Dagur - 06.02.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 06.02.1984, Blaðsíða 7
6. febrúar 1984 - DAGUR - 7 Þórsarar komu heim með 6 stig Unnu Ármann, Ögra og Selfoss um helgina og hafa svo gott sem tryggt sér sæti í úrslitakeppni 3. deildar. liKl , | inlljiyffjfti11 ,ÉÉll sp fyrir framan vörn Víkings. - Viggó Sigurðsson til varnar. Mynd: KGA. „Þetta var hörkugóð ferð hjá okkur suður og nú má eitthvað óvænt koma upp á ef við höfum ekki tryggt okkur í úr- slitakeppnina," sagði Gunnar M. Gunnarsson fyrirliði Þórs í handknattleik, en félagið lék þrjá leiki í 3. deildinni á Suðurlandi um helgina. Uppskera liðsins í þessum þremur leikjum var eins góð og hún gat orðið, þrír sigrar og 6 stig. Þar með er allt komið í hnapp hjá toppliðum deildarinn- ar en Týr frá Vestmannaeyjum stendur reyndar best að vígi enn sem komið er. Liðið hefur þó misst Sigurlás Þorleifsson til Sví- þjóðar og veikir það liðið mikið. Týr hefur tapað 4 stigum, Afturelding 6 stigum, Þór 7 stigum og Ármann 8 stigum. Fimmta liðið er Akranes sem hefur tapað 10 stigum. Fjögur lið fara í úrslitakeppnina þar sem tvöföld umferð verður leikin og taka stigin með sér þangað. Fyrsti leikur Þórs um helgina var gegn Ármanni í Laugardals- höll. Þar var um hörkuleik að ræða þar sem baráttan sat í fyrir- rúmi en undir lokin sigldu Þórs- arar fram úr og tryggðu sér sigur og tvö afar mikilvæg stig, úrslitin 24:22. „Þessi sigur var afar kærkom- inn og varð til þess að þjappa lið- inu saman," sagði Gunnar, en hann var markahæstur Þórsara í leiknum og skoraði 6 mörk. - Næstu mótherjar voru lið Ögra og var það hálfgerður „vinstrihandarleikur" hjá Þór sem vann yfirburðasigur 44:14. Sigurður Pálsson var markahæst- ur Þórsara í þeim leik, skoraði 14 mörk. Þriðji leikurinn var svo leikinn á Selfossi í gær og þá unnu Þórs- arar sinn þriðja sigur í ferðinni. Úrslitin 25:19 en yfirburðir Þórs voru mun meiri en þær tölur gefa til kynna því liðið náði fljótlega í síðari hálfleik 10 marka forustu. Aðalbjörn Svanlaugsson var nú markahæstur, skoraði 9 mörk. „Við eigum eftir þrjá leiki, úti- leiki gegn Aftureldingu og Kefla- vík og heimaleik gegn Akra- nesi," sagði Gunnar. „Ég tel að við verðum að vinna Aftureld- ingu vegna þess að liðin taka stig- in með sér í úrslitakeppnina en auðvitað stefnum við að sigri í öllum þessum leikjum. Ég held að sá neisti sem vantaði í þetta hjá okkur hafi kviknað um helg- ina og er bjartsýnn á framhald- ið," sagði Gunnar. ir Vík- qar unnu KA Tap og sigur hjá KA-stúlkunum ið það tekist Jieim- oglið- inni á ein- :u þar lir, en srkari, :ð og nu ör- ð hafa irkum ttieftir aknum gamla u'asson veimur ¦ send- . Fram n - var is leiddi eftir í >ingum /íkings að vild ba sér rt í því araun- ann er áðugur ifu að areyttu í hálf- ðaupp- ikoraði veimur >KGA. Þessi munur hélst fram undir miðjan síðari hálfleik en þá kom góður kafli hjá KA sem minnkaði muninn í 3 mörk 15:18. En þá sögðu hinir leikreyndu Víkingar hingað og ekki lengra og juku muninn aftur. Virðist Víkingslið- ið vera í mikilli framför undir stjórn Karls Benediktssonar þjálfara. Þegar á heildina er litið var þetta alls ekki slakur leikur hjá KA, en vissir menn brugðust illa. Þannig varði Gauti lítið, aðeins eitt og eitt skot, enda vörnin fyrir framan hann