Dagur - 24.02.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 24.02.1984, Blaðsíða 9
24. febrúar 1984 - DAGUR - 9 Sporthotel Strass er rétt víð kláfferjuna og Café Traudl skammt frá, aðeins yfir þessa brú að fara. Farið er upp í skíðasvæðin með kláfferjum, rúmlega kflómetra upp í loftið. Mayrhofen er neðst í dalnum. <3H Sk **&$&& I J f * ¦¦* # * 1 j n Fæstir láta Tírólakvöld fram hjá sér fara, en þar er mikið glens og gaman. Myndir og texti: HS. ,JEg nýt vetrar- fría miklu betur" - segir Kári Jónasson, frétta- maður á útvarpinu og Alpaaðdáandi „Yið komum frá Kitzbúhl til Mayrhofen og vorum þar á skíðum í einn dag. Það er ekki gott að dæma um svæðið eftir svo stuttan tíma, en þarna var mjög skemmtilegt. Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt skíðasvæði og skemmtilegt útsýni. Það er ekki gott að bera þetta saman við Kitzbúhl, en á báðum stöðunum eru mjög fjölbreytt skíðasvæði," sagði Kári Jón- asson, varafréttastjóri á út- varpinu, sem eins og fram kom heimsótti Zillertal í einn dag ásamt fjölskyldu sinni. „Það sló mig mjög þegar ég fór að skoða bæklinga um Zill- ertal að þarna er áreiðanlega geysilega skemmtilegur sumar- leyfisstaður, ekki síður en fyrir skíðamenn á veturna. Mögu- leikarnir til gönguferða eru pendanlegir. Þarna er hægt að ganga upp um fjöll og firnindi og dvelja í litlum hótelum sem eru upp um allar hlíðar og ekki má gleyma möguleikanum á skíðaferðum á jöklinum, þótt um hásumar sé. Ég er búinn að fara fjórum sinnum í vetrarfrí og mér finnst ég njóta frísins miklu betur þeg- ar ég tek það að vetrinum, held- ur en á sumrin. Maður verður alveg endurnærður og þá er ekki ónýtt að sleppa við vetrar- hvellina í Reykjavík og allt sem þeim fylgir, en að þessu sinni urðu þeir tveir meðan ég var í góðviðri og sól í Ölpunum. Eftir að sumarleyfin lengdust er auðvelt fyrir marga að taka sér þriggja vikna sumarfrí og hálfs- mánaðar vetrarfrí. Auk þess sýnist mér þetta ódýrara en fara í sumarfrí til sólarlanda. Það er hægt að lifa ódýrt í Austurríki. Ég get nefnt dæmi: Hálfur lítri af bjór kostar um 35 krónur ís- lenskar, en t.d. í Svíþjóð kostar bjórinn 80-90 krónur. Það er hægt að fá ágætis kjötrétt á veit- ingastöðum fyrir innan við 100 krónur og mér finnst ódýrt að vera þarna, t.d. miðað við Norðurlöndin," sagði Kári Jón- asson að lokum. --« t Kári Jónasson. I hlíðinni handan við dalinn má sjá hventig barrskógurinn teygir sig í átt- Ólöf Sigurðardóttir: ,/fLvintýri að svífa svona um „Mér finnst það alltaf jafn mikið ævintýri að svífa svona um fjallatinda og ég undra mig stundum á því að þetta skuli virkilega vera ég. Það sem gerir þetta svona heill- andi er frelsið, sambandið við náttúruna og svo þessi glíma við brekkurnar, þar sem maður á allt undir sjálfum sér komið," sagði Ólöf Sigurðar- dóttir, húsmóðir og banka- starfsmaður frá Garðabæ, sem var í sinni fjórðu skíða- ferð í Ölpunum og dvaldi ásamt manni sínum, Skúla Steinþórssyni, flugstjóra, á Café Traudl í Mayrhofen. „Þetta er í annað sinn sem við komum til Zillertal og mér sýn- ist þessi staður hafa upp á það sama að bjóða og þekktari staðir, nema hvað hér er öllu rólegra og ódýrara. Hér hef ég heldur ekki lent í biðröðum í Ólöf Sigurðardóttir. lyfturnar, svo neinu nemi. Eg fór smávegis á skíði í „gamla daga" og þá var það fyrst og fremst útiveran og fé- lagsskapurinn sem skipti máli og maður renndi sér nánast beint af augum. Þegar maður fer svo að geta eitthvað fara önnur atriði að skipta máli, eins og t.d. búnaðurinn, og þó ég segi sjálf frá þá hefur mér farið mikið fram. Fyrst þorði ég ekki einu sinni í stólalyfturnar. Nú förum við á skíði eins oft og mögulegt er, enda held ég bara að þetta sé það skemmtilegasta sem ég geri. Það er alveg ótrúlegt hvað vetrarfrí á skíðum létta manni veturinn. Eftir að ég fór að stunda skíðin að ráði fyrir ör- fáum árum hefur viðhorf mitt til vetrarins gjörbreyst og þurfti raunar ekki skíðafrí í út- löndum til," sagði Ólöif að lokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.