Dagur - 29.02.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 29.02.1984, Blaðsíða 1
GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 29. febrúar 1984 loiuoiao TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS Iðnaðarmiðstöð: Undir- búningur hafinn Fulltrúi iðnaðarráðuneytisins kemur til Akureyrar í vikunni til að ræða við aðila úr at- vinnulífinu, frá bænum, Fjórð- ungssambandinu og Iðnþróun- arfélaginu, svo einhverjir séu nefndir, um fyrirhugaða iðnað- armiðstöð á Akureyri. Jafet Ólafsson, deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, sagði í við- tali við Dag, að ráðherra hefði falið sér að vinna að greinargerð um málið og væri þessi ferð til þess farin að afla upplýsinga og ráðgast við heimamenn. Hug- myndjna að baki þessari iðnaðar- miðstöð sagði Jafet vera þá að hún ætti að „stytta mönnum sporin", sem vinna í iðnaði eða hyggjast gera það. Petta snerti tæknilega þjónustu, lánamál, út- flutningsmál og iðnaðarráðgjöf. í því sambandi gat hann þess að fyrirhugað væri að ráða annan iðnrágjafa fyrir Norðurland, eins og ráð væri fyrir gert í lögum, og upplýsingaráðgjafa. Hugmyndir eru uppi um að iðnaðarmiðstöðin geti tekið til starfa um næstú ára- mót. Þess má geta að á vegum iðn- ráðgjafa Fjórðungssambands Norðlendinga er þegar kominn vísir að þessu starfi, en hann hef- ur haft milligöngu um að menn frá t.d. Iðntæknistofnun kæmu til Akureyrar af og til. - HS. „Skyldu þeir hjá hitavcitunni vera sannfærðir um að þetta komi allt með kalda vatninu? Undarlegt hvað mennirnir nenna að þrasa - væri nær að reyna að leysa málin í sameiningu.“ Hvort þetta voru þankar þessa valtara- stjóra, er óvíst. En óneitanlega er hann þesslegur á svipinn. Mynd: KGA. Gerð dreifingarspár tekur allt að því ár Talið er að það taki allt að ár að vinna dreifingarspá vegna mengunar frá álveri við Eyja- fjörð, en reiknað er með að hægt verði að hefja það starf jafnvel í næsta mánuði, að sögn Emils Bóassonar, land- fræðings og starfsmanns stað- arvalsnefndar um orkufrekan iðnað. Tveir aðilar koma einkum til greina til að vinna að þessari dreifingarspá, annar norskur og hinn bandarískur. Hefur verið mælt með báðum og þegar þeir hafa fengið allar upplýsingar sem fyrir liggja og rætt hefur verið við þá , verður ákveðið hvor þeirra taki verkefnið að sér. Það val gæti legið fyrir í mars og þá ætti að vera hægt að byrja á verkinu. Þegar dreifingarspá hefur verið gerð þarf að meta hugsanleg áhrif dreifingar á gróðurfar, en á þessu ári verður fylgst grannt með gróðurfari frá vori til hausts. Fljótlega upp úr næstu áramótum ætti svo að vera hægt að meta all- ar fyrirliggjandi upplýsingar saman. - HS. Hráefnisskortur á Húsavík: Samdráttur 1600 - Það er Ijóst að það blasir við samdráttur vegna þessa kvóta- fyrirkomulags en hve mikill samdrátturinn verður er ekki hægt að fullyrða nú, sagði Tryggvi Finnsson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. í samtali við blaðamann Dags. Að sögn Tryggva þá var landað alls 9200 tonnum af bolfiski hjá Fiskiðjusamlaginu á síðasta ári en þá fóru jafnframt margir tonn heimabáta suður á vertíð. í ár hafa Húsvíkingar fengið úthlutað alls 7600 tonna kvóta þannig að beinn samdráttur er 1600 tonn. Þessi tala gæti hins vegar hækkað mikið ef útgerðarmenn ákveða að halda suður nú á næstunni. - Ef við höldum öllum kvótan- um þá er ástandið strax skárra þrátt