Dagur - 02.03.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 02.03.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-2. mars1984 „Ég er einungis í stuttri heimsókn núna, en það er rétt, mig langar heim til Akur- eyrar. Hvort ijrþví verður veltur á því , hvört mínir heima- menn eru tilbúnir að taka við mér aftur. Ég hef verið eins og „Flökku-Jói" út um allan heim, en eftir því sem ég hef fariö\ víðar hefur mér skilist betur og betur, að heima er best. Við erum að tala um kreppu og sultarlíf við grjónagraut, en skoðiði heiminn. Víða má sjá menn bryðja skósólana sína - og þykja það gott. Ég er búinn að fá nóg, - ég er kominn heim." Það er Óðinn Valdimarsson, sá- sem söng um Einsa kalda úr Eyjun- um, FlökkuJóa, Kela í kjallaranum og ýmsa aðra ævintýramenn, sem hefur orðið í helgarviðtali. Ef til vill hefur snefill af þessum ævintýrahetj- um blundað í Oðni. Hann varð ung- ur vinsæll dægurlagasöhgvari, en það ljúfa líf sem er í snertingu við það starf var freistandi og það sigraði Óðin. Hann náði að verða einn vin- sælasti dægurlagasöngvarinn héi á landi, og jafnframt einn sá tekju- hæsti. Síðan hrapaði stjarna hans fyr- ir Bakkusi, sem hafði völdin meira og minna í ein 25 ár, en á þeim tíma var „Einsi kaldi" í siglingum um heimshöfin. Nú er Óðinn 48 ára og telur sig hafa náð Bakkusi í stofu- fangelsi, eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir. En enn eru spnmgur í fang- elsinu, þó Óðinn telji sig vera búinn að ná yfirhöndinni og hann trúir á betra líf. Baldinn krakki Óðinn er fæddur á Eyrinni á Akur- eyri, sonur Valdimars Kristjánssonar og Þorbjargar Jónsdóttur, sem bæði eru látin. Eg spurði hann um barns- árin og strákapör. „Já, ég er „Eyrarpúki", fæddur og uppalinn í Fróðasundi 11. Og ég þótti baldið barn; mér datt í hug að gera ýmislegt sem öðrum börnum datt aldrei í hug. Jú, ef til vill hefur þeim nú dottið það í hug, en þau létu það fæst eftir sér að framkvæma það sem ég gerði." Nú hlær Óðinn sínum hvella dill- andi hlátri, en ég bið hann um dæmi, svo ég geti hlegið með. „Ætli ég hafi verið nema 7-8 ára þegar ég var farinn að reykja njóla í garði granna míns, þar sem njóla- rækt var í miklum blóma. Það hafa eflaust margir reynt þetta, en mjór er mikils vísir, vinur minn. Það leið ekki á löngu þar til ég fór að fikta við alvöru reykingar, sem enduðu með því að ég var farinn að reykja þrjá pakka á dag. Það á eflaust sinn þátt í þeim kransæðasjúkdómi, sem ég hef átt við að stríða. Enda sagði læknir- inn minn, Guðmundur Oddsson, þegar ég sagði honum hvers konar stórreykingarmaður ég væri: Ég hefði nú ávarpað þig Óðin heitinn ef ég hefði vitað þetta! Mér hefði verið nær að hlusta á mömmu, sem oftar, þegar hún var að biðja mig að byrja nú ekki á þessum ósið. Aðalleikfélagar mínir voru Valur Þorsteinsson, Viðar Pétursson og Jón Stefánsson. Fleiri komu við sögu í okkar leikjum, en við fjórmenning- arnir vorum kjarninn. Hinir fengu að vera með. Við gengum í Skátafélag Akureyrar hjá Tryggva Þorsteins- syni, en þar vorum við ekki lengi. Við vorum staðnir að því að reykja og þar með vorum við allir reknir á stundinni. Við vorum náttúrlega ægi- lega sárir og