Dagur - 24.02.1984, Side 16

Dagur - 24.02.1984, Side 16
Akureyri, föstudagur 24. febrúar 1984 Bautinn - Smiðjan—... Erum farín að taka á móti pöntunum í fermingarveislur. Pantið tímanlega. „ Kvotaskiptingin er reiðarslag tyrir okkur“ - segir Krístleifiir Meldal hjá Kaldbaki h.f. á Grenivík - Við erum dæmi um það versta sem getur átt sér stað í sambandi við þessa kvótaskipt- ingu. Ef kvótinn verður í lík- ingu við það sem við óttumst nú þá er það reiðarslag fyrir plássið og mér sýnist í fljótu bragði að þá verðum við að loka fyrirtækinu í júní og opna það ekki aftur fyrr en eftir ára- mót. Þetta sagði Kristleifur Meldal, yfirverkstjóri hjá frystihúsi Kald- baks hf. á Grenivík er hann var inntur áiits á áhrifum fyrirhug- aðrar kvótaskiptingar. Að sögn Kristleifs þá nam vinnsla frysti- hússins á síðasta ári um 2.600 tonnum en tvö loðnuveiðiskip, Hákon og Súlan lögðu upp meg- inhluta aflans eða um 1.600 tonn. Nú fá loðnuveiðiskipin hins vegar að öllum líkindum engan þorsk- veiðikvóta og frystihúsið verður því að gera sér að góðu kvóta Núps BA sem nýlega var keyptur til Grenivíkur og kvóta heima- báta. - Núpur fær kvóta upp á 562 tonn miðað við slægðan fisk og það sýnist mér að sé það hráefni sem verður aðaluppistaðan hjá okkur á þessu ári. Heimabátarnir hafa hingað til farið suður á net þegar línuveiðunum lýkur og ef það gerist einnig nú þá lítur allt út fyrir að þeir taki út kvótann fyrir sunnan. Ef þetta gerist þá er öruggt að við verðum að loka í júní og þá opnum við ekki fyrr en eftir áramót. Þetta er reiðarslag fyrir plássið því Kaldbakur hefur hingað til veitt um 80-100 manns atvinnu að sumarlagi. Jafnvel hugsanleg rækjuvinnsla sem veitti kannski 20 manns atvinnu myndi engu breyta um það hörm- ungarástand sem þá skapaðist, sagði Kristleifur Meldal. - Eigið þið von á að fá leið- réttingu ykkar mála? - Pað er erfitt að segja til um það en eins og málum er háttað þá er það auðvitað óréttlátt að ekki sé tekið tillit til þess afla- magns sem hingað hefur borist til hafnar. Þessi kvótaskipting er vafalaust eina færa leiðin en það breytir því ekki að við erum lík- lega sá staður á landinu sem þyngst fær höggið, sagði Krist- leifur Meldal. -ESE. Fólk í hrakning- um á Vatnsskardi — varÖ að skilja bflana eftir Fólk sem var á leið frá Blöndu- ósi norður yfír Vatnsskarð lenti þar í miklum hrakningum í fyrrinótt. Ofsaveður var á heiðinni og varð fólkið að skilja bíla sína eftir en tveim flutningabflum tókst síðan að brjótast áfram yfír. - Fólkið kom hingað um klukkan þrjú um nóttina og þeir sem lengst höfðu verið á ferðinni voru búnir að vera níu tíma á leiðinni frá Blönduósi, sagði Ás- björg Jóhannsdóttir, hótelstjóri í Varmahlíð í samtali við Dag. Alls báðust átta manns nætur- gistingar en einhverjir héldu ferðinni áfram. Veðrið gekk síð- an niður um nóttina og um morg- uninn komst fólkið upp á Vatns- skarð til þess að ná í bílana. Þess má geta að í góðu færi er hægt að aka þessa leið á rúmum hálftíma. - ESE. Hrafninn flýgur: Ovíst um - Það hefur ekkert komið til tals ennþá að sýna þessa mynd. Við höfum ekki borið okkur eftir því og það hefur ekki heyrst orð frá framleiðanda myndarinnar, sagði Arnfínnur Arnfínnsson í Borgarbíói í samtali við Dag er hann var spurður að því hvenær Hrafn- inn flýgur, nýjasta mynd Hrafns Gunnlaugssonar yrði sýnd þar. sýningu Arnfinnur sagði að Borgarbíói væri lítill akkur í að sýna þessar íslensku myndir. Það borgaði sig ekki að sýna myndirnar, útvega sýningarmann og borga ljós og hita fyrir aðeins 40 krónur á með- an framleiðandinn heimtaði 110 krónur af hverjum miða. Ekki náðist í Hrafn Gunn- laugsson, framleiðanda myndar- innar vegna þessa máls, en Hrafn dvelur nú erlendis. - ESE. Fyrsti viðskiptavinur útibús Alþýðubankans á Akureyri var Sigurbjörn Birkir Bjömsson, níu ára. Hann fékk sér bankabók og hlaut óvænt að launum 10 þúsund krónur frá bankanum en ákveðið hafði verið að heiðra fyrsta viðskiptavininn. Stefán Gunnarsson, bakastjóri býður pilt- inn velkominn en Kristín Jónsdóttir, útibússtjóri fylgist með. Mynd: ESE. Alþýðubankiim fékk leyfið Útibú Alþýðubankans á Akur- eyri verður opnað í dag. Úti- búið er til húsa að Ráðhústorgi 5 þar sem Tomma-hamborg- arar voru áður til húsa en húsnæðið hefur staðið tilbúið frá því sl. haust. Með opnun útibúsins er löngum meðgöngutíma lokið. Fyrirhugað var að opna útibúið sl. haust en þá stóð á leyfi frá við- skiptaráðherra. Stjórn Alþýðu- bankans og forystumenn úr verkalýðshreyfingunni hafa síðan unnið að því að fá leyfi fyrir úti- búinu en viðskiptaráðherra lagð- ist gegn því á þeim forsendum að nefnd sú sem skipuð var til endurskoðunar bankakerfisins hefði ekki skilað áliti. Banka- málanefndin skilaði svo áliti í fyrradag og þar sem umsögn hennar mælir ekki gegn opnun viðkomandi útibús þá ákvað ráð- herra að veita leyfið. Starfsmenn í útibúi Alþýðu- bankans hér á Akureyri verða fjórir talsins. Útibússtjóri verður Kristín Jónsdóttir en starfsmenn útibúsins munu sinna allri al- mennri bankastarfsemi. Þess má geta að ákveðið hefur verið að hafa útibúið opið í há- deginu milli kl. 12 og 13 en þess í stað verður lokað á milli kl. 13 og 14. - ESE. Veður Allt útlit er fyrir áfram- haldandi suðvestanátt, sem getur orðið nokkuð hvöss. Henni fylgja hlýindi eins og verið hefur undanfarið, alla vega til morguns, en þá fer hægt kólnandi. Á mánudag snýst áttin í norðrið og má búast við frosti, en ekki er reiknað með hvassri eða afgerandi norðanátt. Sem sagt - meinleysisveður með hlýindum fyrst í stað, lægir og kólnar um og eftir helg- ina. Nýkomin fataefiii ímiklu úrvali Efiiií fermmgarfötín Gardínukappar liHi Barnafatnaður í úrvali. Alltaf eitthvað nýtt. Yæntanlegt í næstu viku: Buxur og peysur á aldur 6-12 ára.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.