Dagur - 22.02.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 22.02.1984, Blaðsíða 5
22. febrúar 1984 - DAGUR - 5 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar: „Mikils virði að ná samstöðu“ - segir Sigurður Jóhannesson bæjarfulltrúi „Segja má að meginstefnan við gerð þessa frumvarps að fjár- hagsáætiun Akureyrarbæjar hafi verið sú, að reyna að koma til móts við bæjarbúa með aukna þjónustu án þess þó að íþyngja þeim um of með gjaldtöku. Þannig var reynt að sneiða hjá rekstraraukandi framlögum. Um þetta megin- markmið hefur bæjarstjórn verið sammála og einhuga, eins og svo oft áður,“ sagði Sigurður Jóhannesson, bæjar- fulitrúi, í viðtali við Dag. í fundargerð bæjarráðs frá 17. febrúar segir m.a.: „Bæjarráð leggur áherslu á að á árinu verði gert sérstakt átak til sparnaðar og hagræðingar í rekstri bæjarfé- lagsins. I því sambandi beinir bæjarráð því til forstöðumanna bæjarstofnana að þeir leiti allra tiltækra leiða til hagræðingar og sparnaðar og leggur áherslu á að kostnaði í rekstri og framkvæmd- um verði haldið innan þeirra marka sem fjárveitingar leyfa.“ Tekið er fram að ekki sé heimilt að ráðast í nýjar framkvæmdir eða tækjakaup án sérstaks sam- þykkis bæjarráðs, jafnvel þótt fjárveiting sé inni á áætlun. Aukin framlög til félagsmála „Þrátt fyrir þessa meginstefnu að gera sérstakt átak til sparnaðar og auka ekki rekstrargjöld hafa framlög til heimilisþjónustu við aldraða og öryrkja verið aukin og stöðugildum verið fjölgað um þrjú. Til félagsmála og almanna- trygginga fara samtals tæplega 62,6 milljónir króna og ef miðað er við óbreytta skipan mála- flokka er þar um 36% hækkun að ræða milli fjárhagsáætlana ’83 og ’84. Þá má nefna breytingu á stöðum ritara við grunnskólana, en samtals nema fræðslumálin tæplega 47,4 milljónum, sem er 44,4% hækkun milli ára. Einnig má geta þess að með ákvörðun um byggingu dagvistar aukast rekstrargjöldin á félagsmálasvið- inu óhjákvæmilega. Til saman- burðar við áðurnefndar pró- sentuhækkanir má nefna, að meðaltalshækkunin á rekstrar- gjöldum og gjaldfærðum stofn- kostnaði nam 25,2% milli fjár- hagsáætlana, miðað við óbreytta skipan málaflokka. Veruleg aukning á fjárfestingu Veruleg aukning verður á fjár- festingu á milli ára, en einkenni þessara framkvæmda eru þau, að um fáar en dýrar framkvæmdir er að ræða. Þannig fara 20 milljónir í Verkmenntaskólann, 16 millj- ónir í Síðuskóla, 7,5 milljónir í íþróttahúsið, 7 milljónir í Dval- arheimilið Hlíð, 3,7 milljónir í sjúkrahúsið, 3,5 milljónir í nýja dagvist, 3 milljónir í skrifstofu- húsnæði fyrir skipulagsdeild og æskulýðsfulltrúa í Hafnarstræti 81 (Einishúsið), 1,8 milljón til breytinga á neðri hæð Dynheima og 1,6 milljón í leiguíbúðir. Af vélakaupum sem í fara 6,6 millj- ónir fara 3,3 milljónir í nýja slökkvibifreið og 2,8 milljónir rúmlega í nýja malbikunarvél. Minni gatna- gerðarframkvæmdir Eins og áður hefur komið fram lækkar álagningarprósenta út- svarsins úr 12,1% í 10,6%. Þetta hefur að sjálfsögðu þau áhrif að skera varð niður fjárfestingar. Það má geta þess að með því að lækka álagninguna á útsvari, fast- eignaskatti og vatnsskatti, eins og raunin hefur orðið lækkuðu tekj- ur bæjarins um 36,4 milljónir króna. Ef útsvarið hefði orðið 11% eins og hjá fjölmörgum sveitarfélögum og fasteignaskatt- arnir óbreyttir frá í fyrra hefði gjaldtakan