Dagur - 06.02.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 06.02.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 6. febrúar 1984 Sigurjon kemur ekki Fyrir skömmu skýrðum við l'rá |> ví að Eyjamaðurinn Hlynur Stefánsson sem hugðist spila með KA í knattspymunni í sumar væri hættur við að koma norður og ætlaði að spila áfram með íBV. Nú hefur Sigurjón Kristinsson Eyja- inaðiir sem einnig ætiaði að koma til KA ákveðið að fara að dæmi Hlyns og mun Sigurjón einnig leika áfram með liði ÍBV. Hins vegar lietur þriðji Eyjamaðurinn, Birkir Kristinsson markvörður sem sl, keppnistimabil lék með Einherja á Vopnafirði ákveðið að leika með KA næsta sumar og hefur verið gengið frá f é- lagaskiptum hans. ispyr Bautamótið í knattspyrnu innanhúss verður haldið í íþróttahöllinni á Akureyri helgina 18. og 19. febrúar. Þetta mót var haldið í fyrsta skipti í fyrra og þótti takast mjög vel. Pá tU- kynntu 15 lið þátttöku víðs vegar af Norðurlandi en reyndar komust nokkur ekki til léiks vegna veðurs. Reiknað er með jafnmikilli þátttöku núna eða jafhvel meiri, enda félögin farin af stað með æfingar og allt að komast á fulla ferð í undirbúningnum fyrir komandi keppnistímabil. laxeppi Knattspyrnuráð Akureyrar áformar að halda sína árlegu firmakeppni í innanhússknatt- spymu helgina 3. og 4. mars næstkomandi. Sít'ellt færist það í aukana að starfsmenn iðki knattspymu innan fyrirtækjanna og nií síðast með tilkomu Iþróttahallarinnar skapaðist mikið rými fyrir fyrirtæki að fá lausa æfinga- túna í fþróttaskemmunni. Er það von ráðsins að sá mikli ijöldi er æfingar stundar nýti þetta tækifæri lil að mæta öðrum í keppni. KRA skorar á sem flest fyrirtæki að vera með, gera þetta í sameiningu fjölménna, skemmtilega og árangursríka keppni. AOalTUnUUi hjá KA Aðalfundur Knattspymuféiags Akureyrar verður haidinn í húsakynnum félagsins í Lundarskóia nk. fimmtudagskvöld. Vitað er. að Jón Arnþórsson formaður félagsins verður ekkí í kjöri nú, og reynd- ar liefui fiogið fyrir að skipt yrði um stjórn alveg vegna þess að aðrir stjórnar- menn gefa ekki kost á sér. Sá sem helst er orðaður vjð formennsku el'lir Jón Am- þórsson er Guðmundur Heiðreksson. Körfubolti 1. deild: 37 stiga sveifla - Þórsarar sigruðu UMFL örugglega í seinni leiknum Það var gjörbreytt Þórslið sem mætti til leiks gegn UMFL í seinni leik liðanna á sunnudag. Fyrri leikurinn hafði tapast með níu stiga mun en nú snerist dæmið gjörsamlega við. Með góðri baráttu í vörninni og góðum sóknarleik, yfirspiluðu Þórsarar andstæðinga sína og úrslitin urðu því 101:74. Þórsarar náðu forystu strax í upphafi leiks. Komust í 18:10, en þá náðu Laugdælir góðum kafla og minnkuðu muninn í 18:15. Leikhlé hjá Þór og þegar.1'5 mín- útur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 33:23 og'nú vár komið að Laugdælum að taka Slakir Þórsarar Þórsarar voru slakir er þeir töpuðu fyrir UMFL í 1. deild- inni í körfubolta á laugardag- inn. Þeir höfðu unnið UMFL örugglega í fyrsta leik liðanna á Selfossi fyrir áramót en sáu síðan ekki við þeiin á heima- velli sínum. Úrslitin 77:68 fyrir UMFL sem leiddi 41:34 í leik- hléi. . Vörnin er sem fyrr höfuðverk- ur liðsins ásamt því að leikmenn liðsins virðast ekki einbeita sér að því að fara í fráköst. Liðið getur leikið ágætlega úti á vellin- um og nær reyndar góðum köflum en svo dettur botninn úr öllu saman þess á