Dagur - 27.02.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 27.02.1984, Blaðsíða 12
LÍMUM BORÐA RENNUM SKÁLAR Grímsey videó- væðist! Rækjuvinnsla stofnsett á Grenivík: „Mikill og almennur áhugi meðal fólks“ - segir Stefán Þórðarson sveitarstjóri Videóvæðingin hefur náð að teygja anga sína norður til Grímseyjar. Lengi vel var að- eins eitt videótæki í eynni en nýlega fjölgaði þeim um heil 400%. Að sögn Steinunnar Sigur- björnsdóttur, fréttaritara Dags í Grímsey þá hafa eyjarskeggjar svo sannarlega kunnað að meta videótæknina. A.m.k. var gest- kvæmt á því heimili þar sem videótækið var og eigendurnir ósparir á að bjóða nágrönnum sínum til sýninga. Pessi áhugi smitaði síðan út frá sér og nýlega fjárfestu fjórir aðilar til viðbótar í tækjum, þannig að videótækin í Grímsey eru nú orðin fimm talsins. - ESE Fyrirhugað er að reisa rækju- verksmiðju á Grenivík. Al- mennur fundur var haldinn um þetta mál á Grenivík um síðustu helgi og var hann fjölsóttur. Á fundinum var kosin undirbún- ingsstjórn og ef allt gengur að óskum verður hlutafélag um verksmiðjuna stofnað einhvern næstu daga. - Það er mjög mikill og al- mennur áhugi á þessu fyrirtæki hér, bæði í þorpinu og sveitun- um, sagði Stefán Þórðarson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps í samtali við Dag. Stefán sagðist aðeins hafa kannað undirtektir í sambandi við hlutafjársöfnun og þegar hefðu 130 aðilar gefið vil- yrði sitt fyrir því að vera með. - Það geta fæstir lagt mikið fé af mörkum en við vonumst þó til þess að með þessu móti getum við safnað nægilegu fé til þess að koma verksmiðjunni á laggirnar, sagði Stefán Þórðarson. Mjög alvarlegt ástand er nú að skapast í atvinnumálum á Greni- vík vegna þess litla kvóta sem kemur í hlut heimamanna. Að sögn Stefáns kemur í ljós alveg á næstunni hvað kvóti heimabáta verður mikill og þegar það liggur fyrir verður atvinnumálanefnd staðarins kölluð saman til fundar. Ef heimabátarnir fara suður á vertíð eins og svo oft áður eru all- ar horfur á að frystihúsið hafi aðeins hráefni fram í júní en síð- an verði því lokað fram yfir ára- mót. - ESE Drengur fyrir bíl Átta ára drengur varð fyrir bíl í Þingvallastræti laust fyrir kl. 19 á föstudag. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar ber ökumaðurinn að drengurinn hafi hlaupið út á götuna fyrir bílinn. Drengurinn var talinn óbrotinn en samt var talið rétt að leggja hann inn á sjúkrahús og kanna meiðsli hans frekar. - ESE. Spellvirki í miðbænum Talsverð ölvun var í bænum um heigina. Fóru dansleikir þó friðsamlega fram en ekki er sömu sögu að segja um tímann sem fór í hönd eftir að dans- leikjum lauk. Á föstudagskvöld voru brotnar tvær rúður í Hafnarstræti (göngu- götunni) og á aðfaranótt sunnu- dags voru vandræðamenn þar aftur á ferð og í þetta sinn var símatólið úr símaklefanum slitið niður og hafði viðkomandi það á brott með sér. - ESE. Trjákvoðuverksmiðja á Húsavík: 1 rólegheitum bíða bátarnir vors. Undir eftirliti eigendanna, sem gæta þess að allt sé í sómanum. Mynd: KGA. „Við viljum ekki afskrifa málið“ - segir Bjami Aðalgeirsson bæjarstjóri „Við viljum á þessu stigi ekki afskrifa málið um alla framtíð þótt ljóst sé að það er þungt fyrir fæti í dag,“ sagði Bjarni Áðalgeirsson bæjarstjóri á Húsavík er við ræddum við hann