Dagur - 02.03.1984, Page 16

Dagur - 02.03.1984, Page 16
Akureyri, föstudagur 2. mars 1984 .Bautinn - Smiðjan. Erum farín að taka á móti pöntunum í fermingarveislur. Pantið tímanlega. I Ieiklarveltan hjá KEA jókst um 72,8% „Þegar á heildina er litið má segja að rekstur félagsins á ár- inu 1983 hafí verið þróttmikill sem á undanförnum árum,“ sagði Valur Arnþórsson, kaup- félagsstjóri, á félagsráðsfundi KEA sem haldinn var á mið- vikudag. Hann sagði að velta og viðskipti hefðu þróast með eðlilegum hætti, en hins vegar ylli staða útgerðar og físk- vinnslu miklum áhyggjum, vegna þess aflasamdráttar sem orðinn væri og horfanna fram- undan. Heildarvelta félagsins á árinu 1983, án afurðareikninga og sam- starfsfyrirtækja, var 1530 milljón- ir króna og hafði aukist um 72,8%, frá fyrra ári. Mest aukn- ing varð í verslunarstarfseminni eða tæplega 74,5%, í sjávarútvegi varð aukningin 73,8%, í iðnaði rúmlega 66,8% og í þjónustu tæp- lega 63,6%. í skýrslu kaupfélags- stjóra kom fram að þegar á heild- ina væri litið hefði velta fyrir- tækisins aukist í samræmi við verðbólguþróun, þannig að sæmi- lega megi við una. Launakostnaður félagsins var 254,8 milljónir að launatengdum gjöldum meðtöldum og hafði aukist um 53,4% frá fyrra ári. Þó velta hafi aukist verulega umfram hækkun launakostnaðar verður ekki fullyrt um heildarafkomu vegna gífurlegrar hækkunar vaxtakostnaðar. Gert er ráð fyrir að fjárfest verði fyrir 54,7 milljón- ir króna á þessu ári og meðal helstu framkvæmda má nefna ný- byggingu verslunarhúss á Dalvík fyrir 10 milljónir. Þá má nefna uppbyggingu Hótels KEA, en áformað er að hefjast handa fljót- lega á grundvelli samstarfs fleiri aðila innan Samvinnuhreyfingar- innar. Er áformað að sú uppbygg- ing kosti 45 milljónir króna og dreifist á 2-3 ár. HS. „Sjáum lítið nema karfa“ * - segir Einar Oskarsson hjá Útgerðarfélagi Akureyringa „Við sjáum lítið nema karfa, afar lítið af þorski,“ sagði Ein- ar Óskarsson hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa hf., er við slógum á þráðinn til hans og forvitnuðumst um aflatölur togara félagsins. Síðustu landanir eru þær að Svalbakur landaði 158 tonnum 20. febrúar, Sléttbakur 125 tonn- um tveimur dögum síðar, Kald- bakur 178 tonnum 26. febrúar og á miðvikudag var verið að landa um 120 tonnum úr Harðbak. „Þetta er langmest karfi,“ sagði Einar. „Svoleiðis er það búið að vera það sem af er þessu ári og við höfum ekki fengið nema um 450 tonn af þorski á þessum tveimur fyrstu mánuðum ársins. Kvótinn sem togararnir fjórir hafa í þorski er tæp 4400 tonn þannig að með sama áfram- haldi náum við honum ekki. En það getur glæðst og þá er gott að hafa eitthvað í bakhöndinni." gk- Kárí varð skák meístarí Akureyrar Kári Elíson varð Skákmeistari Akureyrar 1984. Á Skákþingi Akureyrar sem lauk á þriðju- dagskvöld, sigraði Kári and- stæðing sinn í síðustu umferð- inni og hlaut því 7 vinninga af 9 mögulegum. Fyrir lokaumferðina áttu þrír skákmenn möguleika á efsta sæt- inu. Til þess að svo hefði orðið þefði Kári þurft að gera jafntefli í síðustu skákinni en þeir Áskell Örn Kárason og Gylfi Þórhallsson að vinna sínar skákir. Úrslit urðu þau að Kári og Áskell unnu en Gylfi tapaði og röð efstu manna varð því: 1. Kári Elíson 7 v., 2. Áskell Örn Kárason 6,5 v., 3. Gylfi Þórhallsson 5,5 v., 4. Pálmi Pétursson 5 v. Sigur Kára Elísonar á þessu móti þarf ekki að koma svo mjög á óvart. Hann hefur teflt mjög vel á mótum hjá skákfélaginu að undanförnu og í fyrra hafnaði hann í öðru sæti á eftir Jóni Björg- vinssyni.- ESE. Bókamarkaðurinn verður opnaður í dag í Bókahúsi Skjaldborgar. Yfir 2000 bókatitlar verða á markaðinum að þessu sinni. Mynd: KGA. Sigurður Björnsson fram- kvæmdastjóri Sinfómuhljóm- sveitar íslands upplýsti í út- varpsþætti um helgina að eng- in áhugi væri á því að hljóm- sveitin myndi leika í íþrótta- höllinni á Akureyri. „Við getum alveg afskrifað íþróttahöllina eins og hún er í dag,“ sagði Sigurður er talið barst að fyrirhuguðum hljóm- leikum hljómsveitarinnar í vor. „Við ætlum að komast inn í gömlu góðu íþróttaskemmuna,“ bætti Sigurður við. Og varl'a þarf að taka fram að ástæðan fyrir þessu er að hljómburðurinn í Höllinni er afar slæmur enda ekkert sérstakt verið aðhafst þar til þess að bæta úr því. Sigurður upplýsti að Sinfóníu- hljómsveitin myndi halda tón- leika í Reykjavík þann 17. maí, en daginn eftir yrði boðið upp á sömu efnisskrá á hljómleikum á Akureyri - í íþróttaskemmunni. _____________________gk^ Samniniíaniir gai samþykktir Yfírgnæfandi fjöldi þeirra er þátt tóku í allsherjaratkvæða- greiðslu Verkalýðsfélagsins Einingar um kjarasamningana samþykkti þá, en atkvæði voru talin í fyrrakvöld að kosningu lokinni. Alls var það 901 félagsmaður sem greiddi atkvæði. Þeir sem voru samþykkir samningunum voru 712 eða 79,2% þeirra sem greiddu atkvæði, nei sögðu 174, auðir og ógildir seðlar voru 15 talsins. Þátttaka í þessari fyrstu alls- herjaratkvæðagreiðslu hjá Ein- ingu um kjarasamninga var mjög slök, en atkvæðagreiðslan fór fram á Akureyri, Dalvík, Hrísey, Ólafsfirði og á Grenivík. Þessir 901 sem greiddu atkvæði voru 22,08% af þeim sem voru á kjörskrá því þeir voru alls 4081. Spáð er sæmilegasta veðri á Norðurlandi um helgina. I nótt hlánar en síðan er spáð vægu frosti og SV- og vestanátt. Að sögn veður- fræðings er útlit fyrir bjart veður mest alla helgina en þó gæti orðið úr- komuvottur á stöku stað. Fyrir öskudagmn * . _ O lYflL-í Mikið úrval af byssum og höttum Tokyo leikföngin vinsælu. Ný sending 30 nýjar tegundir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.