Dagur - 03.02.1984, Síða 10

Dagur - 03.02.1984, Síða 10
10 - DAGUR - 3. febrúar 1984 Zkjalwandi a vatnssalerninu. Það er þo ekkert salernisrokk sem þeir leika. Mynd: ESE Það var skjálfandi hávaði í Fé- lagsheimilinu á Húsavík er okkur bar þar að garði. Erind- ið var að vera viðstaddir 500. bæjarstjórnarfundinn í sögu Húsavíkur en af hljóðunum leit heist út fyrir að Skjálfandi (flóinn eða fljótið) hefði brotið sér leið inn í félagsheimilið og gleypt bæjarstjórnina... menn, sagði leiðsögukonan okk- ar og strákarnir róðuðust. - Frá hvaða blaði eruð þið? Hver sagði ykkur frá okkur? Við eigum að koma í RÚVAK á fimmtudaginn... Eftir smávegis jaml og japl og fuður samþykktu strákarnir að veita viðtal en fyrst ætluðu þeir að spila fyrir okkur topplagið þeirra - Nútímastúlkan hún Nanna sem þeir höfðu fengið lán- að hjá Eiríki Fjalari. - Einn, tveir, þrír... Og ekki bar á öðru. Strákarnir kunnu á hljóðfærin og slógu ekki feilnótu. Eiríkur Fjalár, sjálfur hefði mátt vera himinlifandi. ★★★ - Hvað heitir hljómsveitin, spurðum við eftir að við höfðum klappað þeim lof í lófa. - Svona slappið þið bara af, sagði leiðsögukona okkar úr mót- tökunni á Hótel Húsavík. - Fundurinn er ekki byrjaður. Þetta er bara krakkahljómsveitin okkar. - Krakkahljómsveitin? - Já, þetta eru smástrákar. Ferlega sætir en hljómsveitin er góð. Það eru allir sammála um, sagði hún. Allur góður ásetningur um að fara á bæjarstjórnarfundinn (sem reyndar var ekki byrjaður) hvarf út í veður og vind. Þessa hljóm- sveit urðu lesendur Dags að berja augum á síðum blaðsins. ★ ★★ - Þetta gengur ekki Halli. Þú verður að halda áfram svona sjáðu: Da, da, da -dum, sagði einhver og Halli muldraði eitt- hvað, líklega hefur það verið óprenthæft, a.m.k. heyrðum við það ekki. - Hvað? Er fundurinn byrjað- ur? sögðu fjórar strákaraddir ein- um rómi þegar við gengum niður í kjallarann á félagsheimilinu. - Nei, nei. Þetta eru blaða- Æfíngarhúsnæðið - undir stiganum niður í kjallarann á félagsheimilinu. Mynd: gk-. - Zkjálwandi með setu og tvö- földu vaffi sagði hljómborðs- leikarinn sem reyndist heita Sig- urpáll ísfjörð. Hann tók líka að sér að kynna hina meðlimina en þeir eru: Haraldur Steingríms- son, trommur, Ragnar Pétur Ólafsson, bassi og Jón Dan, gítar. - Hvenær er hljómsveitin stofnuð? - 3. janúar 1983 og við erum á aldrinum 12 til 13 ára, segir Jón Dan nú. - Af hverju ákváðuð þið að stófna hljómsveit? - Sko. Hann Halli fékk trommusett í afmælis- eða jóla- gjöf og þannig byrjaði það, segir Ragnar bassaleikari. - En við vorum ekki allir með frá upphafi, segir Halli. - Siggi byrjaði ekki fyrr en á jólunum, nei öskudaginn, ég meina á sumardaginn fyrsta, seg- ir Ragnar og við Gylfi erum ekki klárir á því hvort hann er bara að stæla Eirík Fjalar. Svo við gerum nú langt mál stutt, þá voru allir strákarnir í Lúðrasveitinni og léku fyrst sam- an opinberlega á lúðrasveita- móti í Vestmannaeyjum. Síðan hafa þeir spilað víða, m.a. hjá hinum ýmsu klúbbum á Húsavík, þar af tvisvar hjá Kiwanis og einu sinni hjá Round Table, en þar spiluðu þeir frítt. Auk þess hafa þeir spilað í skólanum og í fé- lagsheimilinu og á efnisskránni sögðu þeir vera fullt af lögum, bæði íslenskum og enskum. Bubbi og Laddi eru í mestu uppáhaldi, sögðu þeir en þá voru samræðurnar rofnar vegna 500. bæjarstjórnarfundarins á Húsa- vík. - ESE.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.