Dagur - 10.02.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 10.02.1984, Blaðsíða 2
Kveðja frá Kaupfélagi Eyfirðinga Viö sáum félaga okkar, Sigurð Óla Brynjólfsson, í síðasta sinn á fundi stjórnar kaupfélagsins 9. janúar síðast liðinn. Sennilega hefur það hvarflað að okkur öllum, sem þar vorum saman komin, að vel gæti svo far- ið að þetta yrðu okkar síðustu samfundir, svo mjög sem honum var brugðið frá því sem hann átti að sér að vera. Ekki svo að skilja að hann væri dapur eða niður- dreginn, hann tók þátt í um- ræðum og sýndi sama áhuga á málefnum og jafnan áður. En hann bar greinilega með sér merki sjúkleikans og honum var þungt um mál. Sigurður Óli var óhvikull liðs- maður í samvinnustarfinu frá unga aldri og gerðist snemma áhugasamur kaupfélagsmaður. Hann vaY kosinn annar endur- skoðandi Kaupfélags Eyfirðinga á aðalfundi þess 1963 og gegndi því trúnaðarstarfi til þess er hann var kosinn í félagsstjórnina 1972. í framhaldi af því var hann þá þegar kosinn varaformaður stjórnarinnar, og það var hann til dauðadags. Það er ekki líklegt að neinn okkar gleymi Sigurði Óla, sem störfuðum með honum á þessum vettvangi né heldur aðrir, sem voru samverkamenn hans á öðrum sviðum. Pað er stundum talað um leiftrandi gáfur manna. Mér koma þessi orð fyrst í hug, þegar ég minnist Sigurðar. Hann var svo skemmtilega skarpur í hugsun og snöggur að átta sig á málum og draga röklegar álykt- anir af gefnum forsendum. Þar birtist stærðfræðingurinn og kennarinn Sigurður ÓIi. Jafn- framt kunni hann ágætlega að setja fram hugsanir sínar á skýru og skiljanlegu máli. Skerpan og áhuginn á öllu, sem um var að ræða, einkenndu Sigurð líklega öllu öðru fremur. Hlutleysi gagnvart málefnum var honum fjarri skapi, hann vildi taka afstöðu og gerði það hik- laust án þess þó að bíta sig þar fastan, ef ný viðhorf komu fram. Með slíkum mönnum er best að vinna. Hann hafði afskaplega gaman af rökræðum og sótti og varði mál af fjöri og kappi. Hon- um var mjög lagið að nálgast við- fangsefnin frá fleiri hliðum og komast að niðurstöðu með því að beita rökvísinni frá gagnstæðum sjónarmiðum. En við, sem sátum með honum í stjórn KEA, þekktum hann best sem samvinnumanninn Sig- urð Óla. í því hlutverki var hann heill eins og í öðru, þar var ekk- ert hik eða hátfvelgja. í afstöðu hans til mála kom það jafnan fram, að hann leit stórt á hlut- verk Kaupfélags Eyfirðinga og var stoltur af afrekum þess. En jafnframt gerði hann sér grein fyrir því, flestum öðrum betur, að vandi fylgir vegsemd hverri. Það var fjarri hugsun hans, að félagið gæti lifað á fornri frægð, horft yfir farinn veg og unnin verk, séð að þau voru harla góð og látið þar við sitja. Oft kom það fram í máli hans, hve mjög hann fann til ábyrgðar Kaupfélagsins gagnvart al- mennum framfaramálum og eink- um atvinnumálum í byggðum Eyjafjarðar. Þess vegna var hann oftast hvetjandi, þegar um það var að ræða, að félagið tæki þátt í einu eða öðru verkefni á at- vinnusviðinu, sem virtist horfa til almannaheilla, en slík verkefni hafa tilhneigingu til að koma á borð kaupfélagsstjórnar. Þetta sjónarmið var honum