Dagur - 24.02.1984, Page 7

Dagur - 24.02.1984, Page 7
24. febrúar .1984 —ÐAG.UR - 7 „Eg nennti ekki að vera í saumaklúbb u - Edda Þorsteinsdóttir „málfreyja“ á símalínunni - Hver er á línunni? - Edda Þorsteinsdóttir heitir hún. - Málfreyja? - Já, ég er íslensk málfreyja. - Málfreyjur, er það félags- skapur málgefinna kvenna?! - Ha, ha, sá er góður, en það hafa svo sem fleiri spurt svipaðra spuminga. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þetta er alþjóðlegur félagsskapur kvenna, sem býður félögum sínum aukinn þroska. Hins vegar fundu íslensku- fræðingar ekkert betra orð yfir félagsskapinn en „málfreyjur", sem við erum mjög óhressar með. Ekki síst vegna þess, að félags- skapurinn er ekki eingöngu ætlað- ur konum, þó enn sem komið er séu eingöngu konur innan vé- banda félagsskaparins hérlendis, ef til vill vegna nafnsins. Erlendis eru hvoru tveggja karlar og konur í félagsskapnum. - Hvernig aukið þið eigin þroska? - Við vinnum að lausn ákveð- inna verkefna, sem gefa okkur aukið sjálfstraust. Stór hluti af þjálfuninni er við ræðumennsku og fundarsköp, sem kemur sér vel fyrir margar konur, sem varla þora að segja nafnið sitt í upphafi. Og við höfum náð árangri. Eg get nefnt þér dæmi. Fyrsta ráðs mál- freyja á íslandi er Kristjana Milla Thorsteinsson, sem var að taka sæti á Alþingi nú um daginn. Fleiri hafa farið í framboð eftir að hafa brotið ísinn hjá okkur, án þess að ég sé að segja að það sé takmark okkar allra, langt því frá. - / hvaða deild ert þú og eru margar deildir starfandi? - Mín deild heitir Málfreyju- deildin Kvistur, sem er ein af 12 deildum hérlendis. Fessar deildir starfa ekki ósvipað og JC, en á öðrum grundvelli. Við getum ver- ið í þessu eins lengi og við viljum og það er enginn sem stendur yfir okkur og segir: Þú verður að klára þennan áfanga fyrir ákveðinn tíma. Við ráðum því sjálfar hvað við viljum fara hratt og hvað við viljum gera mikið. - Hvenær byrjaðir þú í þessu? - Ég er búin að vera í þessu á fimmta ár. - Hefur starfið gefið þér eitt- hvað? - Geysilega mikið, skal ég segja þér. Ég starfa sem sölumað- ur, sem byggist á samskiptum við fólk. Sá skóli sem ég hef gengið í gegnum með málfreyjunum hefur hjálpað mér mikið á því sviði, gef- ið mér meira sjálfstraust og meiri þroska til að taka rétt á hlutunum. Og þegar maður finnur til þess að maður er orðinn hæfari til starfans verður vinnan skemmtilegri. - Petta er sem sé skóli en ekki saumaklúbbur? - Já, ha, ha, þú ert enn að hugsa um málglöðu konurnar, en málfreyjur er ekki saumaklúbbur þar sem konur sitja og blaðra. Þetta er andstætt, því hjá okkur er talað samkvæmt fundar- sköpum. Ég valdi þennan félags- skap vegna þess að ég nennti ekki að vera í saumaklúbb og ég nennti ekki að fara í kvenfélag. - Er starfið skemmtilegt? - Já, það finnst mér. Við erum allar að læra, en við erum ekki með harða krítik. Við krítiserum hver aðra, en gerum það ekki til að brjóta niður, heldur til að byggja upp. - Pið eruð að hugsa um að stofna deild á Akureyri. - Já, ég er Akureyringur og verð aldrei annað en Akureyring- ur. Þess vegna hvatti ég eindregið til þess að deild verði stofnuð á Akureyri og er formaður nefndar sem hefur unnið að undirbúningi stofnunarinnar. Við komum 18 málfreyjur norður á laugardaginn og höldum kynningarfund í Sjall- anum í Mánasal. Fyrri hluti fund- arins fer í kynningu á starfsemi okkar, en síðan gefum við fund- argestum smásýnishorn