Dagur - 02.03.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 02.03.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 2. mars 1984 Lengi görnlum glœðum Pað var troðfullt hús og hörkustemmning í Sjallan- um á laugardagskvöldið, enda skemmtikraftar á ferðinni sem láta ekki sjá sig þar um hverja helgi. Það voru þau sæmdarhjón, Hermann Ragnar Stef- ánsson, danskennari og Unnur Arngrímsdóttir, sem voru potturinn og pannan í öllum herlegheitunum. Hermann kynnti og stjórnaði danssýningu, þar sem tekin voru dansspor sem einkum voru stigin í upp- hafi aldarinnar, enda hét atriðið „Þegar amma var ung". Þar mátti sjá tangó eins og hann gerist tíguleg- astur. Mæðginin Stefanía Guðmundsdóttir og Óskar Borg sýndu þennan dans fyrst hér á landi og hneyksl- uðu þar með marga samborgara sína í Reykjavík. Þótti dansinn ósiðlegur með eindæmum, ekki síst þegar það voru móðir og sonur sem dönsuðu. Stefan- ía var föðuramma Sunnu Borg leikkonu. Fleiri dans- ar voru sýndir í Sjallanum, m.a. Can-Can og dansatriði úr þeim mafgfræga söngleik Cabarett. Unnur Arngrímsdóttir stjórnaði liði sínu úr Módelsamtökunum í tískusýningunni, sem fékk lið- styrk Akureyringa. Sýndar voru margar eigulegar ^ , wj^ ; Faldarnir sviptust í Can-Can Það var ekki dónalegt fyrir Jónas að fá „Paradísarkonfekt' Dansatriði úr Cabarett. flíkur frá tískuhúsum Reykjavíkur og Parinu og Assa á Akureyri. Báðar þessar sýningar féllu í góðan jarðveg hjá Sjallagestum. Rúsínan í pylsuendanum í Ss**^ \ p;i ¦• h b / Sjallagestir kunnu vel að meta það sem upp á var boðið. Sjallanum á laugar- dagskvöldið var gamla kempan Óðinn Valdimarsson, sem > geystist fram á sviðið um miðnættið I syngjandi: „Ég er kominn i heim". í kjölfarið fylgdu hörku li stuðlög eins og Einsi kaldi úr Eyjunum og Beste mamma Rán sem Ódi söng fyrst á „Landinu" 15 ára gamall. Nú er kappinn orðinn 48 ára, | en það var greinilegt að ^hann rótaði upp í minningum 1 margra, einkum þeirra sem muna líf og fjör í Alþýðuhúsinu á sjötta áratugnum. Það þarft ekki að orðlengja það, að „Allaliðið" já og jafnvel gamla Sjallaliðið, yngdust um ein tuttugu ár eða svo ífjörugumdansi,þegar Ódi ásamt Ingimar og félögum hans kyntu undir gömlum glæðum. Það var sem sé hörkustuð í Sjallan- um á laugardagskvöldið. -GS F»au kunnu að meta Einsa kalda og sporin hans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.