Dagur - 13.02.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 13.02.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -13. febrúar 1984 13. febrúar 1984 - DAGUR - 7 Fámennt hjá Þór Hvorki færri eöa fleiri en 7 af leik- mönnum Þórs í körfuknattleik sem leikið hafa með liðinu í vetur fóru ekki með lið- inu suður um helgina í ieikina þrjá gegn UMFL, UMFG og Fram. Stefán Friðleifsson handieggsbrotnaði í leik gegn ÍS á dögunum. Þá flísaðist upp úr beini á handlegg Eiríks Sigurðssonar í síðustu viku, og daginn eftir sprakk bein í ökkla á Ríkharði Lúðvíkssyni. Um sama leyti var ljóst að Jón Héðinsson gat ekki farið suður vegna tognunar á ökkla. Hrafnkell Tuliníus er nýkominn úr gifsi eftir að hafa slitið liðbönd og Valdimar Júlíusson sá sér ekki fært að fara suður auk þess sem Ingvar Jóhannsson sem býr á Dalvík hefur hætt þar sem hann var bú- inn aö fá nóg af því að brjótast á milli á æfingar. Það var því fámennur hópur Þórsara sem hélt suður um helgina. Þórsmót Um síðustu helgi fór fram í Hlíðurfjalli Þórsmót í svigi fyrir 12 ára og yngri. Úr- slit uröu sem hér segir: 11-12 ára stúlkur Maria Magnúsdóttir KA 80.85 Rakel Reynisdóttir KA 88.80 Mundína Kristinsdóttir KA 94.06 11-12 ára drengir Vilhelm Már Þorstéinsson KA 71.80 Magnús Karlsson KA 72.01 Jóhannes Baldursson KA 73.01 10 ára stúlkur Linda B. Pálsdóttir KA 77.77 Laufey Árnadóttir Þór 81,30 Helga Malmquist Þór 89.14 10 ára drengir Gunnlaugur Magnússon KA 75.42 Jóhann G. Rúnarsson Þór 81.24 Ellert Þórarinsson KA 83.77 9 ára stúlkur Sísi Malmquist Þór 82.26 Inga Sigurðardóttir Þór 110.53 9 ára drengir Örn Arnarsson KA 82.72 Róbert Guðmundsson Þór 84.05 Brynjólfur Ómarsson KA 85.30 8 ára stúlkur Hildur Ösp Þorsteinsd. KA 88.72 Þórey Árnadóttir Þór 91.68 Erla Sigurðardóttir KA 93.08 8 ára drengir Þorleifur Karlsson KA 79.00 Sverrir Rúnarsson Þór 88.22 7 ára stúlkur Helga Jónsdóttir KA 90.79 Brynja Þórsteinsdóttir KA 92.69 7 ára drengir Magnús Sigurðsson Erlendur Öskarsson KA 87.65 KA 94.33 Elvar Óskarsson Þór 96.95 Burst hja Siglfirðingum Siglfirðingar virðast mjög sterkir í bad- minton þessa dagana ef rnarka má úrslit í bæjakeppni sem fram fór á milli Siglu- fjarðar og Akureyrar. Þetta var fyrri hluti þessarar árlegu keppni, en jafnan er lcikiö heima og heiman á hverju ári. Fyrri hlutinn var á Siglufirði, og áttu Akureyringarnir aldrei nokkurn mögu- leika. Leiknir voru 30 leikir í karla- og kvennaflokki, bæöi einliða- og tvíliða- leikur. Úrslitin urðu þau aö Siglfiröingarnir unnu 21 viðureign en Akureyringarnir aðeins 9. Þeir mega því hcldur betur taka sig saman í andlitinu ef þeir ætla að ná að rctta sinn hlut í síðari umferðinni sem leikin verður á -\kureyri. Þórsarar töpuðu naumt - Það var geysileg barátta í báðum þessum leikjum og strákarnir stóðu sig frábærlega vel. Við töpuðum fyrir báðum þessum liðum fyrir sunnan í haust með um 20 stiga mun en nú náum við þessum úrslitum með vængbrotnu liði. Við erum bara svekktir að hafa ekki sigrað, sagði Gylfi Krist- jánsson, þjálfari Þórs í