Dagur - 24.02.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 24.02.1984, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 24. febrúar 1984 Böstudagur 24. febrúar. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir óg veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Ádöfinni. 20.50 Skonrokk. 21.20 Kastljós. 22.25 Sallý og frelsið. (Sally och friheten) Sænsk bíómynd frá 1981. Leikstjóri Gunnel Lindblom. Aðalhlutverk: Ewa Fröling, Hans Wigren, Leif Ahrle og Gunnel Lindblom. Myndin er um unga konu, sem leggur mikið í sölurnar til að fá hjóimskilriað, en kemst að raun um það að frelsið sem hún þráði er eng- an veginn áhyggjulaust heldur. 00.10 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 25. febrúar. 15.30 Vetrarólympiuleikamir í Sarajevo. 16.15 Fólk á förnum vegi. 15. Í boði. 16.30 íþróttir. 18.30 Háspennugengið. Þriðji þáttur. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Feðginin. Annar þáttur. 21.05 Grikkinn Zorba. Bresk bíómynd frá 1964 gerð eftir skáldsögu Nikos Kaz- antzakis. Leikstjóri: Michael Theodor- akis. Aðalhlutverk: Anthony Quinn, Alan Bates, Lila Ke- drova og Irena Papas. Breskur rithöfundur erfir jarðeign á Krít. Á leiðinni þangað kynnist hann ævin- týramanninum Zorba og hef- ur lifsspeki hans inikil áhrif á unga manninn. 23.25 Allt sem þig fýsir að vita um ástir. (Everything You Always Wanted to Know About Sex) Bandarísk gamanmynd frá 1972 eftir Woody Allen sem jafnframt er leikstjóri og leikur fjögur helstu hlutverk- anna. Aðrir leikendur: Lynn Red- grave, Anthony Quayle, John Carradine, Lou Jacobi, Tony Randall, Burt Reynolds og Gene Wildei. í myndinni túlkar Woody Allen með sjö skopatriðum nokkur svör við spurningum sem fjallað er um í þekktu kynfræðsluriti eftii dr. David Reuben. 00.55 Dagskrarlok. Swmudagur 26. febrúar. 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Jón Helgi Þórarinsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. Úlfur, úlfur! 17.00 Stórfljótin. 6. Visla í Póllandi. Franskur myndaflokkur um nokkur stórfljót, sögu og , menningu landanna sem þau falla um. 18.00 Stundin okkar. 18.50 Reykjavikurskákmótið 1984. Skákskýringar. 19.15 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Þessi blessuð börnl Sjónvarpsleikrit eftii Andrés Indriðason. Leikstjóri: Lárus Ýmir Ósk- arsson. Tónlist: HjálmarH. Ragnars- son. Leikmynd: Baldvin Björnsson. Persónur og leikendur: Bjössi: Hrannar Már Sig- urðsson, Sigrún, móðir hans: Stein- unn Jóhannesdóttir, Þorsteinn, faðir hans: Sig- urður Skúlason, Fjóla: Margrét Ólafsdóttir, Steingrímur: Róbert Arn- finnsson. Bjössi, átta ára, býr einn með móðui sinni. Hún er skilin við föður hans og er að selja ibúðina sem þau eiga. Þegar gestir koma að skoða hana fylgist Bjössi með þeim milli þess sem hugur hans reikar til fyrri tíma þegar pabbi var ekki farinn. 21.20 Úr árbókum Barchester- bæjar. Sjötti þáttur. 22.15 Pláneturnar (The Planets) Myndskreytt tónverk. Philadelphíu-hljómsveitin leikur „Plánetumar" eftir breska tónskáldið Gustav Holst, Eugene Ormandy stjómar. Með tónverkinu hefur Ken Russell kvik- myndastjóri valið viðeigandi myndefni úr kvikmyndum um hiirúngeiminn og sólkerf- ið. 23.10 Dagskrárlok. 27. fabrúar 19.35 Tommi og Jenni. