Dagur - 05.03.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 05.03.1984, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 5. mars 1984 5. mars 1984 - DAGUR - 7 Tveir Skotar til Siglufjarðar? „Því er ekki að leyna að við leikmenn til liðs við okkur í erum að velta þeim möguleika sumar,“ sagði Karl Pálsson fyrir okkur að fá tvo skoska formaður Knattspyrnufélags Golfþing: Islandsmót árið 1985 á Akureyri - liýtt forgjafarfyrirkomulag Segja má að aðalmál Golfþings sem haldið var í Borgarnesi um síðustu helgi hafi verið sam- þykkt sú er gerð var um að taka upp nýtt forgjafarkerfi kyifinga, svokallað „Gongo- kerfi“. Þetta kerfi er allfrábrugöið því kerfi sem viðhaft hefur verið og ekki gott að útlista það í stuttri blaðagrein. í upphafi keppnistímabilsins hækka allir kylfingar um 2 högg í forgjöf og síðan breytist forgjöf þeirra eftir hvert einasta mót sem þeir taka þátt í, jafnt til hækkunar sem lækkunar. Þá verður forgjöfin endurskoðuð mánaðarlega og kylfingar nánast skikkaðir til að skila reglulega inn skorkortum sínum. Á þinginu í Borgarnesi var endanlega gengið frá því að ís- landsmótið f golfi 1985 verði haldið á velli Golfklúbbs Akur- eyrar að Jaðri. Þá kom fram tii- laga um að næsta Golfþing verði háð á Akureyri en því máli var vísað til stjórnar GSÍ. Samþykkt var tillaga um að stjórn GSÍ veitti 50 þúsund krón- um til útbreiðslu og verði þeirri upphæð varið þannig að fá af- reksmenn í íþróttinni til þess að heimsækja staði þar sem golf á eða hefur átt erfitt uppdráttar og nýja golfklúbba. Mótaskrá golfklúbbanna er nú í burðarliðnum. Ljóst er að Norðurlandsmótið verður í sum- ar haldið á hinum nýja velli á Sauðárkróki. Hin „stóru“ mót s.s. opna Húsavíkurmótið og opna Ólafsfjarðarmótið verða á sínum stöðum eins og venjulega og hjá Golfklúbbi Akureyrar ber hæst Jaðarsmótið sem verður um verslunarmannahelgina, Ingi- mundarmótið sem verður í ágúst og önnur opin mót sem dreifast á hinar ýmsu helgar sumarsins. „Við byrjuðum I lok janúar, héldum þá fund og eftir það höfum við æft þrisvar í viku,“ sagði Þorsteinn Ólafsson sem þjálfar 1. deildarlið Þórs í sum- ar er við ræddum við hann. „Við höfum verið með eina inniæfingu þar sem við höfum verið í lyftingum og svo léttum boltaæfingum á eftir. Tvær æfing- ar hafa verið úti, og við höfum reynt að vera sem mest með bolta, eftir því sem veður og færð hefur leyft. Ég reikna svo með að í lok mars sleppum við lyftingun- um og förum að vinna að úthald- inu.“ - Hvað eru margir sem æfa? „Það eru svona 20 manns og þar af hafa verið nokkrir úr 2. flokki. Nokkrir eru fyrir sunnan en ég reikna með að hópurinn verði um 20 manns þegar þeir koma og einhverjir falla út. Þetta leggst bara vel í mig. Það er góður andi í liðinu og full ástæða til bjartsýni því það eru allir tilbúnir til að leggja mikið á sig til þess að árangur okkar geti orðið sem allra bestur í surnar," sagði Þorsteinn. „Ég kom 8. febrúar og fyrsta æfingin var strax þann sama dag,“ sagði Gústaf Baldvins- son þjálfari 1. deildarliðs KA er við spjölluðum við hann fyr- ir helgina og spurðum hvað knattspyrnumenn félagsins væru að aðhafast þessa dag- ana. „Við höfum verið með þrjár æfingar í viku. Tvær af þeim hafa verið kraftæfingar, við höfum hlaupið úti og síðan farið inn á eftir og farið í „lyftingapró- gram“. Þriðja æfingin hefur svo verið boltaæfing innanhúss.