Dagur - 06.02.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 06.02.1984, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR Heildsala í BlLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA Stóah Peninga- kassa stolið úr mannlausri íbúð í gær í gærkvöld var farið inn í mann- lausa íbúð tilheyrandi Dvalar- heimilinu Hlíð og höfðu gestirnir peningakassa með 6 þúsund krónum í reiðufé, ásamt banka- bókum og fleiri verðmætum, upp úr krafsinu. Þjófurinn eða þjóf- arnir komust inn um svaladyr, en hurðina hafði verið hægt að opna með því að teygja hendi inn um opinn glugga. Aðfaranótt laugardagsins var brotist inn í Hús aldraðra við Gránufélagsgötu. Þar var lítið fémætt að hafa, nema hvað pen- ingar hurfu úr veski eins starfs- manns hússins. Að auki hafði innbrotsþjófurinn eða þjófarnir á brott með sér eitthvað af síga- rettum og vindlum. - GS. K. Jónsson & Co: Engar lána- fyrirgreiðslur hjá Akureyrarbæ Kristján Jónsson, framkvæmda- stjóri Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar & Co hf., hefur beðið blaðið fyrir eftirfarandi athuga- semd: Herra ritstjóri. í blaði yðar mánudaginn 16. janúar síðastliðinn, var haft eftir Jóni Sigurðarsyni formanni At- vinnumálanefndar Akureyrar- bæjar, að Akureyrarbær hafi annast lánafyrirgreiðslu til fyrir- tækisins á sínum tíma. Það skal tekið fram, að hér er ekki rétt með farið. Hugmyndir Akureyrarbæjar gagnvart eig- endum K. Jónsson voru allt aðrar. Þar sem hinn málglaði for- maður Atvinnumálanefndar hef- ur ekki séð sér fært að leiðrétta þetta, gerist það hér með. K. Jónsson & Co. Þórður Ásgeirsson, skipstjórí, á bryggjunni á Húsavik. Mynd: gk-. „Undanþága til reynslu" - segir sjávarútvegsráðherra - Við ætlum að reyna að kveða niður þennan orðróm um smáfiskadráp og að menn hendi smáfiskinum í sjóinn með því að leyfa mönnum tíl reynslu að koma með þennan fisk að landi og gera verðmæti úr honum, sagði Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráð- herra í samtali við Dag. Eins og fram kemur í viðtalinu við Þórð Ásgeirsson, skipstjóra hér á síðunni, þá er orðrómurinn um að menn hendi fiski í sjóinn, meira en þrálátur. Fram til þessa hefur verið skylt að koma með undirmálsfisk að iandi og hefur hann þá verið gerður upptækur, en nú verður sem sagt gefið tækifæri til þess að skapa verðmæti úr þessum afla. - Þetta má þó aldrei verða til þess að menn fari að sækja í smáfiskinn. Ef það gerist þá verður þessi heimild afturkölluð um leið, sagði Halldór Ásgríms- son. ESE. 33 100 þúsund tonnum hent aftur í sjóinn — segir Þórður Ásgeirsson skipstjóri á Húsavík fifi - Þetta er algjör dauði. Ég man ekki eftir svona lélegu tiskeríi. Það er varla til fiskur hér úti af Norðurlandi. Ef það værí ekki smáfiskurinn þá j>ætum við tatið þetta í kflóum. Eg kom með allt sem við fengum í land, smáfiskinn líka. Hann er dauður hvort eð er og meðan fólk er á atviunulcysis- bótum hér þá komum við með hann í land. Það er alveg eins hægt að hirða hann nú og vinna eins og það var hægt fyrir nokkr- um áriiui. Þetta sagði Þórður Ásgeirsson, skipstjóri á Ásgeiri ÞH sem blaða- menn Dags hittu við höfnina á Húsa- vík að aflokinni veiðiferð nú fyrir helgina. Að sögn Þórðar voru þeir á línuveiðum úti af Kantinum og af- rakstur þessa dags var um tvö tonn sem varla getur talist burðugt hjá rúmlega 20 tonna bát skipuðum vönum mönnum. Aflinn þennan dag var reyndar með besta móti og Þórð- ur sagði ekki óalgengt að menn kæmu með þetta nokkur hundruð kíló að landi, að smáfiskinum með- töldum - vel að merkja þegar gæfi á sjó en gæftir hafa verið með alversta móti í vetur. - Hvernig líst ykkur á kvótakerfið margboðaða? - Okkur líst illa á kvótann á með- an netaveiðin heldur óhindruð áfram. Menn koma oft með margra nátta