Dagur - 05.03.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 05.03.1984, Blaðsíða 3
5.’ imars 1984 - ÖÁÖUft - 3 Samningur um 500 tonn af hvítri lakkmálningu sem Efnaverksmiðjan Sjöfn á Akureyri selur til Sovétríkjanna á þessu ári var undirritaður í húsakynnum fyrirtækisins sl. miðvikudag. Samninginn undirrituðu Aðalsteinn Jónsson forstjóri Sjafnar og sovéskir sendimenn sem komu til landsins til þess að ganga frá þessum samningi. Talið er að verðmæti málningarinnar sem Sjöfn selur Sovétmönnum nemi um 20 milljónum króna. Mynd: H.Sv. Afmælismót Bridge- félags Akureyrar Á þessu ári verður Bridgefélag Akureyrar 40 ára. í tilefni af- mælisins er ákveðið að halda afmælismót dagana 23.-25. mars nk. Spilaður verður tví- menningur á föstudagskvöld og laugardag, en síðan úrslita- keppni efstu para á sunnudag. Vandað verður tii verðlauna sem verða: 1. verðlaun: 15.000 krónur. 2. verðlaun: 12.000 krónur. 3. verðlaun: 8.000 krónur. 4. verðlaun: Helgarferð fyrir tvo til Reykjavíkur frá Ferðaskrif- stofu Akureyrar. 5. verðlaun: Tveir svefnpokar frá Gefjunni. 6. verðlaun: Myndataka fyrir tvo á ljósmyndastofunni Norður- mynd Akureyri. Á afmælismótinu verður auk verðlaunanna spilað um silfur- stig. Öllu spilafólki er heimil þátttaka, hvaðan sem er af land- inu. Keppnisgjald er kr. 1.000 fyrir parið. Utanbæjarfólki er bent á hag- stæð fargjöld með Flugleiðum. Umsjónarmenn afmælismótsins eru Þórarinn B. Jónsson og Grettir Frímannsson sem gefa allar nánari upplýsingar í símum 26111 og 22244 alla daga frá kl. 9-17 og í símum 21350, 22760 og 21830 á kvöldin. Þátttöku þarf að tilkynna í síð- asta lagi á sunnudagskvöldið 18. mars. Bridgefélag Akureyrar býður spilafólk velkomið á afmælismót- ið 23.-25. mars. Delerium Bubonis í Freyvangi fimmtudaginn 8. mars og föstudaginn 9. mars kl. 20.30. Á Grenivík sunnudaginn 11. mars kl. 16.00 og 20.30. Upplýsingar og miðapantanir í símum 61704 og 61728. Krafla Hrísey. Skátapc er ko IIJ E' wSw Hjalte lysurnar 1 imnar /fjörö JA yrargötu 4 sími 22275 ÓD Saltaö h Reykt h Nýtt og reyfc Sprengidaj 110 k búrið ÝRT rossakjöt rossakjöt 1 folaldakjöt ’ssaltkjötið r. kg. Opið á laugardögum 10-12 \ Strandgötu 37 ’ Sími 25044 Bókahús Skjaldborgar - tekið í notkun Bókahús Skjaldborgar hefur verið tekið í notkun. í húsinu verða skrifstofur Skjaldborgar og bókalager en fyrst um sinn verður þar rekinn bóka- markaður. Að sögn Svavars Ottesen, stjórnarformanns Skjaldborgar þá var húsnæðið áður í eigu Kassagerðar KEA en Bókahúsið er til húsa að Hafnarstræti 75. Húsnæðið sem er um 200 fm að stærð er ekki alveg fullfrágengið en um leið og bókamarkaðinum lýkur þá verður gengið frá inn- réttingum. Bókaútgáfan Skjaldborg var stofnuð árið 1968 og á þessum tíma hafa alls verið gefnar út 154 bækur á vegum útgáfunnar, þar af 32 á sl. ári. Skjaldborg er stærsta bókaútgáfa utan Reykjavíkur og á þessu ári er fyrirhugað að gefa út á milli 20 og 30 bækur á vegum Skjaldborgar. Stærstu hluthafar Skjaldborgar hf. eru Björn Eiríksson sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, Svav- ar Ottesen, stjórnarformaður, Steinunn Guðjónsdóttir og Vil- helm K. Jensen. Auk þeirra Svavars og Björns starfar ein stúlka við útgáfuna, en Prent- smiðja Björns Jónssonar mun áfram prenta flestar bækur Skjaldborgar. -ESE Notað-Nýtt Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir notuðum skíðum í stærðum 90-170cm Blizzard Look og Nordica skíði stærð Salomon skíöaskor frá 90 cm. bindingar. allar stærðir. Nýkomnar KA- og Þórs-töskur Verð aöeins 385 kr. !_ , mm Km ditkowt Postsendum ■ ■■ ■ ækkl rpíi HLIÐA ULi SPOKf VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI SUNNUHLÍÐ Sími 22146.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.