Dagur - 29.02.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 29.02.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 29. febrúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31. PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Útvarpsráð á villigötum Deild Ríkisútvarpsins á Akureyri hefur nú starfað í á annað ár með miklum ágætum. Ótrúlega stór hluti dagskrár hefur komið að norðan og ef marka má ummæli fólks víðs vegar um landið og hlustenda- könnun sem Ríkisútvarpið lét framkvæma á síðasta ári, fellur hlustendum það efni vel í geð sem kemur frá deildinni á Akureyri. Hins vegar virðist annað uppi á teningnum þegar háttvirtir útvarpsráðsmenn fjalla um norðlenska út- varpið. Samkvæmt allöruggum heimildum hefur deild útvarpsins á Akureyri tvívegis komist á blað í fundargerðum útvarpsráðs. Ekki var farið orðum um það ágæta efni sem þaðan kemur eða fjallað um þá öflugu starfsemi sem þar er rekin. Ó, nei. í bæði skiptin var verið að agnúast út í þá sérstöðu sem deildin hefur skapað sér með því að vera með sér- stakar kynningar og kynningarstef. Fyrst var þetta kallað útburðarvæl í háttvirtu út- varpsráði og nú síðast ofkynning. Hins vegar hefur ekki eitt orð verið bókað um þann árangur sem orð- ið hefur í kjölfar þeirra tímamóta í sögu útvarps á Islandi, sem stofnun fyrstu sjálfstæðu dagskrár- deildar þess utan Reykjavíkur svo sannarlega var. Á sama tíma og hluti útvarpsráðsmanna vinnur að afnámi einkaréttar útvarpsins til ljósvakafjöl- miðlunar og vill aukið frelsi í þessum efnum, virðast þessir sömu menn ekki geta unnt deild Ríkisút- varpsins á Akureyri þess sjálfstæðis og frelsis, að auðkenna það sem frá deildinni kemur með sex sek- úndna löngu kynningarstefi. Þetta er því furðulegra þegar haft er í huga að hlustendur eru almennt mjög ánægðir með það efni sem kemur frá Akureyri, samkvæmt niðurstöðum hlustendakönnunarinnar sem áður var nefnd. Um 80% þeirra sem svara segjast taka sérstak- lega eftir því að dagskráin kemur að norðan, 54% líkar dagskráin vel og 29% frekar vel, 86% hlust- enda telur æskilegt að deildin á Akureyri haldi áfram með svipuðum hætti og yfir 70% að svipaðri starfsemi verði komið á víðar út um land. Hins veg- ar vilja 48% að hluti af efni Akureyrardeildarinnar verði staðbundinn og ekki nema 15% að Ríkisút- varpið hefji útsendingar sem aðeins nái til afmark- aðra svæða. Þessi könnun gefur ótvíræða vísbendingu um að efni útvarpsins á Akureyri mælist vel fyrir, áfram skuli haldið á svipaðri braut og að efnið að norðan fari inn á landskerfið. Ekkert af þessu hefði komið fram ef dagskrárefnið að norðan væri ekki einkennt með einhverjum hætti. Starfsemi útvarpsins á Norðurlandi hefur sannað tilverurétt sinn áþreifanlega. Það er nauðsynlegt að þessi starfsemi hafi visst sjálfstæði og frumkvæði. Útvarpsráð ætti að styðja við bakið á deildinni fyrir norðan og vinna þar með að allsherjar eflingu Ríkis- útvarpsins, í stað þess að nöldra út af sjálfum tilveru- grundvelli deildarinnar, sem er auðkenningin. Álver við Eyjafjörð Staðarval og umhverfisrannsóknir í umræðum um álver er mikið rætt um hreinsibúnað og ijóst er að hreinsun á loftmengandi efn- um er orðin mjög fullkomin ef beitt er öllum tiltækum ráðum og búnaðurinn vinnur fullkomlega. í Straumsvík er nýlega búið að koma upp I. stigs hreinsun (þurr- hreinsun) en völ er á tveimur hreinsunarstigum til viðbótar, II. stig er vothreinsun og III. stig hreinsun á útblæstri frá kerskála. Hreinsibúnaður er dýr og heyrst hefur að ef þörf sé á III. stigs hreinsun þá sé á mörkunum að það borgi sig að setja upp álver á þeim stað. í áfangaskýrslu staðarvals- nefndar frá júlí 1982 (1) er m.a. fjallað um þá staði við Eyjafjörð sem kannaðir hafa verið sem