Dagur - 24.02.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 24.02.1984, Blaðsíða 10
10 -OAGt/R -* 24.1 febrúar 1984 Þorrablótsgestir skemmtu sér konunglega, enda vel til blótsins vandað Kristján Theódórsson var sögumað- ur annálsins. - Frá þorrablóti Öngulsstaðahreppsbúa íFreyvangí Hér er fjölskyldan á Staðarhóli í meirihluta. Messa var sett á svið og að sjálfsögðu var kirkjukór þar á sínuin stað. Orgelleikari er Ingólfur Jóhannsson á Upp- sölum, en söngmenn Hansína Haraldsdóttir á Svertingsstöðum, Emilía Baldursdóttir á Syðra-Hóli, YUberg Jónsson í Kommu, Ólafur Theódórsson í Freyvangi og Jóhannes Geir á Öngulsstöðum. Kirkjugestir eru hins vegar aðeins tveir; Erla Sigurgeirsdóttir á Staðarhóli og Egill Örlygsson á Þórustöðum. - Alltaf bíð ég jólanna með sömu óþreyjunni, því þegar þau eru gengin í garð veit ég fyrir víst að nýársgleðin er skammt undan og svo taka þorra- blótin við með allri sinni gleði, hafði frómur maður eitt sinn á orði þegar hann var nýgenginn frá blóti frammi í Firði. Já, en nú er tími þorrablótanna að líða, rétt einu sinni, þó það komi nú svo sem fyrir, að blótað sé á góunni líka, enda ekki til- tókumál. Um síðustu helgi héldu íbúar Öng- ulsstaðahrepps blót sitt og buðu til þess fjölda gesta, enda vinamargir. Að venju hófst blótið með heljarmiklu áti, en allan blótbúhað höfðu blótsgestir með sér að heim- an. Síðan var fluttur annáll ársins, sem gam- ansamir hreppsbúar höfðu tekið saman. Var hann fluttur í tali, tónum og í leik, sem er nýlunda, en fram til þessa hafði upplestur á annálnum verið látinn duga. En nú voru eftirminnilegustu atburðir ársins í Önguls- staðahreppi færðir í leikbúning, enda hrepp- urinn frægur fyrir metnaðarfullan leikhóp. Raunar var það sagt í græskulausu gamni í annálnum, að eitthvað hefði dregið úr að- sókn á leiksýningarnar, en það kæmi ekki að sök, þar sem sjálfsánægja leikaranna hefði aukist að sama skapi. Það kom líka fram í annálnum, að Dagur hefði gert tilraun til að auka útbreiðslu sína í hreppnum með því að gefa út aukablað um málefni hreppsins. Stjórnendur blaðsins hefðu hins vegar uppgötvað, að áskrifenda- fjölgun í Öngulsstaðahreppi var vonlaus, nema um leið kæmi til fjölgunar á mannfólk- inu. Ekki kom fram í annálnum, hvort Dags- menn hefðu reynt að beita sér á því sviði!! Það kom hins vegar fram, að Öngulsstaða- hreppsmenn telja sig betur gefna til orðs og æðis en aðra Eyfirðinga, í það minnsta í samanburði við þá sem handan árinnar búa, enda hefði þetta komið glöggt fram í spurn- ingakeppnum liðins árs! Annállinn gerði mikla lukku, enda vel til hans vandað, og allt var efnið frumsamið af þeim sem í þorrablótsnefndinni sátu, hvort heldur sem það var í bundnu eða óbundnu máli. Pegar flutningi annálsins var lokið bættu menn ögn við sig í mat, en síðan v.ar stiginn dans fram á morgun. - GS. Leifur Guðmundsson í Klauf lifði sig iiui í hlutverk prestsins, sem lagðí út af orðum Matthíasar í Reykjavík- urbréfi Moggans. Garðar Karlsson stjórnaði fjölda- söng af mikilli röggsemi og þá dugði ekki annað en að stíga á stól.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.