orðið 19,7 milljón krónum hærri. Þar sem stefnan var að halda uppi sömu og í sumum tilvikum aukinni þjónustu, auka fjárfest- ingar, hlaut það að koma niður á einhverju og það sem varð fyrir barðinu á þessu er endurbygging og nýbygging gatna undir liðnum götur og holræsi. Þar verður um beina lækkun að ræða milli ára, eða úr 28,3 milljónum króna í tæplega 23 milljónir. Samstaða mikils viröi Þó að menn kjósi að sjálfsögðu alltaf að geta framkvæmt meira verð ég samt að lýsa yfir ánægju minni með það hvaða afgreiðslu frumvarpið að fjárhagsáætlun fékk í bæjarráði. Samstaða náðist sem ég tel mjög mikils virði. Allir þurftu að slá eitthvað af sínum ýtrustu óskum og meira var met- ið að ná samstöðu. Allir störfuðu bæjarráðsmenn að þessu af mikl- um heilindum og ég er mjög % af Áætlun '83 tckjum 01 11.230 4.46 02 51.964 20.64 03 9.575 3.80 04 32.806 13.03 05 7.409 2.94 06 10.842 4.31 07 8.738 3.47 08 7.594 3.02 09 10.665 4.24 10 6.980 2.77 11 40.860 16.23 12 8.150 3.24 13 1.000 0.40 14 6.772 2.69 15 5.932 2.35 220.517 87.61 ánægður með þá niðurstöðu sem fékkst,“ sagði Sigurður Jóhann- esson að lokum. Þess má geta að gert er ráð fyrir að 18,5% af tekj- um fari til eignabreytinga, en þetta hlutfall var í fyrra aðeins 12,4%. Hér fer á eftir tafla yfir þær breytingar sem orðið hafa á rekstrargjöldum og gjaldfærðum stofnkostnaði milli fjárhagsáætl- ana 1983 og 1984 og er miðað við óbreytta skipan málaflokka og tölur í þús. kr. Málaflokkarnir eru númeraðir í fremsta dálki og þýða númerin eftirfarandi: 01 = yfirstjórn bæjarins, 02 = félagsm. og alm. tryggingar, 03 = heilbr.mál, 04 = fræðslumál, 05 = menningarmál, 06 = fegrun og skrúðgarðar, 07 = íþrótta- og æskulýðsmál, 08 = eldvarnir og öryggismál, 09 = hreinlætismál, 10 = skipulags- og byggingamál, 11 = götur og holræsi, 12 = fast- eignir, 13 = framlög til bæjar- stofnana, 14 = fjármagnskostn- aður og 15 = ýmis útgjöld. HS. Áætlun ’84 % af tekjum Hækkun ’83-’84 14.087 4.16 25.44 70.685 20.87 36.03 10.967 3.24 14.54 47.384 13.99 44.44 9.950 2.94 34.30 14.378 4.25 32.61 12.101 3.57 38.49 8.989 2.65 18.37 14.640 4.32 37.27 7.379 2.18 5.77 39.824 11.76 - 2.64 8.660 2.56 6.26 2.000 0.59 100.00 7.300 2.16 7.80 7.763 2.29 30.87 276.107 81.52 25.21 UTS Dagskra: Húsiö opnað matargestum kl. 19.30. ‘ Lystauki framborinn. Afhending happdrættismiöa. Sala bingóspialda. Kvöldverður ferðamannsins Sjávarréttacocklail á la maison. „Roasl leg of lamb" m/ gratineruðu blómkáli og Parísarkartöflum. íSjallanum föstudag 24. febrúar Glæsileg tískusýning, sýningarfólk úr Modelsamtökunum sýnir hiö nýjasta úr tískuheiminum undir stjóm Unnar Amgrímsdóttur. Danssýningin „Þegar amma var ung“ H.R. dansflokkurinn úr Reykjavík sýnir dansa úr tímanna rás í umsjá Hermanns Ragnars Stefánssonar. Ingimar Eydal leikur Ijúfa tónlist meðan á borðhaldi stendur. Allt þetta fyrir aðeins kr. 450,- Ferðabingó að hætti Útsýnar Miðasala og borðapantanir í Sjallanum fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17-19 hjá yfirþjóni. Dansað tii kl. 03.00. Feróaskrifstofan P.S. Kristín Aöalsteinsdóttir deildarstjóri og Pétur Björnsson fararstjóri verða til ferðaskrafs og ráðagerða á skrifstofu Útsýnar Hafnarstræti 98 laugardaginn 25. febrúar kl. 13-16. Hafnarstræti 98, Akureyri, sími22911.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.