Dagur - 06.02.1984, Síða 3

Dagur - 06.02.1984, Síða 3
6. febrúar 1984 - DAGUR - 3 Alagningarprósenta útsvara: Draumurinn er níu til tíu prósent“ - segir Jórunn Sæmundsdóttir Alþýðuflokki 99 - Það er auðvitað draumurinn að ná samkomulagi um lága álagningu. Ég geri mér ekki al- veg grein fyrir því nú hver þessi tala gæti orðið en álagn- ingarprósenta á bilinu 9 til 10% væri mjög æskileg, sagði Jórunn Sæmundsdóttir bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins, er hún var spurð hvort hún og hennar flokkur hefðu mótað einhverja stefnu í útsvarsmál- um fyrir árið. Jórunn sagði að auðvitað vildi hún lægri álagningu en 9 til 10% en 10% væri algjört hámark af hennar hálfu. - Eg geri mér grein fyrir að 8-9% álagning er e.t.v. óraunhæf tala en við skulum sjá hvað setur, sagði Jórunn Sæ- mundsdóttir. Jórunn Sæmundsdóttir. Sigríður Stefánsdóttir. Ekki hæiTi en 11% segir Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi - Það er ljóst að 11% er há- mark á álagningu, sagði Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins. Sigríður sagðist annars vilja sem minnst láta hafa eftir sér á þessu stigi en það mætti þó gjarn- an koma fram að þeim lægst launuðu væri enginn greiði gerð- ur með því að minnka álagning- arprósentuna ef það þýddi jafn- framt að dregið yrði úr félagslegri þjónustu í bænum. Lætekkert hafa eftir mér, segir Valgerður Bjamadóttir, Kvennaframboði -Ég vil akkúrat ekkert láta hafa eftir mér nú, sagði Valgerð- ur Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi Kvennaframboðs og forseti bæjarstjórnar Akureyrar. Valgerður sagði að það væri óráðlegt að láta hafa of mikið eftir sér á þessu stigi. Það gæti spillt samningsvilja í bæjarstjórn- inni. Ritstjórn Auglýsingar Afgreiðsla Sími (96) 24222 Valgerður Bjarnadóttir. Eins og fram kom í viðtali við Sigurð Jóhannesson í Degi í síð- ustu viku, hafa framsóknarmenn fullan hug á lægri álagningarpró- sentu en 11%, ef það verður sýnt við gerð fjárhagsáætlunar, að fjárhagur bæjarins teyfi slíkt. Þar kom einnig fram í samtali við Si- gurð J. Sigurðsson, að bæjar- fulkltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hug á að lækka álagningar- prósentuna eins mikið og frekast er stætt á. ESE/GS. | restaurant café I ’VEITINGAR v n Júlíus Snorrason, eigandi Sæluhússins. Mynd: -gk. Sælan á Dalvík Sæluhúsið, heitir veitingastað- ur á Dalvik sem lífgað hefur svo um munar upp á bæjar- braginn að undanförnu. Stað- urinn var opnaður í júní í fyrra en eigandi er Júlíus Snorrason en hann rekur jafnframt gjafa- vöruverslun á neðri hæð húss- ins ásamt eiginkonu sinni. - Staðurinn gekk mjög vel sl. sumar en þetta hefur verið dálítið þyngra yfir vetrarmánuðina. Þetta er nýtt hér og það tekur dálítinn tíma að kynna staðinn, sagði Júlíus í viðtali við Dag. Júlíus sagði að Dalvíkingar hefðu flestir tekið staðnum mjög vel en það væri eftirtektarvert að svo virtist sem Akureyringar og fólk úr nágrenninu notfærðu sér þá þjónustu sem boðið væri upp á, frekar en heimamenn. - Fólk sleppir þá ekki sunnu- dagssteikinni heima hjá sér og kemur í mat til ykkar? - Ekki í hádeginu. Það er frekar að fólk komi á kvöldin. Helgarmatseðlarnir okkar hafa mælst vel fyrir og eins voru kaffi- hlaðborðin sem við vorum með sl. sumar mjög vel heppnuð. Að sögn Júlíusar þá hefur það verið helsta gæfa eða réttara sagt sæla, Sæluhússins að kokkarnir sem þar hefðu verið hefðu verið hver öðrum betri. - Jón Krist- jánsson sem var á Bautanum byrjaði hjá okkur og nú er það Bergur Lundberg sem matreiðir 3g eins höfum við notið krafta Hans Kaalund um helgar. Hans er ekki lærður kokkur en hann legg- ar líf sitt og sál í að búa til góðan mat og undirtektirnar hafa verið eftir því. Sá réttur sem kannski hefur komið hvað mest á óvart í Sælu- húsinu eru fiskborgararnir sem framleiddir eru á Dalvík og í Hrísey með útflutning til Banda- ríkjanna í huga. Að sögn Júlíusar er hér um pressuð fiskflök að ræða, hinar ýmsu fisktegundir og mun Sæluhúsið vera eini veit- ingastaðurinn á landinu sem býð- ur upp á þessa borgara úr sjónum. Þess má geta að á sumrin starf- rækir Sæluhúsið gistiheimili í heimavist Dalvíkurskóla en auk þess hafa eigendurnir verið lið- legir með að útvega fólki gistingu á öðrum tfmum. - ÉSE. Suðausturhlið. Eigum enn eftir tvær íbúðir í sex íbúða raðhúsi að Móasíðu 6 Áætlað lán Húsnæðismálastjórnar um áramót: Einstaklingar 487 þús. 2-4ra manna fjölsk 5-6 manna fjölsk 7 manna eða fleiri 840 þús. Hver íbúð er 109,05 m2 hæð, ásamt 31,6 m2 efri stofu (sjónvarpsstofu) og 26,4 m2 bílgeymslu. íbúðirnar verða afhentar fokheldar með útihurðum, pússaðar að utan, frágengið þak og þakskegg, með steyptum stéttum, malbikuðum bílastæðum og innkeyislu. Lóð grófjöfnuð. TejkninMI fvrírliaaiandi á verbstioði Verð íbúðarl. janúar '84 kr. 1.242 bus. e nmía' ,"'"99|anl" a ,ert<stæðl- Allar nánari upplýsingar veita Heimir og Sigurður á verkstsði S.S. Byggis s.f. sími 96-26277 Draupnisgötu 7c. Heimasímar: Sigurður 96-24719, Heimir 96-23956. ■■ ■■ byggir sf. Sigurður- Heimir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.