Dagur - 15.02.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 15.02.1984, Blaðsíða 7
15. febrúar 1984 - DAGUR - 7 — Rætt við Maríu Kristjjánsdóttur, leikstjóra og Önnu Ragnarsdóttur, formann Leikfélags Húsavíkur MITT FÓLK‘ ‘ Gaflari fram í fíngurgóma Þegar hér er komið sögu er rétt að geta þess að Húsvíkingar þurfa ekki að leita langt eftir leik- stjóra sínum. María er búsett á Húsavík en hún er þó Gaflari fram í fingurgóma. Fædd og upp- alin í Hafnarfirði fyrir sunnan. Við spyrjum hana því: Af hverju Húsavík? - f>að er kannski hallærislegt af kvenréttindakonu að segja þetta, en ég er hérna vegna þess að maðurinn minn vinnur hér og ég kann vel við mig hér á Húsa- vík, segir María en hún er í raun komin til Húsavíkur um langan veg. Lærði leikhúsfræði og leik- stjórn í fimm ár í Austur-Þýska- landi, drap niður fæti í höfuð- staðnum og settist síðan að á Húsavík. Samkvæmt upplýsingum þeirra Önnu og Maríu þá eru um 30 hlutverk í leiknum. Sumir leikar- anna verða í fleiri en einu hlut- verki þannig að leikararnir verða eitthvað færri en hlutverkin gefa til kynna. Aðalhlutverkin leika eftirtaldir leikarar: Salka Valka er leikin af Guðnýju Porgeirs- dóttur, móður Sölku leikur Guðrún Magnúsdóttir, Sveinn Rúnar Hauksson leikur Arnald, Einar Njálsson leikur Steindór, Sigurður Hallmarsson leikur Kaupmann Bogesen og síðan er það Hrefna Jónsdóttir sem fer með hlutverk Tobbu truntu. Við spyrjum þær stöllur að því hvað þessi leikur geti gengið lengi. - Það er ómögulegt að segja. Fiðlarinn á þakinu var sýndur hér 39 sinnum og þá komu bæjarbúar aftur og aftur til þess að sjá leik- inn, segir Anna og María bætir því við að staðreyndin sé sú að það sé mikið meiri áhugi á leikhúsinu á Húsavík en t.d. á Akureyri. - Hér er leikhúsið sannkölluð eign bæjarbúa og margir koma því oftar en einu sinni til þess að sjá þau verk sem verið er að sýna, segir María. Karlmennirnir hafa ekki brugðist okkur Við vendum okkar kvæði nú í kross og spyrjum Önnu nánar um Leikfélag Húsavíkur og þá fyrst um fjárhaginn. - Staðan hjá leikfélaginu er ágæt en bíóið sem rekið er hér í húsinu hefur staðið illa. Það hef- ur verið halli á rekstri bíósins og þennan halla höfum við þurft að taka á okkur. - Mikil samkeppni við videó- leigurnar? - Já þær hafa sprottið hér upp og bíóið hefur átt undir högg að sækja. En til þess að reyna að koma þessum rekstri á traustari grundvöll þá höfum við tekið leikhúsið allt í gegn. Við höfum endurnýjað og -bætt og síðan höfum við brugðið á það ráð að fá unga og drífandi menn til þess að sjá um bíóreksturinn til reynslu a.m.k. næsta árið og við væntum góðs af því samstarfi. - Ykkur hefur þá ekki dottið í hug að gefa bíóið frá ykkur en halda leikhúsinu? - Nei. Þetta er það samtengt. Við erum skuldbundin til þess að halda bíóinu gangandi og við höfum því ekki þorað að gefa það frá okkur. Við ætlum okkur nefnilega að halda þessu húsi og til þess að gera það mögulegt þá höfum við lagt á okkur ómælda vinnu. M.a. unnið í sjálfboða- vinnu í bíóinu allt fyrrasumar. - Hvernig hefur gengið að fá fólk til að starfa með leikfélag- inu? - Það er nóg af konum en það hefur verið erfiðara með karlana. Það er lítið af virkum karl- mönnum en þó hefur það alltaf tekist að fá karlmenn í öll hlut- verk fyrir sýningar. Þeir hafa aldrei brugðist okkur þegar á reynir, segir Anna Ragnarsdótt- ir, formaður Leikfélags Húsavík- ur. - ESE. Buóingar Ein af styrkustu stoðum leikfélags- ins, Helga málari. Við minnum á búðingana okkar Þeir eru hreint sælgæti Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.