Dagur


Dagur - 06.02.1984, Qupperneq 6

Dagur - 06.02.1984, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 6. febrúar 1984 6. febrúar 1984 - DAGUR - 7 Sigurjon kemur ekki Fyrir skömmu skýrðum við frá því að Eyjamaðurinn Hlynur Stefánsson sem hugðist spila með KA í knattspyrnunni í sumar væri hættur við að koma norður og ætlaði að spila áfram með ÍBV. Nú hefur Sigurjón Kristinsson Eyja- maður sem einnig ætlaði að koma til KA ákveðið að fara að dæmi Hlyns og mun Sigurjón einnig leika áfram með liði ÍBV. Hins vegar hefur þriðji Eyjamaðurinn, Birkir Kristinsson markvörður sem sl. keppnistímabil lék með Einherja á Vopnafirði ákveðið að leika með KA næsta sumar og hefur verið gengið frá fé- lagaskiptum hans. Bautamót I Bautamótið í knattspyruu innanhúss verður haldið í íþróttahöllinni á Akureyrí helgina 18. og 19. febrúar. Þetta inót var haldið í fyrsta skipti í fyrra og þótti takast mjög vel. Þá til- kynntu 15 lið þátttöku víðs vegar af Norðurlandi en reyndar komust nokkur ekki til leiks vegna veðurs. Reiknað er með jafnmikilli þátttöku núna eða jafnvel meirí, enda félögin farin af stað með æfingar og allt að komast á fulla ferð í undirbúningnum fyrir komandi keppnistímabil. Firmakeppni K.R.A. Knattspyrnuráð Akureyrar áformar að halda sína árlegu Hrmakeppni í innanhússknatt- spyrnu helgina 3. og 4. mars næstkomandi. Sífellt færist það í aukana að starfsmenn iðki knattspyrnu innan fyrirtækjanna og nú síðast með tilkomu íþróttahallarinnar skapaðist mikið rými fyrir fyrirtæki að fá lausa æflnga- tima í íþróttaskemmunni. Er það von ráðsins að sá mikli fjöldi er æfingar stundar nýti þetta tækifæri til að mæta öðrum í keppni. KRA skorar á sem flest fyrirtæki að vera með, gera þetta í samciningu fjölmenna, skemmtilega og árangursríka keppni. Aðalfundur hjá KA Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn í húsakynnum félagsins í Lundarskóla nk. fimmtudagskvöld. Vitað er að Jón Arnþórsson formaður félagsins verður ekki í kjöri nú, og reynd- ar hefur flogið fyrir að skipt yrði um stjórn alveg vegna þess að aðrir stjórnar- menn gefa ekki kost á sér. Sá sem helst er orðaður við formennsku eftir Jón Arn- þórsson er Guðmundur Heiðreksson. Körfubolti 1. deild: 37 stiga sveifla - Þórsarar sigruðu UMFL örugglega í seinni leiknum Það var gjörbreytt Þórslið sem mætti til leiks gegn UMFL í seinni leik liðanna á sunnudag. Fyrri leikurinn hafði tapast með níu stiga mun en nú snerist dæmið gjörsamlega við. Með góðri baráttu í vörninni og góðum sóknarleik, yfirspiluðu Þórsarar andstæðinga sína og úrslitin urðu því 101:74. Þórsarar náðu forystu strax í upphafi leiks. Komust í 18:10, en þá náðu Laugdælir góðum kafla og minnkuðu muninn í 18:15. Leikhlé hjá Þór og þegar. 