Dagur - 06.02.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 06.02.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 6. febrúar 1984 MINNING T Þórður H. Friðbjamarson Fæddur 15. sept. 1909 - Dáinn 25. janúar 1984 - Lítil kveðja frá Minjasafninu á Akureyri „Maðurinn stígur, maðurinn hnígur, móður og sár af Hfs síns þraut. “ Enda þótt þessar Ijóðlínur skáldsins Matthíasar Jochumssonar megi heimfæra upp á flesta þá menn, sem langan starfsdag eiga að baki, þegar þeir hverfa af jarðlífssviðinu, þá verða þær mér sérstaklega hugstæð- ai nú, þegar ég minnist vinar míns Þórðar H. Friðbjarnarsonar, safn- varðar við Minjasafnið á Akureyri, sem kvaddur var hinstu kveðju síð- astliðinn laugardag. Hann steig, eins og allur þorri manna, frá bernsku og æsku til manndóms og þroska, varð vel að manni til líkama og sálar og sparaði hvorki hönd né hug til að vinna að eflingu og framgangi þeirra mála, sem hann tók ástfóstri við. Mér er þetta fyrst og fremst ljóst, af störfum hans við Minjasafnið á Akureyri, en því helgaði hann, af sérstakri elju og fágætri samvisku- semi, krafta sína um 22ja ára bil. Fyrir tilverknað Jónasar Krist- jánssonar gerðist Þórður starfsmað- ur þessa óskabarns þeirra Jónasar og félaga hans í stjórn safnsins, þeg- ar það reis það á legg að vera opnað almenningi í húsi nýkeyptu, af dæmafárri bjartsýni. Þar var enginn baggamunur áhuga stjórnenda og starfsmanns. Stjórnin, með Jónas, Ármann Dalmannsson og síðar Sverri Pálsson, í fararbroddi, sýndi fágætan áhuga og vilja til stórræða út á við og starfsmaðurinn eini, álíka elju innanstokks. Hann setti þar á svið og bjó til sýnis, af litlum efnum, hið myndarlegasta safn muna, sem vakið hefir athygli gesta, fyrir haganlega uppsetningu og góða umgengni. Sömuleiðis var hann ávailt opinn fyrir því að draga að safninu muni, er því mættu verða til vegs og virðingar. Tveim dögum fyrir andlát hans átti ég símtal við hann um aðkall- andi vandamál safnsins. Var áhugi hans á þeim, sem jafnan áður, vak- andi og leitandi hagkvæmustu úr- lausnum þeirra. Hafði honum þá tekist að bjarga málunum að nokkru og snérust umræður okkar um fram- tíðina. Um hana hafði hann ákveðn- ar hugmyndir, sem allar snérust um það hvernig best yrði fyrir safninu séð og hvernig vegur þess yrði sem mestur. Og þó kannski megi segja að sumar hugmyndir hans ættu ekki samleið með þeim fyrirætlunum, sem nú eru efst á baugi, þá stóð að baki þeim einlægur vilji og ákveðinn til að safnið mætti eflast og dafna þannig, að það yrði sem traustastur hlekkur eyfirskrar menningarkeðju á komandi tímum. Fyrir þennan áhuga og þessa framsýni, stendur Minjasafnið í óborganlegri þakkar- skuld við þennan vökumann sinn. Að sjálfsögðu var Þórður orðinn „móður af lífs síns þraut“ og er það aðeins eðlilegur gangur, eftir jafn langan starfsdag og hann átti að baki, en sár held ég að hann hafi ekki verið. Dreg ég þá ályktun af því, að jafnan mun hann hafa átt góð skipti við sína samferðamenn og hann sá fósturbarn sitt, Minja- safnið, vaxa, bæði að umfangi og áliti og þar með starf sitt bera ríku- legan ávöxt, en það held ég að hljóti að verða hverjum hugsandi manni bestu verkalaunin. Ég kveð svo þennan dygga þjón, með þakklæti og virðingu og bið honum allrar blessunar á æðra til- verustigi. Eftirlifandi aldinni eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum, sendi ég, fyrir hönd Minjasafnsins á Akureyri, innilegar samúðarkveðj- ur. Páll Helgason. MINNING Ý Snorri Kjartansson Víöikeri Þegar fullorðnir menn eða rosknir, gamlir menn og örvasa standa í ákvæðisverki með lífsvon sína og þrá, að semja ævisögu sína eftir upplituðum myndablöðum minning- anna, inn í margar bækur: „ Afstrakt í listum, sértekinn, óhlutstæður, sem líkir ekki eftir raunveruleikanum,“ stendur í Orðabók Menningarsjóðs á einum stað. Svo deyja þessir gömlu menn og að okkur setur harm, en hvernig hefðum við brugðist við, hefðum við misst þá unga án sögu? Enginn er án sögu. En svo fellur ógæfan yfir, þeg- ar ungur maður deyr, eins og við köllum það, og staddur í miðri sögu sinni og ekki nærri það, að maður hugði. Hinn 29. desember síðastliðinn varð voveiflegur atburður í mínum gamla Bárðardal þegar hinn óvenju vaski drengur aðeins 35 ára garnall, Snorri Kjartansson í Víðikeri, féll á hálku til ólífis fram af gilbarminum við Svartá. Þeir höfðu verið að hlú að heimil- israfstöðinni sinni bræðurnir Snorri og Páll, en í Víðikeri hefir verið starfrækt rafstöð alla tíð síðan 1930 að þeir Víðikersfeðgar virkjuðu Grjótána og flesta mikla hluti bar þar upp á eitt hátíðavor: Endur- byggja bæinn, kaupa vörubílinn, halda hina rómuðu brúðkaupsveislu þeirra Margrétar og Kára, og svo var langþráður síminn lagður til fremstu bæja eftir dalnum um haust- ið. Mörgum árum seinna byggðu Kjartan og drengir hans aðra raf- stöð við hina silfurtæru Svartá og það var við þá stöð sem slysið varð. Margra fórna hafa árnar krafist ærinna, umliðin meir en 50 ár, í tíð- um mannaferðum til eftirlits um langa og oft hættulega leið í stór- viðrum, og mikið efnistjón oft hlot- ið fyr á árum þegar stíflur hafa brostið, en þvílíkrar fórnar hafði áin aldrei krafist, eða hinn mikli forlaga- valdur er vér lútum og ofar stendur áætlunum manna. Víðiker í Bárðardal er e'rfið jörð að halda í byggð og búa á þar sem hún er staðsett nánast uppi á Fljóts- heiði, þvf víðáttu landflæmi sem Tómas frændi minn jarðfræðingur skrifaði eitt sinn um prófritgerð en hann gjörþekkti þar til hvar hann hlaut hluta síns uppeldis. Að þessari heiði liggja ekki minna en fimm sveitarfélög svo að segja til allra átta, og um hana mátti kalla dreifða að vísu strjála byggð og mátti þar telja eitt sinn nær þrjátíu býli, sem fólk hafði hafst við um lengri eða skemmri tíma, þó nú sé öidin önnur. En Víðiker stendur hér enn og heldur varðstöðu sinni, með nokkrum hætti, kynni einhver að segja, á mörkum hins byggilega og óbyggilega, en þrátt fyrir það hér, með sitt fólk og sitt fé og ber stór- býlisyfirbragð bæði mannaverk öll og það innra mannlíf sem lifað er þar. Og þó að vetrarfönn byrgi hér sýn til jarðar meir en hálft árið oft, þá kemur jörðin stundum sem græn og ný undan snjónum þegar aftur vorar, og keppist við að spretta áður en aftur syrtir að, en það eru líka oft snemma á ferð gróðurnálar vestan í ásnum þegar sólin skín. Héðan hefir oft þurft að sækja langt til fanga til fjærstu afréttarlanda því margs þarf búið við þar sem umsvif eru mikil og hátt er horft. Og svo leynir sér hér á afviknum stað jarðvarmi, þó ekki hafi enn til gagns orðið, en í ljúfri samvinnu við sína hvítu hjörð hafa kynslóðir komið