Dagur - 24.02.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 24.02.1984, Blaðsíða 11
24. febrúar 1984 - DAGUR -11 Jóhannes Geir á Öngulsstöðum og Leifur Guðmundsson í Kkuil tóku sig vel út í hlutverkum friðsamra eyfirskra kvenna. Hér eru hjónin í Ytra-Laugalandi, Vilborg Þórðardóttir og Hjörleifur Tryggvason, fyrir miðri mynd og fleiri mektarbændur á næstu grösum. Dansinn var stiginn af miklu fjöri fram til morguns. Hér eru hjónin í Kommu, Kristín Sigvaldadóttir og Vilberg Jónsson í fararbroddi. Á helgum degí Texti, Mark 4,26-29 Máttugt orð Þegar Guðs orð hljómar og fær jarðveg að vaxa í, þá gerist alltaf eitthvað sjálfkrafa, því það er eins og sáðkorn, það hefur lífið í sér. Orð Guðs er ekki eins og orð manna. Orð okkar mann- anna eru um eitthvað en orð Guðs gerir eitthvað. Orð Guðs gerir mann kristinn, það frelsar, skapar trúna í hjört- unum, gefur sigur í freisting- um, leiðir út úr myrkri og þjáningu, uppbyggir, hug- hreystir, varðveitir og gefur fögnuð og frið. Orð Guðs er meir en orð: Það er Guð sjálfur. Með orð- inu hrekur hann burt hið illa, sem eyðileggur lífið og gefur það sem er til blessunar. „Orð Guðs er iifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn' í innstu fylgsni sálar og anda." Biblían er Guðs orð til þín. Lestu hana og hlustaðu á boðskap hennar og sjá, hann mun þér til blessunar verða. Sólo-husgögn Sterk og stílhrein Eldhúsgögn, borð, stólar, kollar Einnig tilvalið í kaffistofur, veitinga- og samkomuhús Borð og stólar í öllum stærðum og gerðum Alls kyns litir og áferð Allt eftir eigin vali Hrísalundi 5 I dag opnar Alþyðubankinn útibú á Akureyri æjarins AÐ RÁÐHÚSTORGI 5 Alþýöubankiiin j. Viðskiptavinir athugið að afgreiðslutími okkar er, kl. 9.15-16.00 auk þess er opið á fimmtudögum milli kl. 17.00 og 18.00 Lokað milli 13.00 og 14.00 ATH! OPIÐ í HÁDEGINU

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.