reiðir, þóttumst órétti beittir, hvernig sem það mátti nú vera, og hugðum því á hefndir. Þeim tókst okkur að koma fram þegar fyrr- verandi félagar okkar voru í svo- nefndum örvaleik. Þá fara foringj- arnir fyrir og strika örvar í jarðveg- inn, sem undirsátarnir eiga svo að rata eftir. Við vissum af þessu og komumst á milli foringjanna og undirsátanna og breyttum örvastefn- unni. Áður en upp komst vorum við búnir að leiða hópinn lengst inn í Innbæ, en foringjarnir biðu öskureiðir í Gunnarshólma við Gránufélagsgötu. Þá þóttumst við nú góðir! Hallelúja, sagði söfnuðurinn Það var mikið sport að búa til „kín- verja" síðustu daga ársins og ýmis hráefni notuð. Eitt sinn nappaði ég haglaskotum frá pabba, plokkaði úr þeim púðrið og útbjó tvær ógurlegar bombur. Daginn fyrir gamlársdag ákváðum við að prófa aðra þeirra, þannig að við værum þá vissir um að eiga einn virkan „kínverja" á gaml- árskvöld. Ég kom „kínverjanum" fyrir á kolakassa við hús Fíladelfíu- safnaðarins - og það var nú ekki til að skemma stemmninguna, að sam- koma stóð sem hæst hjá söfnuðinum. En það varð bið á því að „bomban" kæmi, því kveikurinn var af vanefn- um gerður. En allt í einu lét „kín- verjinn" heldur betur í sér heyra. Það skipti engum togum, kolakass- inn rauk í frumeindum til himna og safnaðarfólkið kom hlaupandi út fórnandi höndum; hallelúja, heims- endir!! Ég gekk venjulega leið um skóla, en ég mátti ekki vera að því að læra. Þó gekk mér það ekki illa, ef ég á annað borð gaf mig að lærdómnum. Ég komst þó í gegn um landspröf, náði stórglæsilegum árangri, fékk 6.01 í aðaleinkunn!! Sjálfsagt hef ég notið góðvildar einhvers, því hefði ég fengið 6.0 var ég fallinn. Sverrir Pálsson var meðal kennara minna. Hann sá svart þegar hann sá mig og ég sá rautt þegar ég sá hann. Þess vegna gerði ég honum allt til miska Upphaf sóngsins - En hvernig stóð nú á því að þú fórst út í dægurlagasöng? „Það var skemmtileg tilviljun. Þannig var að efnt var til keppni í dægurlagasöng á Hótel Norðurlandi, sem þá var aðalskemmtistaðurinn hér. Þetta var gert til að finna efni- lega dægurlagasöngvara. Haukur vinur minn Jakobsson, öðru nafni „Haukur Dúdda", var einn af þeim sem gáfu sig fram í keppnina, en mig minnir að þarna hafi verið skráðir 15-18 söngvarar. Nú, Haukur leyfði mér að fara með sér á æfingar, en þá var ég 15 ára. Þegar leið að skemmt- uninni skall pestarfaraldur yfir bæinn og söngvararnir heltust tír lestinni hver af öðrum. En það var búið að auglýsa skemmtunina og allir miðar löngu uppseldir. Karl Adólfsson og Ingimar Eydal voru helstu mennirnir við undirbúning keppninnar og þekktir fyrir annað en að standa ekki við sitt. Þeir vildu því að keppnin færi fram og það varð úr að ég söng nokkur lög, sem ég hafði lært með því að fylgjast með æfingunum. Og það sem meira var, ég varð að byrja því ég mátti ekki vera Iengur en til hálf tólf inni í húsinu vegna aldurs- ins. En mér var tekið frábærlega, enda krakki með krakkarödd. Og þarna söng ég bæði á sænsku og ensku án þess að hafa hugmynd um hvað ég var að segja. Á meðan ég var í Gagganum var ég að gutla í hljómsveit með Óla Fossberg, Ágústi Sigurlaugssyni, Jóni Viðari