Dagur - 24.02.1984, Page 4

Dagur - 24.02.1984, Page 4
4 - DAGUR - 24. febrúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR st. EIRlKSSON og GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKV/EMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Árás ALþýðuflokks og Alþýoubandalags á unga bændur Það vakti mikla athygli í umræðum á Alþingi nýlega um frumvarp landbúnaðar- ráðherra um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán, að talsmenn Alþýðu- flokksins og Alþýðubanda- lagsins í því máli, Sighvatur Björgvinsson og Ólafur Ragnar Grímsson, réðust með slíkri heift og óvirð- ingu á bændastéttina og hagsmunamál hennar að þess munu ekki dæmi áður í þingsölum. Þessa árás alþýðu- flokksmanna og alþýðu- bandalagsmanna bar upp á setningardag Búnaðar- þings og á þeim tíma þegar hagur bændastéttarinnar fer versnandi vegna sam- fellds harðæris ár eftir ár og þegar þeir hafa af frjálsum vilja og af eigin frumkvæði staðið í því að draga saman hefðbundna búvörufram- leiðslu, til þess að aðlaga landbúnaðinn erfiðri mark- aðsstöðu. Sú mikla heift sem lá í orðum Sighvats Björgvins- sonar og Ólafs Ragnars Grímssonar sýnir glögglega það virðingarleysi sem Al- þýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið sýna bænda- stéttinni og hagsmunamál- um hennar þegar á reynir. Þessi árás talsmanna A- flokkanna er ekki síst árás á unga fólkið í bændastétt, sem hefur með dugnaði og áræði verið að hasla sér völl við búskap undanfarin ár. Það er unga fólkið í bænda- stétt sem á við erfiðust kjör að búa og þarf öllum fremur á fjárhagsfyrirgreiðslu að halda í sambandi við rekst- ur sinn. Talsmenn krata og kommúnista á Alþingi hika ekki við að ráðast á hags- muni þessa fólks, sennilega í þeirri trú að þeir hafi vörn af misgóðri fréttaþjónustu úr þingsölum. Talsmenn þessara flokka virðast skáka í því skjólinu að ekki berist fréttir af orðum þeirra og ummælum á Al- þingi um bændastéttina og sérstaklega um hagsmuna- mál unga fólksins í bænda- stétt. Einn þingmanna, Stefán Valgeirsson, stóðst ekki mátið og sagði í svarræðu að Sighvatur Björgvinsson væri nú kominn á þingið og hefði fengið „eitt kastið". Sighvatur rauk upp með miklum þjósti og fór fram á það við þingforseta að þingmaðurinn fengi vítur fyrir þessi orð, því það stæði í 69. gr. þingskapar- laga að ekki mætti tala óvirðulega um þingmenn í þingsölum. Sighvatur var skömmu áður búinn að varpa fram svívirðingum á heila stétt manna, en þegar andað er á hann sjálfan hleypur hann í skjólið af þingsköpum og heimtar vítur. Annað eins hefur nú ver- ið sagt á þingi áður í hörð- um pólitískum umræðum að menn hafi fengið „eitt kastið". Viðkvæmni hins orðhvata þingmanns, Sig- hvats Björgvinssonar, skýtur vissulega skökku við þann málflutning sem hann hefur sjálfur uppi. Skattskyld samviska Hinni árlegu orustu við skatt- skýrsluna er loks að ljúka með góðra manna hjálp; þó vart með fullum sigri, fremur venju.. Hvernig á maður t.d. að hafa sinnu á því að geyma hvert snifsi pappírs sem berst árlangt og hafa handbært á degi dómsins. Þetta er ekkert, segir sjónvarpsauglýs- ingin, hjónin dansa bara hvort á sinni síðu, hann til vinstri, hún til hægri, mætast svo í kilinum og kyssast þegar dansi lýkur. Petta eru nú ekki nema 88 reit- ir sem