Dagur - 17.02.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 17.02.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 17. febrúar 1984 Sverrir Páll Erlendsson ■ T = • * „Okkur ftnnst þaö bciðum svo gott“ Leikfélag Akureyrar: Súkkulaði handa Silju Eftir Nínu Björk Árnadóttur Ég ímynda mér að sá smiður sem ástundar að búa til smágerða hluti af natni og nákvæmni hljóti að slá upp fyrir húsi sínu með ögn öðru hugarfari en hinn, sem ætíð hefur unnið við hin grófari verkin. Þessi mynd kom mér í hug þegar ég las og sá leikrit Nínu Bjarkar Árnadóttur, Súkkulaði handa Silju. Mér dylst ekki að Nína Björk er ekki „bara“ höf- undur heldur, og jafnvel miklu fremur, Ijóðskáld, og merki þess sjást hvar- vetna í texta hennar. Hann er knappur - segir jafnan meira þegar hann er knappastur en þegar hún teygir hann. Þetta á þó ekki síst við hina prentuðu útgáfu leikritsins, sem er að mestu leyti sá texti sem hafður var í uppfærslu í Þjóðleik- húskjallara fyrir réttu ári. Sú leikgerð sem nú er komin á svið í Sjallanum er nokkuð breytt. Verkið hefur verið gert nokkru raunsærra og hversdagslegra en í fyrri gerð og er fyrir vikið heldur meira leikrit og ögn minna ljóð en áður. Máttur ljóðsins er þó enn sterkur. Vissulega er erfitt að fastsetja mörk Ijóðs og leikrits, en þær stuttu myndir sem brugðið er upp líkjast oft knöppu ljóði, og að mínum dómi eru þær stundum ívið of stuttar til þess að þær njóti sín einar á sviði. Tónlistin sem tengir þessar myndir gefur hins vegar hugsunarhlé, undirstrikar oft þær kenndir sem myndirnar hafa vakið. Súkkulaði handa Silju er í sjálfu sér einföld saga. Saga um konu sem hefur dregið fram lífið á sultarlaunum, fórnað bestu árum ævinnar í að ala upp föður- lausa dóttur sína. Dóttirin er vax- in úr grasi. Sjálfstæðiskennd ung- lingsins og nýfengið frelsi móður- innar til að njóta lystisemda lífs- ins rekast harkalega á. Kynslóða- bilið virðist illbrúanlegt. Vinir, kunningjar, fræðingar, veita kon- unni ekki næga lífsfyllingu, draumurinn rætist ekki og á ves- öld sinni byggja þær mæðgur framtíð sína, hver sem hún verður. Þetta er ekki bjartsýnissaga. Veruleikinn er grár. Líf Onnu er kexverksmiðjan - heimilið - helgarböll í „Ekkjubæ" - áhyggj- ur af Silju. Andúð á heimili, hegðan móður og fánýti skóla leiðir Silju á flótta á vit vímugjafa - byltingardraums - götunnar. En ljóðið, sem ávallt vakir yfir þessari mynd, mildar grámann, gefur von um að einhvern tíma rætist draumur, - ást, skilningur, tengsl, tilfinning. Og þegar upp er staðið er ljóðið sterkara sög- unni í huga mér. Aðalpersónan, Anna, hin um- komulausa móðir á barmi upp- gjafar, full af þrá eftir breyttu betra lífi, er í traustum höndum Sunnu Borg. Þreytuleg röddin og fasið allt, túlkar ágætlega hinn dapurlega tilfinningaheim Önnu. Dollý vinkona er alger andstæða Önnu, síkát, síflissandi glimmer- drós, ánægð með að vera eins og hún er, ómenntuð verkakona, eins og hún segir sjálf. Þéssu hlutverki skilar Þórey Aðal- steinsdóttir á eftirminnilegan hátt. Silja fyrirlítur móður sína öðrum þræði, leitar fyllingar í götulífi, reynir að finna lausn síns vanda í vímu og unglingarót- tækni. Á hinn bóginn er móður- ástin sterk, heimiiið bfður heima og súkkulaðibollinn er ætíð það tákn sem tengir móður og dóttur. Guðlaug María Bjarnadóttir er í hlutverki Silju og dregur hana sterkum og raunsæjum dráttum, en er þó heldur fullorðinslegt fimmtán ára barn. Samleikur þeirra mæðgna er góður og í lokaatriði þeirra bæði hrífandi og sterkur. f þessari sýningu er Hin konan sumpart sálfræðingur eða þvílík- ur ráðgjafi sem á litla samleið með Önnu, sumpart án þess sem Anna virðist innst inni í sálar- fylgsnum sækjast eftir en nær ekki að öðlast. Á þeim stöðum verkar ljóðið trúlega hvað sterkast. Edda V. Guðmunds- dóttir fer með þetta hlutverk á látlausan hátt. Nokkrar fleiri persónur koma við sögu, mennirnir í helgarlífi Önnu og Dollýar og vinir Silju. Þessi smáu hlutverk eru brothætt en leikendur skila þeim þannig að myndin stendur heil, brotnar hvergi. Tónlist Egils Ólafssonar er ekki átakamikil en ljóðræn, og endurspeglar ágætlega þá ást og þann trega sem í textanum er fólgin. Ingimar og Inga Eydal sjá um þessa hlið mála. Haukur J. Gunnarsson leik- stýrir Súkkulaði handa Silju á sviði sem Guðrún Sigríður Har- aldsdóttir hefur hannað og Viðar Garðarsson lýst. Mjög skemmti- lega hefur tekist að koma verkinu fyrir í Sjallanum, sem er að sumu leyti tilbúin sviðsmynd. Segja má að þetta séu fimm aðskilin svið og leikurinn líður á milli þeirra á eðlilegan og óþvingaðan hátt, eins og sjálfsagður hlutur. Súkkulaði handa Silju er sér- stæð og áhrifamikil sýning. Mættu sem flestir njóta, hrífast og hugleiða. Sunna Borg og Guðlaug María Bjarnadóttir. Þórey Aðalsteinsdóttir fór á kostum í hlutverki Dollýar hinnar fögru. Fyrstu frumsýningargestirnir ganga í salinn. Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri, Ólafur Torfason, Jónas Jónasson og Sigrún Sigurðardóttir. Hér er Elsa Björnsdóttir að leggja síðustu hönd á hárgreiðslu Sunnu fyrir sýninguna. Þeir voru ekki tiltölulega stressaðir leikararnir áður en sýningin hófst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.