og fleiri góðum mönnum. Þá lamdi ég trommurnar og er örugg- lega lélegasti trommuleikari sem uppi hefur verið. Síðan komu þrír strákar að sunnan, þeir Reynir Sig- urðsson, Edvin Kaaber og Þórarinn Ólafsson, og þá vantaði trymbil. Hvernig sem á því stóð var þeim bent á mig, þennan snilling!! En ég fór í hljómsveitina, sem hét Rúbin-kvart- ettinn. Fyrst sá ég um trommurnar, en síðan var ég skikkaður í sönginn." Einsi kaldi og fleiri hetjur fæðast Nú var hjólið tekið að snúast hjá söngvaranum Óðni Valdimarssyni. Eftir Rúbín-kvartettinn fór hann í Atlantic, þar sem fyrir voru Ingimar Eydal, Finnur Eydal, Sveinn Óli vinur minn bæri kostnaðinn af veisíu- haldi hljómsveitarinnar, því alltaf greiddi hann hæstu sektirnar blessað- ur." Á þessum tíma komu margar hljómplötur með söng Óðins og flest lögin urðu vinsæl. Einsi kaldi úr Eyj- unum, Keli í kjallaranum (dúa), Ut- laginn, og Ég er kominn heim, heyr- ast jafnvel enn á öldum Ijósvakans af og til. Launin voru þá tuttuguföld verkamannalaun. En botninn datt úr samstarfinu við KK. Þá tók hljóm- sveit Karls Lilliendahl við, en síðan lá leiðin norður. Hvers vegna? Bakkus byrjaður að vinna á „Auðyitað var Bakkus farinn að vinna á og hann var raunar þegar byrjaður á sínu verki í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Það þurfti bein til að standa í þessu. Ég man eftir því eftir eitt ballið með KK á Vellinum, að ég taldi 40 glös eftir mig, glös sem ánægðir gestir höfðu sent mér. Svona var þetta ball eftir ball. Ég er þó ekki að kenna velunnurum mínum um hvernig fór. En svona starf er ekki fyrir veikar og áhrifagjarnar sálir eins og mig. Ég er klár á því, að ef ég hefði verið einum 20 árum seinna á ferðinni sem vinsæll dægurlagasöngv- ari, þá væri ég löngu dauður sem eit- urlyfjaneytandi. Hins vegar var ég ekki farinn að viðurkenna drykkjuna sem vandamál og það var ekici henn- ar vegna sem ég hætti með KK. Ég vildi breyta til, taldi mig of ungan fyrir þeirra músík og fór norður aftur." Eftir heimkomuna var Óðinn um tíma með eigin hljómsveit, en síðan tók hann upp samstarf aftur við Ingi- mar Eydal og félaga og aftur var vett- vangurinn Alþýðuhúsið. Síðan lá leiðin yfir í Sjálfstæðishúsið þegar það var opnað árið 1963 og þar var Óðinn með hljómsveit Ingimars í nær 2 ár. En þá var komið undir leiðarlok í söngnum. „Já, það hallaði alltaf undan," seg- ir Óðinn. „En þegar þarna var komið var ég hættur að drekka „með" gest- unum, eins og gerðist í upphafi. Nú mætti ég með mína flösku á staðinn og drakk hana í laumi. Síðan voru drykkjuveislur eftir böll og jafnvel daginn eftir. Ég var að koma heim þegar aðrir voru að fara til vinnu. — Opinskátt viðtal við Óðin Valdimarsson um fall hans fyrir Bakkusi og þeirra þrautagöngu sem ég gat, þó ég gerði mér náttúr- lega verst með því sjálfum. Eitt sinn var hann að tala um einhvern frægan Frakka í sögutíma. Ég fylgdist með því sem hann var að segja, en þóttist samt góna út um gluggann og fylgjast með því sem þar var að gerast. Ég vissi að þetta var það versta sem ég gat gert honum í tíma. Enda fór það svo að hann sneri sér eldsnöggt að mér og hvæsti: - Um hvaða Frakka var ég að