körfu- bolta er Dagur ræddi við hann að lokinni keppnisferð Þórsara til Suðurlands. Það er óhætt að taka undir það með Gylfa að fyrir leikina sem voru við UMFG og Fram voru ekki stórar vonir á lofti. Forföll mikil í Þórsliðinu og það þarf því ekki að koma á óvart að leikirnir hafi tapast. Þórsarar áttu möguleika á sigri gegn UMFG í Njarðvík allt fram á síðustu mínútu. Leikurinn var í járnum allan tímann og munur- inn aldrei meiri en þetta fjögur til tíu stig. UMFG gerði síðan út um leikinn með að skora síðustu fjögur stigin og sigraði því 87:82 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 44:34. Stig Þórs í leiknum skoruðu: Konráð 24, Guðmundur 18, Björn 18, Bjarni 13, Jóhann 7 og Jón 2. Þórsarar byrjuðu leikinn gegn Fram á sunnudag með ágætum og héldu jöfnu á öllum tölum upp í 25:25. Þá skriðu Framarar fram úr. Komust í 41:30 og í hálfleik var staðan 47:39. Mestur varð munurinn 59:45 en á þeim tíma var dómgæslan hreint hrikaleg að sögn Þórsara. Þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum höfðu Þórsarar minnkað muninn í fjögur stig, 78:74 og fengu þá tvær sóknir til að jafna. Það mis- tókst og Framarar fengu boltann. Á þessum tíma gerðu dómararnir sig aftur seka um stórkostleg mistök. Framarar héldu boltan- um í heilar 45 sekúndur í stað hinna löglegu 30 sekúnda og til að kóróna óréttlætið þá skoruðu þeir þrjú stig í sókninni og gerðu út um leikinn. Lokastaðan var 84:77. Stig Þórs: Guðmundur 17, Kon- ráð 16, Jóhann 15, Björn 12, Bjarni 10, Héðinn 4 og Jón 3. - ESE. Ömurlegt! Tvö töp hjá KA í handbolta Dómarahneyksli - Við höldum þeim möguleika opnum að kæra þennan leik. Það er þó ekki aðalatriðið að kæra til að fá nýjan leik, held- ur viljum við vekja athygli á þeim hroðalega ólestri sem dómaramál KKÍ eru í, sagði Gylfi Kristjánsson eftir leik Fram og Þórs. Að sögn Gylfa þá komst hann að því fimm mínútum áður en leikurinn átt að hefjast að að- stoðardómarinn Kristján Rafns- son hugðist ekki mæta. Formað- ur KKI var þá að ræða við hann í síma og dómarinn sagðist ekki koma. Er þetta furðuleg afstaða ekki síst þegar tillit er til þess tek- ið að dómarar í körfuknattleik þiggja laun fyrir þetta starf sitt og t.a.m. borga Þórsarar 25 þúsund krónur á þessu keppnistímabili í dómaralaun. - Við viljum fá eitthvað fyrir þessa peninga. Það er ljóst að þarna munaði hársbreidd á að við fengjum ekki leik og það hefði ekki verið í fyrsta skipti í vetur, sagði Gylfi. Það var körfuknattleiksmaður- inn Pétur Guðmundsson sem hljóp í skarðið og dæmdi með Kristni Albertssyni. Þetta hefði að sjálfsögðu verið allt í lagi hefði Pétur haft tilskilin réttindi en þau skorti sem sagt og Þórsar- ar halda þeim möguleika opnum að kæra leikinn. - ESE. - Þetta var ömurleg ferö og það er best að hún gleymist sem fyrst, sagði Guðmundur Lárusson, liðsstjóri KA í hand- knattleik eftir leiki KA við Hauka og Stjörnuna um helg- ina. Það er hægt að taka undir þessi orð Guðmundar því fyrst tapaði KA 24:15 fyrir Haukum og síðan aftur með níu mörkum gegn Stjörnunni, 