þarf að fylla karlkynsmeg- in og jafnvel ekki nema 45 kvenkynsmegin. Svo kunna að fylgja nokkur plögg sem huga verður að eftir því hvar maður er staddur í stiga stéttanna: „Öku- tæki og ökutækjastyrkur": Skyldi manni vera vorkunn að halda saman bensínnótum, smurnings- nótum, trygginganótum, viðgerð- arnótum, dekkjanótum, o.s.frv.? Þá má hyggja að Aðstöðu- gjaldsstofni R 1.04, Samræm- ingarblaði R 4.04, Verðbreyting- arskýrslu R 4.02 og hreint ekki gleyma Launaskattsskýrslu (hefur hún ekkert númer?) vegna launa greiddra árið áður. Kannski varðar einnig suma Fyrningar- skýrsla og fáein önnur plögg. Þetta kynnu að vera svo sem 200- 300 atriði sem spurt er um - og hvað er slíkt smáræði milli vina? Þó er nú eins og yfirvöld gruni að eitthvað kynni að vefjast fyrir framteljanda því auk upplýsinga- blaða og baksíðuskýringa með smæsta hugsanlegu letri gefur Ríkisskattstjóri sjálfur út veglegt rit, mjög þéttprentað með smáu letri upp á litlar 20 síður. Og þó ekki svo mjög litlar síður því ritið er 30'/2 cm á hæð og 21V2 cm á breidd. Að vísu eru upplýs- ingarnar nokkru torskildari en það sem um er spurt en það er einungis hluti leiksins. Og hér er um merkilegt við- fangsefni að ræða í heild: Skatt- skýrslan er raunar samræmt miðsvetrargáfnapróf fyrir al- menning og guð hjálpi þeim sem fellur á því prófi. Sé ekki allt rétt verður skattstofan vond og sendir bréf - og það eru alvörubréf sem vænta má. Eigi skal þar gjalda lausung við lygi. Ég þekki dæmi af skólanema sem varð eitthvað á í framtali. Hann fékk alvarlegt bréf og svar- aði í sama tón en ailt kom fyrir ekki. Þau urðu fleiri bréfin. Lauk svo að skatturinn vann 16 krónur en hafði þá eytt 24 kr. í frímerki á bréfin auk annars. En rétt skal vera rétt. Og er nokkur ástæða til að virða manni skakka útfyllingu á hægra veg, hafandi allar leiðbein- ingarnar frá skattstjóra. Dæmi: „T8, frádráttur D. Frádráttur D og E eða fastur frádráttur. Fram- teljendum er heimilt að notfæra sér fastan frádrátt, sem er 10% af samtölu skv. lið T5, í stað frá- dráttar D og E skv. liðum T8 og Tll.“ Þá skilja menn það. En það eru samviskuspursmál- in sem þyngst leggjast á huga allra framteljenda: Ef ég hef nú dregið bíl og mann upp úr feni einhvern tíma á árinu og tekið kr. 100 (í heilum krónum) fyrir - og svo gefur hann þetta upp sem gjöld en ég fæ engan launaseðil frá honum og gleymi að telja þetta til tekna - þá fæ ég alvar- lega orðað bréf og það er ekkert spaug að fá slíkt í hausinn fyrir samviskusaman mann. LiðurTl, A-tekjur, stendur auður þar sem áttu að standa kr. 100. En í upp- lýsingabókinni er einmitt sagt hvernig hér skal að vinna: „Laun og endurgjald fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjónustu.“ Að vísu er erfitt að skilgreina hvort greiði minn var vinna, starf eða þjónusta og hvort greiðsla hans voru laun eða endurgjald. En söm er þó mín sök og mun ekki fyrirgefin. Og eitt er víst: Pappírsmagn það sem fer í skattskrár og með- fylgjandi plögg ætti að geta tryggt nýju pappírsendurvinnslunni næg hráefni. Fjölbraut fjölmiðla Aldrei verður maður fullsaddur af merkilegri fæðu og sé hún and- legs eðlis greiðist aldrei of hátt fæðisgjald. Dagblöðin færa okkur ódáins- fæðu, nýmeti daglega, og bíður maður þeirra í ofvæni. Hvað skyldi nú