Dagur - 03.02.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 03.02.1984, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 3. febrúar 1984 Pantið borð í SMIÐJU tímanlega fyrir helgarnar, því nú þegar eru fullbókaðir nokkrir laugardagar. Þorvaldur Hallgrímsson, spilar dinnermúsík um helgar. Útvarpshúsið: Pan M. var með lægsta tilboðið Pan h.f. var með lægsta tilboð- ið í vinnu innanhúss við nýja útvarpshúsið á Akureyri, en tilboðin voru opnuð í vikunni. Um lokað útboð var að ræða og var þremur fyrirtækjum gefinn kostur á að gera tilboð í verkið. Um er að ræða innréttingar, raflagnir og loftræstingu í hinu nýja útvarpshúsi, og hljóðaði kostnaðaráætlun upp á 3.985.450 krónur. Tilboð Pan h.f. var upp á 3.318.466 krónur eða 83.27% af kostnaðaráætlun. Tilboð frá Aðalgeiri og Viðari var upp á 3.839.990 krónur eða 96,35% og tilboð frá Híbýli h.f. var upp á 4.157.379 krónur eða 4% hærra en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. gk-. Tflboda óskað í 1. áfanga Leiruvegar Vegagerð ríkisins hefur óskað eftir tilboðum í gerð fyrsta áfanga Norðurlandsvegar um Eyjafjarðarleirur (Leiruveg). Um er að ræða fyllingu og grjótvörn og á þessum fyrsta áfanga verksins að vera lokið fyr- ir 1. nóvember á þessu ári. Útboðsgögn eru tilbúin og verða afhent á skrifstofum Vega- gerðarinnar í Reykjavík og á Ak- ureyri frá og með mánudeginum í næstu viku. Tilboðum á að skila fyrir kl. 14 mánudaginn 20. febrúar og verða opnuð þann sama dag. -gk. Gísli Konrádsson um ummæli Sverris Hermannssonar: ,, Veit ekki hvað mað- nrinn er að fara“ — Purfum stærri kvóta en ekki nýtt skip - Ég veit satt best að segja ekkert hvað maðurinn er að fara. Við framkvæmdastjór- arnir erum því andvígir að bæta nýjum togara við eins og inálum er háttað í dag og við höfum því ekkert verið að sækjast eftir nýjum togara. Við viljum auðvitað endurnýja okkar flota en það ætti öllum að vera ljóst að þetta er langt því frá að vera besti tíminn til þess. Þetta sagði Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa er Dagur bar þau ummæli Sverris Hermanns- sonar, iðnaðarráðherra undir hann, að ráðherra myndi leggja á það þunga áherslu að ÚA fengi að endurnýja flota sinn og hann myndi þrýsta á eftir því í ríkis- stjórninni að fyrirtækið fengi að láta smíða nýjan togara í Slipp- stöðinni á Akureyri. - Það er ekki okkar hlutverk hjá ÚA að halda uppi vinnu í Slippstöðinni. Við verðum fyrst og fremst að hugsa um að bjarga eigin skinni eins og málum er háttað, sagði Gísli Konráðsson. - Er vitað hvernig fyrirhugað- ur kvóti kemur út fyrir Útgerðar- félagið? - Við höfum ekki fengið út- hlutað endanlegum kvóta en það er ljóst að kvótafyrirkomulagið mun koma illa út fyrir alla. Ætli við fáum ekki um 70-80% afla- magn miðað við afla sl. þriggja ára. - Fáið þið kvóta út á Sólbak? - Ég reiknaði alltaf með því að við fengjum kvóta út á Sólbak en því miður virðist vera búið að reyra þessi mál það mikið niður að það er ólíklegt að svo verði. - Það væri kannski nær fyrir ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að þið fengjuð fimm skipa kvóta í stað þess að þið fengjuð nýjan togara? - Það væri mikið nær. Það væri hagur fyrir fyrirtækið og þjóðina um leið, sagði Gísli Konráðsson. - ESE. Fyrsta dekkið kaldsólað utan Reykjavíkursvæðisins. A myndinni cru starfsmenn Gúmmívinnslunnar á Akureyri að störfum. Mynd: KGA. Bflvelta s á Arskógs- strönd í morgun - og bfl stolið á Akureyri í nótt Um kl. 5 í morgun var tilkynnt um bflveltu við Krossa á Ár- skógsströnd til lögreglunnar á Dalvík. í bílnum höfðu verið fjórir menn og voru þeir allir eitthvað undir áhrifum áfengis, en þeir sluppu án meiðsla. Þá stöðvaði lögreglumaður á Akureyri Fiat bifreið fyrir norð- an Akureyri á sjöunda tímanum í morgun. í bifreiðinni voru pilt- ur og stúlka undur áhrifum áfengis. Þegar farið var að skoða það mál kom í ljós að bílnum hafði verið stolið. Þessi tvö mál höfðu ekki skýrst neitt frekar er Dagur hafði sam- band við rannsóknarlögregluna í morgun, fólkið var þá á lögreglu- stöðinni á Akureyri og beið yfir- heyrslu. Veður „Á morgun lítur út fyrir suðaustanátt á Norður- landi, það verður skýjað og væntanlega fylgir þessu einhver slydda eða snjó- koma,“ sagði Bragi Jóns- son veðurfræðingur í morgun. Bragi bætti við að á sunnudag yrði komin norðanátt og snjókoma eða éljagangur. „Eg vil hins vegar taka það fram að lægðin sem fer yfir landið á morgun er ekki djúp og það er ekki veirð að tala um neitt stórviðri að þessu sinni,“ sagði Bragi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.