milli. UMFL var oftast yfir í fyrri hálfleik án þess þó að ná afger- andi forustu fyrr en rétt undir lokin. í síðari hálfleik tóku Þórs- arar það til bragðs að leika mað- ur gegn manni með þeim árangri að minnka muninn sem hafði ver- ið 12 stig niður í 1 stig og yar staðan þá 60:61. En Laugdælirnir voru sterkari á endasprettinum og hífðu inn dýrmæt stig. Þeirra bestu menn voru Ellert Magnús- son og Unnar Vilhjálmsson. Hjá Þór var meðalmennskan ríkjandi, helst að þeir Jón Héð- insson og Konráð Öskarsson rifu sig upp annað slagið. Stig Þórs skoruðu þeir Konráð með 22, Jón og Eiríkur Sigurðsson með 11 hvor, Guðmundur Björnsson og Björn Sveinsson með 10 hvor og Jóhann Sigurðsson með 4. Unnar Vilhjálmsson skoraði mest fyrir UMFL eða 25 stig. ESE ieikhlé. En allt kom fyrir ekki. Þórsarar léku mjög vel með Jón Héðinsson sem besta mann og í hálfleik var staðan 47:30. Þegar eftir tveggja mínútna leik í seinni hálfleik lentu Laugdælir í villuvandræðum. Bæði Unnar Vilhjálmsson og Ell- ert Magnússon, bestu menn liðsins, fengu sína fjórðu villu á sömu mínútunni og kom þetta niður á leik liðsins. Staðan breyttist í 64:39 og þá fengu óreyndari leikmenn Þórsara að spreyta sig. Undir lokin var eina spennan í leiknum fólgin í því hvort Þórsur- um tækist að rjúfa 100 stiga múr- inn og það tókst eftir æsispenn- andi lokamínútu. Staðan var 97:71 og sú ákvörðun tekin að leyfa UMFL að skora óhindrað. Stuttu seinna skorar Jón Héðins- son 98. stigið úr víti og í næstu sókn fá Þórsarar skotrétt. Jón Héðinsson bætir við 99. stiginu við en það var svo Konráð sem átti síðasta orðið fyrir Þór er hann skoraði laglega úr hraða- upphlaupi. I jöfnu Þórsliði voru þeir bestir Jón Héðinsson og Björn Sveins- son en Ellert og Unnar voru best- ir- Laugdæla. Ellert með 19 stig en Unnar og Lárus Jónsson skoruðu 14 stig hvor. Jón Héðinsson skoraði 26 stig, Björn 21, Konráð 17, Jóhann Sigurðsson 12, Guðmundur Björnsson 10, Eiríkur Sigurðsson 7, Bjarni Bjarnason 4, Ríkharð Lúðvíksson 2 og Héðinn Gunn- arsson 2. ESE. Jón Kristjánsson lyftir sér upp fyrir fra Harð Það er óhætt að segja að það hafi verið karlmannlega lekist á er KA fékk Víking í beim- sókn sl. föstudagskvöld og líð- ín mættust í íþróttahöllinni á Akureyri. Leikurinn ein- kenndist af mikilli hörku þar sem ekkert var gefið effir, en Víkingamir reyndust sterkari, bæði handboltalega séð og einnig líkamlega og unnu ör- uggan sigur 26:20 eftir að hafa leitt í leikhléi með 14 mörkum gegn 9. Viggó Sigurðsson sem átti eftir að hrella KA-menn í leiknum skoraði fyrsta markið en gamla „brýnið" Þorleifur Ananíasson svaraði fyrir KA með tveimur mörkum úr horninu eftir send- ingar Jóns Kristjánssonar. Eram undir miðjan hálfleikinn - var leikurinn í jafnvægi, KAtleiddi 5:4 en þá urðu kaflaskipti. j KA-menn gáfu mikið eftir í vörninni rceð þeim afleiðingum að hinir sterku leikmenn Víkings gátu nánast labbað sig inn að vild og þeir létu ekki bjóða sér tvisvar. Þannig var lítið gert í því að fara út á móti Viggó semraun- ar aldrei má líta af því hann er afar snöggur og markagráðugur- leikmaður. Víkingar hófu: að salla inn mörkum, þeir hreyttu stöðunni í 12:7 og leiddu i hálf- leik 14:9 sem fyrr sagði. Konráð Óskarsson í hraðaupp- hlaupi gegn UMFL. Hann skoraði 39 stig fyrir Þór í leikjunum tveimur um helgina. Myntl: KGA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.