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 íþróttir. 21.15 Dave Allen. 22.00 Sagan af Sharkey. Kvikmynd sem Sigurjón Sig- hvatsson gerði í Vestur- heimi. 22.20 Síðustu Bedúínarnir. Dönsk heimildarmynd frá Jórdaníu. 22.55 Fréttir i dagskrárlok. 28. febrúar 19.35 Bogi og Logi. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Reykjavíkurskákmótið. 21.00 Skarpsýn skötuhjú. 4. þáttur. Morðið á golfvell- inum. 21.50 Hvernig verður um- horfs hér á landi árið 2000. Hringborðsumræður í há- tíðasal Menritaskólans við Hamrahlíð. 22.50 Fréttir í dagskrárlok. 29. febrúar 18.00 Söguhornið 18.15 Sárabætur. Sovésk teiknimynd. 18.25 Eldur og orka. Fræðslumynd. 18.45 Fólk á förnum vegi. 15. þáttur. Endursýndur. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Þröng á þingi. Bresk náttúmlífsmynd frá þjóðgarði í Malaví. 21.15 Dallas. 22.00 Úr safni sjónvarpsins. Kona er nefnd Monika á Merkigilí. Indriði G. Þor- steinsson ræðir við Moniku Helgadóttur á Merkigih í Skagafirði. 22.45 Fréttir í dagskrárlok. Föstudagur 24. febrúar 17.10 Siðdegisvakan. 18.00 Tónleikar ¦ Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir - Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir - Tilkynn- ingar. 19.50 Við stokkinn. Stjómandi: Heiðdís Norðfjörð. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a) Góðlátlegur skæmhem- aður. b) Menntunarsýki kven- þjóðarinnar í bæjum. Umsjón: Helga Ágústsdótt- ir. 21.10 Hljómskálamúsik. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.40 Fósturlandsins Freyja. Umsjón: Höskuldur Skagfjörð. Lesari með honum: Birgir Stefánsson. 22.15 Veðurfregnir - Fréttir - Dagskrá morgundagsins - Orð kvöldsins ¦ Lestur Pass- íusálma (5). 22.40 Traðir. Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. 23.20 Kvöldgestir -- þáttur Jónasar Jónassonar. Gestir Jónasar verða Amar Jónsson og Ragnheiður Steindórsdóttir. 00.50 Fréttir • Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 hefst rheð veðurfregnum kl. 01.00 og Iýkur kl. 03.00. Laugardagur 25. febrúar 7.00 Veðurfregnir ¦ Fréttir • Bæn ¦ Tónleikar - Þulur vel- ur og kynnir ¦ 7.25 Leikfimi ¦ Tónleikar. 8.00 Fréttir ¦ Dagskrá • 8.15 Veðurfregnir • Morgunorð. 8.30 Forustugr. dagbl. ¦ Tón- leikar. 9.00 Fréttir • Tilkynningar - Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir • 10.10 Veður- fregnir) Öskalög sjúklingá frh. 11.20 Hrimgrund. Stjómandi: Sigríður Eyþórs- dóttir. 12.00 Dagskrá ¦ Tilkynningar. 12.20 Fréttir ¦ 12.45 Veður- fregnir ¦ Tilkynningar • Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur. Umsjón: Hermann Gunnars- son. 14.00 Listalif. Umsjón: Sigmar B. Hauks- son. 15.10 Listapopp. - Gunnar Salvarsson. (Þátt- urinn endurtekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir • Dagskrá ¦ 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mál. Guðrún Kvaran sér um þáttinn. 16.30 Nýjustu fréttir af Njálu. Umsjón: Einar Karl Haralds- son. 17.00 Siðdegistónleikar. 18.00 Ungir pennar. Stjómandi: Dómhildur Sig- urðardóttir. 18.10 Tónleikar ¦ Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir ¦ Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir • Tilkynn- ingar. 19.35 Áslaug Ragnars ræðir við Guðlaug Bergmann. 19.50 Gítartónlist: John Ren- bourn, Charlie Byrd og hljómsveit leika. 