30:21. í leiknum gegn Haukum stóðu KA-menn í þeim til að byrja með og staðan í hálfleik var 10:8. í seinni hálfleiknum opnuðust síðan allar gáttir í vörn KA og Haukar óðu þar í gegn eins og mýs í gegnum svissneskan gata- ost. Mörk KA skoruðu: Erlingur 3, Þorleifur 3, Jón Kristjánsson 2, Sigurður 2, Sæmundur 2, Jó- hannes 1, Hafþór 1 og Magnús 1. Hörður Sigmarsson, tannlæknir- inn snjalli boraði boltanum átta sinnum í markið hjá KA, þar af fimm sinnum úr vítum. Leikurinn gegn Stjörnunni var ekki óáþekkur fyrri leiknum. Staðan í hálfleik var 13:10 fyrir Stjörnuna en í seinni hálfleinum gáfust KA-menn upp og án þess að Stjörnu-menn sýndu nokkurn stjörnuleik, þá röðuðu þeir mörkunum jafnt og þétt. Það var einn leikmaður í sannkölluðum heimsklassa í þessum leik en það var Gunnai' Einarsson, fyrrver- andi þjálfari Stjörnunnar. Hann burstaði rykið af skónum fyrir þennan leik og kom sá og sigraði. Skoraði 15 mörk eða helming marka Stjörnunnar. Fyrir KA skoruðu: Jón Kristjáns. 4, Sigurður 4, Magnús 3, Logi 3, Þorleifur 2, Erlingur 3 og þeir Hafþór og Sæmundur eitt mark hvor. - ÉSE leikurinn átt að hefjast að að- þessa peninga. Það er ljóst að að kæra leikinn. - ESE. m mm KA-liðið til Ipswich KA"SfiiHSHPum KA-menn leggja mikið kapp á að koma vel undirbúnir til leiks í fyrstu deildarkeppninni í sumar og einn liðurinn í undirbúningnum fyrir keppn- ina verður æfinga og keppnis- ferð tii Englands í apríl. Að sögn Stefáns Gunnlaugs- sonar, formanns knattspyrnu- deildar KA þá fer 20 manna hóp- ur frá félaginu út 13. apríl og verður hópurinn við æfingar í Euro Sport Village í nágrenni Ipswich fram til 22. apríl. Leiknir verða æfingaleikir við vara- og unglingalið Ipswich en sem kunn- ugt er þá dvaldi Gústaf Baldvins- son þjálfari KA í Ipswich á dög- unum og fylgdist með æfingum hjá liðinu. - ESE gegn Þrótti og Breiðablik KA-stúlkurnar í blaki töpuðu urnar unnu þá næstu 15:11. Sfðan hrinuna 15:8. í annarri hrinunni báðum leikjum helgarinnar. datt botninn úr spilinu og næstu var hörkubarátta og að þessu Fyrst 3:1 tap gegn Þrótti og hrinur töpuðust 15:7 og 15:9. sinni vann UBK 15:13. Líkt og í síðan fyrir Breiðabliki með Leikurinn gegn Breiðabliki var fyrri leiknum þá datt botninn úr sama mun. mun betur leikinn af hálfu KA en spilinu hjá KA undir lokin og í leiknum gegn Þrótti tapaðist fyrri leikurinn og nú byrjuðu UBK vann auðveldlega 15:10 og fyrsta hrinan 15:4 en KA-stúlk- stúlkurnar á því að vinna fyrstu 15:6. - ESE Það var hörkuleikur á Dalvík þegar efstu liðin í Norður- landsriðlinum í blaki mættust þar sl. fimmtudag. Fyrir leikinn voru KA og Reynivík efst og jöfn, höfðu bæði tapað tveim stigum og það var því allt lagt í sölurnar í þessum leik. Þetta varð líka sannkölluð maraþonbarátta því úrslit fengust ekki fyrr en eftir 2.13 klst. Reyni- vík vann fyrstu hrinuna 15:9 en síðan vann KA 16:14. í þriðju hrinunni náði KA forystu með því að sigra 15:12 en í þessari hrinu bar það til tíðinda að Gunnari Straumland úr KA var vikið af velli fyrir að mótmæla dómi. Reynivík