um gang mála varðandi trjákvoðuverksmiðju á Húsa- vík. í viðtali við íslending á dögun- um sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra að hann gerði sér því miður engar vonir um framhald þessa máls. Erlendum fyrirtækjum hefði verið skrifað og boðið upp á samstarf en öll svör sem borist hefðu væru nei- kvæð. „Við höfum í hyggju að fara fram á viðræður um þetta mál við fulltrúa iðnaðarráðuneytisins og þingmenn kjördæmisins. At- vinnumál hér á Húsavík eru ekki í neinu lagi í dag frekar en á öðrum stöðum, við erum í at- vinnusvelti. Við erum hins vegar að skoða ýmsa kosti mjög kerfis- bundið í framhaldi af atvinnu- málaráðstefnu sem hér var haldin í haust. Þessar athuganir varðandi trjákvoðuverksmiðjuna eru mik- ið áfall fyrir okkur því við hana var búið að binda miklar vonir. Við höfum hins vegar ekki farið fram á að hér væri komið á fót iðnaði sem ekki væri rekstrar- grundvöllur fyrir, það væri eng- um til góðs,“ sagði Bjarni Aðal- geirsson. Framundan er norðan og norðaustanátt á Norður- landi og því er spáð að hún standi ungann úr vikunni, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar í morgun. Ekki er þó reiknað með neinum látum, þó er reikn- að með „stífri“ norðanátt og talsverðum éljagangi á morgun. • Inni í rammanum Þess var beðið með mikilli eftirvæntingu að Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra kæmi heim frá útlöndum í síðustu viku til þess að tjá sig um kjarasamning ASÍ og VSÍ sem gerður var á meðan ráðherrann dvaldi erlendis. Á meðan kom Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra í sjónvarpsviðtal og var þar spurður hvort Albert myndi ekki segja af sér þar sem samkomulagið væri ekki innan ramma þess sem sett- ur hafði verið af ríkisstjórn- inni. Steíngrímur sagði að m því yrði Albert sjálfur að svara, en Steingrímur taldi að þetta væri innan rammans, en ramminn væri að vísu teygður vel og togaður. - Og svo kom Albert heim. A flug- vellinum var hann beðinn um „comment" en sagðist ætla að hugsa til kvöldsins. Eftír að hafa lagst undir feld kom svo niðurstaða fjármálaráð- herra. Samkomulag ASÍ og VSÍ er innan rammans, og ég mun ekki segja af mér. Létti sumum mjög við þetta. En skotið var sem sagt innan rammans eins og sagt er á m \h SQflSÍT knattspyrnumáli en ekki framhjá. # Gullgrafara- brjálæði Theódór nokkur Norðkvist á ísafirði opnar hug sinn í Vest- firska fréttablaðinu sem kom út á dögunum og tjáir sig um fyrlrhugaða fjölgun rækju- vinnsluleyfa. „Þetta er al- gjört kaos og vitleysa“ sagði Theódór og hefur sennilega stunið þungan. Síðan heldur hann áfram ótrauður: „Ætli það verði ekki svona 15 nýjar verksmiðjur, það kallar á svona 5 báta á hverja verk- smiðju, sem þýðir 75 báta í viðbót við þá 50 sem voru í fyrra.“ - Siðar segir Theódór og mælir nú spekingslega: „Svo látum við bara Albert koma með pennastrikið og strika út. Þetta er svoleiðis gullgrafarabrjálæði í þessu að maður skilur þetta ekki. Maður hélt nú að Islendingar og ráðuneytið væru búnir að læra af reynslunni og færu varlega í þetta. Það veit eng- inn hvernig þetta verður, en ég ætla bara að vona að þetta fari ekki allt til andskot- ans...“. - Og við tökum undir það með Theódór Norðkvist hjá O.N. Olsen á ísafirði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.