20.00 Upphaf iðnbyltingar- innar á Bretlandi á 18. öld. Haraldur Jóhannsson flytui eiindi. 20.20 Útvarpssaga barnanna: „Benni og ég" eftir Robert Lawson. Bryndís Víglundsdóttir les þýðingu sína (2). 20.40 Fyrir minnihlutann. Umsjón: Ami Bjömsson. 21.15 A sveitalínunni í Háls- hreppi S.-Þing. Þáttur Hildu Torfadóttur, Laugum í Reykjadal. 22.00 „Haettuleg nálægð", ljóð eftir Þorra Jóhannsson. Höfundur les. '22.15 Veðurfregnir ¦ Fréttir ¦ Dagskrá morgundagsins ¦ Lestur Passíusálma (6). 22.35 Harmonikuþáttur. Umsjón: Bjarni Marteinsson. 23.10 Létt sígild tónlist. 23.50 Fréttir ¦ Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. 26. febrúar 8.00 Morgunandakt. Séra Fjalan Sigurjónsson á Kálfafellsstað flytur ritning- arorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir ¦ Forustu- gr. dagbl. 8.35 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir • 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Út og suður. Þáttur Friðriks Páls Jónsson- ar. 11.00 Guðsþjónusta á bibl- íudaginn í Kópavogskirkju. Hermann Þorsteinsson framkvæmdastjóri Biblíufé- lagsins prédikar. Séra Ámi Pálsson þjónar fyrir altari. Organleikari: Guðmundur Gilsson. Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá ¦ Tónleikar. 12.20 Fréttir ¦ 12.45 Veður- fregnir ¦ Tilkynningar ¦ Tónloikar. 13.30 Vikan sem var. 14.20 „Á 200 ára afmæli Skaftárelda" Samfelld dagskrá tekin sam- an af Einari Laxness cand. mag. 15.15 í dægurlandi. Svavar Gests kynnir tónlist fyrri ára. 16.00 Fréttir ¦ Dagskrá ¦ 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Um visindi og fræði ¦ Uppspretta lasergeislans. Ágúst Kvaran eðlisefna- fræðingur flytur sunnu- ¦ dagserindi. 17.00 Siðdegistónleikar. 18.00 Þankar á hverfisknæp- unni. - Stefán Jón Hafstein. 18.15 Tónlcikar ¦ Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir ¦ Tilkynn- ingar. 19.35 Bókvit. Umsjón að þessu sinni: Þröstur Ólafsson. 19.50 „Hratt flýgur stund" Þómnn Magnea Magnús- dóttir les úr samnefndri ljóðabók Guðrúnar P. Helga- dóttur. 20.00 Utvarp unga fólksins. Stjómandi: Margrét Blöndal. 21.00 Hljómplöturabb. - Þorsteins Hannessonar. 21.40 Útvarpssagan: „Könn- uður í finun heimsálfum" eftir Marie Hammer. (11) 22.15 Veðurfregnir ¦ Fréttir ¦ Dagskrá morgundagsins - Orð kvöldsins. 22.35 Kotra. Stjómandi: Signý Pálsdóttir. 23.05 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason. 23.50 Fréttir ¦ Dagskrárlok. EXanska skáldið H.C. Ander- sen skrifaði hið frábæra ævin- týri um svikahrappana tvo, sem komu til keisarans tildur- sama, og sögðust geta ofið og saumað betri klæði en nokkrir aðrir. Fötin áttu að vera þeim kostum búin að vera svo létt að ekki fyndist fyrir þeim og hver sem ekki væri gáfaður eða starfi sínu vaxinn gæti ekki séð þau. Svikahrapparnir fengu gull og silki til vefnaðar- ins, en stungu því öllu á sig, þóttust vefa og sauma, en af ótta við að verða dæmdir heimskir eða óhæfir í starfi þorði enginn hirðmannanna né keisarinn sjálfur að viður- kenna að þeir sæju engin föt. Þegar keisarinn gekk skrýddur nýju fötunum um götur dáðust allir að þeim uns barn vakti í sakleysi sínu athygli á því að keisarinn væri ekki í neinu. Þá tóku aðrir undir hver af öðrum, en keisarinn og hirð- menn hans