Dagur - 06.02.1984, Side 11

Dagur - 06.02.1984, Side 11
6. febrúar 1984 - DAGUR -11 Nýr frá Volvo Sænsku Yolvo-verksmiðjurnar hafa nú hafið framleiðslu á nýrri gerð Volvo-fólksbifreiða. Er þar um að ræða bifreið sem ber heitið Volvo 740 GLE og svipar að útliti til 760 gerðarinnar sem sett var á markaðinn fyrir tveimur árum og vakti þá mjög mikla athygli. Nýja bifreiðin er með fjögurra strokka sparneyt- inni vél og er þarna fyrst og fremst um að ræða rúmgóða og glæsilega fjölskyldubifreið sem ætlað er að brúa markaðsbilið milli hinnar hefðbundnu 240 gerð ar og 760 gerðarinnar. Tekið skal sérstaklega fram að Volvo-verk- smiðjurnar munu halda áfram að framleiða bæði 240 og 760 gerð- irnar enda hafa þær notið ómældra vinsælda og verksmiðj- an tæplega annað eftirspurn eftir þeim. Hverfakeppni í skák Hverfakeppninni í skák 1984 lauk í sl. viku, en Skákfélag Ak- ureyrar hefur efnt til keppni milli bæjarhluta um áratugaskeið. í ár voru fjögur lið og teflt á átta borðum, tefld er hægskák (um- hugsunartími 45 mín.) og tvöföld umferð í hraðskák. Pað var lið Suður-Brekkunga (sunnan Þingvallastrætis) sem sigraði í hægskákinni, fengu 17 vinninga af 24. Norður-Brekka fékk 12V2 v., Þorpið 12 v. og Eyr- in/Innbær 6V2 v. Norður-Brekka sigraði í hrað- skákinni, fékk 33 v. af 48. Suður- Brekka fékk einnig 33 v. en lægri á stigum. Þorpið hafnaði í þriðja sæti. Sl. fimmtudag tefldi sveit Gagnfræðaskóla Akureyrar og A-sveit Glerárskóla í skákkeppni grunnskóla á Akureyri og ná- grenni, en þær urðu jafnar og efstar að vinningum og stigum, urðu að tefla um efsta sætið. Gagnfræðaskóli Akureyrar sigr- aði með 4 vinningum gegn engum og sigraði þar með í eldri flokki. A-sveit Lundarskóla sigraði í yngri flokki. Keppnin hófst í haust og alls tóku þátt yfir sjötíu unglingar í keppninni. Það var Æskulýðsráð Akureyrar og Skákfélag Akureyrar sem sáu um keppnina. Smári Ólafsson Þórunnarstræti 136 var vinningshafinn í jóla- skákþrautunum í Skákfélags- blaðinu sem kom út rétt fyrir jól. Um þessar mundir er Skákfé- lag Akureyrar 65 ára. Er það með elstu taflfélögum á land- inu, og eitt með þeim virkustu í dag. Nú fer sá tími í hönd sem skák- vertíð stendur sem hæst yfir, og næsta mót hjá Skákfélaginu er janúar 15 mín. mótið föstudaginn nk. kl. 20. Skákþing Akureyrar 1984 hófst sunnudaginn 29. janúar kl. 14 í Skákheimilinu. Skákþing Akur- eyrar var fyrst haldið 1919 og hef- ur svo til verið haldið síðan. Júl- íus Bogasow hefur oftast sigrað á Skákþingi Akureyrar 19 sinnum. Skákþing Akureyrar ’84 verð- ur jafnframt haldið til minningar um Friðgeir Sigurbjörnsson, en hann lést á sl. ári. Mjög vegleg verðlaun eru í boði, meira en hefur tíðkast á Akureyrarmót- um, en það er reiknað með góðri þátttöku. Tefldar verða líklega 9 um- ferðir og tefldar yfirleitt tvær um- ferðir á viku. Útflutningsmiðstöð iðnaðarins áformar að halda námskeið, í samráði við iðnráðgjafa F.S.N., um útflutning og markaðsmál erlendis að Hótel Varðborg 17. febrúar nk. kl. 13.30-19.00. Tilkynnið þátttöku tímanlega í síma 22270 eða 22453. Fjórðungssamband Norðlendinga. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 109., 112. og 114. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Hólabraut 22 n.h., Akureyri, þingl. eign Einars Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri, Gunnars Sólnes hrl., innheimtumanns ríkissjóðs, Arnmundar Backman hdl. og Jóhanns Steinasonar hrl. á eign- inni sjálfri föstudaginn 10. febrúar 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var f 109., 112. og 114. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Einilundi 8 C, Akureyri, þingl. eign Guðríð- ar Tryggvadóttur, fer fram eftir kröfu Magnúsar Fr. Árnasonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 10. febrúar 1984 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 96., 100. og 102 tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Brekkugötu 3, Akureyri, þingl. eign Bjarka Tryggvasonar o.fl. fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka (slands h.f., Hafsteins Sigurðssonar hrl., innheimtumanns ríkissjóðs, Verslunarbanka Islands, Ólafs Thoroddsen hdl., Útvegsbanka Islands, Jóns Þóroddssonar hdl., Hreins Pálssonar hdl., Ólafs B. Árnasonar hdl., Akureyrarbæjar, Gunnars Guðmundssonar hdl. og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. á eigninni sjálfri föstu- daginn 10. febrúar 1984 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 109., 112. og 114. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Einholti 8 G, Akureyri, þingl. eign Davíðs Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Ragnars Steinbergssonar hrl. og Akureyrarbæjar á eigninni sjálfri föstudaginn 10. febrú- ar 1984 kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur verður haldinn í Strandgötu 31 mánudaginn 6. feb. kl. 20.30. Fulltrúar í nefndum eru sérstaklega hvattir til að mæta. FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.