“ - Hvað eru margir sem sækja æfingar? „Þeir eru ansi margir, ég held að ég hafi séð framan í 28 andlit ef allir eru taldir með sem hafa mætt á æfingar og strákar úr 2. flokki þar á meðal. Það getur verið að við verðum að fækka eitthvað í hópnum.“ - Gústaf sagði að nú færi hann að bæta við fjórðu æfingunni á viku og þeir KA-menn færu að fara meira út. „Ég er ansi bjart- sýnn á þetta allt saman, bjart- sýnni en ég var þegar ég kom. Strákarnir eru mjög áhugasamir og það er kraftur í þeim,“ sagði Gústaf. Haraldur náði OL-lágmarkinu Siglufjarðar, en Siglfirðingar sem hafa misst eitthvað af mannskap frá í fyrra leika sem kunnugt er í 2. deild. „Þjálfarinn okkar, Billy Hogd- son er að athuga þetta mál fyrir okkur í Skotlandi, og það er ekki ólíklegt að línurnar skýrist áður en langt um líður hvort af þessu verður eða ekki. Ég held að það megi fullyrða að þetta séu ódýrustu menn sem hægt er að fá, a.m.k. hafa kröfur þeirra íslensku leikmanna sem við höfum rætt við verið þannig að það er ekki hægt að ganga að þeim. Það má segja að gegnum- gangandi séu þær kröfur upp á um 35 þúsund krónur á mánuði auk húsnæðis og svo er verið að tala um að fela þetta fyrir skattinum. Það er hins vegar mikið at- vinnuleysi í Skotlandi, og aragrúi þar af snjöllum knattspyrnu- mönnum sem hægt er að ráða hingað í vinnu upp á sömu býti og aðrir hér búa við og svo myndu þeir leikameð okkur.En þrátt fyr- ir að málið sé í alvarlegri athugun núna hefur ekki verið tekin nein endanleg ákvörðun," sagði Karl Pálsson. aði nú á 130 kg í snörun. Lengi vel leit út fyrir að Haraldur myndi falla út þar sem hann gerði fyrstu tvær lyfturnar ógildar en í þriðju tiiraun flaug þyngdin upp. Haraldur átti síðan mjög góða aukatilraun við nýtt íslandsmet, 132,5 kg en sú tilraun mistókst naumlega. í jafnhöttun byrjaði Haraldur á þeirri þyngd sem hann þurfti til að tryggja sér lágmarkið og far- seðilinn til Los Angeles og 165 kg reyndist létt þyngd. f annarri til- raun reyndi Haraldur við „300 kg múrinn“ en 170 kg reyndust hon- um ofviða að þessu sinni. - Það er bara tímaspursmál hvenær ég tek þessa þyngd. Ég stóð létt upp með þetta og einu sinni hefði það verið gulltryggt upp fyrir höfuð, sagði Haraldur í samtali við Dag en hann líkt og Guðmundur Sigurðsson lyftinga- kappi, hefur sýnt mikið öryggi í að lyfta þeim þyngdum sem hann á annað borð hefur getað staðið undir og rétt sig upp með. - ESE. Konráð Óskarsson var í góðu formi og skoraði 26 stig. Mynd: KGA. Haraldur Óiafsson I keppni á mót- inu um helgina. Mynd: ESE. Haraldur Ólafsson, lyftinga- maðurinn snjalli úr Þór náði um helgina Olympiulágmark- inu í lyftingum í 75 kg flokki. Haraldur lyfti samtals 295 kg sem er jafnt lágmarkinu. Haraldur sem keppti um fyrri helgi á Sweden Cup-mótinu í Svíþjóð og lyfti þá 125 kg í snörun og 160 í jafnhöttun, byrj- Loksins sigur á Grindvíkingum Loksins í fjórðu tilraun tókst Þór að sigra lið UMFG í 1. deildinni í körfuknattleik, en liðin mættust í íþróttahöllinni sl. laugardag. Úrslitin 108:98 fyrir Þór, en reyndar skoruðu Þórsarar 112 stig en fjögur þeirra voru ekki færð inn vegna mistaka ritara. Maður dagsins að þessu sinni var