af okkar fundum. Þar bjóðum við m.a. upp á tvær stuttar verðlaunaræður. Sú fyrri er flutt af Halidóru Arn- þórsdóttur og ræða hennar náði 2. sæti í keppni innan alþjóðasam- takanna, sem er stórkostlegur ár- angur, ekki síst vegna þess að hún þurfti að flytja ræðuna á ensku í keppninni, en ekki á móðurmál- inu. Hina ræðuna flytur Lísbet ' Bergsveinsdóttir og hennar ræða vann íslensku ræðukeppnina okk- ar í fyrra. - Ætlið þið svo að stofna Ak- ureyrardeild í fundarlok? - Ef áhugi verður fyrir því þá verður það gert. Við höfum heyrt í mörgum konum fyrir norðan, sem hafa áhuga á að kynnast fé- lagsskapnum. Nú fá þær tækifæri til þess og vonandi tekst okkur að gera starfsemina áhugavekjandi. Takist okkur það verður ein okk- ar eftir fyrir norðan til að ganga frá stofnun deildar. Ég vil ein- dregið hvetja konur til að koma og kynnast þessum félagsskap. Ég hefði alls ekki viljað missa af því sem hann hefur gefið mér, þó stundum hafi ég verið að sökkva í verkefnum upp fyrir haus. - Pess vegna er svona erfitt að ná þér í síma, þú ert náttúrlega aldrei heima?! - Ekki segi ég það nú, en það er í mörg horn að líta, bæði hvað varðar starf og áhugamál. - Hvað segir þá Steini vinur minn, (Steinn Karlsson frá Litla- Garði) ef grauturinn er ekki til- búinn þegar hann kemur heim? - Ha, ha, Gísli minn, ég er svo oft búinn að bíða eftir honum með grautinn, að það gerir ekkert til. En núna má ég ekki vera að því að bíða lengur, nú verður hann að sjá sjálfur um grautinn. - Jamm, það er nebblega það. Gangi þér allt í haginn, Edda mín, og ég bið að heilsa í bæinn. Blessuð. - Sömuleiðis, þakka þér inni- lega. Bless. -GS. Frá fundi meö málfreyjum. jÉKP Fjölskyldunámskeið 5. mars til 28. mars nk. verður haldið fjölskyldu- námskeið um áfengisvandamál, einkum miðað við aðstandendur alkoholista. Námskeiðið stend- ur 12 kvöld kl. 20-23 og verður haldið í Brekku- götu 8. Gjald kr. 500,- Nánari upplýsingar gefur Félagsmálastofnun s. 25880 að deginum og Albert Valdimarsson, s. 25880 kl. 16-18. Þátttaka skal og tilkynnt í þenn- an síma. Samstarfshopurinn. Akureyringar - Norðlendingar ERUM FLUTTIR að Oraupnisgötu 7 p (við hliðina á Pan) Rafvélaverkstæði Sigurðar P. Högnasonar sími 24970. Aðalfundur Bílaklubbs Akureyrar verður haldinn laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00 að Hótel Varðborg. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Freyvangur - Freyvangur Tobacco Road Sýning fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.30. Sýning föstudaginn 24. febrúar kl. 20.30. Sýning laugardaginn 25. febrúar kl. 20.30. Síðustu sýningar L.Ö. UMF Arroðinn. Húsgagnabanki Mæðrastyrksnefnd og Félagsmálastofnun Akur- eyrar erú að hefja samstarf um fyrirgreiðslu við fjölskyldur sem eru á hrakhólum með húsgögn. Ef þér, lesandi góður, eigið heil húsgögn, sem þér þurfið ekki á að halda, þá er hér upplagt tækifæri til að leggja góðu máli lið. Vinsamlega hringið í síma 25880, Félagsmálastofnun Akureyrar og húsgögnin verða sótt til yðar. Med fyrirfram þökk Félagsmálastofnun Akureyrar. Mæðrastyrksnefnd. Utvegsmenn Norðurlandi Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til fundar fimmtudaginn 1. mars nk. í Sjallanum (Mánasal) kl. 13.30. Fundarefni: 1. Aflakvóti. 2. Rekstrarvandi útgerðar. 3. Önnur mál. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ kemur á fundinn. Stjórnin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.