Dagur - 03.02.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 03.02.1984, Blaðsíða 15
3. febrúar 1984 - DAGUR -15 Reykj avflair kynning Reykjavíkurkynningar hafa staö- ið yfir aö undanförnu og ein slík verður í Sjallanum á Akureyri nk. sunnudagskvöld. Leikarar, söngvarár og dansarar sem hlut eiga í glæsilegu listalífi og fjöl- breyttu skemmtanalífi höfuð- borgarinnar koma fram á þessum kynningarkvöldum, en fyrirliði Reykvíkinganna sem að kynning- arkvöldunum standa er Davíð Oddsson borgarstjóri sem mun ávarpa gesti. Mikill hluti þeirra sem heim- sækja Reykjavík árlega eni inn- lendir ferðamenn sem leggja leið sína til Reykjavíkur í viðskipta- ferðum, verslunarferðum og skemmtiferðum. Færst hefur í vöxt að til Reykjavíkur komi fólk í helgarferðir og noti þá tækifær- ið til að fara í leikhús, sjá nýjar kvikmyndir, heimsækja söfn, líta inn í verslanir borgarinnar eða veitingastaði og bregða sér á dansleik á einhvern hinna fjöl- mörgu skemmtistaða borgarinn- ar. Borgaryfirvöldum í Reykjavík er ljóst að vinna þarf að upplýs- ingastarfi um höfuðborgina fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn sem þangað koma. Samstarfs- nefnd um ferðamál í Reykjavík hefur á síðastliðnu ári unnið að ýmsum verkefnum sem snúa að almennu kynningar- og upplýs- ingastarfi fyrir ferðamenn. Nú er efnt til almennrar kynn- ingar á nokkrum stöðum á land- inum.a. með það fyrir augum að kynna fyrir landsmönnum hvað er að gerast í borginni á sviði menningar, lista og í skemmtana- lífinu. Á kynningarkvöldinu í Sjallanum á Akureyri nk. sunnu- dagskvöld verður borinn fram kvöldverður og að því búnu hefj- ast skemmtiatriði. Par koma m.a. fram leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur, söngvarar frá Is- lensku óperunni, tískusýning verður frá Modelsamtökunum þar sem sýndar verða tískuvörur úr verslunum á Akureyri og Reykjavík. Bingó verður spilað og eru vinningar utanlandsferð og tvær helgarferðir til Reykja- víkur með Flugleiðum sem veitt hafa mikilsverðan stuðning vegna þessara kynningarkvölda. Loks verður stiginn dans. Veislustjóri og. kynnir verður Hermann Ragnar Stefánsson. Fram- kvæmdastjórar kynningarkvöld- - í Sjallanum á sunnudag anna eru Ölafur Jónsson og Skúli Björnsson. Forsala á kynningarkvöldið í Sjallanum er á föstudag og laug- ardag kl. 17-19 hjá yfirþjóni. Ragnhelður Stelndórsdóttir í My falr Lady. Leikfélag Akureyrar Myfair Lady Sýningar 43. sýning föstudag 3. febr. kl. 20.30. Uppselt 44. sýning laugardag 4. febr. kl. 20.30. Miðasala opin alla virka daga kl. 16-19, kvöldsýning- ardaga kl. 16-20.30. Sími 24073. Ósóttar miðapantanir seldar tveimur tímum fyrir sýningu. Húsvíkingar athugið sæta- ferð með Birni. Sýningum fer að fækka Leikfélag Akureyrar. Dansleikur ÞommatUt laugardagskvöld 4. febrúar Hljómsveitin Casablanca leikur fyrir dansi m Einsog undanfarin ár er þorramatur okkar í sérf lokki hvað verkun og gæði snertir j_. j. - Hver skammtur inniheldur: Hángikjöt-Heitan uppstúf Nýtt kjöt-Heitar kartöflur Saltkjöt - Heita rófustöppu Súra sviðasultu-Súran hval Súr eistu Súrt pressað kjöt (lundabaggi) Hákarl Harðfisk-Flatbrauð Smjör-Laufabrauð Verð kr. 295. Afsláttur fyrir hópa kl. 08.00-20.00. »96-22200 jlZ kiataka»P Ga^490,00 ogfleita ogfleiia Útsölunni lýkur á miðvikudagskvöld VEFNADAR VORU DEILD l::|s||f:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.