Björn Sveinsson sem hrein- lega fór hamförum í leiknum, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Björn hefur ekki í annan tíma leikið betur, hann var sterkur í vörninni, fljótur að áttá sig á möguleikum sem gáfust í sókn- inni og í fyrri hálfleik skellti hann 23 stigum á Grindvíkingana. Það gat ekki farið hjá því að þetta hefði þau áhrif að Þór tæki leikinn í sínar hendur. Segja má að í fyrri hálfleik hafi Þórsarar „jarðað“ andstæðingana og sem dæmi um yfirburðina má nefna að staðan breyttist úr 11:10 í 39:18 og í hálfleik höfðu Þórsarar skorað 60 stig gegn 42. Er mjög óvenjulegt í körfuknattleik að lið skori 60 stig í fyrri hálfleik. Það er erfitt að „halda haus“ þegar svona yfirburðir eru á dagskrá, menn missa einbeiting- una og jafnvel örlar á kæruleysi. Það gerðist hjá Þórsurum í síðari hálfleiknum og Grindvíkingarnir voru fljótir að ganga á lagið. Þeir Ólafur Jóhannsson og Hjálmar Hallgrímsson fóru líka að hitta úr hverju skoti og skyndilega var komin spenna í leikinn. Staðan var 70:63 eða aðeins 7 stiga munur. En Þórsarar bættu við sig og munurinn fór aftur upp á við og var þetta Í5—18 stig fram undir lok leiksins að Grindvíkingar náðu að minnka hann nokkuð. í heildina góður leikur hjá Þór þótt kafli í síðari hálfleik væri slakur. Björn Sveinsson sem fyrr sagði yfirburðamaður, Konráð mjög frískur og sömuleiðis Jón Héðinsson. Stig Þórs: Björn Sveinsson 37, Konráð Óskarsson 26, Jón Héð- insson 18, Ríkharð Lúðvíksson og Eiríkur Sigurðsson 8 hvor, Guðmundur Björnsson 6, Jó- hann Sigurðsson 4, Hrafnkell Tulinius 2. - Stigahæstir Grind- víkinga voru Hjálmar Hallgríms- son með 27 og Eyjólfur Guð- laugsson 22 stig. Þetta var síðasti heimaleikur Þórs í 1. deildinni í vetur. Liðið á eftir 3 útileiki, tvo gegn Borg- arnesi og einn gegn UMFL. S o* 0 u e ir að gei ra? Þorsteinn Ólafsson Þór: Gústaf Baldvinsson KA: G n Nanna Leifsdóttir, nýkomin heim frá OI- ympíuleikunum í Sarajevo, mátti lúta í lægra haldi fyrir hinni ungu og stórefni- legu Guðrúnu H. Kristjánsdóttur Akur- eyri er þær mættust í Bikarmóti SKÍ í Hlíðarfjalli. Keppt var í stórsvigi og eftir fyrri ferð- ina hafði Guðrún tímann 50,89 en Nanna var með 51,56. Þrátt fyrir að Nanna næði síðan bestum tíma í síðari umferð tókst henni ekki að vinna upp muninn. Röð efstu varð þessi: Guðrún H. Kristjánsdóttir A 107,36 Nanna Leifsdóttir A 107,95 Hrefna Magnúsdóttir A 109,66 Ingigerður Júlíusdóttir D 110,89 Tinna Traustadóttir A 110,92 Ásta Ásmundsdóttir A 111,43 Guðrún J. Magnúsdóttir A 117,35 Karlarnir kepptu einnig í stórsvigi og segja má að þar hafi orðið óvænt úrslit einnig. Árni G. Árnason frá Húsavík og Daníel Hilmarsson frá Dalvík sem voru í efstu sætunum eftir fyrri ferðina féllu báð- ir úr í síðari ferðinni. Guðmundur Sigur- jónsson Akureyri náði þá hins vegar lang- bestum tíma og skaust úr 5. sæti í það efsta. Röð efstu manna: Guðmundur Sigurjónsson Björn Víkingsson Olalur Harðarson Ingólfur Gíslason Brynjar Bragason Rúnar I. Kristjánsson Haukur Bjarnason A 103,27 A 104,02 A 104,07 A 105,04 A 106,05 A 106,14 R 106,44 Fyrstu tölur í Lands- keppninni Fyrstu tölur sem Trimm-nefnd Skíða- sambands íslands hefur sent frá sér varð- andi Trimmlandskeppnina eru miðaðar við 15. febrúar sl. Tölurnar eru aðeins frá 12 stöðum á landinu. Hafa þau svör feng- ist á mörgum stöðum að mikill áhugi virð- ist vera á keppninni, en þó hefur lítið bor- ist inn af skráningarspjöidum víða. Þær tölur sem þegar liggja fyrir eru þessar: Reykjavík 543 Akureyri 174 ísafjörður 152 Siglufjörður 120 Húsavík 80 Ólafsfjörður 66 Hafnarfjörður 17 Bessastaðahreppur 14 Héraðssamb. N.