Dagur - 13.02.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 13.02.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR -13. febrúar 1984 leiðsögumanni Flugleiða foreldrar mínir höföu einfaldlega ekki efni á að láta mig fara í skóla þar sem áhersla var lögð á skíða- þjálfun," sagði Rudi í viðtali við Dag í Mayrhofen í Zillertal á dögunum. Rudi er menntaður í byggingatækni og -verkfræði, en eftir þriggja ára starf við það sneri hann sér að öðrum og frjáls- ari verkefnum. Upphaf kynna hans af íslendingum má e.t.v. rekja til þess að hann var leið- sögumaður ívars Sigmundssonar, sem var við annan mann að skoða skíðasvæðin í Zillertal. Þetta leiddi til þess að hann þjálf- aði hóp keppnisskíðafólks frá Akureyri á Hintertux-jökli, þjálf- aði skíðamenn Ármanns í Reykjavík og kenndi í Nauthóls- vík og á Pollinum á Akureyri á seglbretti. Pað varð til þess að fjöldi greina birtist um það sport í íslenskum blöðum á síðasta ári. Og nú er hann sem sagt leiðsögu- maður í hópferðum Flugleiða á þessu frábæra skíðasvæði í Zill- ertal, þar sem aðaláherslan er lögð á Mayrhofen, sem er um klukkutíma ferð frá Innsbruck, þangað sem flogið er í hópferð- unum. Pegar Rudi var á íslandi kynnt- ist hann m.a. „fy!limannahelgi“ á Laugarvatni, eins og hann kallar verslunarmannahelgina, og það- an kemur Iíklega kunnátta hans á vinsælum slagorðum, sem áður voru nefnd, auk þess sem hann var liðtækur í að syngja um „Fatla fól“. Betur fórst honum þó að syngja hina hressilegu tír- ólsku söngva, sem hafa jóðlið sem aðalsmerki. Það sem hér hefur verið sagt um Rudi Knapp kann að benda til þess að hann sé einhver gal- gopi, en það er öðru nær. Hann er léttur og skemmtilegur og það kemur ekki niður á því að allt stenst sem hann segir. Undirrit- aður var þarna í „hópferð sem felld var niður vegna þátttöku- leysis“ (efnahagskreppa meðal almennings á ísiandi er líklegasta Að afloknum degi í Hochfiigen, þar sem skíðað var í lausamjöll ailan daginn. Þar var Rudi á mono-skíðinu. T.f.v. Rudi Knapp, Ólöf Sigurðardóttir, Skúli Steinþórsson og Katrín Brynja Hermannsdóttir. Góð kort eru látin ferðamönnum í té yfir skíðasvæðin og lyfturnar, sem eru rúmlega 100 talsins. Þessi mynd sýnir eitt slíkt kort af Zillertal mikið minnkað. „í Zillertal er mun ódýrara en á mörgum þekktari skíðastöðum. Þetta stafar af því að verið er að byggja staðinn upp sem ferða- mannastað og verðlagi haldið lágu til að laða fólk þangað. Stað- ir eins og Kitzbúl og Lech eru miklu þekktari og þangað sækir fræga og ríka fólkið, en ekki bara það, þannig að örtröð verður þar oft mikil. Hér er undantekning ef bíða þarf eftir að komast í lyftur, nema kláfana sem flytja fólkið að morgni og kvöldi milli Mayrhof- en og skíðasvæðanna hátt uppi í fjöllunum. Sums staðar er hægt að renna sér alveg niður í bæina. Petta er líka tiltölulega afmarkað svæði og stutt að fara. Einn skíðapassi gildir í allar lyftur á svæðinu og einnig í rútur og lest sem ganga um dalinn. Þetta eru þeir helstu kostir sem ég tel Zill- ertal hafa umfram marga aðra skíðastaði hér í Austurríki,“ sagði Rudi Knapp þegar hann var spurður um staðinn. „Það er gott að vinna hér fyrir íslendinga. Þeir láta ekki smá- muni angra sig og eru ekki að leita að mistökum, eins og t.d. oft á sér stað með Þjóðverja,“ sagði Rudi Knapp um landann um leið og hann bað fyrir kveðju til vina sinna og kunningja á Is- landi. í fyrravetur voru farin 8 flug í beinni áætlun til Innsbruck með um 700 farþega. Samstarf var með ferðaskrifstofunum Sam- vinnuferðum, Úrvali og Útsýn og Flugleiðum og dreifðust hóparnir um Austurríki. Ýmsir fóru með öðrum hætti og að sögn Kolbeins Pálssonar, markaðsstjóra hjá Flugleiðum, ætla menn að sam- tals hafi um 1000 manns farið á skíði til Austurríkis í fyrra. Áætl- aðar voru 5 íerðir í vetur en vegna slæglegra bókana fyrir ára- mót var þeim fækkað niður í þrjár, 5. febrúar, 19. febrúar og 4. mars. Uppselt er nú í þessar ferðir og nú er unnið að því að „stækka prógrammið“ að sögn Kolbeins. HS. „AUt í fína. Ekkert mál fyrir Jón Pál,“ var gjarnan við- kvæðið hjá Rudi Knapp, leið- sögumanni Flugleiða í Zillertal í Austurríki, þegar hann var beðinn um eitthvert viðvik. Þetta er 25 ára gamall Austur- ríkismaður, búsettur skammt frá Innsbruck og að því er virð- ist af kunnáttu hans á skíðum; alinn upp í frábærum skíða- skýringin), þannig að fáir íslend- ingar voru á svæðinu. En það var úrvalslið með algjöra skíðabakt- eríu, þannig að Rudi var mikið á skíðum með hópnum og kynnti fyrir honum hina ýmsu mögu- leika sem þarna er að finna - og þeir eru svo sannarlega margir. Þarna í dalnum eru eitthvað yfir 100 skíðalyftur af ýmsum gerðum, yfirleitt mjög langar, og taka hver við af annarri. Dalur- inn er umluktur tírólsku Ölpun- um á alla vegu og þetta er ein allsherjar skíðaparadís frá um 600 í 3200 metra hæð. Hæst er jökull og þar er hægt að vera á skíðum á sumrin í sundskýlu og skíðaskóm einum fata. Af þeim sökum og vegna mikillar náttúru- fegurðar og góðs veðurfars er þarna einnig vinsæll sumarleyfis- staður, örstutt frá landamærum Ítalíu sem farið er yfir um Brenn- er-skarðið. Meðal þess sem Rudi er til lista lagt er skíðaballett. Hér stendur hann hins vegar á endann á sínum venjulegu 2.10 m löngu skíðum. Myndir: H.S. Rudi Knapp. brekkum austurrísku Alpanna. Ekki hefur hann keppt á skíðum, nema sem unglingur, en liprari skíðamann er vart hægt að hugsa sér. Hann bók- staflega dansar niður brekk- urnar, hvort sem er á venjuleg- um skíðum, ballett-skíðum eða svokölluðu mono-skíði, sem er eitt breitt skíði þar sem báðir fætur eru njörvaðir niður með bindingum. „Ef menn ætla að ná langt sem keppnismenn, þýðir það þrot- lausar æfingar og endurtekning- ar, sem eru ekki að mínu skapi. Auk þess er kostnaður samfara keppnisþjálfun mjög mikill og Á skíðum með RUDI KNAPP í Zillertal í Austurríki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.