15 mín- útur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 33:23 og'nú var komið að Laugdælum að taka Slakir Þórsarar Þórsarar voru slakir er þeir töpuðu fyrir UMFL í 1. deild- inni í körfuboita á laugardag- inn. Þeir höfðu unnið UMFL örugglega í fyrsta leik liðanna á Selfossi fyrir áramót en sáu síðan ekki við þeim á heima- velli sínum. Úrslitin 77:68 fyrir UMFL sem leiddi 41:34 í leik- hléi. Vörnin er sem fyrr höfuðverk- ur liðsins ásamt því að leikmenn liðsins virðast ekki einbeita sér að því að fara í fráköst. Liðið getur leikið ágætlega úti á vellin- um og nær reyndar góðum köflum en svo dettur botninn úr öllu saman þess á milli. UMFL var oftast yfir í fyrri hálfleik án þess þó að ná afger- andi forustu fyrr en rétt undir lokin. í síðari hálfleik tóku Þórs- arar það til bragðs að leika mað- ur gegn manni með þeim árangri að minnka muninn sem hafði ver- ið 12 stig niður í 1 stig og var staðan þá 60:61. En Laugdælirnir voru sterkari á endasprettinum og hífðu inn dýrmæt stig. Þeirra bestu menn voru Ellert Magnús- son og Unnar Vilhjálmsson. Hjá Þór var meðalmennskan ríkjandi, helst að þeir Jón Héð- insson og Konráð Óskarsson rifu sig upp annað slagið. Stig Þórs skoruðu þeir Konráð með 22, Jón og Eiríkur Sigurðsson með 11 hvor, Guðmundur Björnsson og Björn Sveinsson með 10 hvor og Jóhann Sigurðsson með 4. Unnar Vilhjálmsson skoraði mest fyrir UMFL eða 25 stig. ESE ieikhlé. En allt kom fyrir ekki. Þórsarar léku mjög vel með Jón Héðinsson sem besta mann og í hálfleik var staðan 47:30. Þegar eftir tveggja mínútna leik í seinni hálfleik lentu Laugdælir í villuvandræðum. Bæði Unnar Vilhjálmsson og Ell- ert Magnússon, bestu menn liðsins, fengu sína fjórðu villu á sömu mínútunni og kom þetta niður á Ieik liðsins. Staðan breyttist í 64:39 og þá fengu óreyndari leikmenn Þórsara að spreyta sig. Undir lokin var eina spennan í leiknum fólgin í því hvort Þórsur- um tækist að rjúfa 100 stiga múr- inn og það tókst eftir æsispenn- andi lokamínútu. Staðan var 97:71 og sú ákvörðun tekin að leyfa UMFL að skora óhindrað. Stuttu seinna skorar Jón Héðins- son 98. stigið úr víti og í næstu sókn fá Þórsarar skotrétt. Jón Héðinsson bætir við 99. stiginu við en það var svo Konráð sem átti síðasta orðið fyrir Þór er hann skoraði laglega úr hraða- upphlaupi. 1 jöfnu Þórsliði voru þeir bestir Jón Héðinsson og Björn Sveins- son en Ellert og Unnar voru best- ir Laugdæla. Ellert með 19 stig en Unnar og Lárus Jónsson skoruðu 14 stig hvor. Jón Héðinsson skoraði 26 stig, Björn 21, Konráð 17, Jóhann Sigurðsson 12, Guðmundur Björnsson 10, Eiríkur Sigurðsson 7, Bjarni Bjarnason 4, Ríkharð Lúðvíksson 2 og Héðinn Gunn- arsson 2. ESE. Þórsarar komu heim með 6 stig Unnu Ármann, Ögra og Selfoss um helgina og hafa svo gott sem tryggt sér sæti í úrslitakeppni 3. deildar. Jón Kristjánsson lyftir sér upp fyrir framan vörn Vflrings. - Viggó Sigurðsson til varnar. Mynd: KGA. „Þetta var hörkugóð ferð hjá okkur suður og nú má eitthvað óvænt koma upp á ef við höfum ekki tryggt okkur í úr- slitakeppnina,“ sagði Gunnar M. Gunnarsson fyrirliði Þórs í handknattleik, en félagið lék þrjá leiki í 3. deildinni á Suðurlandi um helgina. Uppskera liðsins í þessum þremur leikjum var eins góð og hún gat orðið, þrír sigrar og 6 stig. Þar með er allt komið í hnapp hjá toppliðum deildarinn- ar en Týr frá Vestmannaeyjum stendur reyndar best að vígi enn sem komið er. Liðið hefur þó misst Sigurlás Þorleifsson til Sví- þjóðar og veikir það liðið mikið. Týr hefur tapað 4 stigum, Afturelding 6 stigum, Þór 7 stigum og Ármann 8 stigum. Fimmta liðið er Akranes sem hefur tapað 10 stigum. Fjögur lið fara í úrslitakeppnina þar sem tvöföld