Dagur - 24.02.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 24.02.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 24. febrúar 1984 irlWfigiit ZIUERTAI Um hálftíma ferðalag frá Mayrhofen er Hintertux-jökull, en þar var þessi mynd tekin í rösklega 3 þúsund metra hæð, sem er litlu lægra en flughæðin milti Akureyrar og Reykjavíkur. T.f.v. er greinarhöfundur, Steinunn Sæ- mundsdóttir (fyrrverandi íslandsmeistari á skíðum), Skúli Steinþórsson, Katr- ín Brynja Hermannsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir og Sæmundur Óskarsson. Mynd: Rudi Knapp. Flugleiðabíllinn gerður klár fyrír jöklaferðina. „Ætlar þú með snjóinn með þér til Austurríkis". sögðu þau á Akureyrarflugvelli þegar far- angurinn var kominn á vigtina og ekki að ástæðulausu. En er það ekki alltaf svo að maður vill hafa vaðið l'yrir neðan sig og taka með sér heldur meira en minna þegar farið er til út- landa eða í ferðalög yfirleitt. Hálfsmánaðar skíðafrí var framundan - aðstæður ókunn- ar og vissara að lenda ekki í vandræðum. Raunin varð svo að sjálfsögðu sú að ekki var notaður nema fjórðungurinn af öllum fatnaðinum og dót- inu. Ferðinni var heitiö til Austur- ríkis, nánar tiltekið til Zillertal í smábæ sem heitir Mayrhofen, en þangað eru Flugleiðir með skipu- íagðar hópferðir. Þar sem úr þessari tilteknu hópferð varð ekki, var flogið til Luxembourg í stað Innsbruck og farið með bíl til Mannheim, þaðan með hrað- lest til Miinchen og áfram áleiðis til Innsbruck. Farið var úr lest- inni nokkru áður en komið var til Innsbruck og skipt yfir í litla dís- elreið sem gengur upp í fyrir- heitna dalinn Ziller. Mayrhofen er innarlega í dalnum, stendur í 630 m hæð yfir sjávarmáli og íbúar eru um 2 þúsund. Það segir talsvert um þann atvinnuveg sem þar er stundaður að gistirými í bænum eru á 9. þúsund, enda er þetta vinsæll dvalarstaður sumar sem vetur. Dalurinn er þröngur og himinhá Alpafjöllin á alla vegu. Hlíðarnar vaxnar barrskógi og mjög brattar, en ofar eru skíða- löndin. Faríð er þangað upp með kláfum, rúman kílómetra upp í loftið, en sums staðar hægt að renna sér á skíðum alla leið niður í dalinn. Margir smábæir eru þarna með stuttu millibili og „skíðapassarnir" ganga f allar lyftur og önnur farartæki sem flytja fólk á milli svæðanna. Flugleiðir bjóða farþegum sín- um upp á gistingu á aðallega tveimur stöðum, Sporthotel Strass og Café Traudl, sem bæði eru staðsett örskammt frá kláfn- um upp í skíðalöndin. Á Sport- hotel Strass er mikið líf og fjör og þar kemur fólk gjarnan saman að loknum degi á skíðum, fær sér bjór og rabbar um viðburði dagsins. Þar er innisundlaug, sauna, ljósbaðstofa, billjard, borðtennis og sjónvarpsherbergi, svo eitthvað sé nefnt, auk diskó- teks og frábærs veitingastaðar. Á Café Traudl er andrúmsloftið hins vegar rólegra og afslappaðra og þar er ekki síðra að vera. Sjálfsagt eru til líflegri staðir í tírólsku ölpunum en Mayrhofen, en þarna skortir samt ekki á neitt. Reynsla flestra er sjálfsagt sú að eftir heilan dag á skíðum er lítið þrek til að „stunda lífið". Þarna er þó hægt að velja úr nokkrum diskótekum og dans- stöðum og fæstir láta fram hjá sér fara skipulögð