fyrir samdráttinn, en hvað gerist ef bátarnir fara treysti ég mér ekki að spá um, sagði Tryggvi Finnsson. , - ESE. „Ekki afstaða stjómarinnar" - segir hitaveitustjórn um skrif hitaveitustjóra, sem segist „harma að Pétur Pálmason skuli ekki hafa sterkari bein í nefinu“ Á fundi Hitaveitu Akureyrar í gær var samþykkt bókun þar sem fram kemur að grein hitaveitu- stjóra, sem Pétur Pálmason gerði harðorða athugasemd við í bókun 9. febr., túlki ekki afstöðu stjórnarinnar. Pétur sagði í bókun sinni að um væri að ræða dylgjur og róg um sig og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen og persónu- leg árásarskrif, til þess gerð að kúga menn til undirgefni við skoðanir hitaveitustjóra. í bókun hitaveitustjóra segir: „Undirritaður verður að harma að Pétur Pálmason skuli ekki hafa sterkari bein í nefinu en svo að hann telji sig skoðanakúgun beittan í umræðu og skoðana- skiptum um málefni Hitaveitu Akureyrar. Samt sem áður áskilur undirritaður sér fullan rétt til að halda skoðunum sínum á lofti utan stjórnar hitaveitunnar sem innan, þegar um verður að ræða málefni er snerta hag Hit- aveitu Akureyrar. Á þær skoðan- ir getur aðeins málefnaleg um- ræða og sterk röksemdafærsla haft áhrif.“ í bókun sem stjórn hitaveit- unnar samþykkti samhljóða segir m.a.: „Stjórn H.A. þykir rétt að fram komi að grein Wilhelms er birt án samráðs við stjórnina og setur fram álit hitaveitustjóra en túlkar ekki afstöðu stjórnarinn- ar.“ í umræddri grein hitaveitu- stjóra, sem birtist í Degi 27. janúar er m.a. að því fundið að Verkfræðistofa Sig. Thoroddsen hafi hannað veituna og einnig haft eftirlit með uppbyggingu hennar. Þá sagði að tillaga Péturs Pálmasonar um að hækka hitastig upp í allt að 90° C þegar kaldast er í veðri „byggi annað hvort á misskilningi, þekkingarleysi eða yfirveguðum blekkingarleik." Einnig sagði í greininni: „Stór hluti af þeim vanda sem Hita- veita Akureyrar og starfsfólk hennar hefur orðið að axla á undanförnum misserum og árum er afleiðing hönnunaragnúa, sem hér um ræddir aðilar eru í raun ábyrgir fyrir. Leitast hefur verið við eftir fremsta megni að draga þá ekki til ábyrgðar.“ _ „Hefðum getað barist áfram í undirboðunum“ - segir Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri Smára hf. sem hættir senn starfsemi „Við erum að Ijúka okkar verki við Verkalýðshöllina undir miðjan næsta mánuð og þá er ekkert framundan hjá fyrirtækinu,“ sagði Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri Smára h.f. „Það er búið að segja öllum mannskapnum upp og menn hætta störfum þegar við ljúkum þessu verki,“ sagði Tryggvi. „Það eru því allar líkur á að fyrirtækið hætti starfsemi sinni.“ Tryggvi sagði að fyrirtækið yrði 20 ára eftir um það bil mánuð, en nú benda allar líkur til að það nái ekki þeim aldri. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta hafi verið umfangsmikið fyrirtæki, því hér störfuðu um 60 manns þegar flest var á árunum 1973 til 1978. Jú, auðvitað er þetta blóðugt, en það er bara svo margt blóðugt í þessu þjóðfélagi. Það er greini- legt að það eru of mörg bygging- arfyrirtæki hér í bænum fyrir þann markað sem fyrir hendi er og einhverjir verða að hætta. Við hefðum sjálfsagt getað barist áfram eins og aðrir í tómum undirboðum, en við tókum þá ákvörðun að reyna að hætta frekar,“ sagði Tryggvi Pálsson. gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.