vera að gerast á menn- ingarsvæðinu syðra? Skyldi hug- sjónamaðurinn ameríski sem sór þess eið ungur að skapa ógeðs- legustu kvikmyndir allra tíma finna nokkuð bitastætt í henni Reykjavík er gerði honum kleift að fylla heitið frekar en hingað til? Ekki er ég vonlaus um það þó mannakjöts- og saurætur séu þar fáar enda hefur hann þegar gert þeim ágæt skil að sögn. Og hvað er nú að gerast í bók- menntum og öðrum listgreinum? Enginn þarf að velkjast í vafa um hvað er gott og illt á því sviði. Um það sjá listgagnrýnendur. Og ekki má gleyma frétta- hungri okkar sem kokkar fjöl- miðlanna sefa af mikilli hind. Enginn er óvitandi um ástafar meyjarinnar vösku frá Mónakó, ellegar hvenær Díana hin fagra í Bretlandi tók fang. En mér verður hugsað til Dag- blaðsins-Vísis. Það er merkilegt blað DV og þó maður sakni Svarthöfða er Dagfari kræfur karl. í DV nk voru tvær smá- greinar er vöktu óskipta athygli manna. Raunar voru þær báðar bókmenntalegs eðlis. Önnur var sem sagt viðtal við tíkina Lucy, frægasta hund í heimi, mjög fróð- legt verk. En þar sem hér er um höfundaréttarmál að ræða þori ég ekki að birta neitt úr viðtalinu. Þó hygg ég óhætt að geta þess að Lucy segist borða allan mat utan graflax (grjónagrautur ekki undanskilinn). Þá kemur fram að tíkin er vel skáldmælt og gæti því átt von um að komast í Sýnisbók íslenskra ljóða á 20. öld. Hin greinin er mannlýsing, ein hin „sjónrænasta“ í öllum bók- menntum þjóðarinnar saman- lögðum; en mannlýsingar hafa löngum þótt sýna best íþrótt skálda og vera gleggst dæmi um snilld þeirra. í Njálu, þeirri bók sem „nýjar fréttir“ hafa verið að berast af á öldum ljósvakans, finnast þessa skýr dæmi. En mannlýsingin úr DV á við athafnamann þann er sótti rekstrarfé sitt í Iðnaðarbank- ann um daginn. Og þó ég dirfist að endurprenta hluta lýsingar þessarar fyrst og fremst sem bók- menntaperlu mætti einnig líta á hana sem auglýsingu, verði mað- urinn ekki fundinn. Vonandi fer Dagur þó ekki að senda bankan- um reikning hennar vegna. Nóg er nú samt að sorfið: „Allur mjósleginn, hokinn í herðum með útstæð herðablöð. Göngulag sérkennilegt, svona eins og fjaðrandi. Leggjalangur miðað við búk. Fætur mjög grannir. Skolhærður, með sér- staklega stutt hár, nær ekki niður fyrir eyru. Mjóleitur með hvasst nef...“ Aftur á móti kom Skarphéðinn Njálsson samsýslunga okkar, Guðmundi á Möðruvöllum, svo fyrir sjónir er hann leitaði sér liðs á Alþingi forðum eftir sína Iðnaðarbankaför: „Jarpur á hár og föllitaður. Mikill vöxtum og ernlegur og svo skjótlegur til karlmennsku að heldur vildi ég hans fylgi hafa en tíu annarra. Og þó er maðurinn ógæfusamlegur." Slíkar mannlýsingar með nær 1000 (700, sé Njála skáldsaga) ára millibili eru góðs viti því nú, þá er þetta er ritað, virðist sem kvöldskóli íslendinga í glæpum, sjónvarpið, sé að fá nokkuð fyrir snúð sinn. Rétt í þessum skrifuð- um orðum heyrum vér nefnilega af byssumanni er nær sér í fé með garpslegum hætti; og minnti byssa með afsöguðu hlaupi mjög á vestræna fyrirmynd. Þyrfti nú enn glöggt auga og orðfiman munn til að skapa lýsandi mynd þessa athafnasama nema vest- rænnar menningar af fjölbraut fjölmiðlanna. Kannski nálgast tvær framan- ritaðar mannlýsingar saman mynd hans.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.