Dagur - 02.03.1984, Page 6

Dagur - 02.03.1984, Page 6
6 - DAGUR - 2. mars 1984 Tíu litlar diskódísir dönsuöu í 28 klukkustundir, í maraþon diskókeppni í Dynheimum um síðust helgi. Pað voru alls 89 unglingar sem byrjuðu dansinn-þar af aðeins8strákar-og eftir 28 tíma voru 10 stelpur eftir. Og dómnefndin átti satt best að segja í basli við aö meta hver væri sigurvcgarinn. En eftir að hafa fundað lengi, haldandi áhorfcndum og kepp- endum í nagandi spennu, dreif dómarinn sig upp á svið og tilkynnti sigurvegarann: Rannveig Ármannsdóttir. Að launum hlaut hún bikar einn skínandi fagran. En myndirnar segja mest um málið. - KGA Rannveig Ármannsdóttir, sigurvegari ■ maraþon diskódanskeppni Dynheima 1984, hampar glæsilegum bikarnum. Myndir: KGA Gripið í bók á meðan dansað er. Plötusnúðarnir höfðu ■ snúast. Það voru alls 89 unglingar sem hófu keppnina. Vísmþáttur Þátturinn hefst með þessari af- burða snjöllu vísu eftir Pál Helgason: Hvergi má ég yndisyl orðið lengur finna. Ösku brunnir eru til eldar vona minna. Næsta vísa er einnig eftir Pál. Hún var send Karli Ágústssyni í Litla-Garði sextugum, af vinnufélögum hans ásamt ein- hverri glaðningu: Pegar sál þín fer á flakk til fegri heima og betri óskum við að hest og hnakk hljótir þú hjá Pétri. Þá koma vísur sem Guðmundur Stefánsson frá Hrafnhóli kvað í hópferð um Sprengisand: Hér er auðnin illa farín, uppblástur um löndin þver. Bjartan leit ég Bárðardalinn, Bólstað, Mýrí og Víðiker. Pessi fegurð segir sitt, sýnir margt í töfraveldi, landið mitt og landið þitt laugað sól á júlí-kveldi. Gleðilegt að gaf á ný góða sýn til landsins. Mosavinjar eru I auðnum Sprengisandsins. Húsfreyja Guðmundar var ekki með í þessari för og var hann mjög á það minntur. Hann kvað af því tilefni: Guðmundur á langt í land, lífsins fjötrum sleginn. Fjólulaus hann fer um sand fjarska niðurdreginn. Þessa kvöldvísu kvað Friðjón Jónsson frá Hrauntanga á Öxar- fjarðarheiði: Pokuslátt um landið lágt leiðir áttastrengur. Svefninn máttinn sigrar brátt. Sól í háttinn gengur. Sigurbjörn K. Stefánsson bjó til dauðadags í Reykjavík, en hug- ur hans leitaði þráfalt til Ös- landshlíðar við Skagafjörð, þar vagga hans stóð: Einn á báti árum tveim á ævidjúpið róinn kvölds og morgna hugsa heim um Hlíðina mína og sjóinn. Lífs við stjá er líður hjá er líkn að fá að gleyma hversu þrái sárt að sjá sundin bláu heima. Sigurbjörn kvað einhverju sinni þá illviðri dundi á höfuðborg- inni: Austri á roki og rigningu ergjöfull, rennblotnar skinn og flík. Andskotans bölvaður illviðrisdjöfull er þessi Reykjavík. Sigurbjörn sá hvar tveir karlar ræddust við og auðvitað voru báðir klæddir gæruúlpum í ros- anum. Hann kvað: Blés um kempur kaldur blær, kollanna blöktu hærur. Höfðu í notkun tungur tvær og tvennar sauðagærur. Jón Bjarnason.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.