ríkt í huga: Er þetta fyrirtæki, sem um er að ræða, nytsamlegt, gegnir það einhverri brýnni þörf, skýtur það nýjum stoðum undir almannavelferð í byggðum Eyja- fjarðar? Ef fyrirtækið gerði þetta, þá var sjálfsagt að skoða vel, hvort félagið gæti ekki lagt hönd á plóg, jafnvel þótt það byndi þar hluta af fjármagni sínu án þess að geta sem slíkt vænst af því beins hagnaðar. Jafnframt þessu var Sigurður Óli þó hinn raunsæi maður, sem jafnan vildi sjá fótum sínum forráð, líka og ekki síst sem stjórnarnefndarmaður í félagi í almannaeigu. Hann skildi manna best, og lét það oft í ljós, að eng- inn maður og ekkert félag getur lifað á hugsjónum einum saman og góðum vilja til að rétta alstað- ar fram hjálpandi hönd. Það þarf líka heilbrigðan fjárhagslegan grundvöll fyrir helst öllu sem gert er, ef ekki á illa að fara að lokum. Þetta er aðeins lítið brot, og kannski tilviljunarkennt, af því, sem kemur upp í huga okkar, samstarfsmanna Sigurður Óla, þegar við minnumst samveru með honum á mörgum fundum á mörgum árum. Hann var skemmtilegur áhugamaður, sem gott var að hafa sér við hlið. Með hann okkar á meðal gátu fundir ekki orðið daufir og leiðinlegir. Hann var ógleymanlegur maður. Ég vil fyrir hönd stjórnar KEA og eyfirskra samvinnumanna votta minningu Sigurður Óla Brynjólfssonar virðingu og þökk, en ekkju hans, Hólmfríði, og af- komendum þeirra samúð við fráfall hans ótímabært. Hjörtur E. Þórarinsson. í dag er til moldar borinn Sigurð- ur Öli Brynjólfsson, sem verið hefur kennari og bæjarfulltrúi hér á Akureyri um langt árabil. Þó Sigurður Óli hafi átt við veik- indi að stríða að undanförnu kom fráfall hans mjög á óvart og skilur eftir sig stórt og vandfyllt skarð í röð þeirra, sem unnið hafa með honum að bæjarstjórnar- og fé- lagsmálum fyrir framsóknarmenn á Akureyri. Að loknu háskóla- námi hóf Sigurður Óli kennslu við Gagnfræðaskóla Akureyrar og starfaði hann þar og við Iðn- skólann á Akureyri til dauða- dags. Sigurður Óli var ágætur kenn- ari og ávann sér vinsældir og traust bæði nemenda sinna og samkennara. Það fór því ekki hjá því að eftir honum yrði tekið á öðrum vett- vangi og fljótt var leitað til hans um þátttöku í félagsstarfi og bæjarmálastarfi framsóknar- manna, þar sem skoðanir hans og málflutningur öfluðu honum fylg- is og vinsælda innan raða fram- sóknarmanna og meðal annarra bæjarbúa. Sigurður Óli var fyrst kjörinn bæjarfulltrúi árið 1962 og var síð- an endurkjörinn í bæjarstjórn í öllum bæjarstjórnarkosningum til dauðadags. Öllum þeim trún- aðarstörfum, sem honum voru fengin í hendur gegndi hann með miklum sóma. Störf bæjarfulltrúa og þeirra er láta sveitarstjórnarmál til sín taka eru mismikið þökkuð, en ekki er vafi á því að Akureyring- ar munu minnast starfa Sigurðar Óla að bæjarmálum á Akureyri með þakklæti og virðingu. Hann reyndi ætíð að beina bæjarmálum og umræðum um þau inn á já- kvæðar brautir og draga fram já- kvæðar hliðar hinna ýmsu mála. Þau stjórnmál sem Sigurður ÓIi ástundaði voru mannbætandi, og manngildið setti hann öðrum verðmætum ofar. Undirferli og pólitískar ref- skákir voru fjarri hans eðli, því