Dagur - 22.02.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 22.02.1984, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 22. febrúar 1984 llMUM BORDA RENNUM SKÁLAR „Hitaveitustjóri fer fram með offorsi“ - segir í bókun Péturs Pálmasonar sem sæti á í stjóm Hitaveitu Akureyrar „ . . .Vflar hitaveitustjóri ekki fyrir sér að beita fyrir sig dylgj- um og rógi um flutningsmann og það fyrirtæki sem hann starfar við, ef verða mætti máli hans til stuðnings . . .“ Þetta er kafli úr bókun Péturs Pálmasonar sem sæti á í stjórn Hitaveitu Akureyrar, en bókun þessi var gerð á fundi stjórnar hitaveitunnar þann 9. febrúar sl. Bókun Péturs hljóðar þannig: „Hinn 30. október síðastliðinn lagði ég undirritaður fram tillögu um stýringu á hitastigi fram- rennslisvatns, í dreifikerfi Hita- veitu Akureyrar, þannig að vatns- hiti væri að nokkru leyti breyti- legur eftir útihita. Tillaga þessi var tekin á dagskrá stjórnarfundar 28. des- ember síðastliðinn, en var ekki afgreidd á þeim fundi, þar sem stjórnarmenn töldu að frekari upplýsingar vantaði um nokkur atriði áður en unnt væri að taka afstöðu til tillögunnar. Nú hefur það hins vegar gerst að hitaveitustjóri hefur hafið bar- áttu gegn tillögu þessari með blaðaskrifum og hefur þar verið farið fram af slíku offorsi að furðu sætir. Vílar hitaveitustjóri ekki fyrir sér að beita fyrir sig dylgjum og rógi um flutnings- mann og það fyrirtæki sem hann starfar við, ef verða mætti máli hans til stuðnings. Ég lít á þessar aðgerðir sem til- raun til þess að kúga menn til undirgefni við skoðanir hitaveitu- stjóra og krefst þess að formaður stjórnar sjái svo um að stjórnar- menn fái frið til þess að mynda sér sínar eigin skoðanir og setja þær fram án þess að eiga á hættu að kalla með því yfir sig persónu- leg árásarskrif hitaveitustjóra.“ „Ég hef ekki óskað eftir að tjá mig neitt um þessa bókun,“ sagði Hákon Hákonarson formaður stjórnar Hitaveitu Akureyrar er Dagur ræddi við hann. „Takmarkar möguleika á atvinnu- uppbyggingu" - segir formaður hafnarnefndar „Þessi ákvörðun meirihluta bæjarráðs er í algjörri and- stöðu við hafnarstjórn. I aðal- skipulagi er gert ráð fyrir að þetta pláss nýtist fyrir fískiðn- að og þetta takmarkar alla möguleika á að taka við stór- um atvinnufyrirtækjum sem þurfa að vera nálægt höfninni, t.d. frekari úrvinnslu á sjávar- afla, sem nú er mjög til um- ræðu. Það er afleitt ef dregið er úr möguleikum á uppbygg- ingu atvinnulífs með því að setja niður heildverslun á þess- um stað, sem ekki hefur neina þörf fyrir að vera svo nálægt höfninni,“ sagði Stefán Reykjalín í viðtali við Dag. Meirihluti bæjarráðs, að Sig- urði Jóhannessyni undan- skildum, hefur lagt til að Heild- verslun Valdimars Baldvinssonar h.f. verði gefinn kostur á bygg- ingarlóð, 6 þús. m; að stærð, austan Hjalteyrargötu og sunnan Skipatanga, þ.e. á Sanavellinum. Fram kemur í bókun bæjarráðs að skoðaðar hafi verið 9 lóðir, sem sumar uppfylli óskir fyrir- tækisins en aðrar ekki. Hafnar- stjórn lýsti andstöðu sinni við „að beina svo lítt hafnsækinni starf- semi, sem við teljum heildverslun vera, inn á hafnarsvæðið.“ í bókun Sigurðar Jóhannesson- ar um málið segir hann að þar sem deiliskipulag Akureyrar- hafnar sé á lokastigi telji hann ekki rétt að bæjarráð leggi til lóð- arveitingu á óskipulögðu svæði Akureyrarhafnar. Hann segir að til greina komi að úthluta fyrir- tækinu lóð við Silfurtanga, sem áður var veitt Reykmiðstöðinni en er nú aftur fallin til bæjarins. Töluverðar umræður urðu um málið í bæjarstjórn í gær og var samþykkt að vísa því til bæjar- ráðs á nýjan leik og hafnarstjórn og skipulagsnefnd gefin kostur á að tjá sig frekar um málið. Stefnt er að því að málið fái endanlega afgreiðslu á næsta bæjarstjórnar- fundi eftir hálfan mánuð. HS. Þróarrými er nú á þrotum á löndunarstöðum á Norður- landi. Hátt í þrjátíu þúsund tonn af loðnu hafa borist á land á Siglufírði, Krossanesi og Raufarhöfn undanfarna daga og nokkur skip eru nú á leið til Raufarhafnar þar sem