóla- málum hér. Hins vegar brá Dagur sér í heimsókn í Lundarskóla á Akureyrí tilað kynnast ögn tífinu þar innan veggja. Myndir og texti Helga Jóna Sveinsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.