-Þing. 11 Laugarvatn 10 Raufarhöfn 9 Ljóst er aö staðirnir norðanlands eins og Siglufjörður, Ólafsfjörður og Húsavík standa vel að vígi í keppninni, og jafnvel Akureyri. - Hins vegar er svo langt til loka keppninnar að vonlaust er að vera með nokkrar vangaveltur þar að lútandi en tækifærið notað til þess að hvetja fólk til að taka þátt í keppninni og láta ekki undir höfuð leggjast að skiia inn skráning- arspjöldunum þegar tími er kominn til þess. Þórsarar skora eitt af mörkum sínum. Mynd: KGA. Brotlending Þórsaranna! „Þótt við höfum unnið eina fimm útileiki í röð þá fer því fjarri að það sé kominn ein- hver stöðugleiki í liðið, og þessi leikur var vægast sagt dapur hjá okkur,“ sagði Guð- jón Magnússon þjálfari Þórs í handboltanum éftir að liðið tapaði með 12 marka mun á heimavelli fyrir Akranesi um helgina. Já, 12 marka ósigur var stað- reynd og hafa sennilega fáir reiknað með því eftir fimm úti- sigra liðsins að undanförnu. Úr- Eins og mönnum er kunnugt hefur kvennalið Þórs í hand- knattleik unnið sér rétt til að leika í 1. deild næsta keppnis- tímabil eftir ársveru í 2. deild- inni. Sl. föstudagskvöld kom kvennalið Akraness sem leikur í slitin voru 35:23 fyrir Akranes, lítið um varnarleik og því skorað rétt um eitt mark á mínútu að jafnaði. „Það virðist sem það sé ekki betra fyrir okkur að leika heima. Annars er varla hægt að tala um heimavöll hjá okkur, það heyrist lítið af hvatningarópum af áhorf- endapöllunum og í þessum leik yfirgnæfðu nokkrir stuðnings- menn Akranessliðsins alla heimamenn. En það afsakar ekki þennan slaka leik okkar. Skagamenn 1. deild í heimsókn og lék vin- áttuleik gegn Þór. Var leikið í 2x20 mínútur. Er skemmst frá því að segja að Þór hafði yfir- burði í Ieiknum og sigraði með 15 mörkum gegn 7. Er því ljóst að Þórsstúlkurnar eiga fullt erindi í 1. deildar keppnina og það hafa þær reyndar sýnt oft í vetur. komu eins og grenjandi ljón í leikinn sem hafði mikla þýðingu fyrir þá upp á úrslitakeppnina. Okkur vantar allt of marga þetta eina sanna keppnisskap og því fer sem fer. Það er varla hægt að segja að reynt hafi verið að klóra í bakkann hvað þá meira.“ Það er litlu við þessi orð Guð- jóns að bæta, leikur Þórs getur varla farið neðar en hann gerði að þessu sinni og Skagamennirnir höfðu ávallt örugga forustu í leiknum. Staðan í hálfleik 16:11 þeim í vil og lokatölurnar sem fyrr sagði 35:23. Mörk Þórs: Guðjón Magnús- son 6, Sigurður Pálsson 5, Gunn- ar Gunnarsson 4, Oddur Sigurðs- son 2, Ingólfur Samúelsson 2, Kristinn Hreinsson 2, Hörður Harðarson 1 og Baldvin Hreið- arsson 1. Og þá er það úrslitakeppni 4 efstu liða um tvö laus sæti í 2. deild næsta vetur. í hana fara Þór, Týr, Ármann og Akranes, svo framarlega sem Skagamenn ná einu stigi gegn ÍBK í síðasta leik sínum. Leikin verður tvöföld umferð og dregið um keppnis- staði. Stelpurnar sterkar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.