Dagur - 06.02.1984, Page 1

Dagur - 06.02.1984, Page 1
GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS 67. árgangur Akureyri, mánudagur 6. febrúar 1984 16. tölublað „Borinn sökum sem ég vildi ekki sitja undir“ Guðmundur Ómar Guð- mundsson, formaður Tré- smiðafélags Akureyrar, sem átt hefur sæti í byggingamefnd „Verkalýðshallarinnar“ svo- kölluðu við Skipagötu hefur sagt sig úr nefndinni. Við spurðum hann hvað hefði vald- ið því? „Ég var borinn sökum sem ég vildi ekki sitja undir og þess vegna sagði ég mig úr nefndinni þann 20.janúar sl.“ - Hverjar voru þessar sakir? „Ég vil ekki tjá mig ýtarlega um þær að svo komnu máli svo ég verði ekki jarðaður. Ég get þó sagt að ágreiningur var uppi um það hvernig ætti að taka á málum verktaka og hönnuða hússins, hvort ætti að láta annan aðilann standa við samning sinn en hinn ekki. Þetta hefur smátt og smátt verið að eiga sér stað og það varð til þess að ég sagði af mér.“ - Hvað getur þú sem formað- ur Trésmiðafélags Akureyrar sagt mér um ástandið hjá þínum mönnum? „Það hefur verið slæmt það sem af er þessu ári en þó held ég að það sé betri tónn í mönnum síðustu daga. Það fyrirtæki sem reiknað er með að fái vinnuna við útvarpshúsið, Pan hf., þarf senni- lega á fleiri mönnum að halda og þá eru jafnvel uppi áform um að Híbýli fjölgi mönnum hjá sér á meðan fyrirtækið er að ljúka við sín verkefni sem í gangi eru. Ég held að ástandið sé ekki svo slæmt framundan næstu 6-8 mán- uði, það bendir ýmislegt til þess að það komi verkefni þannig að í augnablikinu er ekki bein ástæða til svartsýni," sagði Guðmundur Ómar Guðmundsson. gk-. „Hér byggist allt a ■ r Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra: „Overjandi að bæta við nýjum togara“ — ÚA fær ekki kvóta út á Sólbak - Það hefur komið fram áhugi á að Slippstöðin fái að smíða togara fyrir Útgerðarfélag Ak- ureyringa og það mál hefur verið rætt í ríkisstjórninni. Mín skoðun hefur þó ekki breyst. Miðað við ástand fiskimiða og stærð flotans þá er óverjandi að bæta nýju skipi við. Það eru hagsmunaaðilar í sjávarútvegi mér sammála um, sagði Hall- dór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra í samtali við Dag. Ástæðan fyrir því að þetta mál var borið undir sjávarútvegsráð- herra nú, eru ummæli Sverris Hermannssonar, iðnaðarráð- herra í Degi, um að hann muni þrýsta á eftir því í ríkisstjórninni að Slippstöðin fái að smíða tog- ara fyrir ÚA. Þessu hefur svo Gísli Konráðsson, framkvæmda- stjóri svo svarað á þá leið að hann skilji ekki hvað vaki fyrir iðnaðarráðherra. Framkvæmda- stjórar ÚA séu því andvígir að skipastóll fyrirtækisins verði auk- inn og það sé ekki hlutverk ÚA að halda uppi atvinnu í Slipp- stöðinni. Að sögn Halldórs Ásgrímsson- ar þá er fyrirsjáanlegur talsverð- ur samdráttur í sjávarútvegi og það segi sig því sjálft að ekki sé forsvaranlegt eins og málum er háttað að minnka kvóta skipanna enn með því að bæta við nýjum togara. - Það verður auðvitað að huga að framtíðarmáium Slippstöðvar- innar. Þetta fyrirtæki er nauðsyn- legt fyrir fiskiskipaflotann en samt sem áður er það ekki bara mál ríkisstjórnarinnar að hjálpa upp á sakirnar. Fleiri aðilar hljóta að eiga þar hlut að máli. Fyrirtækið verður einnig að afla sér aukinna verkefna og ég get bent á að nú þegar Akureyringar hafa samþykkt byggingu álvers þá ætti Slippstöðin að hafa sömu möguleika á að smíða fyrir það og Stálvík hafði til að smíða fyrir ál- verið í Straumsvík. - En hvað með ÚA? Hefur sá möguleiki aldrei verið ræddur að fyrirtækið fengi kvóta út á Sólbak? - Það hefur verið minnst á það en þær reglur sem lagðar hafa verið fram af ráðgjafanefndinni varðandi kvótaskiptinguna gera ekki ráð fyrir að svo geti orðið. Sólbakur er úrelt skip og fyrir- tækið hefur fengið bætur fyrir að leggja togaranum, sagði Halldór Ásgrímsson. ESE. Fyrsta íshokkykeppni vetrarins var háð í gær á félagssvæði Skautafélags Akureyrar. Lið SA og Skautafélags Reykja- víkur kepptu og sigruðu sunnanmenn með 5:3. Fyrstu lotuna vann SR 3:0 og þá aðra 2:0 og það var því rétt í lokin að Akureyringar fengu rönd við reist og unnu síðustu lotuna 3:0. - ESE/Mynd: KGA. „Ogþú íþróttir Blóm r líka em a bamii á þorra mitt sínum - Helgi Brútus" stai Hallgrímsson skrifar - bls. 4 — bls. 6—7 - bls. 9 Eldur ískúr við Kald- baksgötu - Skemmdir ekki vemlegar Aðfaranótt sl. sunnudags kom upp eldur í skúr við Kaldbaks- götu, þar sem bílasprautun var til húsa. Unnið hafði verið í skúrnum fram eftir kvöldi, en kl. 2.35 urðu vegfarendur varir við að eldur logaði upp úr þaki hans. Tveir bílar voru í skúrnum, en þeim tókst að bjarga út lítið skemmdum. Rúmlega hálfa klukkustund tók að ráða niður- lögum eldsins og urðu skemmdir ekki verulegar. Talið er að eldur- inn hafi kviknað út frá blásara, sem skilinn hafði verið eftir í gangi þegar skúrinn var yfirgef- inn. -GS - bls. 9

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.