síðasta lausa þróarrýmið er. Að sögn Andrésar Finnboga- sonar hjá loðnunefnd þá hafa eftirtalin skip landað afla á Norðurlandi: Beitir, Sigurður (tvisvar), Hilmir II, Júpíter, Börkur, Eldborg (tvisvar), Vík- ingur, Hilmir, Þórður Jónasson, Gígja, Bjarni Ólafsson og Gísli Árni hafa öll landað á Siglufirði. Grindvíkingur (tvisvar), Sig- hvatur Bjarnason, Hrafn, Víkur- berg, Svanur, Húnaröst, Jón Finnsson og Súlan hafa landað á Krossanesi. Guðrún Þorkelsdóttir, Pétur Jónsson og Fífill hafa landað á Raufarhöfn. Af einstökum löndunarstöðum á Norðurlandi er Siglufjörður hæstur með um 15000 lestir, til Krossaness hafa borist á milli 6000 og 7000 lestir og 5000 til 6000 lestum hefur verið landað á Raufarhöfn. Loðnumiðin eru nú úti af Garðsskaga og því um langa leið að fara með aflann. - ESE. 1. hluti Leiruvegarins: Gunnar og Kjartan með lægsta til- boð Vélaverkstæði Gunnars og Kjartans s.f. á Egilsstöðum reyndist vera með lægsta til- boðið í gerð 1. áfanga Norður- landsvegar um Eyjafjarðar- leirur sem opnuð voru hjá Vegagerð ríkisins í fyrradag. Nam tilboð þeirra 58% af kostnaðaráætlun, en verkið felur í sér fyllingu og grjótvörn. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar hljóðaði upp á rétt tæplega 5 milljónir króna, en tilboð Gunnars og Kjartans nam 2.897.500 kr. Næst lægsta tilboð- ið hljóðaði upp á 3.465.800 kr. eða 69.4% af kostnaðaráætlun og var það frá Glerá s.f. á Akureyri. Alls bárust 9 tilboð í verkið og voru þau 7 sem ekki hefur verið getið þessi: Möl og sandur og Jóhann Gíslason á Akureyri 3.492.600 kr. eða 69.9%, Ýtan s.f. á Akureyri 3.943.560 kr. eða 79%, Norðurverk 3.989.250 kr. eða 79,9%, Halldór Baldursson 4.150.300 kr. eða 83.1%, Barð s.f. Akureyri 4.629.650 kr. eða 92.7%, Hagvirki Reykjavík 4.770.000 kr. eða 95.6% og Jarð- verk Nesi Hálshreppi 4.998.750 kr. eða 100,1%. gk-. Veður - Það stefnir í sunnanátt, sagði veðurfræðingurinn sem við ræddum við á Veðurstofu íslands í morgun. Spáð er vaxandi sunn- anátt í dag og úrkomu- votti seinni partinn. Á morgun gæti orðið snjó- mugga og smárígning víða á Norðuriandi og hlýtt. Á föstudag gæti hitastig svo komist allt upp í 10 stig víðs vegar á Norðurlandi en spáð er suðlægum áttum áfram. # Akureyrar- tónlist Eins og öllum mun kunnugt hefur tónlistarstarfsemi verið með miklum blóma á Akur- eyri og Akureyringar hafa á liðnum árum verið liðtækir í útgáfu hvers kyns tónlistar á hijómplötur og snældur. Hvergi mun þó vera til yfirlit yfir þessa útgáfu og nú hefur ritstjóri Árbókar Akureyrar 1983 farið þess á leit við alla þá sem gætu gefið upplýs- ingar um tónlist, sem Akur- eyringar hafa gefið út, heima og heiman, að snúa sér til Bókaforlags Odds Björns- sonar með upplýsingarnar. Ætlunin er að fá heildaryfirlít yfir þessa menningarstarf- semi. # Veðurspáin fram til sumarmála Hinn draumspaki veður- spámaður okkar hefur kveðið sér hljóðs á ný. Spáin nær að þessu sinni fram til sumar- mála. Hann gerir ráð fyrir að það sem eftir lifi febrúarmán- aðar verði tætingslegt veðurfar og éljagangur nokk- uð ráðandi. Mars verði ekki stórviðrasamur, en ekki sé rétt að gera ráð fyrir neinum verulegum hlýindum. Það sem eftir lifi vetrar verði róleg t(ð, engar asahlákur, en myndi verða talíð hagstætt tíðarfar. Að líkindum verður snjólítið f apríl, að minnsta kosti í byggð. Og þar hafið þíð það! # Ónýt helgar- ferð Það hittist óheppilega á fyrir þá sem komu í helgarpakka- ferð til Akureyrar um síðustu helgi. Allir komust þó í leikhús sem vildu á föstu- dagskvöld og einhverjir fóru í Sjallann en hins vegar kom fólkið alls staðar að lok- uðum dyrum á iaugardags- kvöld. Slippstöðin fyllti Sjall- ann og Kaupfélagið var með árshátíð á Hótel KEA. Fólkið var því að vonum óánægt og sumum fannst ferðin ónýt. Það er vel hægt að skilja gremju ferðalanganna og víst er að Akureyringar tækju því ekki þegjandi ( helgarpakka- ferð til Reykjavíkur að kom- ast hvergi inn nema í Fáks- heímilið eða Tónabæ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.