í hans huga voru stjórnmál fyrst og fremst það, að hafa bætandi áhrif á umhverfi sitt og samborgara sína. Víðsýni hans birtist m.a. í því, að Iíta ætíð á hagsmuni Akureyr- ar í samhengi við landshagi og samræma áhugamál hinna ein- stöku byggðarlaga þjóðarhags- munum. Við fráfall Sigurðar Óla höfum við Akureyringar misst ágætan og starfsaman borgara, en við megum muna það að þeir einir missa mikið, sem mikið hafa átt. Við sem þetta ritum áttum mörg hver þess kost að vera nem- endur Sigurðar Óla, starfa með honum að félagsmálum eða njóta leiðsagnar hans í bæjarmálum um lengri eða skemmri tfma. í huga okkar allra er mikill sökn- uður, en þakklæti fyrir liðinn samstarfstíma og kveðjum við góðan félaga með virðingu og þökk. Mestur er þó missir og söknuður nánusta aðstandenda hans, eiginkonu, barna, barna- barna og systkina. Við færum þeim öllum dýpstu samúðarkveðjur og óskum þeim guðsblessunar og styrks vegna þess mikla söknuðar og reynslu sem fráfall Sigurðar Óla veldur. Þeirra huggun megi vera, að það lifir sem hann kenndi. Blessuð sé minning Sigurðar Óla. Bæjarfulltrúar og varabæjarfull- trúar Framsóknarflokksins á Ak- ureyri. Stjómir Framsóknarfélaganna á Akureyri og Fulltrúaráðsins. Kveðja frá starfsmönnum Dags Sigurður Óli Brynjólfsson er lát- inn langt um aldur fram. Þó var eins og það kæmi mönnum ekki á óvart að heyra um alvarleg veikindi hans, því hann kunni ekki að hlífa sér. Allir sem til hans þekktu vissu, að því er virt- ist betur en hann sjálfur, að eitthvað gekk að og að taka þyrfti tillit til þess. Ef til vill vissi hann þetta allt sjálfur, en það hentaði einfaldlega ekki hans lífsstfl að slaka á og draga úr hraðanum. Það er mikil eftirsjá í Sigurði Óla. Ég kynntist honum fyrst fyr- ir rúmlega fjórum árum, þegar ég hóf störf á Degi, en hafði þó heyrt af þessum atkvæðamikla bæjarfulltrúa norður á Akureyri, áður en ég sjálfur fluttist þangað. Sigurður Óli átti um langt árabil sæti í blaðstjórn Dags og sem slíkum kynntist ég honum fyrst, en fljótlega sem góðum vini og óvenju hreinskiptum manni. Maður vissi alltaf hvár hann stóð og það kann að vera sjaldgæfur kostur á stjórnmálamanni. Enda held ég að Sigurður Óli hafi aldrei litið á sjálfan sig sem „al- vöru“ stjórnmálamann, þrátt fyr- ir þau miklu og varanlegu áhrif sem hann hafði á stefnu og störf bæjarstjórnar Akureyrar. Hann var fyrst og fremst félagshyggju- maður iaus við lævísi og pot, sem einkennir margt í stjómmálum nútímans og líklega allra tíma. En hann gat beitt sér af alefli, teldi hann málstaðinn réttan. Hann gat líka beygt sig fyrir góð- um rökum og taldi sig ekki minni mann fyrir vikið. Sigurður Óli sýndi málefnum Dags geysimikinn áhuga og það var ekki lítils virði fyrir okkur sem þar störfuðum með honum að finna þann eldlega áhuga sem í honum bjó. Á nokkrum undan- förnum árum hafa orðið miklar breytingar á allri starfsemi blaðsins. Þegar starfsmenn lögðu fram sínar hugmyndir um veru- lega stækkun, eigin prentsmiðju og stærra húsnæði var Sigurður tregur til í fyrstu. Taldi of mikið í fang færst og of mikil áhætta tekin. En þessi mótstaða reyndist