Dagur - 02.03.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 02.03.1984, Blaðsíða 7
2. mars 1984-DAGUR-7 .J^éttlyndi er aðalatriðið" - Rögnvaldur fyrrum ráðhúsherra á símalínunni - Hver er á línunni? - Rögnvaldur Rögnvaldsson. - Ráðhússherrann fyrrver- andi? - Já, sá er maðurinn. - fívað hefur þú dundað við síðanherradómi lauk? - Síðan ég var nú rekinn fyrir aldurs sakir frá bænum, þá hef ég rekið tóbaks- og sælgætisverslun í Brekkugötu 5, í húsnæði sem ég á sjálfur. Þar sinni ég listinni líka, því nú stendur þar yfir sýning á myndum eftir Þórð frá Dagverð- ará, sem er heimsfrægur málari. Hann hefur haldið sýningu í London og svo kom mynd af hon- um á Kodak-almanaki. Hann er því þekktur þó hann sé hlédræg- ur! - Þú varst kaupmaður hér áður fyrr, ertu ef til vill að yngjast upp ? - Ja, mér finnst ég ekkert eldast. Ég gerði einu sinni um það eftirfarandi vísu: Ég er yngri en ígær orðum mínum trúið; ¦ elli kerling á mig fær ekki vitund snúið. - Kominn í kaupmennskuna afturja, en varst eldrauður sósíal- isti þegar þú komst fyrst til Akur- eyrar. - Já, ég var andskoti rauður þá maður. - Ertu ef til vill farinn að hall- ast að bláa litnum núna? Hverjir eru þínir menn í dag? - Mínir menn, sko ég hef alltaf verið á vinstri vængnum, en það er nú orðið svolítið erfitt að gera upp á milli þeirra sem þar eru. Sósíalistaflokkurinn og síðar Alþýðubandalagið áttu að vera þar kjölfestan, en þegar syrti í ál- inn hjá Rússunum komu frjáls- lyndir og síðar Bandalag jafnað- armanna og kvennalistar og þetta allt saman. Qg allir róa á sömu miðin. Ekki má heldur gleyma aumingja krötunum. Sósíalista- flokkurinn hefur ekki verið nógu víðfeðmur til að innbirða allt þetta dót, sem hann ætti að geta haft á sínum snærum. Svo skeður það, að einn harðsvíraðasti sjálf- stæðismaðurinn, Albert Guð- mundsson, þeysir fram á völlinn og semur fram hjá öllum um jafnt kaup fyrir lýðinn. Allt skal jafnt, enda fær hann bágt fyrir hjá þeim sem ekki þekkja talentubúskap- inn. Albert já, hann er minn maður, þannig lagað. Og ég býst nú við.því, að þó ég þykist vera sósíalisti og sé það að eðlisfari, þá er ég afar mikill einstaklings- hyggjumaður og einráður í mér feykilega og geri lítið með það sem aðrir segja mér. Ég hafðí samkennd með þrælunum, þegar þeir voru drepnir úti í Vest- mannaeyjum, en náttúrlega stóð ég með Ingólfi. Já, auðvitað. - Hvernig gengur kaup- mennskan? - Hún hefur gengið sæmiiega. Akureyringar eru mikið fyrir sæl- gæti og þeir reykja bara töluvert. Og ég hef gaman af að vera þar sem ég hitti fólk, sem ég get talað við og látið tala við mig. Annars má vera að það fari oftar þannig, að ég tali, en viðskiptavinirnir hlusti með þolinmæði. - Þú þekkir kaupmennskuna frá gamalli tíð? - Já, ég verslaði líka þegar ég sá um náðhúsin fyrir bæinn undir kirkjutröppunum, til að hafa upp í kaupið mitt, því þá var ekki borguð svona uppbót, staðarupp- bót og vaktaálag. - Verslaðirþú með smokka? - Já, ég verslaði með marga hluti. Svo varlég með barnafata- verslun sem hét Hlín. - Er það satt, að þú haíir gert gat á smokkana, til að auka söl- una í barnafötunum? - Nei, þeir sögðu þetta nú um mig brandarakarlarnir. En það getur svo sem vel verið að mér hafi þótt heppilegt að hafa þetta