umferð verður leikin og taka stigin með sér þangað. Fyrsti leikur Þórs um helgina var gegn Ármanni í Laugardals- höll. Þar var um hörkuleik að ræða þar sem baráttan sat í fyrir- rúmi en undir lokin sigldu Þórs- arar fram úr og tryggðu sér sigur og tvö afar mikilvæg stig, úrslitin 24:22. „Þessi sigur var afar kærkom- inn og varð til þess að þjappa lið- inu saman,“ sagði Gunnar, en hann var markahæstur Þórsara í leiknum og skoraði 6 mörk. - Næstu mótherjar voru lið Ögra og var það hálfgerður „vinstrihandarleikur" hjá Þór sem vann yfirburðasigur 44:14. Sigurður Pálsson var markahæst- ur Þórsara í þeim leik, skoraði 14 mörk. Þriðji leikurinn var svo leikinn á Selfossi í gær og þá unnu Þórs- arar sinn þriðja sigur í ferðinni. Úrslitin 25:19 en yfirburðir Þórs voru mun meiri en þær tölur gefa til kynna því liðið náði fljótlega í síðari hálfleik 10 marka forustu. Aðalbjörn Svanlaugsson var nú markahæstur, skoraði 9 mörk. „Við eigum eftir þrjá leiki, úti- leiki gegn Aftureldingu og Kefla- vík og heimaleik gegn Akra- nesi,“ sagði Gunnar. „Ég tel að við verðum að vinna Aftureld- ingu vegna þess að liðin taka stig- in með sér í úrslitakeppnina en auðvitað stefnum við að sigri í öllum þessum leikjum. Ég held að sá neisti sem vantaði í þetta hjá okkur hafi kviknað um helg- ina og er bjartsýnn á framhald- ið,“ sagði Gunnar. Harðskeyttir Vík- inqar unnu KA Tap og sigur hjá KA-stúlkunum Það er óhætt að segja að það hafi verið karlmannlega tekist á er KA fékk Vfldng í Jieim- sókn sl. föstudagskvöld og lið- in mættust í íþróttahöllinni á Akureyri. Leikurinn ein- kenndist af mikilli hörku þar sem ekkert var gefíð eftir, en Víkingarnir reyndust sterkari, bæði handboltalega séð og einnig líkamlega og unnu ör- uggan sigur 26:20 eftir að hafa leitt í leikhléi með 14 mörkum gegn 9. Viggó Sigurðsson sem átti eftir að hrella KA-menn í leáknum skoraði fyrsta markið en .gamla „brýnið“ Þorleifur Ananíasson svaraði fyrir KA með tveimur mörkum úr horninu eftir send- ingar Jóns Kristjánssonar. Fram undir miðjan hálfleikinn var leikurinn í jafnvægi, KA leiddi 5:4 en þá urðu kaflaskipti. KA-menn gáfu mikið eftir í vörninni ri.eð þeim afleiðingum að hinir sterku leikmenn Víkings gátu nánast labbað sig inn að vild og þeir létu ekki bjóða sér tvisvar. Þannig var lítið gert í því að fara út á móti Viggó sem raun- ar aldrei má líta af því hann er afar snöggur og markagráðugur leikmaður. Víkingar hófu að salla inn mörkum, þeir breyttu stöðunni í 12:7 og leiddu í hálf- leik 14:9 sem fyrr sagði. Konráð Óskarsson í hraðaupp- hlaupi gegn UMFL. Hann skoraði 39 stig fyrir Þór í leikjunum tveimur um helgina. Mynd: KGA. Þessi munur hélst fram undir miðjan síðari hálfleik en þá kom góður kafli hjá KA sem minnkaði muninn í 3 mörk 15:18. En þá sögðu hinir leikreyndu Víkingar hingað og ekki lengra og juku muninn aftur. Virðist Víkingslið- ið vera í mikilli framför undir stjórn Karls Benediktssonar þjálfara. Þegar á heildina er litið var þetta alls ekki slakur leikur hjá KA, en vissir menn brugðust illa. Þannig varði Gauti lítið, aðeins eitt og eitt skot, enda vörnin fyrir framan hann ekki burðug á köflum. Þá vantar meiri hraða og ógnun í sóknarleik liðsins sem