reyndu að ljúka sinni virðulegu skrúðgöngu eins og ekkert hefði í skorist. Svikahrapparnir stungu af með þýfið. Mér hefur stundum fiogið þetta ágæta æyintýri í hug nú undanfarið vegna þeirra at- burða sem hafa verið að gerast í umræðunni um álver við Eyjafjörð. Ég reikna með að þeir sem eru sæmilega greindir (og starfi sínu vaxnir) sjái hlið- stæðu ævintýrsins við álvers- umræðuna. Til öryggis ætla ég þó að útskýra viss atriði. Hingað til lands hafa komið spekúlantar frá erlendum stór- fyrirtækjum, sem líklega nefn- ast Norsk Hydro, Alcan og Alusuisse og bjóðast til að framleiða hér ál ef þeir fii til þess ódýra orku. Þeim má líkja við svikahrappana, sem að vísu taka áhættu en stinga af með ágóðann. Álið á það sameiginlegt með klæðunum ósýnilegu að vera málma léttast. Hin ódýra orka er til reiðu vegna þess að þegnar landsins greiða hana niður í sveita síns andlits, og ég reikna með að gull og silki keisarans í ævintýrinu hafi líka safnast á hendur hans frá þegnunum. Sendimenn stóriðjufyrir- tækjanna eru gjarnan sendir í góða veðrið norður í Eyjafjörð og gefa þær yfirlýsingar að heimsóknum og kokteilboðum loknum að þeim „lítist vel á Eyjafjörð", og þykja það raunar ekki ný sannindi. Þessir boðberar stóriðjunnar hafa þau áhrif á keisarann (gæti t.d. verið iðnaðarráðherra) og hirðmennina (gætu verið sveit- arstjórnarmenn) að þeir telja álver við Eyjafjörð eina bjarg- vætt íslensks atvinnulífs. Ein var sú nefnd á Akur- eyri, sém sérstaklega hafði þörf fyrir að sýnast starfi sínu vaxin, líklega vegna slæmrar samvisku, en það var atvinnu- málanefnd. Hún tók því á sig rögg, gekk í grátkórinn og bað um eitt stykki álver við Eyja- fjörð. í nefndinni voru nokkr- ar konur sem gátu ekki séð að álver leysti á nokkurn hátt nú- verandi vanda í atvinnumálum Akureyringa, né að þetta væri þjóðhagslega hagkvæmt og þeim virtist álver hafa hættu í för með sér bæði fyrir annað atvinnulíf og náttúrufar hér- aðsins. Þær bentu á þessar augljósu staðreyndir. Konurn- ar gegna sama hlutverki og barnið í ævintýrinu. Þær sjá hin einföldu sannindi og segja frá þeim, en mennirnir skammast sín fyrir að vera af- hjúpaðir sem óhæfir í starfi. Fleiri hirðmenn hafa verið blekktir. Ég er sammála konunum, sem óhræddar við almennings- álitið benda á nekt keisarans. Verði ég vændur um það að vera kvenlegur, þá mun ég héreftir taka það sem hrós. Ég skammast mín heldur ekki fyr- ir það að vera kallaður barna- legur í þessu máli, barnið í ævintýrinu var hreinskilið og sjálfstæðara en aðrir sem létu blekkjast. Við karlmenn þurf- um að læra af einfeldni barns- ins og hreinskilni konunnar. Ævintýrinu lauk með því að keisarinn og hirðmennirnir þrömmuðu áfram í skrúðgöng- unni, enda þótt þegnarnir hefðu afhjúpað þá. Það sama gerist hér. Þegar stórfyrirtækin eru komin í ógöngur, þá vilja keisarinn og hirðin ekki viður- kenna yfirsjón sína, fyrirtækj- unum er haldið á floti eins og ekkert sé, hvort sem á þeim er bullandi tap eða frá þeim er eyðandi mengun og röskun. Hvað með tapið á Grundar- tanga og mengunina í Straumsvík? Keisarinn og hirðin viðurkenna ekki yfir- sjón sína en halda ótrauðir áfram og seilast til þegnanna eftir meira gulli og silki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.