Dagur - 29.02.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 29.02.1984, Blaðsíða 11
29. febrúar 1984 - DAGUR -11 Starfsemi Norður- landsdeildar Veiði- málastofnunar 1983 Silunganetaslöngur og teinar í byrjun september 1983 var skip- að í stöðu fiskifræðings Norður- landsdeildar Veiðimálastofnun- arinnar. Verksvið þeirrar deildar er að sjá um ráðgefandi þjónustu og rannsóknir varðandi nýtingu laxfiska í ám og vötnum. Um- dæmi deildarinnar er frá Hrúta- fjarðará að vestan til Jökulsár á Fjöllum að austan. Aðsetur Norðurlandsdeildarinnar, frá byrjun nóvember 1983, er að Hólum í Hjaltadal og er skrifstof- an í húsi bændaskólans þar. í september og október var einkum fengist við undirbúning. Teknar voru saman helstu upp- lýsingar sem fyrir lágu á Veiði- málastofnun í Reykjavík varð- andi öll árkerfi umdæmisins. Einnig var aflað tækja til rann- sókna, svo og útbúnaður fyrir skrifstofu, eftir því sem aðstæður leyfðu. Veiðifélag Víðidalsár Rækjuverk- smiðjan á Grenivík Vegna misskilnings sem orðið hefur vart við vegna fréttar Dags um rækjuverksmiðju á Grenivík er rétt að taka það fram að þegar haft er eftir Stefáni Þórðarsyni sveitarstjóra að hægt verði að safna nægilegu fé til að koma verksmiðjunni á laggirnar, þá er ekki átt við að viðkomandi aðilar hyggist ekki leita til fjárfestingar- sjóðanna. Þá er einnig rétt að taka fram að síðasta málsgrein fréttarinnar er ekki höfð eftir Stefáni, heldur er hér vitnað til ummæla Kristleifs Meldals hjá frystihúsinu Kaldbak á Grenivík. lagði deildinni til afnot af góðri víðsjá og Laxárfélagið, sem er félag stangveiðimanna við Laxá í Aðaldal, lagði til hreisturpressu. Má segja að um áramót hafi bún- aður deildarinnar verið orðinn sæmilega góður, þótt enn megi bæta um betur. í nóvember og desember var deildin kynnt veiðifélögum í um- dæminu og í samráði við þau var mörkuð sú stefna að starfsemi næstu ára skyldi fyrst og fremst beint að: 1) Könnun á þáttum sem orsaka sveiflur í laxgengd og aðgerðir sem gætu aukið og jafnað göngur fullorðinna laxa úr sjó. 2) Laxarækt í köldum ám. 3) Nýting silungshlunninda í ám og stöðuvötnum. í samræmi við ofangreind markmið var gerður stuttur rann- sóknarleiðangur í Laxá í Aðaldal og hafin var úrvinnsla gagna það- an frá árunum 1945-1960. Er ráðgert að halda því starfi áfram á næstu árum. Þá var gerð lausleg könnun á lífríki Hjaltadalsár og eldri gögn og skýrslur þaðan at- hugaðar. Þessi á er dæmigerð fyr- ir köldu árnar norðanlands og var hafin gerð laxræktunar- og rann- sóknaráætlunar fyrir ána. Loks var farið í Mývatn, veitt í gegn- um ís og rætt við bændur. Vegna mikilvægi veiðihlunninda þar er fyrirhugað að veita Mývatni sér- staka athygli í framtíðinni, í ná- inni samvinnu við aðra fiskifræð- inga Veiðimálastofnunarinnar. Mývatn er mjög sérstætt og því verður að leitast við að hefja langtímarannsóknir í öðru dæmi- gerðu silungsvatni á þessu ári. Á komandi árum er ráðgert að mest áhersla verði lögð á lang- tíma verkefni þar sem fylgst verður með breytingum fiski- stofna í ljósi