ekki djúptæk, heldur var hann aðeins að reyna í okkur þolrifin. Hann kom með mótrökin og sættist síðan ánægður á rökin fyr- ir breytingunum, þegar hann heyrði að þau voru nógu góð. Þetta var eins konar hugarleik- fimi, keppni í rökvísi. Innst inni og allan tímann vildi Sigurður Óli að við hefðum rétt fyrir okkur, því honum var það ekki síður kappsmál en okkur að auka veg blaðsins sem mest. Hann sagði mér síðar að það sem hefði þó e.t.v. ráðið úrslitum hafi verið þau rök okkar, að við starfs- mennirnir værum tiltölulega ung- ir og hressir og til í flest og þá orku ætti blaðið að nýta í ystu æsar. Svona tal líkaði Sigurði Óla, en þó aðeins að gætni og hagsýni væri viðhöfð. Sjálfur hefur hann líklega aldrei talið eftir sér að leggja alla sína orku í þau málefni sem hann vann að. Það var gaman að sitja á rök- stólum með Sigurði Óla. Hann talaði ávallt við alla sem jafningja og var aldrei yfirlætisfullur gagn- vart þeim sem minna vissu um málin. Með okkur Sigurði þróað- ist einstakt trúnaðarsamband og við hann gat ég rætt um hvers kyns vandamál. Hann var skiln- ingsríkur og ráðagóður, eins og þeir einir geta verið sem ekki eru sjálfir fullir af sjálfsáliti eða hroka. Hann gat sett sig svo gjörsamlega í sporin manns að við sjálft lá að hann yfirtæki áhyggjurnar og angrið, ef um eitthvað slíkt var að ræða. Á hinn bóginn var auðvelt að gleðjast með honum á góðum stundum. Við Dagsmenn áttum margar góðar stundir með Sigurði Óla. Hann virtist leitast eftir félags- skap okkar, sér yngri manna, og oftar en ekki var léttara yfir hon- um þegar hann fór, eftir svolítil gamanmál með alvarlegu ívafi. Hann sagði okkur til syndanna, ef honum fannst ástæða til, en þó þannig að ekki var hægt að reiðast ábendingum hans, heldur full ástæða til að taka mark á þeim. Hann var einnig búinn þeim fágæta hæfileika að leyfa mönnum að heyra um það sem honum fannst þeir hafa vel gert. Starfsmenn Dags sakna Sig- urðar Óla og syrgja ótímabært fráfall hans. Góður vinur og fé- lagi er genginn. Hann naut óskiptrar virðingar okkar og var þó alltaf einn af okkur. Minning- in um hann mun ylja um ókomin ár. Eftirlifandi eiginkonu hans, afkomendum og ættingjum öðrum vottum við okkar dýpstu samúð. Hermann Sveinbjörnsson. Ég vil kveðja vin minn Sigurð Óla Brynjólfsson bæjarfulltrúa, sem dó 31. janúar sl., með nokkrum orðum. Sigurður Óli fæddist í Glerár- þorpi en ólst upp í Ytra-Krossa- nesi á bjargálna menningarheim- il'i. Okkar kynni hófust sumarið 1948, en þá unnum við saman í Krossanesverksmiðjunrii. Þetta var síldarleysisár og því gafst tími til samræðna um stjórnmál og stærðfræði. Þessi greindi 19 ára piltur hélt vel á sínu og ávann sér virðingu mína, sem hefur aukist með nánari kynnum, því hann var vel gerður hæfileikamaður. Við bæjarstjórnarkosningarnar 1962 urðum við samferða inn í bæjarstjórn og þar störfuðum við saman í tuttugu ár. Með okkur tókst góð samvinna þótt ekki værum við í sama stjórnmála- flokki. Sigurður Óli lagði sig fram við að ná sem breiðustu samstarfi við afgreiðslu mála, vildi sem minnst láta kenna aflsmunar, þó form- legur meirihluti