hugsanlegir byggingarstaðir álvers. Á mynd 1 eru merkt þau tvö svæði sem helst koma til greina þ.e. við Dagverðareyri og Dysnes, hið þriðja er á Árskógs- strönd en það er afskrifað vegna jarðskjálftahættu, verri hafnar- skilyrða og lítils vinnumarkaðar. í skýrslunni segir m.a.: „Sérstaða Glæsibæjarhrepps gagnvart um- hverfisáhrifum orsakast annars vegar af því hve innarlega við Eyjafjörð staðurinn er og hve þröngur fjörðurinn er þar, og hins vegar af því að blómlegur landbúnaður (nautgriparækt) er alveg á næstu grösum við hugsan- legt verksmiðjustæði. Við þetta bætist að allt bendir til þess að veðurskilyrði séu þannig að mengunarefni í lofti beinist fyrst og fremst yfir byggðir (inn og út með firðinum) þar sem þau kunna að valda skaða á beitilandi og heyfeng og síðan á búfé sem kynni að nærast að miklu leyti á slíku menguðu fóðri.“ Á öðrum stað er tafla er heitir „Lauslegt mat á þörf fyrir hreinsun", þar segir m.a.: Staður Ýmislegt er vitað um náttúru- far við Eyjafjörð svo sem fram kemur í skýrslu Náttúrugripa- safnsins á Akureyri 1982. Þar er einnig bent á hvaða athuganir þarf að leggja áherslu á svo hægt sé að tala um ítarlegar forrann- sóknir og að kannað verði sem best lífríki og veðurfar, eins og áhersla er lögð á í skýrslu staðar- valsnefndar. Meðal þess sem þar var lögð áhersla á eru veðurat- huganir og sjórannsóknir vegna dreifingar á mengunarefnum, ít- arlegar líffræðirannsóknir í sjón- um og könnun á landnýtingu og landnýtingarmöguleikum. Menn spyrja, hvað hefur verið gert með framantaldar tillögur. í stuttu máli má segja að unnið sé að veðurathugunum, lítilsháttar sjórannsóknir voru gerðar síðast- liðið sumar og dreifingarspá er fyrirhuguð. Ekki er minnst á líf- fræðiathuganir í sjónum né held- ur á landnýtingu. Til fróðleiks skal gerð nokkur grein fyrir veður- og sjóathugun- um sem unnið er að. Venjulegar veðurathuganir fara fram á Akureyri, hitamæl- ingar eru gerðar á Möðruvöllum og vindhraðamælir er búinn að vera um 2 ár við Ytri-Bakka. Hitamælingar standa yfir í Vaðla- heiði, þar eru mælar í 40 m, 250 m og 350 m (við Menntaskólasel- ið) og síðan er mælir í einni af vélum Flugfélags Norðurlands. Þessar mælingar verða búnar að standa í eitt ár samfleytt í júlí 1984, þess ber að geta að mæling- ar í flugvélinni eru háðar veðri og mismargar í mánuði (ekki ein á dag). Sjórannsóknir stóðu í tvo mánuði síðastliðið sumar. Að sögn Svend-Aage Malmberg haf- fræðings á Hafrannsóknastofnun sem sá um mælingarnar var sett Viðkvæmni gagn- Aths. vart mengun hversu ítarlegar forrannsóknir þurfa að vera til þess að hægt sé að byggja á þeim jafn stóra ákvörðun og hér er um rætt. Kostnaður við rannsóknir er tals- verður en ekki má horfa of mikið í hann því dýrari geta orðið af- leiðingar rangra ákvarðana. Nokkra athygli vekur hversu sjórannsóknum og sjávarlífi er lítill gaumur gefinn, líkt og niðurstöður slíkra rannsókna hefðu ekkert að segja þegar metnar verða afleiðingar meng- unar. Mengunarhætta í sjó frá ál- veri er ekki minni en frá kísil- málmverksmiðju líkt og fyrirhug- að er að reisa við Reyðarfjörð en þar eru gerðar tillögur um eftir- farandi rannsóknir á sjónum og sjávarlífi (2). 1. Hafrannsóknastofnun: a) „Lagnir með síritandi straum-, hita- og seltumæli í eitt ár, alls ca. 30 mælar sem dreifast á 3 þversnið í Reyðar- firði.“ b) Athuganir á kræklingi til greiningar á málmum. 2. Líffræðistofnun Háskóla íslands: a) „könnun fjöru beggja vegna fjarðar innan um 3 km frá fyrirhuguðum verksmiðju- stað.“ b) Botndýralíf. „Æskilegt er að framkvæma yfirlitskönn- un.