tíðarfars, veiðiálags og fiskræktaraðgerða. Niður- stöður slíkra rannsókna ættu að styrkja mjög almennt ráðgjafa- starf, þótt slíkt kalli ævinlega einnig á minniháttar gagnasöfnun í viðkomandi ám eða vötnum. Á árinu 1983 var gerð ein smærri könnun á seiðastofnum Fljótaár í Skagafirði og munu niðurstöður þaðan liggja fyrir á næstunni. Þó deild Veiðimálastofnunar fyrir Norðurland sé enn í burðar- liðnum hefur þegar komið fram talsverður áhugi og stuðningur við starf hennar frá veiðifélögum og öðrum hagsmunaaðilum í um- dæminu. Ég er þessum aðilum þakklátur, en bendi á að áfram- haldandi stuðningur er forsenda þess að starf deildarinnar verði veiðimálum á svæðinu til fram- dráttar. Tumi Tómasson, fiskifræðingur. Ungmennafélag Skriðuhrepps Aðalfundur félagsins verður haldinn að Melum laugardaginn 3. mars kl. 13.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætum öll vel og stundvíslega. Stjórnin. Frá kjörbúðum KEA Góð matarkaup Stóriækkað verð á öllu svínakjöti Nú er hagkvæmt að kaupa svínakjöt í helgarmatinn Eldridansaklúbburinn! Dansleikur verður í Alþýðuhúsinu laugardaginn 3. mars 1984. Húsið verður opnað kl. 21. Miðasala við innganginn. Allir velkomnir. Stjórnin. ■■ A SOLUSKRA: Tveggja herbergja íbúðir: Kjalarsíða: Önnur hæð, svala inngangur, laus í júní. Lækjargata: Fyrsta hæð, ódýr íbúð. Skarðshlíð: Stór íbúð. Smárahlíð: Einstaklingsíbúð á 3. hæð. Hrísalundur: 2. hæð, laus strax. Þriggja herbergja íbúðir: Tjarnarlundur: Fjórða hæð, afhending samkomu- ■ 'ag- Seljahlíð: Raðhúsaíbúð. Norðurgata: Neðri hæð í tvíbýli. Eiðsvallagata: Risíbúð, mikið endurnýjuð. Oddeyrargata: íbúð í parhúsi. Norðurgata: 3. hæð, afhending samkomulag. Þingvallastræti: íbúð í parhúsi. Víðilundur: 2 hæð. Fjögurra herbergja íbúðir: Norðurgata: 1. hæð. Hjallalundur: 1. hæð. íbúðin þarfnast lagfæringar. Tjarnarlundur: 2. hæð. Laus strax. Oddeyrargata: íbúð í parhúsi. Afhending eftir sam- komulagi. Fjólugata: Einbýlishús, mjög mikið endurnýjað. Af- hending samkomulag. Fimm herbergja íbúðir: Stapasíða: Einbýlishús, ekki fullbúið. Vestursíða: Fokhelt raðhús m/bílskúr. Skipti mögu- leg á ódýrara. Verslun í Miðbænum: Innréttingar, lager og við- skiptasambönd. Einnig til sölu: Verslunarhúsnæði. Hafnarstræti: 80 fm húsnæði hentugt fyrir trésmíða verkstæði eða bifreiðaverkstæði. Vantar íbúðir á söluskrá. Simsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf Opið frá Gránufélagsgötu 4, .. _ _ efri hæð, sími 21878 Kl- >~7 e.h. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Johannsson, viöskiptafræöingur Hermann R. Jónsson, sölumaöur Fóðurstöð loðdýraræktarfélags Eyjafjarðar auglýsir - Stöðvarstjóri óskast Staða stöðvarstjóra er laus til umsóknar við væntanlega fóðurstöð loðdýraræktarfélags Eyja- fjarðar, sem staðsett verður á Dalvík. Umsóknirskulu berast skriflegar fyrir 10. mars nk. til Þorsteins Aðalsteinssonar Mímisvegi 17, Dal- vík símar 61393 og 61467 sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Loðdýraræktarfélag Eyjafjarðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.