Dagur - 02.03.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 02.03.1984, Blaðsíða 5
2. mars1984-DAGUR-5 FM 103 Útvarpsstjórar í Útvarp Glerárskóli með hluta af kveðjunum sem bárust. Myndir: ESE. Útvarp Glerárskóli „Útvarp Glerárskóli - góðan daginn." Þetta er ávarp sem íbúum í Glerárþorpi og víðar og nemendum í Glerárskóla er enn í fersku minni. Ávarpið á rætur sínar að rekja til útvarps- sendihga nemenda í starfsviku en þessi nýbreytni mæltist mjög vel fyrir hjá þeim sem nutu þessara sendinga. Dagur heimsótti „útvarpsstöð- ina" dag einn í miðri starfsviku en þá höfðu Glerárskólamenn verið „í loftinu" eins og það heit- ir á útvarpsmáli um tveggja daga skeið. Fimm hressir strákar úr níunda bekk sáu um að halda uppi dampi á radíóinu en þegar við litum þar inn þá voru þeir Ingvi Þór Björnsson, Sigmundur Björnsson, Reynir Pálsson, Sig- urður Ari Tryggvason og Viðar Víkingsson, plötusnúður á vakt. Verið var að útvarpa kveðjum frá nemendum og kveðjunum fylgdu hin og þessi óskalög. - Þetta er búið að vera rosa- lega skemmtilegt en jafnframt strembið, sögðu strákarnir er blaðamaður Dags náði tali af þeim á milli laga. - Við vorum eiginlega ekkert undir þessar útvarpssendingar búnir og satt'best að segja þá fréttum við ekki af því að þetta stæði til fyrr en kvöldið fyrir fyrstu sendinguna. Við drifum strax í að setja tækin upp eftir að ljóst var að við höfðum leyfi Pósts og síma og útvarpsstjóra og kl. 12 á hádegi á miðvikudag var Útvarp Glerárskóli orðið stað- reynd. - Hvaða efni eruð þið aðallega með? - Pað eru aðallega lög og kveðjur en eins höfum við reynt að fylgjast með því sem er að ger- ast innan veggja skólans. Þá má nefna að við höfum valið vin- sældalista út frá þeim lögum sem beðið hefur verið um og þennan topp tíu lista höfum við spilað hér í stöðinni. - Hvaða lag er vinsælast? - Það er tvímælalaust gamla Slade-lagið, Cum feel the noise með hljómsveitinni Quiet Riot. - Vitið þið hvort stöðin heyrist víða í bænum? - Sendingarnar hafa heyrst vel hér í Þorpinu og eins höfum við frétt af mönnum í miðbænum og uppi á Brekku sem hafa heyrt sendingarnar. Viðbrögð fólks eru bara jákvæð og flestir virðast ánægðir, sögðu strákarnir og snöruðu annarri plötu á fóninn. -ESE. Fjölskyldunámskeið 5. mars til 28. mars nk. verður haldið fjölskyldu- námskeið um áfengisvandamál, einkum miðað við aðstandendur alkoholista. Námskeiðið stend- ur 12 kvöld kl. 20-23 og verður haldið í Brekku- götu 8. Gjald kr. 500,- Nánari upplýsingar gefur Félagsmálastofnun s. 25880 að deginum og Albert Valdimarsson, s. 25880 kl. 16-18. Þátttaka skal og tilkynnt í þenn- an síma. ' . . . Samstarfshopunnn. FRA SULNABERGI: Fjölskylduiilbod sunnudaginn 4. mars Hádegis og kvöldverður , Blómkálssúpa Londonlamb Mocca fromage kr. 225.- Dansleikur laugardagskvöldið 3. mars Húsið opnaö xkl. 22.00. HOTEL KEA AKUREYRI Harmonikuunnendur við Eyjafjörð Fjölskylduskemmtun verður á sunnudaginn 4. mars" í Sjallanum kl. 3 e.h. Kaffi, kökur og gosdrykkir. Unglingar frá dansskóla Sigvalda sýna. Félagar, takið með ykkur nikkuna og munnhörpuna. Nokkrir þátttakendur geta komist að á námskeiði til meiraprófs bifreiðastjóra sem hefst á Akureyri þann 7. mars nk. Bifreiðaeftirlitið. ÚTBOÐ hf^Virkir hf. Fyrirhönd RARIK - Kröfluvirkjunar er óskað eftir tilboðum í smíði forsteyptra undirstaða fyrir safnæðar, samtals 110 stk. Verkinu skal lokið fyrir 1. júlí nk. Útboðsgögn eru til afhendingar hjá Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen (VST hf.), Glerárgötu 36, Akureyri, gegn skilatryggingu kr. 2000. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Kröfluvirkjunar, Strandgötu 1, 3.h., Akureyri, föstudaginn 16. mars nk. kl. 11.00. '¦•v* tV«tiu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.