skemmti- kvöld, Tirolerabend, þar sem boðið er upp á líflega þjóðdansa og tírólska söngva með viðeig- andi jóðli. Tírólarnir eru einstaklega við- felldið fólk og vinalegt. Eins og áður gat er ferðaþjónusta aðalat- vinnuvegurinn, en þó er stundað-' ur nokkur landbúnaður. Kýr eru reknar á beit hátt upp í fjallshlíð- ar á sumrin og lítilsháttar skógar- högg er þarna, svona rétt til heimabrúks. Segja má að skógur- inn sé forsenda byggðar í dalnum, því hann er besta vörnin gegn snjóflóðum. Þau þekkjast vart á þessum slóðum vegna þess að skógurinn hefur verið vernd- aður. Þegar ferðamálafrömuðir vilja reisa nýjar lyftur og veiting- astaði uppi í fjöllunum getur komið til hagsmunaárekstra við Iandeigendur, rétt eins og við þekkjum hér á landi. Nokkur villidýraveiði er í fjöllunum en þar er að finna hirti, gemsur og ýmiss konar smádýr, sem skilja eftir sig spor í skóginum en verð- ur tæpast vart að öðru leyti. Eins og að líkum lætur hafa ferða- mennirnir haft áhrif á þá inn- fæddu og það var svolítið skond- ið að sjá gamla sveitakonu kjaga um í „moonboots" og við skíða- staf. En hvers vegna eru íslendingar að fara til Austurríkis á skíði, þegar oftast er nægur snjór hér á landi? Það verður að segjast eins og er að því er ekki saman að jafna að vera á skíðum í Ölpun- um og hér á landi. Þó að menn kunni að láta sig dreyma um að reyna að lokka ferðamenn til ís- lands á vetrum til skíðaiðkana, þá komast okkar aðstæður aldrei í hálfkvisti við þær sem þarna er að finna. Hlíðarfjall er eins og lítil þúfa í samanburði við Alp- ana og er það þó talið besta skíðasvæði landsins. Þarna er stillt og stöðugt veðurfar, (það getur nú líka verið það á Akur- eyri, kynni einhver að segja) aldrei skortir snjó og það er alveg sérstök tilfinning að renna sér úr einni lyftunni í aðra, koma við á einhverjum hinna fjölmörgu veit- ingastaða sem eru út um öll fjöll og heyra glaðværa tírólamúsíkina í bland við kyrrðina, sem ríkir þó víðast. Ljúkum þessu með Skúla þætti Steinþórssonar, flugstjóra, sem er gamall Akureyringur, mikill áhugamaður um jóðl og aðra þætti tírólskrar menningar, sem hann tileinkar sér eftir bestu getu. Fór því gjarnan jóðlandi niður brekkurnar í takt við glæsi- legár sveiflurnar. Og hann hafði fleiri áhugamál, nefnilega þýsku og þá ekki síður mállýsku Tíról- anna auk samanburðarmálfræði. Eins og við vitum hafa íslensk nöfn oftast einhverja merkingu og þetta fyrirbæri yfirfærði Skúli á þýsk nöfn með miklum til- þrifum. Eftirfarandi skýringu á merkingu nafns síns fékk Rudi Knapp, leiðsögumaður Flugleiða á staðnum: Rudi heitir fullu nafni Rudolf, en Rudolf samsvarar ís- lenska nafninu Hrólfur, sem áður var Hróðólfur. Það nafn er byggt upp úr orðinu hróður, sem þýðir frægð og ólfur, sem þýðir úlfur. Aumingja Rudi sat því uppi með viðurnefnið „Úlfur hinn frægi"! -HS Islendingarnir reyndu gjarnan að hittast á fyrírfram ákveðnum stað til að fá sér hressingu saman. Þarna eru Katrín Brynja, Skúli, Ólöf, Kári, Rudi, Daði Kárason, Sæmundur, Ragnheiður Valdimarsdóttir og Þórunn Káradóttir. Útsýnið úr fjöllunum er víða mjög fallegt. í hli ina að fjallatindunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.