tala, Óðinn? - Rykfrakka, sagði ég að bragði. Með það sama sveif ég út, mig vant- aði ekkert nema vængina til að geta flogið. En þetta jafnaði sig síðar og ég vona að við Sverrir séum engir óvildarmenn lengur. En þessi landsprófseinkunn dugði mér eðlilega ekki til langskólanáms, þannig að ég fór í iðnnám, lærði prentverk. Það nám var stundað af álíka mikilli ræktarsemi og annað nám áður og ég held að við Haukur Morthens eigum lægstu prentarapróf sem tekin hafa verið fyrr og síðar. Og erum stoltir af!! Við fengum báð- ir lægstu mögulegu einkunn, án þess að falla! Þú sérð því að ég hef ekki verið neinn engill." Jónsson, Edvin Kaaber og síðar bættist Helena Eyjólfsdóttir víð. Þessi hljómsveit varð landsfræg, sér- staklega fyrir stanslaust stuð í Al- þýðuhúsinu um árabil. Síðar tóku aðrar merkar hljómsveitir við hjá Óðni, m.a. var hann 'með KK-sext- ettinum í tvö ár, en hvers vegna fór hann suður? „Blessaður vertu, það var frægðin sem freistaði mín, auk þess sem betri laun voru í boði. Atlantic, með Ingi- mar Eydal í fararbroddi, lyfti mér upp og með þeim söng ég inn á fyrstu hljómplötuna. Þá fóru hjólin fyrst að snúast fyrir alvöru og ég var orðinn „nafn". En þegar tilboð kom frá KK- sextettinum þá stóðst ég það ekki, enda var mjög gaman að vinna með þeirri hljómsveit, sem var ein sú besta hérlendis þá. Þar var pottþétt og vönduð vinna. Við æfðum síðari hluta dagsins og spiluðum á kvöldin. Og menn voru sektaðir um 10 krónur fyrir hverja mínútu sem þeir komu of seint. Þessum sektargreiðslum var síðan safnað í einn sjóð, sem stóð undir kostnaði við árlegt skemmti- kvöld hljómsveitarinnar. En það mátti segja með sanni, að Jón Páll Auðvitað var ég ekki samstarfshæfur í hljómsveit og þess vegna varð ég að hætta. Ég fór fyrst austur á Reyðar- fjörð og var þar í verkmannavinnu í mánuð, en síðan ætlaði ég á vertíð í Eyjum. Þar var mér tekið eins og kóngi, því verkstjórinn vissi ekkert hvað hann átti að láta landsfrægan söngvara hafast að. Hann lét mig labba á eftir sér í heila viku, en síðan var ég látinn í að mála hjólbörur og mátti haga mínum vinnutíma eins og ég vildi. Þegar ég var búinn að mála allar hjólbörurnar á frystihúsinu lét ég verkstjórann vita. Fínt, sagði hann, þá byrjar þú bara á þeim fyrstu aftur. Þar með sagði ég upp og fór til Reykjavíkur. Þar réði ég mig í hljómsveit hjá Guðjóni Pálssyni og við lékum á Borginni. Þar var ég full- ur í heilt ár. En drykkjusiðirnir höfðu breyst. Nú var ég farinn að leggja meiri áherslu á að fela meinið. Ég reyndi að verða ekki fullur, en ég var alltaf með víni, alltaf sullandi. Mér tókst meira að segja að blekkja Pétur heitinn. á Borginni, þann sómamann. Hann sagði við mig þeg- ar ég fór, að það væri slæmt að missa svona góðan mann, sérstaklega þar sem ég notaði ekki áfengi. Þannig blekkti ég bæði sjálfan mig og aðra." - Varstu eitthvað líkur Einsa kalda úr Eyjunum á þessum árum? „Ha, ha, kannski, og þó held ég ekki. Ég var nefnilega ekki eins mik- ið upp á kvenhöndina eins og margir vilja halda. Ég sóttist eftir drykkju- veislunum og brennivíni. Það voru mínar ær og kýr. Síðan flúði ég til Noregs, ákveðinn í að hætta söngnum, því ég kenndi