Dagur - 08.02.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 08.02.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 8. febrúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRfKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Lífefnatækni Fjölmargir eru þeir sem álíta að fyrirbærið líf- efnatækni muni valda hliðstæðri byltingu á 21. öldinni eins og örtölvutæknin hefur valdið á síðari hluta þessarar aldar. Lífefnatækni er í raun aðferðafræði sem notar lífverur eða að- ferðir sem fyrirfinnast í lífheiminum til að leysa hvers konar viðfangsefni t.d. í fram- leiðslu- og þjónustugreinum. Notaðir eru s.k. lífhvatar (ensím), ýmist hreinsaðir eða bundnir í lífverum, til að hvetja efnahvörf sem annars yrðu aðeins framkvæmt með aðstoð fjármagnsfreks og mengandi búnaðar. Iðnaður sem fæst við lífefnatækni er í dag skammt á veg kominn því um 25 fyrirtæki sjá um alla heimsframleiðsluna. Á Vesturlöndum eru þær þjóðir sem stunda mikinn mat- vælaútflutning stærstu framleiðendurnir á þessu sviði og Danir þar langstærstir. Líklegt er að skýringin á því sé fólgin í nauðsyn þess að gera sem mest verðmæti úr matvælum sem seljanleg eru úr landi en lífhvatar finnast í verulegum mæli í matvælaúrgangi. í nokkrum atvinnugreinum á íslandi er líf- efnatækni, eða aðferðum hennar og afurðum, beitt og má í því sambandi nefna mjólkuriðn- að, ölgerð, sútun, brauðgerð, sælgætisgerð o.fl. Þó eru þær greinar trúlega fleiri sem gætu og ættu að nýta þessa tækni og er þar fyrst að nefna fiskiðnað, landbúnað, orkuiðn- að og lyfjaiðnað. Hinn 4. maí 1982 samþykkti Alþingi svo- hljóðandi þingsályktun um innlendan lífefna- iðnað: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna hvort hagkvæmt sé að koma á fót innlendum lífefnaiðnaði. “ ítarleg greinargerð fylgdi þessari ályktun en engin hreyfing virð- ist þó hafa komist á málið. Á efnafræðistofu Raunvísindastofnunar hafa á undanförnum árum farið fram rann- sóknir á möguleikum ýmissa þátta lífefna- tækninnar á íslandi. Hafa þær fyrst og fremst miðað að því að athuga það hráefni sem fellur til hérlendis, sérstaklega í landbúnaði og sjáv- arútvegi, og að kanna vinnsluaðferðir, sem falla best að þessu hráefni og aðstæðum innanlands. Umhugsunarvert er að undanfar- ið hafa þessar rannsóknir legið niðri vegna fjárskorts. Ljóst er að möguleikar lífefnatækninnar á Islandi eru miklir og þeir ráðast annars vegar af hugmyndaauðgi og kunnáttu fróðra manna og hins vegar af fjárframlögum til rannsókna og innlendrar þekkingaröflunar. Ekki ætti að spilla áhuga manna á lífefna- tækni sú umræða sem nú á sér stað um meng- unarhættu af stóriðjum en í mengunarmálum gæti lífefnatækni reynst alger bylting. h.h. Stjórn SUNN ítrekar andstöðu við álver: Vilja frekar fóður- og mat- vöruframleiðslu Ályktun stjórnar Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi gerð 31. janúar 1984: Stjórn SUNN ítrekar andstöðu sína við byggingu álvers við Eyja- fjörð og mótmælir áformum um slíkt stóriðjuver af eftirtöldum ástæðum: 1. Allt of mikil áhætta er tekin vegna mengunar í einu besta landbúnaðarhéraði á íslandi. Litlir möguleikar eru á að segja fyrir um áhrif mengunar á lífríki héraðsins og má í þessu sambandi benda á skóg- ar- og vatnadauðann erlendis. 2. Álver í nágrenni Akureyrar getur valdið byggðaröskun og grisjað búsetu í hinum dreifðu byggðum á Norðurlandi, ein- mitt þeim svæðum sem helst þurfa styrkingar við. 3. Álver við Eyjafjörð getur raskað eðlilegri þróun hins fjölbreytta atvinnulífs við Eyjafjörð, atvinnulífs sem er í vexti og á framtíð fyrir sér. 4. Álver við Eyjafjörð skapar fá atvinnutækifæri miðað við fjárfestingu og margfeldisáhrif þess verða síst meiri en ann- arrar atvinnustarfsemi. Það áhættufjármagn sem sett er í álver væri betur komið í önnur fjölþættari og öruggari atvinnufyrirtæki. 5. Álver á afkomu sína undir að- keyptum rekstrarföngum og verðlagi á erlendum markaði. f íslenskri atvinnuuppbygg- ingu ber hins vegar að stefna að aukinni sjálfsnægt svo draga megi úr óþörfum inn- flutningi. 