Dagur - 02.03.1984, Side 4

Dagur - 02.03.1984, Side 4
4 - DAGUR - 2. mars 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. „Frá 1970-1979 óx mannfjöldi á Norðurlandi örlítið yfir landsmeðaltali, sem ekki hafði gerst áður á þessari öld. Einnig jukust meðaltekjur og atvinna á Norðurlandi meira en á landinu öllu. Þrátt fyrir þessar framfarir að undan- förnu, er ekki útlit fyrft nema mjög takmarkaðan hagvöxt á svæðinu á næstu árum án sérstakra aðgerða. Orsakast það af því, að fyrirsjáanlegt er að mun minni vöxtur verð- ur í framtíðinni í þeim þrem greinum sem mest hafa vaxið frá 1970. Slæmt ástand fiski- stofna og fyrirsjáanleg fram- leiðniaukning í frystihúsum leyfir vart meiri vöxt mann- afla, auk þess sem erfitt er að fá íslenskt vinnuafl til að taka að sér þessi störf. Sauma- og prjónastofur eru þegar taldar of margar og miklir erfiðleikar eru í rekstri þeirra, sem ekki er víst að leysist þannig að þeim geti fjölgað. Að auki er Skúffuáœtlun offramleiðsla í landbúnaðar- afurðum. “ Tilvitnunin hér að framan er tekin úr erindi um iðnþró- unaráætlun fyrir Norðurland, sem flutt var á Fjórðungs- þingi Norðlendinga á Akur- eyri haustið 1980. Mikil vinna var lögð í þessa iðnþróunar- áætlun, en því miður virðist hún hafa verið geymd í skúffu síðan hún var gerð. Ef til vill vegna þess, að höfund- ar áætlunarinnar gerðu það að tillögu sinni að Byggða- sjóður veitti árlega milljónum króna til iðnaðar á Norður- landi á árunum 1980-1983. Jafnframt var gert ráð fyrir að dregið yrði úr lánum til sjáv- arútvegs á Norðurlandi sem þessari aukningu næmi, þar sem þar væri ekki fyrirsjáan- leg atvinnuaukning. Ýmislegt athyglisvert kem- ur fram í þessari iðnþróunar- áætlun, m.a. er þar að finna mannaflaspá fyrir Norður- land fram til 1983. Þar kom fram, að skapa þyrfti um 100 ný atvinnutækifæri árlega, árin 1980-1983, þannig að all- ir gætu haft næga atvinnu. Þrátt fyrir það var búið að gera ráð fyrir aukningu í þeim atvinnugreinum sem fyrir eru, þar á meðal iðnaði. Þess vegna töldu sérfræðingar byggðadeildar Framkvæmda- stofnunar ríkisins nauðsyn- legt að stórefla iðnþróun á Norðurlandi. Þetta voru orð í tíma töluð þá, en því miður var þeim ekki nægjanlega sinnt, frekar en öðrum orðum í líka veru. Af því súpa Norð- lendingar seyðið nú. Enn er ekki of seint að bæta skaðann og nú er útlit fyrir bjartari tíð í íslensku þjóðlífi. Það eykur á bjartsýni athafnamanna og eykur þor þeirra og þrótt til átaka í nýj- um atvinnugreinum. Til slíkra verka þurfa þeir allan þann stuðning samfélagsins sem hægt er að veita. Ýmsir kostir eru til. Víða leynast möguleikar á frekari úr- vinnslu landbúnaðar- og sjávarafurða, hráefna sem oftast er fleygt í dag. Einnig munu vera talsverðir mögu- leikar á jarðefnaiðnaði, t.d. í Suður-Þingeyjarsýslu, og ýmsar leiðir í orkufrekum iðn- aði hafa verið ræddar. Allar hugmyndir þarf að vega og meta, en engum atvinnu- skapandi kostum má kasta frá sér að óathuguðu máli. —GS. Úlfar Hauksson. Nissan Patrol Station Wagon; 7 manna; 4 dyra með afturhlera; byggður á grind; drif á ölum hjólum; hátt og lágt drif; 4ra gíra gírkassi; sjálf- virkar framdrifslokur; diskabremsur aðframan skálar að aftan; 6 strokka dieselvél; 3.246 cm3; 100 hö (sae) við 4000 sntmín; 22 kgm við 1800 snlmín; hámarks- hraði 120 km/klst; drif- hlutfall 4.625; ZF vökvastýri. Lengd 465,5 cm; breidd 169 cm; hœð 180 cm; hjólahaf 297 cm; þyngd 1850 kg;fríhœð 21,5 cm. Verð ca. 710.000; gengi 20.01.84. Innflytjandi: Ingvar Helgason. Umboð: Bifreiðaverk- stœði Sigurðar Valdi- marssonar Óseyri 5a Akureyri. Stór og stœði- legur Gripið í stýrið á Nissan Patrol ari hæggengu dieselvél. í bílnum er 24 volta rafkerfi og hann er búinn margvíslegum búnaði. Nissan Patrol Station Wagon er „vinnubíll“ fyrir þá sem þurfa mikið pláss og mikla burðargetu (fáanlegur sem „van“ með meiri burðargetu) en eru til með að fórna einhverju af þægindum í staðinn. Á dögunum gafst „bíldárum" Dags kostur á að grípa í einn af hinum mörgu jeppum sem birst hafa hér á síðustu árum. Petta var Nissan Patrol Station Wagon sem er jeppi af stærri gerðinni, álíka stór og Jeep Wagoneer og Toyota Land Cruiser Station. Nissan Patrol Station Wagon er 4 dyra 7 sæta skutbíll með tví- skiptum afturhlera. Bíllinn er sterklegur að sjá, virðist ekki við- kvæmur að neðan og því raun- verulegur torfærubíll, þó ýmsum finnist hann heldur langur og þungur fyrir torfæruakstur. Innréttingin er svipuð og í venjulegum japönskum fólksbíl, þægilegir stólar að framan, tví- skiptur 3ja manna bekkur í miðj- unni og 2ja manna aukasæti aftast. Útsýni er gott og stærð bílsins er ekki jafn áberandi þeg- ar setið er í ökumannssæti og hún er þegar staðið er utan hans. Bíllinn er með stífar hásingar og á blaðfjöðrum bæði að framan og aftan. Fjöðrunin er mjög stíf en þó ekki beinlínis óþægileg á sæmilegum vegi. Auðvitað er hátt og lágt drif á bílnum og hann virtist vel frambærilegur í vondri færð eftir því sem hægt var að reyna slíkt. Vökvastýrið er ekki af allra léttustu tegund en er fremur nákvæmt og veldur því að þessi stóri bíll er býsna viðráðan- íegur í bæjarsnatti. Bremsurnar eru ágætar. Nissan Patrol er fáanlegur með bensín- eða dieselvél en hefur aðeins verið fluttur inn til íslands með dieselvél. Vélin í bílnum sem við ókum er 3,3 lítrar, 100 hö. (sae) og hentar ágætlega í bíl af þessu tagi ef menn krefjast þess ekki að hægt sé að aka þess- um stóra og þunga jeppa eins og sportbíl, því bíllinn er eðlilega fremur þunglamalegur með þess-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.