lélegan og verðlausan fisk að landi úr netunum, það er að segja ef þeir henda honum hreinlega ekki. Það er ekki óalgengt. Þú getur spurt hvern sem er að því og það er því gjörsamlega út í hött að ætla ein- hvern kvóta t.d. upp á 230 þúsund tonn þegar menn veiða kannski 100 þúsund tonnum meira. Þessi 100 þús- und tonn þau lenda öll aftur í sjónum, og það er dauður fiskur. Eina ráðið við þessu er að banna net- in og láta menn róa með línu. Þá fáum við góðan fisk. - Er þetta tal um smáfiskadrápið orðum aukið? - Nei, alls ekki en það er mikil „hystería" í kringum þetta, Menn verða bara að átta sig á því að það er eins gott að koma með fiskinn í land og skapa atvinnu í stað þess að henda honum dauðum í sjóinn. - Hvað finnst þér um „grisjunar- kenningu" líffræðinganna? - Hún er hlægileg. Það er eins og þessir hálærðu menn haldi að við séum að veiða í einhverjum drullu- polli. Það sé hægt að grisja Atlants- hafið eins og eitthvert heiðavatn. - Hvernig er útgerðin nú miðað við fyrri ár? - Það er ekki líku saman að jafna. Hér áður fyrr þá gátum við lifað ágætlega af þessu starfi en nú er allt fyrir neðan núllið. Samt rekum við þetta eins og fjölskyldufyrirtæki og kostnaður því minni en ella. Hætta? Nei, við erum komnir í þá stöðu að við getum ekki hætt. Við getum ekki selt bátinn og við verðum að halda áfram, sagði Þórður Ás- geirsson, skipstjóri. - ESE Veður Það á að bresta á með norðaustan hvassviðri ásamt lilheyrandi snjó- komu og éljagangi þegar líður á daginn, samkvæmt upplýsingum Guðmundar Hafsteinssonar, veður- fræðings í morgun. Hann taldi líkindi til þess að þetta veðurlag haldist irani yfir miðjan daginn á morgun, þó eitthvað verði farið að draga úr úrkomunni fyrr. Sem sagt, stórhríðarspá og áfram verður kalt, þannig að það er betra að Iiiía sig vel. # Lucy og leyfin Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík sagði í samtali vlð Moggann í fyrri viku að hundahald hafi verið bannað í höfuðborginni í 60 ár en mönnum hefði haldist uppi að brjóta þær reglur í miklum mæli. í þessu sama samtali sagði Davíð að nú kæmi tll greina að heimila hundahald í Reykjavík með ákveðnum skilyrðum og bera reynsluna af því undlr kjósendur í næstu borgarstjórnarkosn- ingum. Margir hafa gaman að þvf hvernig nú er allt í einu brölt í þessum málum ettir 60 ára bann við hundahaldi og m'enn velta því fyrir sér hvort \m kæran á hendur fjármála- ráðherra fyrir að eiga tíkina Lucy eigi þar einhvern hlut að máli. # Lélegar afsakanir Tveir af forustumönnum Handknattleikssambands ís- lands hafa verið að reyna að afsaka það í fjölmiðlum hvers vegna þeir sviku Norðlend- inga um landsleikinn við Norðmenn á dögunum. Eru afsakanir þeirra vægast sagt „þreyttar" og Ijóst að þar tala menn sem hafa þyngsli á samvisku sinni. Verra er að þeim ber ekki saman i mikil- vægum atriðum málsins og hefðu þeir betur borið sig saman áður en þeir fóru af stað. Ekkert fær þó breytt þeirri móðgun sem þeir sýndu handknattleiksáhuga- fólki á Norðurlandi er þelr létu „dollaramanninn" Bodg- an sem þjálfar íslenska landsliðið taka fram fyrir hendur sér og neita að fara til Akureyrar með íslenska landsliðið. Er IJóst að for- ráðamenn Handknattleiks- sambands islands komast ekki einu sinni á „top 1000" á Norðurlandi þessa dagana. # Slæmt ástand í Reykjavík Samkvæmt nýjustu fréttum þora erlendir ferðamenn ekki lengur til landsins. Ástæðan er f réttlr af hundaæði f höfuð- borglnni, Reykjavfki! Telja menn með ólíklndum, hvern- ig fjárhundur fjármálaráð- herra hef ur egnt menn saman eins og hund og kött. Fyrir vikið hafa útlendingar sett upp hundshaus - og koma ekki tll landsins. Þar með er ferðamannaþjónusta Reyk- vfkinga farin f hundana.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.