6. Bygging álvers við Eyjafjörð er afleiðing hinnar stórtæku virkjunarstefnu, og má benda á að enn er hægt að draga úr fjárfestingu í óarðbærum stór- virkjunum og hefja skynsam- lega orkuframleiðslu og orku- nýtingu út um land. í stað byggingar álvers við Eyja- fjörð leggjum við til að lögð verði áhersla á lífræna fóður- og mat- vælaframleiðslu í Eyjafirði, en hvergi á landinu eru náttúruskil- yrði betri og líklega hvergi betra og fjölbreyttara hráefni bæði úr sjó og af landi. Má benda á að í Eyjafirði er betri og öruggari heyfengur en annars staðar á landinu. Við iðnaðaruppbygg- ingu ber að leggja megináherslu á smærri fyrirtæki dreifð um landið, fyrirtæki sem byggja mest á innlendu hráefni. Einhliða um- ræða um álver við Eyjafjörð hef- ur drepið niður umræðu og frum- kvæði heimamanna um eflingu annars atvinnulífs á svæðinu. Stjórn SUNN hvetur til þess að í atvinnuuppbyggingu verði ekki valin stóriðjuleiðin, sem er skipu- lagslega einföld, heldur verði fjármagni varið í áætlanir og efl- ingu alhliða atvinnurekstrar í smáum og dreifðum einingum enda þótt slíkt þarfnist meiri skipulagningar. Stjórnin hvetur önnur félagasamtök til að taka málið til umfjöllunar og mótmæla áformum um stóriðju við Eyja- fjörð. Húsavík: 34ra ára afmæli bæjarstjórnarinnar Þriðjudaginn 31. janúar $1. kom bæjarstjóm Húsavíkur saman til síns 500. fundar. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Húsavíkur var haldinn 31. janúar 1950, og eru því 34 ár síðan bæjarstjórn Húsavíkur kom fyrst saman. Fyrsti fundurinn var haldinn í samkomuhúsi bæjarins. Á fund- inum voru mættir þessir bæjar- fulltrúar: Karl Kristjánsson, frú Helena Líndal, Þórir Friðgeirs- son, Axel Benediktsson, Asgeir Kristjánsson, sem var varamaður Jóhanns Hermannssonar, en hann var fjarverandi, Páll Krist- jánsson og Ingólfur Helgason. Til þessa fyrsta fundar bæjar- stjórnar hafði Karl Kristjánsson, fyrrverandi oddviti og elsti full- trúi bæjarstjórnarinnar boðað, svo sem lög gera ráð fyrir. Setti hann fundinn með ávarpi, lagði áherslu á, að þessi yfirlætislausa stund væri sögulegt augnablik fyrir Húsavík og að á hinni fyrstu bæjarstjórn hvíldi ábyrgð upp- hafsins í starfsemi byggðarinnar sem bæjarfélags. Síðan kvaddi sér hljóðs Júlíus Havsteen, bæjarfógeti og sýslu- maður Þingeyjarsýslu. Óskaði hann hinni nýkjörnu bæjarstjórn heilla og bæjarfélaginu velfarn- aðar. Flutti hann ennfremur kveðjur og hamingjuóskir fyrir hönd sýslunefndar Suður-Þing- eyjarsýslu. Forseti þessarar fyrstu bæjar- stjórnar var kjörinn Karl Krist- jánsson. Bæjarstjórar á Húsavík frá upphafi hafa verið þessir: Karl Kristjánsson: 31. jan. 1950-1. okt. 1950; FriðfinnurÁrnason: 1. okt. 1950-31. maí 1955; Páll Þór Kristinsson: 1. júní 1955-1. apríl 1958; Áskell Einarsson: 1. apríl 1958-júní 1966; Björn Friðfinns- son: 1. okt. 1966-mars 1972; Haukur Harðarson: mars 1972- 1. sept. 1978; Bjarni Aðalgeirs- son: Frá 1. sept. 1978. Núverandi bæjarstjórn er þannig skipuð: Tryggvi Finnsson, Kristján Ásgeirsson, Katrín Eymundsdóttir, en Þorvaldur Vestmann starfar nú sem vara- maður Katrínar, Gunnar B. Salómonsson, Aðalsteinn Jónas- son, Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Hörður Þórhallsson, Herdís Guðmundsdóttir og Sigurður Kr. Sigurðsson sem jafnframt er for- seti bæjarstjórnar. Óskað eftir svari - frá hitaveitustjóra eða stjórn hitaveitunnar í Degi 25. janúar sl. beindi ég nokkrum spurningum til hita- veitustjóra varðandi Hitaveitu Akureyrar. Ekki hef ég orðið var við að svör hafi borist, enda hefur hita- veitustjóri verið önnum kafinn við greinaskrif um hin æðri svið orkumála. Það er því ef til vill ekki með sanngirni hægt að ætlast til þess að orkuverkfræðingar eyði sínum dýrmæta tíma í það að svara svo jarðbundnum spurningum sem hér um ræðir, svo sem um hita vatnsins til notenda og annað í þeim dúr. Ég hef þó enn áhuga á að fá' svar við þessum spurningum og að hitaveitustjóra frágengnum er ekki um annað að ræða en beina þeim til stjórnar hitaveitunnar í von um úrlausn. Svona í ieiðinni langar mig til að bæta við tveimur spurningum, en þær eru þessar: 1) Hver er munurinn á því orku- magni sem sá notandi fær sem fær afhent 1 mínútulítra af 80° heitu vatni og þess sem fær vatnið 70° heitt ef gert er ráð fyrir að frárennslishiti sé í báðum tilfellum sá sami? 2) Hvar er að finna í reglugerð um Hitaveitu Akureyrar ákvæði sem heimila hitaveit- unni verulegar breytingar á hitastigi vatnsins án breytinga á gjaldskrá? Baldur Guðvinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.