gerði það að verkum að varnar- menn Víkings með kraftakarlinn Steinar Birgisson í fararbroddi gátu einbeitt sér að því að fara út í skyttur KA fyrir utan og „negla“ þá niður þar. Þorleifur Ananíasson er ekki alveg búinn að syngja sitt síðasta, það sýndi hann enn einu sinni. Hann var mjög virkur í þessum leik og Kristján Sigmundsson landsliðsmarkvörður Víkings átti ekki möguleika gegn honum. Þorleifur var með 100% sóknar- nýtingu í leiknum, en það sama verður ekki sagt um alla leik- menn KA. T.d. var nýting Sig- urðar Sigurðssonar afar slök þótt hann kæmi út með 5 mörk. Þor- leifur og Jón Kristjánsson voru bestu menn KA, aðrir þokkalegir og einstaka slakir. Mörk KA: Þorleifur 9, Sigurð- ur 5, Erlingur 3, Jón 2 og Magnús 1. Mörk Víkings: Viggó 12, Hörður Harðarson og Sigurður Gunnarsson 4, Hilmar Sigur- gíslason 3, Guðmundur Guð- mundsson 2, Steinar Birgisson 1. gk-. „Leikurinn hjá okkur gegn Þrótti var mjög góður, mikil barátta í liðinu og hann góður í alla staði nema helst hvað varðaði móttökuna,“ sagði Sigurður Harðarson þjálfari kvennaliðs KA í blaki, en KA lék tvo leiki í Reykjavík um helgina. Sá fyrri var gegn Þrótti, og KA-stúlkurnar áttu þar einn sinn albesta leik í vetur. Þær töpuðu að vísu fyrstu hrinunni 3:15, en eftir það þurftu Þróttarastúlkurn- ar svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Önnur hrinan fór 15:13 fyrir Þrótt og sú síðasta 15:12. Þróttur sigraði því 3:0 þrátt fyrir góðan leik KA. Svo virtist sem þreyta væri i KA-stúlkunum er þær mættu svo liði Víkings, sá leikur var ekki eins góður og sá fyrri en samt vannst 3:0 sigur. Hrinurnar fóru 15:8, 15:13 og 16:14 fyrir KA. Völsungur sem er í harðri bar- áttu um íslandsmeistaratitilinn lék gegn ÍS og tapaði Völsungur 3:0. Hrinurnar í þeirri viðureign fóru 15:9, 15:13 og 15:5 fyrir ÍS og var um uppgjöf að ræða í liði Völsungs er á leikinn leið. Staða efstu liðanna er þannig að bæði Völsungur og ÍS hafa tapað fjórum stigum og er því hörð barátta framundan um titil- inn. Viggó Sigurðsson handknattleiksmaður um KA-piltinn Jón Kristjánsson: „Eitt almesta efni sem ég hef séð“ Það hefur vakið mikla athygli þeirra sem fylgjast með hand- knattleik að hinn kornungi leikmaður KA, Jón Kristjáns- son, skuli ekki hafa verið val- inn í unglingalandsliðshópinn sem tilkynntur var á dögunum. Eftir leik KA og Víkings sl. föstudagskvöld báðum við Viggó Sigurðsson að segja les- endum Dags álit sitt á þessu eftir að hafa leikið gegn Jóni. „Ég mun sjálfur tala við Bogd- an landsliðsþjálfara sem einnig sér um unglingalandsliðið og segja honum hversu alvarleg mis- tök unglingalandsliðsnefndin er að gera. Jón er eitt almesta efni sem ég hef nokkru sinni séð og ég er ekki í nokkrum vafa um að hann á eftir að verða meiri háttar handknattleiksmaður ef svo fer sem horfir. íslenska unglinga- landsliðið má alls ekki án hans vera.“ Þar höfum við það og Viggó ætti að vita hvað hann er að segja enda einn af okkar reyndustu handknattleiksmönnum og hefur leikið 62 landsleiki. gk-. Barnasettin frá KARHU komin fyrir 2ja-6 ára Sporthúyd. HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 Ódýr göngu- skíðabúnaður.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.