Dagur - 02.03.1984, Side 15

Dagur - 02.03.1984, Side 15
Bókamark- aðurinn opnaður í dag - í Bókahúsi Skjaldborgar í dag verður Bókamarkaðurinn á Akureyri opnaður. Það eru Bókaverslunin Edda og Bóka- útgáfan Skjaldborg sem standa að markaðinum sem verður tU húsa í hinu nýja Bókahúsi Skjaldborgar að Hafnarstræti 75 þar sem Kassagerð KEA var áður til húsa. / Texti: Lúk. 17,11-19. Að þakka og gleyma ei Guði Fáar þjóðir búa við eins góð lífs- kjör og við íslendingar. Við njótum þæginda og velferðar framar flestum öðrunt. Guð hef- ur auðsýnt okkur miskunn og verið okkur góður. En - hvar er þakklætið? Lítum við á það sem sjálfsagðan hlut að Guð hjálpi okkur, sama hvernig við breyt- um? Eða - eignum við okkur sjálfum dýrðina? Pað er alvar- legt að eigna sjálfum sér Guðs verk. í texta dagsins er sagt frá tíu líkþráum mönnum. Peir hróp- uðu til Jesú um hjálp og fengu lækningu. En - aðeins „einn þeirra snéri aftur. er hann sá að hann var heil! orðinn, og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram á ásjónu st'na að fótum Jesú og þakkaöi honum." Þá spurði Jesús: „Hvar eru hinir níu?" Þeir höfðu gleymt miskunnara sínum. Þaö er auðveit að gleyma miskunnara st'num þegar allt gengur vel, en það hefur afdrifa- ríkar afleiðingar, því sá sem gleymir Guði, fjarlægist mátt hans og veldi og hættir að leita til •hans að hjálp og ieiðbeiningu. Hann lokar sjálfán sig úti og stendur einn á degi neyðarinnar. Hann hefur byggt líf sitt og framtíð án þess að skaparinn, sem gefur líf og framtíð, sé með. Það færir mann í ánauð og glötun að byggja á verðmætum, sem ekki éru Guðs. Lesandi góður, gef Guði dýrðina, gleymdu ei honum, þakkaðu honum og lofaðu hann. 77/ umhugsunar á œskulýðsdegi Guðs orð segir: „Og mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum, áður en vondu dagamir koma og þau árin nálgast, er þú segir um: „Mér líkar þau ekki.““ Préd. 12,1. „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hrein- um? Með því að gefa gaum að orði Drottins." Sálm. 119,9. Um 2000 bækur eru á markað- inum og eiga allar stærstu útgáfur á landinu bækur þar, t.d. Örn og Örlygur, Iðunn, Almenna bóka- félagið, Mál og menning, Skugg- sjá, Helgafell, ísafold, Bókhlað- an, Hörpuútgáfan, Víkurútgáfan o.fl. og svo að sjálfsögðu Skjaldborg. Þetta mun vera eini bókamarkaðurinn á landinu á þessu ári sem flestallir bókaútgef- endur taka þátt í. Um það bil helmingur bókanna eru barna- og unglingabækur, og er eitthvað við allra hæfi. Ódýrustu bækurnar kosta tæpar 10 krónur. Bókamarkaðurinn verður opn- aður í dag kl. 13.00 en hann verð- ur opinn virka daga frá kl. 9-18 og um helgaí frá kl. 13-18. □ HULD 5984357 VI 2. I.O.O.F. -2-16503028V2. Ffladelfía Lundargötu 12. Föstu- dagur 2. mars kl. 20.30 alþjóð- legur bænadagur kvenna. Allar konur eru hjartanlega velkomn- ar. Sunnudagur 4. mars kl. 11.00 sunnudagaskóli. Sama dag kl. 16.00 safnaðarsamkoma og kk 17.00 almenn samkoma. Frjálsir vitnisburðir. Allir eru hjartan- lega velkomnir. Hvítasunnu- söfnuðurinn. Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10. Konur ath. Alþjóðlegur bænadagur kvenna í Fíladelfíu í kvöld kl. 20.30. Allar velkomn- ar. Föstud. 2. mars kl. 20.00 æskulýðurinn. Sunnudag 4. mars kl. 13.30 sunnudagaskólinn. Kl. 18.30 hermannasamkoma og kl. 20.30 almenn samkoma. Mánud. 5. mars kl. 16.00 heimilasam- bandið. Allir velkomnir. Muntu lifa af hina síðustu daga? Opinber biblíufyrirlestur sunnu- daginn 4. mars kl. 14.00 í Ríkis- sal votta Jehóva, Gránufélags- götu 48, Akureyri. Ræðumaður Kjell Gellnard. Þjónustusam- koman og Guðveldisskólinn allt- af á fimmtudögum á sama stað. Allt áhugasamt fólk velkomið. Vottar Jehóva. Alþjóðlegur bænadagur kvenna. Föstudaginn 2. mars kl. 20.30 verður samkoma vegna alþjóð- legs bænadags kvenna, haldin í Fíladelfíu Lundargötu 12. Allar konur eru hjartanlega velkomn- ar. Kristniboðshúsið Zion: Sunnu- daginn 4. mars sunnudagaskóli kl. 11. Öll börn velkomin. Sam- koma kl. 20.30. Ræðumaður Skúli Svavarsson. Allir vel- komnir. Konur munið bænadag kvenna föstud. 2. mars. Sam- koma í Fíladeldíu kl. 20.30. All- ar konur hjartanlega velkomnar. Glerárprestakall: Barnasamkoma í Glerárskóla nk. sunnudag 4. mars kl. 11.00. Æskulýðs- og fjölskylduguðs- þjónusta í Glerárskóla sama dag kl. 14.00. Nýr messusöngur. Gunnar Gunnarsson predikar. Bollukaffi Kvenfélagsins Bald- ursbrár eftir messu til ágóða fyrir kirkjubyggingu. Pálmi Matthíasson. 2. mars 1984 - DAGUR - 15 Toshiba örbylgjuofninn fæst hjá okkur Verið velkomin og kynnist því hvernig hægt er að matreiða allan venjulegan mat í Toshiba örbylgjuofninum á ótrúlega stuttum tíma. Hvers vegna margir réttir verða betri úr Toshiba ofninum en gömlu eldavélinni. Og þér er éhætt að láta börnin baka. Og síðast en ekki síst. Svo þú fáir fullkomið gagn af ofninum þínum höldum við matreiðslunámskeið fyrir eigendur Toshiba ofna. Nýkomin búsáhöld fyrir örbylgjuofna. Blomberq þvottavélar, ísskápar og eldavélar. Viðurkennd gæðavara. 2ja ára ábyrgð. Tilboðsverð á eldavélum með 2 bakaraofnum með klukku og gufu- gleypi. Staðgreiðslu- verð kr. 18.500. Tótu barnastóllinn nýkominn. Sérstaklega hentugur og þægilegur í flutningi. Búsáhöld í úrvali SIEMENS smá heimilistæki í úrvali, til dæmis: Hitateppi: Tilvalin gjöf handa pabba og mömmu eða afa og ömmu. Einnig kaffikönnur, handhrærivélar ásamt fylgi- hlutum, brauðristar með hita- grind, eggjasjóðarar, straujárn með og án gufu, hraðgrill og ótal margt fleira. 0 NYLAGNIR VIOGERDIR VIDHALD VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Simi 26400. Verslið hjá fagmanni. AKUREYRINGAR - NORÐLENDINGAR! j ^OcVrrrvodvabraut 22, ftkureyn ... af gólfteppa- lýmingarsölunni 20-50% afsláttur á fyrsta flokks gólfteppum, smáteppum, bútum, mottum og renningum opið Notið einstakt tækifæri til teppakaupa !au|!i6as ? Tepphlhno Tryggvabraut 22, Akureyri, sími 96-25055

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.