Dagur - 15.02.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 15.02.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR -15. febrúar 1984 Útboð Vistheimilið Sólborg óskar eftir tilboðum í að byggja 230 fm sundlaugarhús. Óskað er eftir tilboðum í fokhelt hús og fullbúið að utan. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Hauks Haraldssonar s.f. Kaupangi gegn 2000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 28. febrúar 1984 kl. 11.00. Vistheimilið Sólborg Akureyri. Tölvunámskeið fyrir almenning verða haldin á næstu vikum í Gagnfræðaskóla Akureyrar ef næg þátttaka fæst. Efni námskeiðanna verður: a. Kynning á tölvunotkun og helstu hugtökum varðandi tölvur og undirstöðuatriði forritunar- málsins BASIC. b. Ritvinnsla. Þátttaka tilkynnist í síma 24241 föstudaginn 17. febrúar og mánudaginn 20 febrúar kl. 13.30-16.00 báða dagana. Gagnfræðaskóli Akureyrar. Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir að komast í samband við fóstur- foreldra á Akureyri sem geta tekið börn í fóstur gegn greiðslu um skemmri eða lengri tíma. Skrifleg svör óskast send til Félagsmálastofnun- ar, pósthólf 367, 601 Akureyri, sem fyrst. Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi Ekta ítölsk PIZZA með papriku og skinku. Aðeins kr. 38,65 stykkið ★ Athugið! Munið kynninguna á föstudag frá kl. 4-7 e.h. á Estrella kartöfluflögum og laukídýfum frá Mjólkursamlagi KEA. Þóra Hjaltadóttir: Atvinnulíf verður að byggja á bæði stórum og smáum iðnaði Á 18. þingi Alþýðusambands Norðurlands sem haldið var á 111- ugastöðum í Fnjóskadal dagana 30. september og 1. október sl., var samþykkt ályktun um at- vinnumál, þar sem meðal annars var fjallað um stóriðnað á eftir- farandi hátt. „Þingið mótmælir harðlega öllum hugmyndum, sem fram hafa komið um frekari frest- un Blönduvirkjunar og hvetur þingið til áframhaldandi víðtækr- ar samstöðu Norðlendinga um virkjunina, þannig að tryggð verði næg orka til stóriðnaðar. Skorar þingið á ríkisstjórn og stóriðjunefnd, að flýta þeim at- hugunum sem í gangi eru vegna stóriðju á Eyjafjarðarsvæðinu. í framhaldi af slíkri virkjun ber að gera sérstaka athugun á, hvaða möguleikar eru á Norðurlandi til að nýta þá umframorku, sem skapast, til almennrar at- vinnuuppbyggingar og nýiðnað- ar. Þingið styður steinullarverk- smiðju í Skagafirði og pappírs- verksmiðju á Húsavík." Þannig ályktar verkalýðshreyf- ingin með stóriðju í Eyjafirði ef öllum skilyrðum varðandi meng- un náttúrunnar er framfylgt, þannig að ekki hljótist skaði af í okkar gróskumikla umhverfi. Það er því mikið ánægjuefni þegar bæjarstjórn Akureyrar samþykkir, því miður með mótatkvæðum, afgerandi ályktun um að hér skuli rísa álver, og hef- ur bæjarstjórnin sömu fyrirvara á framkvæmdinni. Eins og þróun atvinnumála hefur verið síðustu mánuði og ár megum við ekki láta deigan síga með að koma upp nýjum at- vinnutækifærum og efla þau sem fyrir eru. Það er til lítils að þrefa um hækkun launa ef engin er at- vinnan. Við verðum að geta boð- ið börnum okkar upp á að sjá fram á að hafa framfærslu af arð- bærri atvinnu þegar þau koma út Hótel Varðborg Veitingasala Árshátíðir Þorrablót Einkasamkvæmi Köld borö Heitur veislumatur Þorramatur Smurt brauð Snittur Coktailsnittur Getum lánað diska og hnífapör Útvegum þjónustufólk Sími 22600 Júníus heima 24599 úr skólunum, í stað þess að sjá þau eyða tíma