Dagur - 03.02.1984, Síða 13

Dagur - 03.02.1984, Síða 13
3. febrúar 1984 - DAGUR -13 Útvarp föstudag kl. 20:40 Ællt of lítið efni að norðan “ - segir Helga Ágústsdóttir, umsjónarmaður „Kvöldvökunnar“ Mér fínnst vera allt of lítið efni að norðan, ég kysi að hafa það svo miklu meira og vildi gjarnan geta safnað í „kornhlöður“, sagði Helga Agústsdóttir umsjónarmað- ur kvöldvökunnar í útvarp- inu, í samtali við Dag. í kvöld les Heiðdís Norð- fjörð smásöguna „Mýrarþok- an“ eftir Guðmund Frímann á kvöldvökunni og hefst kvöldvakan kl. 20.40. „Ég skipti efni kvöldvök- unnar ekkert eftir lands- hlutum, miklu fremur eftir efnisinnihaldi. Ég á nokkra góða að fyrir norðan sem senda mér efni og er ég þeim þakklát fyrir það. Ég er að ur það snúið sér? „Það getur haft samband við mig í útvarpinu á þriðju- dags- og föstudagsmorgnum og kynnt mér það efni sem það á. Tæknimenn Rúvak hafa séð um upptöku á efni að norðan fyrir mig og hefur samstarfið á milli útvarpsdeildanna geng- ið einstaklega vel.“ ÁM. mikil og góð sambönd og for- veri minn Baldur Pálmason, 9 og vil því gjarnan kynnast Wr***^*WL m fleirum sem eiga efni í poka- F horninu." - Færðu mikið af upphring- 11 ingum og hvernig er að sjá um r ■■ t á kvöldvökuna? j „Það er stöku sinnum hringt 1 flHf í mig og þá er það alltaf í já- í kvæðum tilgangi. Mér finnst jHlWm mjög gaman að sjá um kvöld- /i ÆjM vökuna. Ég er hreinræktað borgarbarn en mér finnst ég komast í tengsl við íslenska al- mmm þýðumenningu, þessa einu sönnu sem hefur haldið lífinu í íslendingum í gegnum tíð- ;: Vj- ina, með því að sjá um þætt- ina. - Ef fólk lumar á efni sem hentar í kvöldvöku, hvert get- Heiðdís Norðfjörð. Guðmundur Frímann. Sjónvarp föstudag kl. 20:50 Pumallína Pegar ævintýri H.C. Ander- sens, Pumallína, kom út fyrir nálega 150 árum, lýsti skáldið því yfir með nokkurri sjálfs- ánægju að það væri „algjör- lega eigin uppfinning“. Það sem hann átti við var að hann væri annað og meira en ein- hver sem endursegir gamlar þjóðsögur. Með heitinu Þumallína tók hann kannski þá áhættu að sagan yrði tekin sem ævintýri Grimms, Tumi þumall þar sem söguhetjan er einnig pers- óna á stærð við þumal en hefur að öðru leyti allt annan tilgang. í Þumallínu fjallar H.C. Andersen um það á sinn eigin angurværa hátt hvernig það er að vera öðruvísi en aðrir. Þumallína sem er leikbrúðu- mynd er á dagskrá sjónvarps- ins kl. 20.50 i kvöld. ÁM. Þumallína á fljúgandi ferð. Sjónvarp þriðjudag kl. 21:25 Oþekktur andstæðingur Á þriðjudagskvöldið kl. 21.25 verður sýnd ca. 2ja tíma sjón- varpsmynd, „Óþekktur and- stæðingur“, eftir sögu Agöthu Christie. í aðalhlutverkum eru Francesca Annis og James Þessi mynd er ekki úr þriðjudagsmyndinni, heldur af James Coburn í „Handfylli af dínamíti“, sem er á dagskránni á laugardagskvöldið. Warwick en þau eru gamlir kunningjar úr fyrri myndum Agöthu. Efni þessa þáttar er að skötuhjúin Tommy og Tupp- ence hittast eftir fyrra stríðið og eru bæði í atvinnuleit. Þau finna upp á því að auglýsa saman að þau geri hvað sem er fyrir góða borgun. Þau lenda í ævintýri sem felst m.a. í að leita að týndu leyniskjali sem gæti komið Bretum illa ef það lenti í röngum höndum. Næstu 10 þriðjudaga verða svo sýndir 10 styttri, sjálfstæð- ir þættir með sömu aðalpers- ónum. ÁM. Til sölu á Dalvík tvö einbýlishús viö Karlsrauöatorg og Böggvis- braut. lönaöarhúsnæöi 300 fm. Uppl. í síma 61226. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð fyrsta áfanga Norðurlandsvegar um Eyjafjarðarleirur. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Fylling 46.000 m3 Grjótvörn 15.000m3 Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóv. 1984. Útboðsgögn veröa afhent hjá aðalgjaldkera Vegageröar ríkisins Borgartúni 5, 105 Reykjavík og á skrifstofu Vegageröar ríkisins Miöhúsavegi 1, 600 Akureyri frá og meö mánudeginum 6. febrúar nk. gegn 2.500 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eöa breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins skrif- lega eigi síöar en 13. febrúar. Gera skal tilboö í samræmi viö útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboös til Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík eöa Miðhúsavegi 1, Akureyri fyrir kl. 14.00 hinn 20. febrúar 1984 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuö á þeim stoöum aö viöstöddum þeim bjóð- endum, sem þess óska. Akureyri í janúar 1984. Vegamálastjóri. Framsóknarmenn Akureyri Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur veröur haldinn í Strandgötu 31 mánudaginn 6. feb. kl. 20.30. Fulltrúar í nefndum eru sérstaklega hvattir til aö mæta. FRAMSÓKNARFELAG AKUREYRAR Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og jarðarför, ÁSLAUGAR JÓNSDÓTTUR frá Fornastöðum í Fnjóskadal. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Kristnesspítala fyrir hlýja umönnun sem hún naut þar síðustu æviárin. Margrét Jónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir og fjölskylda, Herdís Jónsdóttir og fjölskylda.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.