honum um drykkjuna." / útilegu í 6 ár - Hvað tók við þar? „Bjór og meiri drykkja. Ég var með eitthvað af peningum og bjó því til að byrja með á góðu hóteli. En þegar gekk á sjóðinn færði ég mig neðar og neðar og alltaf urðu hótelin lélegri og lélegri. Þetta gekk í 28 daga, en að morgni þess 29. vaknaði ég í óvenjulega huggulegu herbergi. Þar kannaðist ég ekkert við mig og ég náði engu sambandi í síma sem var á náttborðinu. Ég dreif mig á fæt- ur og stuttu síðar er bankað upp á hjá mér og inn kemur ókunnur maður. - Góðan daginn, góðan daginn, segir hann, eigum við að ganga frá samningnum núna? Ég hafði hitt norskan kokk um nóttina, sem hafði unnið með mér á Borginni, og hann kom mér í sam- band við skemmtanastjórann á skemmtiferðaskipinu Olsofjörd, sem réði mig á stundinni sem skemmti- kraft. Mér leist nú satt að segja ekki á, en vildi ekki hlaupa, enda vissi ég ekki hvert ég átti að fara. Ég.réði mig því í einn mánuð, sem varð að heilu ári. Ferðir skipsins voru frá Osló til Kaupmannahafnar, um Karabíska hafið, til Casablanca og Portugal, svo einhverjir staðir séu nefndir. Þetta var stórt og glæsilegt skip, með um 500 manna áhöfn, og farþegarnir voru flestir með fulla vasa af pening- um. Aðalstarf mitt um borð var í raun- inni að drekka með farþegunum. Ég kom fram á fyrsta og öðru farrými og að söng loknum átti ég að vera meðal farþeganna og ræða við þá. Jafn- framt átti ég að þiggja þá drykki sem mér væru boðnir, það var í samn- ingnum; það var móðgun að neita drykk frá farþegum. Og svo varð ég að tala og tala, oftast um landið okkar, ísland, og það kom mér mikið á óvart hvað þetta fólk var illa lesið í landafræði. Til að byrja með sagði ég samviskusamlega frá, en þegar leið á veru mína um borð var ég búinn að fá leið á þessu og bjó til ótrúlegustu sögur um mitt heimafólk, sem þetta auðtrúa og auðuga fólk gleypti hráar." Kóngurinn á íslandi - Sýnishorn? „Já, ég get nefnt þér dæmi. Eitt sinn sagði ég þá sögu, að ég væri frá stað nyrst á íslandi, sem héti Akur- eyri, og þar byggju um 1.800 manns. Ég sagði, að pabbi og mamma væru þar sem kóngur og drottning og þau byggju í eina timburhúsinu á staðnum. Aðrir í sínum snjóhúsum. En ég lét það fylgja, að veturnir væru óguriegir, með frosthörkum og stórhríðum, og stæðu 7-8 mánuði ársins. Þá hópaðist fólkið í „höllina" til pabba og mömmu til að fá húsa- skjól og mat. Oft var mér skemmt þegar mér varð hugsað til gömlu hjónanna blessaðra í þessu hlutverki í litla húsinu okkar við Fróðasund þegar ég sagði þessa sögu. Svo bætti ég því við, að þarna liðu dagarnir við drykkju, söng og ástir - og það væri gott samkomulag á milli karlmann- anna um að hafa konuskipti af og til og ættartengsl milli elskenda skiptu ekki svo miklu máli. Þessu trúði ríka fólkið á Oslofjörd, enda steig það ekki allt í vitið. Já, þarna var ég fuU- ur í ár til viðbótar. Það var drukkið fram undir morgun og síðan byrjaðí næsti dagur með bjór við sundlaug- ina. Síðan var styrkleikinn aukinn eftir því sem leið á daginn." - Hvað tók svo við? „Eftir að ég fór af skemmtiferða- skipinu réði ég mig á olíuskipið Poli-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.