og farið. En það er eitt sem hér má allra síst vanta, það er fólk. Og þess vegna er fráfall Snorra Kjartans- sonar ennþá átakanlegra harmsefiii, ekki bara foreldrum hans og syst- kinum og frændaliði öllu, heimilinu og jarðabótum sem hann átti svo drjúgan og kraftmikinn aðdrátt til, og oft sótt um eyjar og útnes og öll- um föngum stefnt heim að Víðikeri. Heldur er fráfall hans sem bióðtaka úr þeirri lífkeðju sem eitt sveitarfé- lag er, á mörkum öræfa landsins í sinni 'varðstöðu, en með sogkraft hins iðandi mannlífs á næsta leiti. Og mér verður að horfa til bæjar- ins gegnt Víðikeri, þar sem Engidal- ur þraukar í nokkrum þráa gegn til- litslitlum tíðaranda, en nú horfa þau döpur þaðan eftir hollvini sínum Snorra hvar ekki er nú lengur að finna, og svo munu margir grannar gera í dag. Ég hafði ekki þekkt þennan unga mann nema af orð- spori einu, sem ekki var heldur von, þar til ég var nokkra daga í sam- verki með honum þegar verið var að hefja Stóru-Tjarnaskólann úr jörð, og þá var hann það ungur að varla vorum við, sem nú erum gamlir menn taldir fullharðnaðir á hans aldri. En manni varð nærri að stansa í verki og horfa til Snorra í Víðikeri hvernig hann handfjatlaði sements- pokana og timburstaflana þar á vinnustaðnum, og hvað honum ung- um virtist það liggja beint við að hann tækist á við átakavond verk- efni, en ekki var hann nostursamur um vinnugallann sinn eða að hann teldi vettlingatök þar hæfa. Kannski hefði hann einhvern tímann átt að hlífa sér meir, en af hverju hefði hann átt að gera það maður af þess- ari gerð? Þegar Tryggvi Guðnason í Víði- keri hinn kunni rausnarbóndi, fjallagarpur og fylgdarmaður um öræfi íslands dvaldi eitt sinn í hléi við hraunkambinn úfinn ásamt Pálma Hannessyni og sagði honum fyrirætlanir stnar varðandi Víðiker, þá var það saga þeirra framkvæmda sem urðu þar á næstu árum og hafa verið að ske fram að þessu, en Pálmi minntist eftirminnilega að Tryggva látnum. Hvort sem nú fer að draga af ferð, en ekki hefir þar kennt hnignunar hin síðari ár í handbragði þeirra Kjartans og drengja hans, en þó áfallið sé Kjartani þungt, bráðum orðinn þreyttur og slitinn, ef til vill þegar í dag, þá spretta líka hratt úr grasi börnin þeirra Páls og Sigríðar í staðinn. Systurnar, þær Þorgerður og Vera eru nú fjarri sínu gamla góða óðali en búa með sínum fjölskyldum á Húsavík en verða áfram sömu hollvættir síns æsku- heimilis og síns frændsfólks. Svo halda máski einhverjir að konur hafi ekki komið nálægt sögukorninu hans Snorra og sögu Víðikers, en það er nú öðru nær. Sigrún Þorvaldsdóttir kona Tryggva var hin mesta öndvegis- kona svo var hún bæði glæsileg og skáldmælt, en stóð fyrir umsvifabú- rekstri og stóru heimili og mikilli ferðamannaþjónustu meðan ævi entist, og í ýmsu hefir sjálfsagt Snorra svipað til afa síns og ömmu. Og þá kom inn í sögu Víðikers frænka mín Kristbjörg Jónsdóttir frá Stóruvöllum glöð og góð og dug- leg sem engum kom á óvart sem vissi um fólkið hennar. Hún er mamma hans Snorra og allt í einu orðin lífsreynd og bráðum gömul kona, sem ekki tekur oftar á móti sínum stóra dreng eins og áður þeg- ar hann kom úr verinu með aflahlut sinn. Og síst er að sjá að Sigríður Baldursdóttir frá Grýtubakka unga konan hans Páls láti merkið falla sem ber þar yfir heiðina. Það var hinn 