“ Það felur í sér könnun 30 botnstöðva á 2-3 sniðum þvert yfir fjörðinn og sunddýr verði veidd á 10 stöðum. Þess er ennfremur getið að æskilegt væri að kanna botndýralífið á lengri tíma t.d. á fáeinum stöðum á 3ja mánaða fresti í 3- 4 ár, til þess að fá fullkominn samanburð. Reynslan sýnir að oft er ekki far- ið að vinna að ítarlegum forrann- Mat á þörf hreinsunarstigs Arnarneshreppur Glæsibæj arhreppur x' Þörf á III. stigs hreinsun verði Dagverðareyri er aðeins 6 km innar við fjörðinn en Dysnes, dalurinn er jafn breiður og fjörð- urinn að vísu helmingi mjórri (3 km), en hingað til hefur ekki ver- ið talað um verulega hættu á sjáv- armengun frá álveri. Ekkert bendir til þess að veðurskilyrði við Dysnes séu svo ólík að meng- unarefni í lofti berist þaðan ekki einnig inn og út með firðinum. Ekki er ljóst hvaða umhverfis- ástæður aðrar en landbúnaður gera kröfur um III. stigs hreinsun við Dagverðareyri, og ekki eru til staðar við Dysnes. Telja verður að frá byrjun sé rétt að gera einn- ig ráð fyrir III. stigs hreinsun við Dysnes. í fyrrnefndri skýrslu staðar- valsnefndar er nokkuð fjallað um umhverfisrannsóknir og hver hlutur þeirra er við ákvörðun um staðsetningu álvers, þar segir. „Ef böndin berast að svæði sem er viðkvæmt fyrir mengun, eins og t.d. Eyjafjarðarsvæðið og Geldinganes er að líkindum nauðsynlegt að gera ítarlegar for- rannsóknir áður en áliðju yrði endanlega valinn staður þar“. Á öðrum stað segir á þessa leið. „Vegna landfræðilegra skilyrða við Eyjafjörð er hins vegar sér- stök þörf á að rannsaka sem best veðurfar og lífríki á þessum slóð- um og hefur staðarvalsnefnd þeg- ar hlutast til um slíkar athuganir vegna almennra verkefna sinna. Einnig þarf síðan að gera líkan- útreikninga á sennilegri dreifingu mengunarefna frá álveri á þess- um stað.“ allmikil v.landbún. 1+11+(III)? mikil v.landbún. og af umhv.ást. 1+11+111" athuguð áður en ákvörðun verður tekin. út eitt dufl með tveimur mælum, annar var á 10 m dýpi og hinn á 35 m (5 m yfir botni). Mælarnir skráðu á 10 mínútna fresti hita, seltu, straumhraða og stefnu. Á Hafrannsóknastofnun er til eitthvað af gögnum um hita og seltu í Eyjafirði sem verið er að vinna úr samhliða nýju mæling- unum. í „Aðaláætlun" staðarvals- nefndar frá 16.11. 1983 er gert ráð fyrir að dreifingarspá loft- mengunar verði lokið um næstu áramót og mat á afleiðingum mengunar liggi fyrir í lok apríl 1985. Það er að sjálfsögðu matsatriði sóknum fyrr en búið er að ákveða staðsetningu mannvirkis og niðurstöður umhverfisrannsókna breyta því engu um það. Er ekki kominn tími til að breyta þeirri stefnu? Heimildir: (1) Iðnaðarráðuneytið 1982: Áfangaskýrsla staðarvals- nefndar um staðarval álvers. (2) Heilbrigðiseftirlit ríkisins, Náttúruverndarráð 1982: Kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði - rannsóknir á lífríki og umhverfi. Akureyri 12. febrúar 1984 Þóroddur F. Þóroddsson jarðfræðingur. Leiðrétting varðandi mengun Emil Bóasson, starfsmaður stað- arvalsnefndar um orkufrekan iðnað, hafði samband við blaðið út af misskilningi sem fram hefði komið í grein Þórodds F. Þór- oddssonar, jarðfræðings, þar sem hann fjallaði um mengun frá ál- verum. Þóroddur taldi að mis- ræmis gætti milli texta í skýrslu staðarvalsnefndar og myndar varðandi mengun af brennisteins- díoxíði. í skýrslunni er sagt að brennisteinsdíoxíð sé 40 kg/tonn af áli og segir Þóroddur að á myndinni sé aðeins talað um 23 kg af brennisteinsdíoxíði á hvert tonn af áli. Emil benti á að rétt væri að í skýrslunni segði að 40 kg af brennisteinsdíoxíði (S02) kæmi vegna hvers framleidds tonns af áli, en á myndinni væri hins vegar um að ræða tölur yfir magn brennisteins (S), sem næmi 23 kg á hvert tonn af áli. Því væri þarna ekki um misræmi að ræða. Annars vegar væri rætt um brennisteinsdíoxíð og hins vegar brennistein, sem ásamt súrefni myndar oxíðið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.