Dagur - 03.02.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 03.02.1984, Blaðsíða 11
3. febrúar 1984 - DAGUR - 11 Tvímenningur BA hálfiiaður Nú er lokið fjórum spilakvöldum af 7 í tvímenningskeppni Bridge- félags Akureyrar. Alls spila 50 pör sem mun vera mesta þátttaka hjá bridgefélagi á landinu öllu. Spilað er eftir Barometers fyrir- komulagi, það er allir spila sömu spil. Röð efstu para er þessi: 1. Stefán Ragnarsson - Pétur Guðjónsson 450 2. Magnús Aðalbjörnsson - Gunnlaugur Guðmundsson 381 3. Stefán Vilhjálmsson - Guðmundur V. Gunnlaugss. 380 4. Jón Stefánsson - Símon Gunnarsson 364 5. Anton Haraldsson - Gunnar Berg jr. 323 6. Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson 321 7. Úlfar Kristinsson - Hilmir Jóhannesson 299 8. Sveinbjörn Jónsson - Einar Sveinbjörnsson 256 9. Páll Pálsson - Frímann Frímannsson 228 10 Páll Jónsson - Pórarinn B. Jónsson 220 11. Örn Einarsson - Zarioh Hamadi 205 12. Stefán Gunnlaugsson - Arnar Daníelsson 181 Næsta spilakvöld verður nk. þriðju- t dag í Félagsborg kl. 19.30. GKBINllRMl VSKOMUNUR! Samkvæmt verðlista frá Verðlagsstofnun Akureyrar eru öl og gosdrykkir mun ódýrari frá SANA-SANITAS H/F en frá keppinautunum. Hinn mikli mismunur er fólginn í flutningsgjaldi sem leggst ekki á vörur frá SANA-SANITAS H/F vegna starfsrækslu eigin verksmiöju á Akureyri. Eftirfarandi tafla sýnir mismuninn í krónum. MISMUNUR: Akureyri Ólafs- fjörður Siglu- fjörður Húsavík Sana (Sanitas)/ Vífilfell, gosdr. -11,20 -10,10 -5,10 -8,80 Sana (Sanitas)/ Ölgerðin, gosdr. -14,10 -13,10 -7,90 -11,85 Sana (Sanitas)/ Ölgerðin, pilsner -5,25 -4,10 -2,90 -4,25 VERÐSAMANBURÐUR Á ÖL- OG GOSDRYKKJUM Á NORÐURLANDI 29.11. 1983 Akureyri Ólafsfjörður Siglufjörður Húsavík SANA/SANITAS: Pepsi/Diet/7-Up/ Appelsín Pilsner/Malt 36,50 17,00 38.50 18.50 42,90 19,45 41,35 18.85 VÍFILFELL: Coke/Tab/Sprite/ Fanta 47,70 48,60 48,00 50,15 ÖLGERÐIN: Spur/Sinalco/ Hi-Spot/Appelsín Pilsner/Malt 50,60 22,25 51.60 22.60 53,20 22,35 50,80 23,10 1) Á gosdrykkjum er m.v. verð per lítra en per flösku á Pilsner/Malt. helgum degi Texti. Matt. 14, 22-33. í óveðri Sá heimur, sem við mennirn- ir höfum búið okkur er eins og ólgusjór, og lífsskipið liggur undir áföllum. Ótti og skelfing læðist oft að manni. En við þetta eigum við að búa, lifa og starfa. Þetta er heimurinn okkar. Lærisveinar Jesú voru úti á Gensaretvatninu í óveðri. Jesús vissi um vanda þeirra. Hann kom gangandi á vatn- inu til þeirra og sagði: „Verið hughraustir, það er ég.“ Þeg- ar þeir þekktu hann þá gleymdist rok og öldugang- ur. Pétur hreifst, og vildi taka þátt í hinu ómögulega og ganga með Jesú á vatninu. Hann fékk það. Allt gekk vel meðan hann horfði á Jesú, „en sem hann sá rokið, varð hann hræddur og tók að sökkva.“ í ltfsins ólgusjó mátt þú ' ekki einblína svo á vandann, rokið, að þú gleymir Jesú. Hrópaðu á hann. Sæktu styrk og hjálp hjá honum. Þá geturðu verið hughraust- ur. Með honum munt þú komast að raun um það sama og lærisveinarnir forðum. „Jesús sannarlega ert þú sonur Guðs.“ Kærleiksríkur Guð vill ekki að þú sért einn með vandann. Hann vill vera með þér í lífi og starfi. Til umhugsunar: Jesús veit um vanda læri- sveina sinna. Jesús kemst alltaf til lærisveinasinna. Fær hann að hjálpa? Þegar Jesús kemur inn í líf okkar, - verð- ur óttinn að víkja, - verður okkar vandi hans, - verður okkar byrði hans, - verður okkar líf hans. Skúli Svavarsson. „Ertu nú - Sýningar á Raufarhöfn og Þórshöfn Leikfélag Þórshafnar hefur sýnt þrívegis leikritið „Ertu nú ánægð kerling?“ fimm ein- þáttunga með söngvum. Fimm þáttanna eru eftir Lars Levi Larstadius í þýðingu Lrándar Thoroddsen og einn eftir Svövu Jakobsdóttur. Tónlist er eftir Gunnar Elander og Megas í útsetningu og stjórn Davids Woodhouse. „Móttökur hafa verið alveg frábærar hérna á Þórshöfn" sagði leikstjórinn Sigurgeir Scheving er við ræddum við hann. „Það er áformað að sýna á Raufarhöfn á fimmtudagskvöldið og á Vopna- firði á mánudag ef veður og færð leyfa." - í sýningunni taka þátt 25 manns, leikarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVIHNUFÉLAGA lónaðardeild ■ Akureyri Iðnfræðingar - Tæknifræðingar Óskum aö ráða starfsmann í tæknideild okk- I ar við hagræðingarstörf. Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 10. febrúar næstkomandi. Sími 21900 (220). Glerárgata 28 ■ Pósthólf 606 • Simi (96)21900 Vanur vélritari óskast strax Góö íslenskukunnátta áskilin. Æskileg kunnátta í ensku og dönsku. Umsóknir óskast sendar aöalfulltrúa. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Kaupfélag Eyfirðinga. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, óskar aö ráöa hjúkrunarfræðing í stööu deildarstjóra á Sótthreinsunardeild Umsóknir sendist hjúkrunarforstjóra fyrir 1. mars nk. Ennfremur eru lausar stööur hjúkrunarfræðinga á ýmsum deildum sjúkrahússins. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, sími 22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.