vann síðan fjórðu hrinuna 15:12 en KA var svo sterkara á endasprettinum og vann síðustu hrinuna 15:12 og leikinn því 3:2. - ESE Jónas og Bjami frá Þór til Noregs? Svo gæti farið að 1. deildarlið Þórs í knattspyrnu missti tvo af sínum bestu leikmönnum. Það eru þeir Jónas Róbertsson og Bjarni Sveinbjörnsson en þeir hafa hug á því að leika knatt- spymu í Noregi í sumar. - Við fáum svar við þessu á morgun, hvort við komumst eða ekki, sagði Jónas Róbertsson í samtali við Dag. Jónas sagði að hann hefði séð auglýsingu frá þessu norska félagi sem er frá Tynset og leikur í norsku þriðju deildinni og hann hefði rætt.við forráðamenn þess í síma. - Ástandið hér á Akureyri er ógurlega dapurt. Ég er múrari en að undanförnu hef ég lítið sem ekkert haft að gera og framtíðin er ekki björt. Hef vart til hnífs Jónas Róbertsson. Bjami Siguijónsson. né skeiðar og því þýðir ekkert annað en að leita fyrir sér ein- hvers staðar þar sem atvinnu er að fá. Ég gæti svo sem flutt til Reykjavíkur en það kæri ég mig ekkert um, sagði Jónas Róberts- son. Það þarf ekki að fjölyrða um það hve mikil blóðtaka það væri fyrir Þórsliðið ef það missti þá Jónas og Bjarna. Jónas var jafn- besti leikmaður liðsins í fyrra og sá sem kom langsamlega mest á óvart. Bjarni var einn hættuleg- asti framherji liðsins, leikmaður sem á framtíðina fyrir sér. Það væri því dapurt að missa þessa tvo leikmenn frá Akureyri í þriðju deildarkeppni lengst inni í afdölum Guðbrandsdals í Nor- egi. - ESE lin árlega fimleikasýning Fimleikaráðs Akureyrar var haldinn í Iþróttahöllinni á laugardag. Fleiri hundruð börn og unglingar tóku þátt í sýn- igunni sem þótti takast mjög vel. Mynd: KGA Barnasettin frá KARHU komin fyrir 2ja-6 ára Sporthú^idi HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 yy**Xr . L J : Gottlieb í 39. sæti Gottlieb Konráðsson frá Ól- afsFirði hafnaði í 39. sæti í 30 km skíðagöngu á Vetrarólymp- íuleikunum í Sarajevo. Fékk Gottlieb tímann 1.37.48 klst. Sigurvegarar í þessari göngu urðu Sovétmenn sem hrepptu tvö fyrstu sætin. Svíinn Gunde Swan varð þriðji. Einar Ólafs- son frá ísafirði var langt frá sínu besta í göngunni og varð 49. af72 keppendum á 1.39.31 klst., eða um 11 mínútum á eft- ir sigurvegaranum. Mesta athygli í keppninni vakti Kýpurbúi einn sem hafn- aði í 72. og síðasta sætinu. Var hann um einni klukkustund á eftir þeim bestu í mark. Hörð bar- átta í yngri flokkum Fyrsta umferðin af þremur í Norðurlandsriðli fslandsmóts ins í handknattieik í 5. flokki, 3. flokki og 4. flokki hefur far- ið fram og var hún leikin á „heimavelli“ KA í íþróttahöll- inni. Hinar umferðirnar verða leiknar á heimavöilum Þórs og Dalvíkur. Úrslit urðu þessi: 5. flokkur: KA - Þór Dalvík - KA Dalvík - KA 3. flokkur: KA - Þór KA - Dalvík Þór - Dalvik 4. flokkur: KA - Þór 3:9 3:15 3:9 14:14 26:4 17:13 12:9 Þór hefur því forustu i 5. flokki með 4 stig, KA og Þór eru jöfn i 3. flokki og KA vann fyrsta leikinn af þremur í 4. flokki. Ódýr göngu- skíðabúnaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.