Dagur - 24.02.1984, Page 13

Dagur - 24.02.1984, Page 13
iC' -rk-,? J/s — f-5! lACI - v r 24. febrúar 1984 - DAGUR - 13 / Utvarp föstudags- kvöld kl. 23.20: Elísaog Higgins verða kvöldgestir Jónasar „Gestir mínir í kvöld eru hið vinsæla leikarapar, Arnar Jónsson og Ragnheiður Steindórsdóttir (eða Higgins og Elísa), sem hafa sogað til sín „pupilinn“ hér undanfar- ið,“ sagði Jónas Jónasson þeg- ar Dagur sló á þráðinn til hans til að forvitnast um kvöldgesti hans. Um efni þáttarins vildi Jón- as ekkert segja nema það að hann sagðist þora að veðja, að hann fengi þau til að leika eitthvað fyrir sig. Hvað það verður kemur í ljós í kvöld en þátturinn hefst kl. 23.20. Á.M. Sjónvarpsunnudag kl. 20.45: Þessi böm!! „Þetta verk var skrifað 1979 á því fræga barnaári og sent í samkeppni sem Ríkisútvarpið efndi til í tilefni af barnaári,“ sagði Andrés Indriða- son aðspurður um sjónvarpsleikritið „Þessi blessuð börn“ sem er á dagskrá sjónvarpsins á sunnudags- kvöldið kl. 20.45. „Samkeppnin gufaði upp en er nú að koma upp á yfirborðið. Efni verksins eru hugleiðingar vegna um- ræðunnar á barnaári um stöðu barnsins, það var mikið talað um velferð barna. Þetta verk er mitt inn- legg í þá umræðu, ég skyggnist inn í hugarheim 8 ára drengs sem er ráð- þrota gegn öfugþróun í samskiptum fullorðna fólksins. Verkið er stutt, V2 klst. og það ger- ist í íbúðinni þeirra á þessum hálfa tíma. Upptakan fór fram í sjón- varpssal en nokkur atriði voru tekin upp utanhúss. Með aðalhlutverkið fer 8 ára strákur, Hrannar Már Sigurðsson en pabba hans leikur faðir hans Sigurð- ur Skúlason." Þess má geta að þetta er fyrsta leikritið sem Andrés Ind- riðason skrifar fyrir sjónvarp, en hann hefur gert stutta leikþætti fyrir Stundina okkar og eins í áramóta- skaupum. Hann hefur einnig skrifað 5 bækur, samið 9 útvarpsleikrit og 2 sviðsverk. - Á.M. Verksmiðju- Einstakt tækifæri til að eignast MODEL í MOKKA Þú þarft að sjá verðið og gæðin til að sannfærast Opið fra kl. 9.00-17.00 á útsöluloftinu VERSLUN IÐNAÐARDEILDAR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.