Dagur - 13.02.1984, Síða 1

Dagur - 13.02.1984, Síða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI FILMUhusid AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, mánudagur 13. febrúar 1984 19. tölublað „Megum ekki hrófla neitt við genginu“ - og halda okkur við fyrirfram ákveðna launaþróun, segir Ingvar Gíslason, alþingismaöur „Árangur ríkisstjómarinnar liggur náttúrlega fyrst og fremst í því að verðbólgustigið hefur stórlega lækkað og þetta er árangur sem við megum ekki farga. Við megum því ekki hrófla neitt við genginu og við verðum að halda launa- hækkunum innan þeirra marka sem ráðgert hefur verið, 4- 5%. Ef þetta jafnvægi í gengi og launum raskast, þá erum við búin að tapa þessum Ieik,“ sagði Ingvar Gíslason, al- þingismaður í viðtali við Dag. Banaslys á miðunum 26 ára gamall sjómaður lést á laugardag í sjúkrahúsinu á Neskaupstað eftir slys sem hann varð fyrir um borð í tog- aranum Rauðanúp frá Raufar- höfn. Togarinn var að veiðum fyrir austan land í slæmu veðri er siys- ið varð. Fékk maðurinn þungt höfuðhögg og lést hann sem fyrr segir í sjúkrahúsinu á Nes- kaupstað. Maðurinn hét Injgi Viðar As- geirsson, til heimilis á Raufar- höfn. Kvæntur og tveggja barna faðir. Með Rudi Knapp á skíðum í TalÓl „Gengisþróunin skiptir gífur- lega miklu máli í þessu sambandi og e.t.v. ekki minna máli en þró- un launamála. Ég held að þróun- in erlendis í gengismálum hafi verið nokkuð hagstæð og þar hef- ur orðið mikil breyting á frá t.d. árinu 1981, þegar farið var út í niðurtalningaraðgerðirnar, en þá var gengisþróunin alls staðar í kringum okkur ákaflega óhag- stæð. Þá urðum við að slaka til í gengismálum vegna útflutnings- ins. Nú held ég að ekki sé mjög mikill þrýstingur frá atvinnuveg- unum á að breyta genginu og að - Það var ákveðið að halda áfram viðræðum við Slippstöð- ina um smíði á nýjum togara fyrir Útgerðarfélag Akureyr- inga, sagði Sverrir Leósson, starfandi formaður stjórnar ÚA er hann var inntur eftir niðurstöðum síðasta stjórnar- flestir telji að það verði að una við þetta eins og það er. Að þessu leyti hefur stjórnin mikinn meðbyr og þá ekki síður vegna þess að almenningur er farinn að átta sig á því að lækkun verðbólg- unnar hefur miklu meiri áhrif til kjarabóta en menn hafa viljað vera láta. Varðandi það ástand sem þeir verst settu búa við í þjóðfélaginu vil ég segja það, að reynslan hef- ur sýnt okkur að þessi almenni víðtæki samningsréttur er nú orð- ið ekki til hagsbóta fyrir lág- launafólkið. Það er miklu betra fundar. Viðræður ÚA og Slippstöðvar- innar um hugsanlega togarasmíði hafa staðið síðan í haust. Fyrst í stað fór mestur tíminn í að finna leiðir til að brúa það bil sent var milli tilboðs Slippstöðvarinnar og annarra tilboða sem stjórn ÚA fyrir láglaunafólkið að fá úrlausn sinna mála frá samfélaginu eða ríkisvaldinu og margir verkalýðs- leiðtogar virðast vera að komast á þá skoðun. Þeir treysta meira orðið á ríkisvaldið og úrlausnir úr þeirri átt heldur en í gegn um samninga. Ég tel að æskilegt væri að finna leiðir til að lögfesta lág- markslausn, en til þess þarf að finna fjármagn. Þá má ekki gleyma þeirri skyldu ríkisstjórn- arinnar að halda uppi atvinnu, en atvinnulífið er víða mjög viðkvæmt, t.d. hér á Akureyri,“ sagði Ingvar Gíslason að lokum. taldi hagstæðari en eftir að bæjar- stjórn Akureyrar lýsti yfir áhuga og vilja til þess að hjálpa upp á sakirnar þá héfur talsverður skriður komist á þessar viðræður. - Ég hef alltaf litið svo á að ÚA ætti að fá nýjan togara í stað Sólbaks. Fyrirtækið hefur á Kaupir UA rað- smíða- bátana? Komið hefur til tals að Útgerð- arfélag Akureyringa kaupi raðsmíðabátana sem nú eru í smíðum í Slippstöðinni á Ak- ureyri. Kom þessi hugmynd upp í útgerðarráði í síðustu viku að sögn Sverris Leósson- ar, varaformanns stjórnarinn- ar. „Það var svona rétt kveikt á þessari hugmynd í þeim tilgangi að reyna að auka hráefnisöflun- ina þangað til hægt verður að smíða togara fyrir félagið,“ sagði Sverrir í viðtali við Dag. „Það hefur lítið verið rætt við okkur um þetta ennþá, nema hvað fyrirspurn kom til okkar um verðið á bátunum,“ sagði Stefán Reykjalín, stjórnarmaður Slipp- stöðvarinnar. „Við buðum þeim báða bátana til kaups á 195 millj- ónir króna, en bátarnir eru 35 m og 39 metra langir með vélar inn- an við þúsund hestöfl, þannig að þeir eiga að fá víðtækari veiði- réttindi en togarar. Við teljum okkur geta afhent annan í júní og hinn í september. Frá okkar sjónarmiði væri æskilegra að fá að smíða fyrir þá togara, en vafa- laust gæti þetta leyst þeirra vanda um sinn. Ég tel að þessir bátar verði mjög vel seljanlegir aftur, ef til þess kæmi að ÚA keypti síðar togara," sagði Stefán. Stefán taldi að ekki yrði nein- um vandkvæðum bundið að fá veiðikvóta fyrir bátana þegar þeir væru seldir. Sverrir Leósson taldi hins vegar að það gæti orðið erf- iðleikum bundið, ef marka ætti sjónarmið sjávarútvegsráðherra í þessum efnum. HSv. undanförnum árum gert út fimm togara og þó að allir séu sammála um að fiskiskipaflotinn megi ekki stækka þá getur það ekki talist stækkun þó ÚA reyni að halda í horfinu. Menn ættu að reyna að varast sleggjudóma í þá átt, sagði Sverrir Leósson. - ESE. Vatn og meira vatn. Þau voru ófá höfin sem mynduðust í hlákunni, svo enginn komst yfir nema akandi eða í vöðlum. Mynd: ESE. Slippstöðin og Útgerðarfélagið: Togarasmíðinni haldið til streitu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.