7. janúar á nýbyrj- uðu árinu, að óvenjumikill fjöldi fólks ók um austurbakka Skjálf- andafljóts, sem var nýskafin fönnin af. Það kembdi skafrenninginn úr vesturfjallinu alveg niður að auðum álnum í fljótinu. Það var eins og hlýhugur Bárðdælinga og annarra þeirra sem mættu eða hugsuðu til jarðarfararinnar að Lundarbrekku, hefðu stöðvað óveðurshamfarir síð- ustu daga líkast því er Skaftfellingar stöðvuðu framrás hraunsins eld- messudaginn, en eflaust hefir þó æðri máttur haft þar hönd í bagga. Það var hinn ágæti prestur okkar í Staðarfellsprestakalli nú um skeið sr. Kristján Róbertsson sem flutti minningarræðu sína: Huggunarrík- an kærleiksboðskap hins trúaða manns og viturleg ályktunarorð um ungs manns ævi. Snillitónar ómuðu um kirkjuna þegar Sigríður lista- konan úr Mývatnssveitinni lék á fiðluna sína, og kirkjukór Skútu- staðasóknar söng sig þannig til fólksins, að nærri lét að gleðisöngur hljómaði um kirkjuna, þó sorgin biði að baki alls þessa. Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjá alefling andans og athöfn þörf. - Hlýlegt var það og falleg sögulok að bjóða til samverustundar í barna- skólanum á eftir jarðarförinni, og að liðnum degi gefa veitingar að Víðikerssögu hætti þó dagur unga mannsins ljómi enn á lofti. Ég sendi ykkur öllum samúðar- kveðju sem mest hafið misst, og bið ykkur Guðs blessunar, og á svo með ykkur góðar og ljúfar minningar, slíkar endast mönnum lengi. Jón Jónsson Fremstafelli. Bæjarstjórn Húsavíkur leggur 100 þ. kr. í framkvæmdasjóð - Hlutverk sjóðsins að öiva atvinnulíf í kaupstaðnum Lögð hafa verið drög að fram- kvæmdalánasjóði á Húsavík sem á að hafa það markmið með höndum að örva atvinnu- starfsemi á Húsavík. Tillaga þess efnis var samþykkt ein- róma á bæjarstjórnarfundi á Húsavík á dögunum, en sá fundur var jafnframt sá 500. í röðinni frá upphafi. Tillagan sem samþykkt var hljóðar svo: „Bæjarstjórn Húsa- víkur samþykkir að stofna fram- kvæmdalánasjóð og leggja fram sem stofnframlag 100 þúsund krónur. Hlutverk framkvæmdalána- sjóðsins verði að örva atvinnu- starfsemi á Húsavík m.a. með því að veita þeim aðilum sem hyggjast reisa atvinnuhúsnæði, lán til greiðslu á gatnagerðar- gjöldum og heimtaugagjöldum hitaveitu og rafveitu. Bæjarstjórn felur bæjarráði að semja nánari reglur fyrir framkvæmdalána- sjóðinn." Nokkrar umræður spunnust um þetta mál á bæjarstjórnar- fundinum en allir þeir sem til máls tóku lýstu yfir stuðningi við tillöguna þó einstaka fyndist hún e.t.v. ganga of skammt. Var m.a. nefnt að sjóður sem þessi ætti að auðvelda fólki að koma þaki yfir höfuðið. ESE. Gunnar Bergmann efstur á skákþingi UMSE Skákþing U.M.S.E. hófst 15. janúar. í meistaraflokki eru 18 keppendur og eru tefldar 7 um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Að loknum fjórum umferðum eru efstir og jafnir þeir: Gunnar Bergmann, Smári Ólafsson, Jón Björgvinsson og Hjörleifur Hall- dórsson allir með 3 vinninga. í unglingaflokki eru 8 kepp- endur. Efstur er Reimar Helga- son. Jólahraðskákmót U.M.S.E. var haldið 8. jan. í Skákhúsinu. Þátttakendur voru 31. Sigurveg- ari varð: Jakob Kristinsson með 15 v. af 18. Annar varð Jón Björgvins. með 14 v., þriðji-fjórði Jón Garðar Viðarsson og Sigur- jón Sigurbjörnsson með 12 v. hvor.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.