væri til. Hann á drjúgan hlut að því að bæjar- stjórn Akureyrar varð landsfræg fyrir eindrægni og gott samstarf. Ákureyrarbær sér nú eftir góðum bæjarfulltrúa og góðum manni. Sigurður Óli var einlægur sam- vinnumaður, og réði sú hugsjón gerðum hans frekar en flokks- hollusta. Á háskólaárum sínum kynntist hann eftirlifandi konu sinni Hólmfríði Kristjánsdóttur frá Holti í Þistilfirði. Þau eignuðust fimm börn, 4 dætur og einn son, allt er þetta mannvænlegt fólk, eins og það á kyn til. Sigurður Óli var ósérhlífinn og kappsfullur en enginn fjárafla- maður. Hann vildi umfram allt láta gott af sér leiða. Hann var góður sonur og bróðir og góður heimilisfaðir. Við hjónin sendum Hólmfríði, börnunum og systkinum Sigurðar Óla innilegar samúðarkveðjur. Við þökkum samfylgdina og kveðjum hann með söknuði. Ingólfur Árnason. Kveðja frá starfsfélögum við Iðnskólann á Akureyri Það er erfitt að trúa því að félagi okkar og vinur, Sigurður Óli, skuli nú vera horfinn af hinu jarðneska sjönarsviði. Hann, sem reif okkur upp úr lognmollu hversdagsleikans á kennarastof- unni með leiftrandi hnyttni sinni og skarpskyggni. Hann, sem átti svo auðvelt með að leysa hverja þraut og gera flókna hluti ein- falda með einbeitni sinni og rök- vísi. Hann, sem bar sjálft lífið og hressileikann með sér hvert sem hann fór. Nú er sæti hans autt og stórt skarð fyrir skildi. Við finn- um það best nú, þegar hann er ekki lengur á meðal okkar. Það hefur hvílt skuggi yfir starfi Iðnskólans frá því veikindi Sigurðar Óla urðu staðreynd sem varð ekki umflúin. Síðustu vik- urnar var beðið og vonað. Hlýjar hugsanir og bænir streymdu héð- an að sjúkrabeði hans, en örlögin urðu ekki umflúin. Þriðjudaginn 31. janúar barst okkur helfregn- in. Tryggur vinur og elskulegur félagi var hrifinn brott úr röðum okkar, og við sitjum hnípin eftir í þögulli spurn. Én þótt við séum ekki sátt við hinn þunga örlaga- dóm, verður honum ekki hnekkt. Nú eigum við aðeins eftir minn- inguna um góðan dreng, - kæra minningu sem við erum innilega þakklát fyrir. Við sendum Hólmfríði, börn- unum og öðrum aðstandendum Sigurðar Óla Brynjólfssonar innilegustu samúðarkveðjur í sorg þeirra. Guð blessi og geymi vininn okkar góða. Skólastjóri og kennarar. Lengi mun hans lifa rödd hrein og djörf um hæðir, lautir. J.H. Við sátum aldrei sömu megin við borðið öll þessi tuttugu ár sem við vorum saman í bæjarstjórn, jafnvel ekki heldur í þröngbýli bæjarráðs. Það var hlutskipti okkar löngum stundum, að vera einhvers konar liðsoddar ólíkra sjónarmiða og andstæðra flokka. Við vorum fjarskalega oft ósam- mála og deildum ósjaldan. En við rifumst aldrei. Hvorugur þurfti í því efni nokkurs að iðrast. Skammir eða persónuleg sáryrði fóru ekki á milli okkar. En við háðum langvinnt taugastríð sem sannarlega var ákaflega slítandi. Þegar mikið lá við, kunnum við líka að ganga yfir gólf þvert - og átti Sigurður oftar frumkvæðið - til sátta og samkomulags. Og samkomulag við Sigurð Óla stóð. Hann var mjög ráðríkur, enda er stjórnmálamaður til þess að stjórna. Hann var þolgóður og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.