ekki burðug á köflum. Þá vantar meiri hraða og ógnun í sóknarleik liðsins sem gerði það að verkum að varnar- menn Víkings með kraftakarlinn Steinar Birgisson í fararbroddi gátu einbeitt sér að því að fara út í skyttur KA fyrir utan og „negla" þá niður þar. Þorleifur Ananíasson er ekki alveg búinn að syngja sitt síðasta, það sýndi hann enn einu sinni. Hann var mjög virkur í þessum leik og Kristján Sigmundsson landsliðsmarkvörður Víkings átti ekki möguleika gegn honum. Þorleifur var með 100% sóknar- nýtingu í leiknum, en það sama verður ekki sagt um alla leik- menn KA. T.d. var nýting Sig- urðar Sigurðssonar afar slök þótt hann kæmi út með 5 mörk. Þor- leifur og Jón Kristjánsson voru bestu menn KA, aðrir þokkalegir og einstaka slakir. Mörk KA: Þorleifur 9, Sigurð- ur 5, Erlingur 3, Jón 2 og Magnús 1. Mörk Víkings: Viggó 12, Hörður Harðarson og Sigurður Gunnarsson 4, Hilmar Sigur- gíslason 3, Guðmundur Guð- mundsson 2, Steinar Birgisson 1. gk-. „Leikurínn hjá okkur gegn Þrótti var mjög góður, mikil barátta í liðinu og hann góður í alla staði nema helst hvað varðaði móttökuna," sagði Sigurður Harðarson þjálfari kvennaliðs KA í blaki, en KA lék tvo leiki í Reykjavík um helgina. Sá fyrri var gegn Þrótti, og KA-stúlkurnar áttu þar einn sinn albesta leik í vetur. Þær töpuðu að vísu fyrstu hrinunni 3:15, en eftir það þurftu Þróttarastúlkurn- ar svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Önnur hrinan fór 15:13 fyrir Þrótt og sú síðasta 15:12. Þróttur sigraði því 3:0 þrátt fyrir góðan leik KA. Svo virtist sem þreyta væri í KA-stúlkunum er þær mættu svo liði Víkings, sá leikur var ekki eins góður og sá fyrri en samt vannst 3:0 sigur. Hrinurnar fóru 15:8, 15:13 og 16:14 fyrir KA. Völsungur sem er í harðri bar- áttu um íslandsmeistaratitilinn lék gegn ÍS og tapaði Völsungur 3:0. Hrinurnar í þeirri viðureign fóru 15:9, 15:13 og 15:5 fyrir IS og var um uppgjöf að ræða í liði Völsungs er á leikinn leið. Staða efstu liðanna er þannig að bæði Völsungur og ÍS hafa tapað fjórum stigum og er því hörð barátta framundan um titil- inn. Viggó Sigurðsson handknattleiksmaður um KA-piltinn Jón Kristjánsson: „Eitt almesta efni sem ég hef séð" Það hefur vakið mikla athygli þeirra sem fylgjast með hand- knattleik að hinn kornungi leikmaður KA, Jón Kristjáns- son, skuli ekki hafa verið val- inn í unglingalandsliðshópinn sem tilkynntur var á dögunum. Eftir leik KA og Víkings sl. föstudagskvöld báðum við Viggó Sigurðsson að segja les- endum Ðags álit sitt á þessu eftir að hafa leikið gegn Jóni. „Ég mun sjálfur tala yið Bogd- an landsliðsþjálfara sem einnig sér um unglingalandsliðið og segja honum hversu alvarleg mis- tök unglingalandsliðsnefndin er að gera. Jón er eitt almesta efni sem ég hef nokkru sinni séð og ég er ekki í nokkrum vafa um að hann á eftir að verða meiri háttar handknattleiksmaður ef svo fer sem horfir. íslenska unglinga- landsliðið má alls ekki án hans vera." Þar höfum við það og Viggó ætti að vita hvað hann er að segja enda einn af okkar reyndustu handknattleiksmönnum og hefur leikið 62 landsleiki. gk-. Bamasettin frá KARHU komin fyrir 2ja-6 ára Sporthúyd HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 Ódýr göngu- skíðabúnaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.