á orði. - Hvað varst þú lengi hjá bænum? - Ég var í 16 ár í ráðhúsinu og annan eins tíma á klósettunum. Ég var því 32 ár hjá bænum, enda hef ég góð lífeyrissjóðslaun, tæp tíu þúsund á mánuði... - Saknarþú ráðhússins? - Já, að sumu leyti, því þar var góður andi, ótrúlega góður andi á svona stórum vinnustað. Og góður húsvörður þarf að vera fað- ir allra anda sem eru svífandi yfir vötnunum. Hann heyrir allt og sér allt, en má aldrei segja neitt frá því sem hann sér og heyrir. - Skildir þú þessa anda eftir? - Það var góður maður sem tók við, hestamaður eins og ég, að minnsta kosti var hann það. - Hvernig finnst þér þeim far- ast stjórnin á bænum síðan þú lést þetta eftirþeim? - Ég stjórnaði nú aldrei miklu, þó dnhvern tíman væri sagt í skálaræðu, að ókunnugir í ráð- húsinu héldu að Rögnvaldur væri bæjarstjórinn, ef rétti bæjarstjór- inn væri ekki við. En hann bætti því við, að þegar þeir heyrðu í Hlín konunni hans, þá vissu allir að það væri hún sem stjórnaði á bænum!! En ég held að eftirmað- ur minn stjórni bænum ekki mikið, en hann heldur húsinu vel við og hefur í mörgu að snúast. Þess vegna orti ég um hann í veislu með fyrrverandi samstarfs- fólki: Þessi eftirmaður minn mörgu þarf að sinna því ennþá heldur engillinn að hann þurfi að vinna. Ég hef sennilega ekki sett hann nægilega vel inn í starfið í byrjun, en ég vona nú að hann komist að því fyrr en síðar, að það er ekki ætlast tíl þess að húsverðir vinni mikið!! - Hvernig er hægt að eldast, án þess að verða gamall? - Léttlyndi, það er fyrsta atrið- ið. Það þýðir ekkert að fárast yfir því sem gert er. Hafir þú týnt hundrað kalli eða eytt fimm- hundruðkalli í brennivín, þá er það bara búið og gert og dugir ekki að barma sér. En hóf er á öllu best, nema á gleðinni, maður gerir aldrei of mikið af því að vera glaður og kátur. Skuldið aldrei neinum neitt, sagði Kristur, nema velvildina. - Þetta eru spádómsleg loka- orð Rögnvaldur, þakka þér spjall- ið og lifðu vel. Blessaður. - Blessaður góði. -GS. Frá kjörbúðum KEA Munið sprengidaginn Úrvals saltkjöt og baunir rófur og gulrætur Kjörbúdir Iðntæknistofnun mM íslands mun halda kynningarfund um starfsemi stofnun- arinnar og iðnaðarmál á Hótel KEA föstudaginn 9. mars nk. kl. 14.00t.il 17.00. Dagskrá: 1. Kynning á starfsemi ITÍ. 2. Aðstoð ITÍ við iðnþróun á Norðurlandi. 3. Iðnþróun í SA.-Asíu. 4. Gæðahringir. 5. Önnur mál. Á fundinn mæta dr. Ingjaldur Hannibalsson for- stjóri, Sigurður Guðmundsson verkefnisstjóri og Hermann Aðalsteinsson námskeiðsstjóri. Allir áhugamenn um iðnað velkomnir. Iscross laugardag og sunnudag Hefst kl. 14.00 báða dagana. Komið og sjáið spennandi keppni. Hér ráðast úrslitin í íslandsmeistarakeppninni. Fjölmennið. Bílaklúbbur Akureyrar Bifreiðaíþróttaklúbbur Húsavíkur Bílgeymsla Slökkvistöð Akureyrar þarf að taka á leigu húsnæði fyrir 1 til 2 slökkvibíla, frá og með maímánuði. Húsnæðið þarf að vera upphitað með stórum dyr- um og gjarnan sem næst núverandi slökkvistöð. Þeir sem hugsanlega hafa húsnæði til leigu eru beðnir að koma upplýsingum um það til slökkvi- liðsstjóra. Slökkviliðsstjóri. /STAJDARNEM! ÖU hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. mIumferoar UrAd

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.