sínum í iðjuleysi. Það eru allir sammála um að at- vinnu þurfi allir að hafa, en menn greinir á um leiðina. Atvinnulíf velferðarríkisins verður að byggja upp á bæði stór- um og smáum iðnaði og umfram allt arðbærum, þannig að unnt sé að greiða starfsmönnunum laun sem þeir geta lifað af, án þess að stærstum hluta sólar- hringsins sé eytt til þess og allri orku. Fyrir 2-3 árum mátti enginn hér á Eyjafjarðarsvæðinu heyra minnst á áiver við Eyjafjörð, en skoðanir manna hafa breyst eftir að hafa skoðað hvaða möguleika Þóra Hjaltadóttir. slík verksmiðja gefur og kosti hennar og galla. Enn er ósvarað spurningunni um mengunarþátt- inn, en verið að rannsaka hann. Flestir ef ekki allir eru sammála um að hér rísi ekki slík verk- smiðja ef hún veldur skaða á um- hverfinu. Atvinnuöryggi og umhverfi skipta miklu máli fyrir hinn vinn- andi mann, en þau iðjuver sem reist hafa verið í Noregi hin síð- ari ár uppfylla öll þau skilyrði sem við setjum varðandi aðbún- að og hollustuhætti á vinnustað, svo sem varðandi hreinsun lofts og umhverfis, enda gera verka- lýðssamtökin kröfu til þess að svo sé og landslög segja einnig til um hvernig hver vinnustaður sé búinn. Atvinnuöryggi starfs- manna er mikið miðað við annan iðnað, og sjáum við nærtæk dæmi nú síðustu vikur hvernig atvinnu- öryggi er háttað hjá t.d. starfs- mönnum Slippstöðvarinnar og Haga hf. Ástæðulaust er að ætla annað en að þeir sem ráða sig til vinnu í stóriðju, eigi kost á föstu langtímastarfi. Ekki er talið að konur verði mikill hluti starfsmanna, en með aukinni tækni og fullkomnari starfsaðstöðu má ætla að þær leiti eftir vinnu þar í meira mæli en verið hefur. Varðandi þau rök er heyrast, að hvert eitt nýtt starf í stóriðnaði sé svo og svo mikið dýrara en í smáiðnaði, má benda á að við Islendingar komum aldrei til með að koma upp iðju- veri áf þeirri gerð sem rætt hefur verið um. Ef, og vonandi hafa erlendir aðilar áhuga á slíkum at- vinnurekstri hér, þá munu þeir fjármagna fyrirtækið. Við verð- um að fara að gera okkur grein fyrir því að við erum fámenn þjóð, sem býr á lítilli eyju og ef við viljum halda uppi þeim lífs- kjörum sem við höfum tamið okkur hin síðari ár, þá dugar ekki til hinn hverfuli þorskur sem við höfum byggt okkar afkomu á gegnum árin. Spurningin um álver eða ekki álver við Eyjafjörð, að mengun- arþættinum slepptum, er spurn- ingin um hvort við viljum að höfuðstaður Norðurlands standi undir nafni og verði mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Við verðum að gera okkur ljóst að ef við höfnum þessum möguleika vegna hleypidóma, dóma sem ekki eru á rökum reistir, þá munu t.d. Reyknesingar ekki verða lengi að grípa tækifærið. Eftir slíkt getum við gert okkur í hugarlund brott- flutning fólks af svæðinu, brott- flutning fólks til atvinnunnar, því fólkið fer þangað sem atvinnu er að hafa og þá mun ekki verða fækkun hér á Norðurlandi um 17 manns á ári eins og á árinu 1983. Þá tölu má eflaust tífalda. Þóra Hjaltadóttir. Áhrifamikill auglýsi wm Skrifstofa Framsóknarflokksins Opiö alla virka daga frá kl. 15.30-18.30. Starfsmenn skrifstofunnar veröa Tryggvi Svein- björnsson á mánudögum og miövikudögum og Bragi V. Bergmann á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Síminn er 21180. Heimasímar: Tryggvi Sveinbjörnsson, 26678. Bragi V. Bergmann, 26668.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.